Tíminn - 01.12.1963, Qupperneq 7

Tíminn - 01.12.1963, Qupperneq 7
Sextugur á morgun GISU GUÐMUNDSSði ALÞINGISMAÐUR ÁRIN lí8a og œvir manna um leið. Gísli Guðmundsson alþingis maður er að verða sextugur. Því er þó betur, að sextugur maður er ekki sama og gamall maður. Gisli Guðmundsson er borinn og L irnfæddur Þingeyingur.--- Hann fæddist að Hóli á Langa- nesi 2. des. 1903 og er því sex- tugur n. k. mánudag. Foreldrar lians voru hjónin, sem þar bjuggu þá: Kristín Gisladóttir, bónda í Miðfjarðarnesseli, síðar i Kverkártungu, Árnasonar og Guðmundur Gunnarsson, bónda að Djúpalæk, Péturssonar. Forfeður og formæður Gísla áuu heima víðs vegar á Norð- austurlandi frá Eyjafirði til Vopnafjarðar. Einn kunnur for- faðir hans í föðurætt var t. d. Sveinn Guðmundsson hreppstj. á Hallbjarnarstöðum á Tjömesi. En af hinum mikla ættbálki, sem oft er kenndur við Svein, eru lika forverar Gísla þeir, Benedikt Sveinsson landsbóka- vörður og Björn Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, þingmenn Norð ur-Þingeyinga. Gísli er elztur þriggja syst- kina. Systkin hans eru: Oddný skáldkona, sem hefur verið barnakennari víðsvegar um land, og Gunnar járnsmiður í Reykja- vík. Sísli Guðmundsson átti heima að Hóli fram til ársins 1929. Á heimili foreldra sinna vann hann öll, venjuleg sveita- störf. Hann gekk í Gagnfræða- skóla Akureyrar 1919 og útskrif- aðist þaðan 1921. Næstu tvo vet- ur stundaði hann barnakennslu í heimahéraði, en var þess á milli við fiskvinnu á Skáíum á Langanesi og í Þórshöfn. Enn- fremur var hann við verzlunar- störf hjá Kaupfélagi Langnes- inga. Haustið 1923 fór hann í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan 1926. Las íslenzk fræði við Háskóla íslands næstu vetur., Fór utan 1929 og ferðaðist í hálft ár sér til fróðleiksöflunar um Norður- lönd, Þýzkaland, Sviss og ítalíu. Árið 1930 gerðist hann ritstjóri Tímans og var það til 1940. Jafn- framt var hann ritstjóri Nýja dagblaðsins 1934—1936. Kennari við Samvinnuskólann var Gísli í tvo vetur og gegndi um tíma skólastjórastarfi þar í forföllum aðalmanns. Gísli var kosinn þingmaður í Norður-Þingeyjarsýslu 1934 og átti þar sæti til 1945. Þá sagði hann af sér þingmennskunni, vegna þess að hann var sjúkur af berklum í baki. Lá hann árum saman rúmfastur í gifssteypu. — Var þetta um skeið mjög tvísýn barátta, sem lauk þó með gleði- ríkum sigri hans og lífsins. Árið 1949 var Gísli Guðmunds- son aftur kosinn á þing af N,- Þingeyingum og hefur átt þar sæti síðan, — seinustu árin sem þingmaður Norðurlandskjördæm is eystra. I morgum mikilsverðum, opin- berum nefndum hefur Gísli átt sæti, auk meiri háttar fasta- nefnda á Alþingi. Má í því sam- bandi neína: Vinnulöggjafar nefnd, sem undirbjó vinnulög- gjöfina, sem sett var 1938 og gildir nálega óbreytt enn. — Nefnd, sem endurskoðaði trygg- ingalöggjöfina skömmu eftir ,1950. Bankamálanefnd, sem starfaði 1951—1952. Hann vann sem nefndermaður í Fjárhags- ráði — eftir að Sigtryggur Klem ensson lét af því starfi, af því að hann gerðist skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins. Hann var í stjórn Skuldaskilasjóðs út- vegsmanna, meðan hún starfaði. Formaður