Tíminn - 01.12.1963, Page 6

Tíminn - 01.12.1963, Page 6
_ * Friðrik Olafsson skrifar um RITSTÖRF BOBBY FISCHER PRESTKOSNING- AR í REYKJAVÍK Bobby Fischer hefur nú haslað sér völl á r.ýjum vetvangi. Er hann tekinn til' við að skrifa grein ar og fást við skákútskýringar í „Chess Life“ málgagni bandaríska skáksambandsins, og sýnir þetta ljóslega, að Bobby er fleira gefið en að stunda skák eingöngu. Við- horf hans til manna og málefna eru einkar fróðleg í öllu sínu hispursleysi og ekki verður hann sakaður um að draga taum neins sérstaks, nema ef vera skyldi — tja, sleppum því Ég ætla nú að birta hér eina greina hans, en hún er skrifuð í tilefni af því, að hann sigraði í minniháttar skákmóti í Bandaríkjunum, svo- nefndu „Western Open“. Mót þetta var haldið um svipað leyti og Piatigorsky-mótið i Los Angel es og gefur það Bobby tilefni til nokkurs samanburðar, sem ekki er alls kostar hagstæður okkur Piatigorsky-mönnum- — Gef ég nú Bobby orðið: , „Western Open“ er fyrsta helg- armótið (þ.e weekend tourna- ment). Slík mót eru algen.g i Bandaríkjunum og eiga miklum vinsældum að fagna. Taka þau 3—4 daga og eru tefldar 2 um- ferðir á degi hverjum.. Athugas. ritstj.), sem ég hefi tekið þátt í s.l. 6 ár og var ég í upphafi hald- inn nokkrum efasemdum, vegna þess hve_ þétt er teflt í slíkvim mótum. í reyndinni vissi és þó, að ég veigraði mér ekki við að tefla tvær umferðir á dag, því að viðhorf mín til skákmóta eru allt önnur en til einvíga. Skák- mót eru nefnilega enginn mæli- kvarði á stvrkleika manna, eins og hins vegar einvígi eru. — held ur líkjast þau meira hestaveðreið um, þar sem endanleg röð er ekki alltaf í fullu samræmi við verð- leika hvers og eins. (Væntanlega er Bobby hér efst í huga Áskor- endamót.ið í Curacao, þar sern hann hafnaði í 4. sæti. drjúgum spöl á eftir þeim Petrosjan, Keres og Geller. Ath. ritstj.). Andstæðingar mínir í „West- ern Open“ komu mér sannarlega á óvart msð taflmennsku sinni. Ég hafði búizt við að geta „mal- að“ sérhvern þeirra innan 20 leikja, en ekkert slíkt skeði. Satt að segja var mótspyrna þeirra svo hörð, að ég 'tel megnið af skák- unum, sem ég tpfldi þarna. standa öllum skákur.um í Piatigorsky- mótinu framar að gæðum. að und antekinni þó vinningsskák Njad- orfs gegn Keres! Ég ætla nú að sýna ykkur hvað ég á við, með því að birta hér tvær skáka minna úr mótinu. (Önnur þeirra birtist hér. Ristj.) Ég hefði að sjálfsögðu ekki þurft að velja cinmitt þessar tvær tii að færa sönnur á staðhæfingu mína, a.m k. þrjár aðrar hefðu komið til greina Berið saman þess ar skákir við skákirnar í Piatigor sky-mótinu!“ Hér lýkur grein Bobbys og tekur hann síðan til við að útskýra skák irnar. Eru athugasemdir hans gerðar af nrkilli samvizkusemi. en ekki or ég viss um, að allir séu sammála þeim skoðunum, sem þar eru látnar í ljós. En sjónar- mið hans,og afstaða til samtíðar- mannanna eru í mörgu tilliti ný- stárleg, og sjálfsagt, að allt komi fram hér fyrir augu lesenda. — Gef ég því Bobby orðið á ný: „Hvítur er kominn með tapaða stöðu snemma í þessari skák, en það kastar engri rýrð á hæfileika hr. Reinhards, að staða hans hryn- ur svo skjótlega til grunna. Skák- in er freimur enn ein sönnun þess, að traust og rökrétt byrjunartafl- mennska markar undantekningar- laust stefnuna í sérhverri skák. (Bobby á þá við, að sigur hans í þessari skák sé rökrétt afleiðing af trausti byrjanaþekkingu hans. Ritstj.). Hv.: Reinhard: Sv. B. Fischer. Kóngindversk byrjun. 