Tíminn - 22.12.1963, Side 5

Tíminn - 22.12.1963, Side 5
útgefsndl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson, Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Nú verður að forðast hefndaraðgerðír og bolabrögð Það er vafalítið að þjóðin andar léttara eftir lausn hinna miklu kaupdeilna, sem hafa staðið yfir seinustu vikur, í meira en 10 daga lömuðu þær allt athafnalíf hennar meira og minna. Mikill dapurleiki hefði hvílt yfir iólahaldinu, ef verkföllin hefðu haldist áfram. í augum margra hvílir mikill skuggi yfir þeirri lausn, sem fékkst, vegna þess, að ekki er samið nema til fárra mánaða. Þjóðin býr því áfram við ótryggan vinnufrið. Verkalýðssamtökunum verður þó tæpast láð það, þótt þau vildu ekki semja nema til stutts tíma. Óskum þeirra um raunhæfa kauptryggingu var haínað og ekki eru enn sjáanleg nein merki þess, að ríkisstjórnin ætli að hverfa frá þeirri taumlausu verðhækkana- og skattpíningar- stefnu, sem hún hefur fylgt undanfarin ár. Meðan svo er ástatt, verða verkalýðssamtökin ekki með sanngirni gagnrýnd fyrir það, þótt þau telji nauðsynlegt að vera á varðbergi. Það hefur og vafalítið átt meira en lítinn þátt í þessan afstöðu verkalýðsfélaganna, að meðan á kaupdeilunum stóð, var ríkisstjórnin með stöðugar hótanir um, að ann,- aðhvort yrði gripið til stórfeldra nýrra skattaálaga eða gengisfellingar, ef fallist yrði á rettmætar kröfur lág- launastéttanna. Þessar hótanir höfðu mikil áhrif á þá af- stöðu verkalýðsfélaganna að vilja ekki semja til langs tíma. í tilefni af þessum hótunum ríkisstjórnarinnar er rétt aS segja það strax, að þjóðin þarfnast nú alls annars en hótana og hefndaraðgerða. Rikisstjórnin má ekki láta sig henda sama slysið og sumarið 1961 þegar hún greip til tilefnislausrar gengislækkunar vegna þess, að hún hafði orðið undir í kaupdeilu. Óvit og hefndarhugur bar þá skynsemi cg géðvild ofur- liði. Það væri jafnrangt af ríkisstjórninrii, ef hún hæf- ist nú handa um skattahækkanir eða gengisfellingu vegna þeirra hóflegu kauphækkana, sem nú hefur ver- ið samið um. Slílct verður ekki heldur með neinu móti réttlætt, þar sem fjárlög ríkisins fyrir 1964 eru bersýnilega afgreidd með mjög riflegum tekjuafgangi og það veitir ríkisstjórninni svigrúm til að bæta að- stöðu atvinnuveganna, án þess að til skattahækkanna eða gengisfellingar þurfi að koma. Skattahækkanir eða gengisfelling nú myndi verka eins og olía á þann eld, sem umfram allt þarf að slökkva. Nú þarf frekar að reyna að draga úr álögunum en auka þær. Dýrtíðarkapphlaup „viðreisnarinnar“ verður að hætta. Ef ríkisstjórnin gerir sér þetta Ijóst og breytir um stefnu samkvæmt því, yrði vinnufriðurinr: öruggari en tíma- takmark hinna nýjir kjarasamninga bendir til. Ríkisstjórnin verður að forðast að láta sig nú henda sama slysið og sumarið 1961. þegar hún 'lét hefndarhug og óvit ráða. Leið þjóðarinnar út úr þeim ógöngum, sem ,,viðreisnin“ hefur leitt hana í, er að leita sanngirni i stað bolabragða. Þeir valdhafar, sem ekki skilja þetta geta engan vanda leyst. Þráseta þeirra í stié"n->rcfóii leiöir aðeins til aukinna vandræða. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri: Viðhorf til landbúnaðarins Viðskipta- og menntamálaráð- herra, Gylfi Þ. Gíslason, beindi geiri sínum að íslenzkum land- búnaði dg bændastéttinni í ræðu í sameinuðu Alþingi fyrir skömmu. Kjarninn í ræðu ráð- herrans var sá, að framleiðni landbúnaðarins væri svo lítil, að hún stæði í vegi fyrir eðlilegum hagvexti þjóðfélagsins, og helztu ráðin til úrbóta væru að lækka framlög til landbúnaðarins, fækka bændum og draga á þann hátt vinnuafl frá landbúnaðinum til annarra atvinnuvega. Ég hef eftir föngum reynt að kynna