var hann í svonefndri Atvinnutækjanefnd, sem starfaði árum saman og kynnti sér rækilega atvinnumál kaupstaða og kauptúna. Sú nefnd samdi tvö fróðleg rit: „Skýrslur um at- vinnuástand og aðstöðu til at- vinnurekstrar í bæjum og þorp- um“. Ennfremur gerði Atvinnu- tækjanefnd í samráði við vita- málastjóra tíu ára áætlun um hafnagerð á íslandi. Þá var Gísli einnig í nefnd iulltrúa frá öllum þingflokkum, ei vann að undirbúningi hinnar þýðingarmiklu reglugerðar um út- iærslu landhelginnar 1958. 1 bankaráði Útvegsbanka Is- lands hefur Gísli lengi átt sæti. Bækur hefur Gísli ritað svo sem: „Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga 1902—1942“ og „Al- mannasamtök í verzzlunarmál- um á 19. öld“ (handrit). Þýtt hefur hann bækur úr er- lendum málum. Þar á meðal sögur eftir Rudyard Kipling og John Galsworthy. Að þýðingun- um vann hann aðallega á þeim árum, er hann lá rúmfastur. Gísli Guðmundsson er djúp- skyggn maður og góðgjarn. — Hann er mjög vel að sér í sögu þjóðarinnar og hefur gert sér glögga grein fyrir atvinnumál- um og menningarmálum. Hann hefur lengi átt heima í Reykja- vík og er góður þegn höfuðborg arinnar, en skilur þó — og ekki sízt þess vegna — manna bezt nauðsyn þess, að jafnvægi hald- ist í byggð landsins. Telur eina af höfuðskyldum löggjafar og ríkisvalds að gæta hagsmuna þess fólks, sem heldur landnáms vörðinn við sjó og í sveit. Það fólk á ekki betri og heilsteypt- ari málsvara á Alþingi en Gísla Guðmundsson. Tel ég mig ekki gera lítið úr neinum, þótt ég fullyrði þetta. Gísli Guðmundsson er með á- gætum ritfær, enda þjálfaður á því sviði frá ritstjórnarárum sín um. Sameinar hann í stíl sínum — svo vel fer á — rök- hyggju og þá rómantík, sem líf- ið kemst ekki af án, ef því er af alúð lifað. Löggjafarstíl hefur hann form- fastan og skýran, en það er mik ilsverður þingmannskostur. Hann er mikill ræðumaður. — Fer að vísu hægt í ræðu á stund um, eins og lægð sé í skapi, og ekkert liggi á. Það er sem hann rjáli við boga sinn. En þegar mikið liggur við eða að hans málstað — eða vina hans — hef ur verið harkatega vegið, er hann manna fimastur með bog- ann, hraður að skjóta, eins og ör fljúgi af hverjum fingri, og markviss í bezta lagi. Þetta hefur glögglega komið fram og skenimtilega i tíma- naumum útvarpsumræðum. Bak við rólegt fas Gísla er mikil skaporka. Varla þarf að taka það fram, að Framsóknarflokkurinn á Gísla Guðmundssyni mikið að þakka á liðnum árum. Gjörhygli Gísla, hugkvæmni og mannkost- ir hafa að sjálfsögðu verið flokknum ómetanlega mikils virði. Á Alþingi er jafna'n hlust- að með athygli á tillögur hans. Gísli er vinsæll maður og verðskuldar það, þvi svo góður drengur ei hann, óáleitinn, fyrir greiðslusamur, hlýr í viðmóti og nærgætinn. Hann er mjög átthagarækinn maður. Fer sumar hvert, þegar íiann getur því við komið, á æskustöðvar sínar og dvelst þar lengur eða skemur. Erindi hans í Berurjóðrið er ekki hið sama og Örvar-Odds að leita aldurtil- ans, enda er þar engin naðra, er að honum sækir. Allt eirir honum þar, tekur honum af vin áttu og virðir hann mikils, bæði kjósendur hans og ekki-kjósend- ur. Þangaö sækir hann lífsgleði, heilsu