Tíminn - 22.12.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.12.1963, Blaðsíða 6
JFerhendurnar BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur nú skotið inn á jólamark- aðinn bók, sem heitir Ferhenda. Þetta er 14. bókin í flokki þeirra bóka, sem útgáfan kallar: „Smá- bækur Mem:ingarsjóðs". Ferhenda er vísnasafn eftir Kr'stján Óiason. Hann er Þingey- ingur, tæplega sjötugur að aldri, nýiega fluttur búferlum að norð- an til Reykjavíkur. Vafalaust hafa flestir fslending- ar, sem kveðskap unna, heyrt vís- ur eftir Kristján Ólason og veitt þeim athygli, vegna þess hve vel þ^r hafa skilað erindi sínu. Vísnagerðin var og er þjóðar- íþró*t á fslandi. Margur hefur gert snja'la bögu. Hins vegar munu fá- ir eiga eftir sig stór söfn galla- lausra vísna. Formið er strangt og leynir ekki misbrestum. Stökur g^ta að vísu verið góðar, þótt þær séu ekki fullkomnar. Þæf geta hljómað vez. þegar þær eru fluttar á stemningarstundum, og hitt í mark á völdum færum, þó að liinar sömu stökur verði oft lítils- niegnugar og ósjálfbjarga á prenti. Ýmeir hafa misreiknað sig og vísur sínar í þessum efnum. Út- gp.fcndur visnasafna hafa líka löng um — að mér virðist — flaskað á sliku. Hin nýja 'bók, Ferhenda, er ekKi með því marki brend. Hún er safn vísna, sem allar eru svo vandvirknisiega og vel gerðar, að þær má telia til bókmennta. Breyt ir þar engu um,' þótt sumar séu öðrum snjallari eða eitt yrkisefn- ið öðru geðfelldara. Allar bera þær órækan vott um kunnáttu og Íiagleik í -meðferð máls og stíls — og djúptæka skáldgáfu. Svo sjálfstæðar eru stökur þess- ar, að þeim nægja yfirleitt stuttar fyrirsagnir til kynningar. List- íeníið nær líka til fyrirsagnanna í bók þessari. Fyrsta vísan heitir: Veðrahroilur Þungt í íalli þrymur Rán, býtur í fjalla nöfum. Það er alira veðra ván, við skulum halla að stöfum. ííver er sá fullorðinn íslending- 'ir, sem ekki kannast við þennan hioH og finnur hann ekki fara um sig, þegar hann les hina fáorðu ráðleggingu ferskeytlunnar um að láta ekki bæinn standa opinn? Kristján Ólason átti heima í sveit framar. af ævi. Hann mælir áreiðanlega fyrir munn margra, þegar hann segir undir fyrirsögn- ínro: Sveitamaður á mölinni. A'drei máist minni úr morgunglaði kórinn, KRISTJÁN ÓLASON erTa hversu eftir skúr angaði viðarmórinn. Skammarvísur kann K.Ó. vel að yrkja. Það vita kunnugir. Fátt er af þeim í þessari bók. Þar er þó þessi t. d.: Sláttumaður. Heldur urðu hey þín smá hér í þessu lífi. Þrátt fyrir afbragðs lipran ljá 1 lyga og bragða þýfi. Hið broslega er K.Ó. skemmti- lega tiltækt: Eftirmæli um hinn skjótráða. Þegar hann er fallinn frá, íóikið ber í minni: v'ðbrögð snögg og oftast á undan hugsuninni. Kaldhæðnin í þessari stöku er ósvikin: Við morgunþvottinn. Sápuþvotti hættir hold, hljóðir liggjum saman' undir þriggja álna mold, óhreinir í framan. Nóg er umhugsunarefnið fyrir þann, sem vill svara fyrir jörðina: Hvers vegna? Góða, mjúka, gróna jörð, g*-æn og fögur sýnum, hví er alltaf einhver hörð »:rða í skónum mínum? Þá er ekki þessi staka efnislaus: Vegscmd. Hvers vegna. ég ekki er alltaf sæll og glaður? T>að ber við, að þelsárt mér þykir að vera maður. Svo er: Áhætta kærleikans. Ekki þjáist auðnin grá, vndisfáa og nauma, j BJÖRTU BÁLI heldur sá er ann og á ástarþrá og drauma. Loks kemur hvimleið ellin til sögunnar, en bót er í máli, að