1. Rf3, Rf6; 2. g3, g6; 3. Bg2 Bg7; 4. 0-0, 0-0; 5. d3, d6 „Þið ráðið, hvort þið trúið því eða ekki“ Svartur stendur betur í þessari «töðu! Það er sama, hverju hvítur leikur nú, svartur breytir til og nær betra tafli vegna hagstæðari peðastöðu sinnar! (Það er nú svo. Þetta minnir mig á, að ungverski skákmeistarinn Brey er, sem nú er látinn, kom eitt sinn fram með þá nýstárlegu kenningu, að hvítur væri í upphafi tafls glat aður, vegna þess að hann ætti leik inn. Eitthvað svipað virðist vaka fyrir Bobb.y hér, en gaman væri að heyra álit hans á stöðunni, sem á sér stað cftir 6. c4, e5 —(breyt ir til) — 7. Rc3 o.s.frv. Þá er komin upp nákvæmlega satna stað an og í skákinni, munurinn er ein ungis sá, að hlutverkaskipti hafa orðið með aðilum. Ath. ritstj.). — í skákinni Filip—Fischer, Varna 1962, tókst svarti að ná betri stöðu á sama hátt: 1. d4, Rf6; 2. c4, g6; 3. g3, c6; 4. Bg2, d5; 5. cxd5 cxd5; 6. Rf3, Bg7; 7. )-0, 0-0; 8. Rc3 . . • . , og nú breytti svartur út af á réttu augnabliki og fékk betri stöðú með því að Ieika — Re4. — En snúum okkur nú að skákinni aftur.)) 6. e4, c5; 7. Rc3 Algengara er 7. Rbd2, og er traust asta áframhald svarts þá —, Rc6; 8 a4, Hb8; 9 Rc4, a6; 10. a5,Be6; 11. Rfd2, dö; 12. exd5, Bxd5 með betri stöðu fvrir svart. Fischer- Popel, „Oxlohoma Open“, 1956). 7. —, Rc6- 8. h3, Hb8; 9. Be3 (9. d4 gengur hér ekki vegna —, cxd4; 10. Rxd4, Rxe4; 11. Rxc6, Rxc3; 12. Rxd8, Rxdl og svartur vinnur peð). 9. —, b5; 10. e5 (Níu af hverjuni tíu stórmeistur- um, þar á meðal Petrosjan, Bot- vinnik, Keves og Smyslov hefðu teflt á sama liátt hér. Engu að síður leiðir leikurinn óhjákvæmi- lega til tapaðrar stöðu fyrir hvítt!!). 10. —, dxe5; 11, Bxc5 (Svarta staðan lítur nú heldur ó- hrjálega út og kynni margur að ætla, að svartur væri með tapað tafl. Þessi sama staða kom einnig upp í skák milli Mednis og Fisch- ers í Bandaríkjameistaramótinu 1958 með þeirri undantekningu, að skipt hafði verið upp á a-peðun um (a-peðín ekki á borðinu). Það eitt út af fyrir sig er til hags- bóta fyrir hvít, en nægir ekki til að bjarga tafhnu). 11. —, 1)4! (Áætlun svarts verður nú ljós. Hann þvingar hvíta riddarann á c3 til að leita undan og tryggir sér síðan yfirráðin á d4-reitnum. Mednis lék 12 Ra4, en eftir —, Rö5 var stað'i hans töpuð). 12. Rel (12. Ra4 væri ekki betra vegna —, Da5, sem þvingar hvít til að leika annað hvort 13 b3 eða c3. Eftir 12. Re4 hins vegar, getur svartur se’t á „fulla ferð“, því að hann kemur öllum mönum sínum i spilið með leikvinningi). 12. —, Rxe4; 13. dxe4, Da5 (Svartur hefur nú yfirburðastöðu) 14. Be3 (14. Dd5 mundi leið óverjandi lil taps eftir 14. —, Hb5; 15. Dxc6, Hxc5; 16. Da8, Be6; 17. Db7, Hc7, og vinnur drottninguna). 