mér á hve traustum heimildum þess- ar fullyrðingar og ágizkanir ráð- herrans byggjast. f því sambandi hef ég leitað til Hagstofu fslands og Efnahagsstofnunarinnar. Þess- ar stofnanir tel'ja, að enn liggi ekki fyrir næg gögn til þess, að hægt sé að reikna út framleiðni í einstökum atvinnugreinum með viðunandi nákvæmni, m.a. vegna Iþess að ekki liggja fyrir tölur um, hve margir vinna að hverri atvinnugrein. Virðist því ekki réttmætt að ásaka einstakar at- vinnugreinar um litla framleiðni og allra sízt ætti ráðherra að gera slíkt. Það er engum til góðs, en getur alið á óþörfum stétta- ríg. Hins vegar eru til allnákvæm- ar tölur um árlegt framleiðslu- magn ýmissa atvinnuvega, og hefur Efnahagsstofnunin reiknað út framleiðsluaukningu þjóðar- innar og einstakra atvinnugreina, t.d. landbúnaðarins. Sé tekið u tímabilið frá 1954 til 1961 sam- kvæmt þeim útreikningum, þá hefur aukning landbúnaðarfram- leiðslu á ári að jafnaði numið 4,2%, en árleg aúkning þjóðar- framleiðslunnar 4,0% á sama tíma. Vegna fjölgunar þjóðarinn- ar á nefndu tímabili er aukning þjóðarframleiðslunnar á mann aðeins 1,8% að jafnaði á ári. Nú hefur fólki í sveitum fækkað á nefndu tímabili úr 34429 í 31731 eða um 2698 manns, samkvæmt mannfjöldaskýrslum Hagstofunn- ar. Þessi fækkun nemur um 1% á ári. Hefur því framleiðslu- aukning á mann í sveitum orðið meiri en 4,2% og því mun meiri en hjá þjóðinni í heild. Líklegt er, að framleiðsluaukn- ing í landbúnaðl á nefndu tíma- bili sé aðeins minni en magn- aukningin, vegna eitthvað meiri notkunar á rekstrarvörum I lok tímabilsins en í byrjun þess, vegna aukinnar tækni. Efnahags- stofnunin hefur enn ekki reiknað þetta út og brestur jafnvel gögn til þess að geta það. Hlutur sveitafólksins í þjóðar- framleiðslunni er mun meiri en búvöruframleiðslan ein bendir til. f fyrsta lagi býr margt fólk i sveitum, sem ekki stundar land- búnað. f öðru lagi vinnur f jöldi bænda og þeirra skyldulið við aðrar at- vinnugreinar jafnhliða landbún- aðinum. Að vísu vinna nokkrir kaupstaðabúar dálítið að búvöru- framleiðslu, en þess gætir minna með hverju árinu sem líður. í þriðja lagi eykur sveitafólkið mjög þjóðarauðinn með hinni miklu fjárfestingu í sveitunum, einkum eftir síðustu styrjöld. Nú eru bændur vel á vegi með að endurnema landið. Þeir hafa ekki aðeins byggt nýtízku íbúðarhús á flestum býlum, sem er hliðstæð framkvæmd og hjá bæjarbúum sem byggja yfir sig og sína, held- HALLDÓR PÁLSSON ur hafa bændur byggt yfir fénað sinn og fóður og meira en þre- faldað ræktað land síðustu 40 árin. Árið 1920 er stærð túna á land- inu talin 23 þúsund ha, en nú eru þau um 76 þúsund ha. Framkvæmdir í lanðbúnaði 1951—1960. í XII. árg. Árbókar Landbún- aðarins er birt yfirlit um fram- kvæmdir í landbúnaði á tímabil- inu 1951—1960. Á þessum 10 ár- um stækka túnin um 32 þúsund ha. Byggð eru fjós yfir 20 þús- und gripi, fjárhús yfir 282 þús- und fjár og hlöður yfir 1,5 mill- jónir hestburða. Á þessu tímabili festu bændur eining mikið fé í vélvæðingunni. Á árunum 1951— 1960 keyptu þeir 4078 dráttarvél- ar til framleiðslustarfa, auk véla ræktunarsambanda. Auk dráttar- vélanna var keypt óhemju magn annarra véla og verkfæra bæði til ræktunar og heyskapar. Þá voru byggðar 1392 nýjar íbúðir í sveitum á nefndu tímabili. Heildarfjármunamyndun land- búnaðarins, reiknuð á verðlagi hvers árs á árunum 1951—1960 var 1884 mill'jónir króna eða rúmlega 31 þúsund krónur hjá hverjum bónda á ári á þessu tímabili. Af þessari fjármuna- myndun hafa ríkisframlög, að landnámi og nýbýlum meðtöld- um, numið aðeins 12% af heild- arupphæðinni, en eigið fé 88%, þar af lánsfé úr Ræktunar- og Byggingarsjóði 19,11% af