og þrótt í lindir upprun- ans. Kona Gísla er Margrét Árna- dóttir, bónda á Gunnarsstöðum i Þistilfirði, Davíðssonar. Þau giftust 1935. Margrét er mikil húsmóðir og ágæt kona, og hef- ur verið manni sínum stoð og styrkur. Átti hún fagran þátt r að hjálpa honum og hjúkra i sjúkdómsbaráttu hans. Sat við hvílu hans og vélritaði það, sem hann samdi. Er saga þessara hjóna frá þeim árum hetju- rega. Gisli og Margrét eigá eina dcttur, Kristinu. Hún er kandidat í læknisfræði. Miklar gestkomur eru að jafn aði á heimili Gísla og Margrétar. Þau eru samvalin í því að laða til sín gesti og veita þeim beina af rausn. Gestum og gangandi er þar „opið hús“. Ferðamenn að norðan þekkja þetta vel, ná- giannarnir einnig. Lítilmagnar fá þar góðar viðtökur ekki síður en aðrir. Þegar kjördæmi landsins voru stækkuð árið 1959 og Norður- landskjördæmi eystra var gert úr fjórum fyrrverandi kjördæm- um, urðum við Gísli samsþings- menn, sem kallað er. Síðan höf- um við háð kosningabaráttur saman og unnið í félagi að mál- efnum kjördæmisins. Þeir menn, sem bjóða sig fram fýrir sama flokk í kiördæmi, eru nokkurs konar fóstbræður. Það er gott að vera fóstbróðir Gísla Guð- mundssonar. Bróðerni hans er obrigðult og hlýtt hans þel. Ég þakka Gísla Guðmundssyni við þetta tækifæri af heilum hug'a fyrir fóstbræðralagið, og óska honum og fjölskyldu hans framtíðarhamingju. Karl Kristjánsson. FYRRI HLUTA vetrar árið 1929 kom ég eitt sinn á fund Fram- sóknarmanna í Reykjavík. Gísli Guðmundsson var þar frummæl andi. Mér er enn í minni ræðu- efnið. Hann sagði, að við yrð- um að rækta landið. Talaði hann af mikilli bjartsýni og stór hug og studdi mál sitt með svo mörgum og skýrum rökum, að ég dáðist að. En mest af öllu furðaði mig þó á orðgnóttinni, mælskunni. Ég hafði ekki áður v kynnzt Gísla, þó vorum við sam- sýslungar, en nokkuð langt -á milli, hann á Langanesi og ég á Melrakkasléttu og samgöngur voru með öðrum hætti á okkar uppvaxtarárum en síðar varð. H-ns vegar hafði ég af honuin spurnir, sem allar fjölluðu um námshæfileika hans og mikinn námsárangur. Var hann í Gagn fræðaskólanum á Akureyri og í Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem hann sat mjög takmark að. Stúdentspróf tók hann utan- skóla árið 1926. Hóf hann síð- an nám í Háskóla Islands, þar sem hann lagði stund á íslenzk fræði. Árið 1928 hverfur Gísli frá námi, gerist starfsmaður Tím- ans og síðar ritstjóri. Það hef- ur verið sagt, að fræðigrein hans muni hafa misst mikils, er hann hvarf til annarra starfa, svo hafi hann verið álitlegur til afreka á þvi sviði. Ekki verður því hér á móti mælt. En benda má á, að löngum muni skarp- greindir ungir áhugamenn til ýmissa hluta vel fallnir og mætti vissulega vitna til fleygra orða frá fyrri tíð þar um. En hvort sem.