14. —, Ba6; 15. Hel, Hfd8; 16. Dcl (Þótt undarlegt megi virðast, þá var 16. Dbl, sennilega bezti leikur inn hér). 16. —, Rd4; 17. Kh2 (Eftir þennan leik er skákin að- eins sýningaratriði af hálfu svarts. Hvítur hefði átt að leika hér 17. Rxd4, exd4; 18. Bd2 hótandi; 19. a3. Svartur leikur þá bezt —, Db6 og svarar 19. a3 með —, b3, en öðrum leikjum —, d3). 17. —, Hbc8; 18. Rxd4 (Þungbær leikur en nauðsynlegur. Áætlun svarts. sem hófst í 10. leik, hefur nú náð fram að ganga og (Framhald á 9 siðu) Á sunnudaginn kemur, þann 1. des. fara fram prestskosningar í 6 prestaköllum Reykjavíkurpró- fastsdæmis og eru það yfirgrips- mestu prestskosningar, sem farið hafa frarn hér í Reykjavík til þessa. Alls err. á kjörskrá i kosn- ingum þessum rúmlega 20 þús. manns. Þar sem gcra má ráð fyrir, að sóknaskipting sé nokkuð óljós í hugum tnargra, sem vilja neyta kosningaréttar síns, þykir rétt að benda hér á nokkur atriði varð andi kosningar þessar. í Nesprestakalli verður kosið á tveimur ítöðum. í Melaskólanum (í 4 kjördeildum) fyrir þann hluta [ prestakallsins. sem er í lögsagnar umdæmi Reykjavíkur, en í Mýrar- húsaskóla íyrir þann hlutann, sem síðar er ráðgert sérstakt presta- kall (Seltjarnarnesprestakall), — sbr. auglýsingu' dóms- og kirkju- málaráðuneytifins dags. 19/8 1963. í Háteigsprestakalli verður kos- ið í Sjómannaskólanum (6 kjör- deildir). En Háteigsprestakall nær yfir eftirf.irandi svæði: Rauðarár- stíg að vestan, Reykjanesbraut að sunnan til Kringlumýrarbrautar, síðan ræður Kringlumýrarbraut, að Suðurlandsbraut, þá Suðurlands braut að Nóctúni og Nóatún í sjó. Enn fremur fylgir Háteigspresta- kalli væntanlegt Háaleitispresta- kall, en takmörk þess eru hugsuð Háteigsprestakall að vestan, Suð- urlandsbraut og Miklabraut að norðan og sunnan, unz þær götur skerast (sbr. augl. kirkjum.r. 19/8 1963). í Langhoitsprestakalli verður kosið í Vogaskóla (4 kjördeildir), en sóknin takmarkast af Holtavegi að norðan og Suðurlandsbraut og Elliðaám a'ð sunnan og austan. i Bústaðaprestakalli í Breiða- gerðisskóla (2 kjördeildir). Presta kallið takmarkast af hluta af Miklubraut, Suðurlandsbraut og Elliðaám, Bústaðavegi og Grensás vegi. Enn fremur fylgir hluti af væntanlegu Fossvogsprestakalli, sem takmarxast af línu frá Grens ásvegi í Kópavog (Fossvogsdalur, Breiðholt, Breiðholtsvegur og Blesugróf). í Ásprestakalli verður kosið í Langholtsskólanum (3 kjördeild- ir), en auk þess verður kjördeild í Hrafnistu fyrir vistmenn þar. Þar sem hér er um að ræða nýtt prestakall þykir rétt að telja hér upp þær götur og hús er presta- kall þetta nær yfir: Ásvegur, Aust urbrún, 3rúnavegur, Dalbraut, Dragavegur, I.augarásbl., Dyngju- vegur, Efstasund nr. 2—64, Engja- vegur (Bræðrapartur, Bræðrapart ur A, Bræðrapartur B; Engjabær, Laugardalur, Laugatunga); Hjalla vegur, Hólsvegur, Holtavegur, (Engjabær, Langholt), Kambsv., Kleifarvegur, Kleppsvegur (nr. 52 —106; Heiði, Hlíðarendi, Hrafn- ista, Kleppur, Kleppur—Prófhús, Kleppur-Víðihlíð, Melstaður, Nafta, Sólvellir, Ægissíða-braggar 5. 