heild- arupphæðinni. Verulegur hluti af eigin fé bænda til framkvæmd- anna hefur að sjálfsögðu verið vinna þeirra, en það er verðmæti til viðbótar búvöruframleiðsl- unni. Enn halda framkvæmdir áfram í sveitum, en því miður hefur um stundar sakir dregið skaðlega úr sumum þáttum framkvæmda. svo sem landþurrkun. Bændur geta rólegir vísað á bug öllum aðdróttunum, um að þeir séu ekki fullgildir þegnar við þjóðarframleiðsluna. Þeir geta með fullum rétti krafizt að vera í engu settir hjá, er hinir vísu landsfeður, valdhafarnir miðla fjármunum úr ríkissjóði ti) framkvæmda og framfara, hvort heldur er í atvinnumálum eða menningarmálum. Fjárframlög til landbún- aðarins. Skammsýnir stjórnmálamenn og margir aðrir hafa séð ofsjón- um yfir hverri krónu, sem beint hefur verið til uppbyggingar og viðhalds hinna dreifðu byggða að undanförnu, enda gætir mjög kreppusjónarmiða í sambandi við framlög til landbúnaðar. Á tímabilinu frá 1923 til 1940 setti Alþingi margþætta löggjöf til eflingar og framfara landbún- aðarins. Má þar nefna jarðrækt- arlögin, búfjárræktarlögin, ný- býlalögin og lögin um tilraunir og rannsóknir í þágu landbúnað- arins. Fjárframlögin samkvæmt þessurn lagabálkum voru að vísu ekki há í krónutölu, en miðað við þjóðartekjurnar á þeim tíma sýndu þau þó stórhug Alþingis Og trú á land og þjóð. Þessi lög og síðar lögin um ræktunar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum, hafa verið driffjöðrin í hinum miklu og fjölþættu framförum í landbúnaðinum. Flest þessara laga hafa verið endurskoðuð öðru hverju á síð- ustu áratugum, en því miður hefur Alþingi orðið smátækara í framlögum til landbúnaðarins eft ir því, sem þjóðartekjurnar hafa vaxið, að vísu ekki í krónutölu, heldur hafa framlögin sí og æ orðið minni og minni hundraðs- hluti af kostnaði við framkvæmd- irnar. Má í því sambandi nefna jarðræktarlögin. Síðustu 4 árin hefur jarðræktarframlagið sam- kvæmt jarðræktarlögum verið greitt með óbreyttri vísitölu, 532, þótt kostnaður við framkvæmd- irnar hafi stórhækkað á þessum árum. Þó er greitt aukaframlag í hlutfalli vio kostnað samkvæmt landnámslögum til túnræktar á þeim býlum, sem hafa' minnst tún. Framlagið samkvæmt jarð- ræktarlögum er engin stórfúlga ár hvert. Árið 1962 nam heildar- framlagið, sem greitt var bænd- um vegna framkvæmda árið 1961, aðeins 20,9 milljón króna eða minna en hálfur togari. Á sama tíma og framlög til landbúnaðarframkvæmda hér á landi hafa farið lækkandi, sé miðað við kostnað framkvæmd- anna, þá hafa nágrannaþjóðir okkar mjög aukið framlög til landbúnaðar. Er nú nokkurn veg- inn víst, að í þessu efni býr land- búnaður á fslandi við minni hlut en landbúnaður flestra landa Vestur-Evrópu. Til þess að ganga úr skugga um þetta atriði og fleira varðandi hlut landbúnað- arins hér og hjá nágrannaþjóðum vorum, hefur Búnaðarfélag ís- Iands og Stéttarsamband bænda skipað nefnd til að rannsaka þessi mál. Þegar sú nefnd hefur lokið störfum, verður hægt að leggja staðreyndir á borðið. Hlutur sveitanna i upp- byggingu þéttbýlisins. Dýrmætasti auður hverrar þjóðar er hraust, starfsfúst, vel menntað fólk, sem hlotið hefur •mikinn menningararf fslenzkar sveitir hafa lagt kaupstöðunum til tugi þúsunda af slíku ágætis- fólki á undanförnum áratugum, sem skipzt hefur í ýmsar at- vinnugreinar, ekki sízt í sjávarút- veginn Þetta fólk lagði grund- völlinn að örri stækkun fiski- þorpa og kaupstaða, ekki aðeins með vinnuafli sínu, heldur líka með þeim fjármunum, sem það flutti með sér úr sveitunum. Ekki hefur verið ránnsakað, hve mikið fjármagn sveitirnar hafa Framhald á bls. 19. 5 T í K I N N, sunnudagur 22. desember 1963.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.