nægjusemin vex þá með getuleys- inu: Lifið sína líknsemd ber, 'iúfi happafengur, þú ert ekki orðinn mér rmissandi lengur. Síðasta vísan í bókinni er: Að leiðarlokum. Kannað hef ég kalt og heitt, kátur meðal gesta. Nú er bara eftir eitt — ævintýrið mesta. Hér verður að láta staðar num- ið með sýnishorn úr bókinni. En vísnasafn petta er svo vandað og fnjallt, að helzt vildi sá, er kynn- ir, þylja það allt og doka við hjá hverri stöku þess. Kverið er einnig fallegra frá- gehgið að pappír og prentun. Ekki hefi ég komið þar auga á nokkra prentvillu: Hannes Pétursson skáld mun hafa haft eftirlit með fráganginum og séð um útgáfuna fvi-ir Menningarsjóð. Ritar Hann- es Pétursscn stuttan eftirmála í i.ókina um höfundinn. Þar segir: „Kveðskapur hans" (þ. e. K.Ó.) , ber vitni skáldlegri tilfinningu og hagleik í máli og stíl. íslenzk vísna geið er ekki hætt komin meðan hún er iðkuð af jafnmikilli smekk vlsi og Kristjáni er lagin". Undir þessi orð vil ég taka. — Kristján Ólason er skáld. Honum teVst venjylega með strangri vand virkni í máli qg stíl og ögun hugs- unar að gera sér hið þrönga form feihendunnar undirgefið til skáld legrar túlkunar. Að þessu keppa vitanlega allir svonefndir hagyrðingar, misjafn- lega ákveðið og einbeittlega auð- vitað, og með ákaflega misjöfn- um árangri, — sumir stopulum, og sumir — ef til vill — engum fyrh aðra en sjálfa sig. Eigi að síður er almenn iðkun þessarar íþróttar andlegu lífi þjóð arinnar mikilsverð og íslenzkri tungu til ómetanlegrar þjálfunar. Áienningarsjóður á þakkir skyld ar fyrir að hafa gefið út vísnasafn- ið Ferhendu. Safnið er til fyrir- myr.dar á þessu sviði íslenzkrar menningar Forðum var því spáð í lands- fleygri stöku, að ferhendurnar mundu deyja með skáldunum: — Páli, Grími og Þorsteini. Bók þess' sannar með ágætum, að sá hafði rétt fyrir sér, sem kvað á móti og sagði: „Ferhend- umar lifa". Karl Kristjánsson. TÍTT gerist í seinni tíð, að blaða menn setji saman bækur, og nokkr ar slíkar hafa komið út á þessu hausti og ein nokkuð sérstæð, — nefnist í björtu báli, sem Guð- rr.undur Karlsson blaðamaður hef- rr samið um nærri hálfrar aldar c't.mlan atburð, Reykjavíkurbrun- anrt mikla 1915. Tileinkar höfuntí- ur bókina minningu föður síns, Karls Ó. ii.iarnasonar varaslökkvi- ]i*sstjóra, en útgefandi er Ægis- útgáfan. Bókin er sérstæð að því leyti m. a., ao þarna fjallar blaðamaður um atburð og efni, sem hann er eini sérfræðingur sinna stéttar- bræðra um. Því það er ekki ein- asta, að hdíundur er sonur manns, sem var einn fremsti slökkviliðs- maður höfuðborgarinnar allt frá því þessi atburður gerðist og til a viloka fyrir nokkrum árum, held i.r var Guðmundur sjálfur virkur s'ökkviliðsinaðvr sjálfur í mörg ár forframaðist erlendis um tíma á þessu sviði, fylgdist með nýjung um og fékk á starfi sínu svo mik- inn áhuga, að hann stofnaði og rastýrði blaði handa stéttarbræðr- un' sínum meðan efni voru til að LaJda því fiti. Ekki hefur Guðmundur fyrir- h-'fnarlitið getað efnað í bók sína upp úr skýrslum Slökkviliðs Reykjavíkur, þvi að í vörslum þess eru ekki til nema tiu línur skráð- ar um atburðinn. Hins vegar hef ur hann nokkra elztu slökkviliðs- menn til frásagnar, en þó að mestu aðia borgata bæjarins, sem hann hefi.u' spurt spiörunum úr og vef- ur nokkur viðtöl inn í bókina. Þá styðst hann við heldur fátæklegar frásagnir