6. 7. 8. 9 og 11); Langholts- vegur (stök nr. 1—69 og jöfn nr. 2—84); Laugarásvegur; Lauga- mýrablettur; Múlavegur (Hafra- fell, Laugarás, Reykjaborg); Sel- vogsgrunn, Skipasund (stök nr. 1—51 og jöfn nr. 2—56); Sporða- grunn, Suðurlandsbraut (Álfa- brekka), Sandlaugavegur (Breiða blik), Efstahlíð (Holt), Jaðar (Mold), Reykir (Úthlíð), Braggi við Norðurhlíð; Braggi 12. 13. 16. 13.), Sunnuvegur, Vesturbrún. í Grensásprestakalli verður kos- ið í Breiðagerðisskóla (2 kjördeild ir). Þar sem hér er einnig um nýtt prestakall að ræða, verða hér taldar upp þæi götur og hús, sem teljast til þessa prestakalls: Brekkugerði, Bústaðavegur, Soga- iiiýrarblettur, Grensásvegur (jöfn nr. 24—60, Fagrahlíð), Háaleitis- vegur (Sólheimar), Kringliunýrar blettur 23 og 24; Háaleitisvegur; Sogamýrarblettur 32, 34, 36, 38, 39, 41 og 59; Heiðargerði, Hvamms gerði; Hvassaleiti; Mjóumýrarveg- ur; Kringlumýrarblettur: 12, 14, 15 og 17; Skálagerði, Stóragerði, Bústaðavegur; Fossvogsbl. 30, 31, 39, 42, 42A (47), 49, 50, 51, 54, 55. — Búsfaðablettur 3, 7 23. Foss vogsvegur Fossvogsvegur 2, 2A, 3, 5, 13 og 14. Klifvegur, Fossvogs- blettur, Reykjanesbraut, Garðs- horn, Hjarðarholt, Kirkjuhvoll, Leynimýri, Rauðahús, Sólbakki, Sólland og Br 88 Fossvogi; Sléttu vegur, Fossvogsblettur. (Frá Reykjavikurpr.dætni). í HLJÓMLEIKASAL Píanótónleikar Ungur, amerískur píanóleik- ari, Daniel Pollack að nafni, hefir dvalið hér á vegum Tón- Iistarfélagsins, og hélt hann tónleika fyrir styrktarfélaga þess í Austurbæjarbíói þ. 28. nóv. s.l. Pollack er duglegur og raun- hæfur listamaður, og skemmti- legur fulltrúi hinnar yngri kyn- slóðar. Efnisskráin var vel og smekk lega valin, og hófst á Wander- er-fantasiu Schuberts Túlkaði hann mjög fallega hinar björtu og tæru línur þessa sígilda verks. Riccercore og Toccata eftir Menotti, sem mun ekki hafa heyrzt á tónleikum hér fyrr, er bráðsnjallt og áheyri- legt verk, sem listamaðurinn lék afburðavel. Capricio í fis-moll, og tvö Intermezzi ásamt Rapsódíu í Es-dúr eftir Joh. Brahms, lék Pollack af skilningi og alúð, og yfir Rapsódíunni, sem er orðin heldur sjaldheyrð, var bæði reisn og öryggi. Nocturne fyrir vinstri hönd eftir Schriabine. var á köflum í stirðara lagi, en etiide í dis- moll eftir sama höfund, var vel og skörulega flutt. Að lokum var svo etiide eftir Szymanowski, og sónata eftir Samuel Barber, og mun hún ekki hafa verið leikin hér fyrr. Er sú sónata erfið í út- færslu og full af píanistiskum klókindum, sem listamaðurinn lék sér að, og gerði um leið verkið mjög áheyrilegt. Tækni hins unga píanóleikara stendur vissulega föstum fótum; túlkun hans og skilningur á því er hann flutti, var eðlilegur, heil- brigður og sannfærandi. Mikil bót er að hinu nýja hljóðfæri Tónlistarfélagsins, sem er hljómfallegt, og með blæbrigðaríkum tón. Eru skipt- in konsertgestum ánægjuefni. þar eð gamla hljóðfærið var farið að reyna fullmikið á heyrn manna, en angraði jafn- framt augað. Unnur Arnórsdóttir J 6 T í M I N N, sunnudaginn 1. desember 1963.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.