það er rætt lengur eða skem ur, þá verður sú niðurstaðan, að hann hverfur að ritstjórnar- og stjórnmálastörfum, og er óhætt að segja, að til þeirra starfa hafi hann reynzt vel fallinn. — Enda var nú ekki beðið boðanna af hans hendi að afla sér yfir- gripsmikillar og staðgóðrar þekkingar á stjórnmálum og sögu landsins. Raunar hefur mér verið sagt, að grundvöllur að slíku hafi verið lagður, þegar Gísli var næsta ungur að árum og áhuginn á stjórnmálum hafi þá’þegar verið vaknaður til fulls. Af framansögðu mætti ef til vill láta sér detta í hug, að fyrr en síðar hefði hann komið inn í stjórpmálin, jafnvel þótt í aðrar áttir hefði verið stefnt lengur en raun varð á. Ég kynntist ekki Gísla Guð- mundssyni að ráði fyrr en árið 1934, eftir að hann varð þing- maður Norður-Þingeyinga. Er þeirra kynna gott' að minnast, því að með Gísla er gott að starfa. Hann er fullkomlega æðrulaus, alls staðar vel heima, ráðugur og svo tillögugóður að af ber. Það er eins og öll mál, jafnvel þótt allflókin séu, verði einföld svo að segja strax, eftir að þau hafa verið lögð fýrir Gísla. Fram á þennan dag hefur Gísli gegnt þingmennsku og ávallt við vaxandi fylgi og tiltrú. Þó varð hann að afsala sér því starfi vegna sjúkleika í fjögur ár. Frá árinu 1959 hefur hann þó ekki með öllu tilheyrt Norð- ur-Þingeyingum einum, þar sem hann nú er einn af þingmönn- um stærra kjördæmis. En ekki verður annars vart en Norður- Þingeyingar telji hann fyrst og fremst sinn þingmann, hvað sem síðar verður í þeim efnum. Strax og Gísli tók við þing- mennsku í Norður-Þingeyjar- sýslu hóf hann að kynna sér málefni, sjónarmið og þarfir kjördæmisins af svo mikilli kost gæfni, að þar verður vart lengra komizt. Enda virðist svo, að í Norður-Þingeyjarsýslu finnist fólki hann vera einn af héraðs- mönnum, enda þótt hann hafi heimili sitt í Reykjavík Oft hef- ur verið rætt um, að miklu væri æskilegra, að þingmaður ætti heima í því kjördæmi, sem hann er fulltrúi fyrir. Víst er freistandi að fallast á slíkt sjón- armið, að það mundi að minnsta kosti vera miklu skemmtilegra. En ef vel er að gáð, þá er a. m. k. nú svo komið, að þetta er í framkvæmd ekki eins einfalt og virðast kann í fljótu bragði, hvað sem kann að hafa verið áður fyrr. Margt hefur breytzt í landinu og flest í hina æski- legri áttina. Fólkinu hefur fjölg að, mikill vöxtur er í atvinnu- lífi og þar með hefur komizt miklu meiri hraði á alla hluti. Hjarta stjórnmálanna slær miklu örar, þinghald hefur ver- ið að lengjast, málefnum fjölg- að, störf á milli þinga farið vax- andi pg afleiðingin mundi verða, að annaðhvorc hefðu þing- menn ekki aðstöðu til að fylgj- ast með og taka þátt í ýmsu, eins og vert væri, af því, sem fram fer, eða ferðir milli höfuð- staðar og bústaðar yrðu óþægi- lega margar og of tímafrekar. Mín skoðun er, að Gísli Guð- mundsson hafi í þessu máli eins og raunar fleiri hitt á færustu leiðina eftir atvikum. Gísli Ouðmundsson og þau hjún bæði njóta svo mikilla vin- sælda í N. Pingeyjarsýslu, að fátítt mun vera. Ef ég ætti að reyna að gefa svar við því á hverju þetta byggðist, þá er ekki mik- ill vandi að svara því að nokkru, en furðu erfitt að svara því al- veg til hlítar. Nefna mætti í því sambandi, að Gísli hefur verið lengi þingmaður, samgöngur hafa batnað og hann hefur átt auðveldara með en áður var að ferðast víða um héraðið og hafa peisónulegt samband við fjölda kjósenda, hann er háttvís i fram (Framhaid á 9. síðu). T í M I N N, sunnudaginn 1. desember 1963. 7

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.