samtímablaðanna í bæn- um, en allnokkuð kemur frá eigin hrjésti höfundar. Áður en hann byrjar að iýsa þessum voveiflega atburði, bregðnr hann upp mynd af daglegu lífi fólksins í bænum, m. a. fatnaði, sem bæjarbúar klæddust í þann tíð. Helztu dægra dvöl, skemmtunum og samkomum, <il að gera lesandanum hægara að áíta sig á, hvernig umhvorfs var í bænum dagana fyrir þessa voða- Hafnarstádentar skriía heim Sendibréf frá 21 íslenzkum stúd ent í Kaupmannahöfn á öldinni sem leið, á tveim árabilum, 1825 —1835 og 1878—91, eru nú kotnin út i bók, undir nafninu Hafnar- stúdentar skrifa heim. — Finnur Sigmundsson landsbókavörður bjó til prentunar og Bókfellsútgáfan gaf út með myndarbrag, og er þetta fimmta bókin í bókaflokkn- j um íslenzk sendibréf. Fara hér á eftir nöfn og fræði- greinar bréfritara: Þorsteinn Helgason, prestur; Baldvin Einars [ son, lögfræðingur og ritstjóri Ár- . manns á Alþingi; Högni Einarsson ! (las lög, týndist og fannst svo lát- inn í siki í Höfn); Torfi Eggerz FINNUR SIGMUNDSSON (las lög, veiktist og dó frá námi); Finnur Magnússon, prófessor; Gísli Hjálmarsson, læknir; Þorgeir Guð mundsson prestur; Finnur Jónsson prófessor; Hannes Hafstein skáld og ráðherra; Gísli Guðmundsson (las málfræði, hvarf af skipi í Dan mörku og fannst látinn); Haf- steinn Pétursson (prestur í Ame- ríku, dó í Höfn); Jón Þorkelsson þióðskj'alavörður; Emil Schou (las guðfræði, fór til Ameríku og dó þar); Ólafur Davíðsson fræðimað- ur; Sigurður Jónasson( las tungu mál, hvarf af skipi í hafi); Valtýr Guðmundsson prófessor; Páll Briem, amtmaður; Bogi Melsteð sagnfræðingur; Halldór Bjarnason, sýslumaður, Jóhannes Jóhannes- son bæjarfógeti og Þorsteinn Er- lingsson 6káld. GUÐMUNDUR KARLSSON nótt, þegar miðbærinn stóð í bjöi-tu báli í nokkrar klukkustund ir og tíu hú? (þar ai' nokkur helztu stórhýsin) við tvær aðalgötur höf- uð' orgarinnar voru bruninn til kaidra kola áður en dagur rann. Loks lýsir höfundur þessum horfnu húsum og telur upp íbúa eða starfsemi þá er þar var til núsa, gerir ágizkun um tjónið svo sem hægt hefur verið að meta það í srónum, sem láta muni nærri að hafi numið nálægt hundrað millj- ónum króna miðað við verðgildi krónunnar á þessu herrans ári. Síðast dregur hann nokkra lær- dóma af atburðinum, eftirkomend- um til varnaðar. Eldurinn kom upp í stærsta hóteli borgarinnar að ný- Uiknu brúðkaupi, sem þar fór fram um kvöldið, og breiddist eldurinn út á skömmum tima, lítið varð við ráðið, og fékk stjórn slökkviliðsins ákúrur fyrir, að ekki skyldi betur tikast til um slökkvistarfið en Framhald á bls. 23. Góð barnabók Ármann Kr. -líhiarssoii: ÓLI og MAGGI í ræningjahöndum. Ármann Kr. Einarsson, rithöf- und þarf ekki að kynna fyrir les- endum, svo vel er hann þekktur fyrir barna- og unglingabækur sínar. Þessi nýja bók Ármanns, Óli og Maggi í ræningjahöndum, er hrífandi og ævintýraleg drengja saga. — Söguefnið að dálítið ný- stá.rlegt, en þarna er sagt frá gæzlu varpstöðva í eyju í nágrenni Reykjavíkur, og óprúttnum eggja- ræningjum, sem einskis svífast í átökum við drengina, sem gæta varpstöðvanna. Drengirnir, Óli og Maggi eru kjarkmiklir og ráð- snjallir, og ekki er ég í neinum vafa um það, að mörgum röskum dreng mun hlaupa kapp í kinn, er hann les um ævintýri þeirra Óla og Magga, og baráttu þeirra gegn ræningjunum.------------ Ármann Kr. Einarsson er nú einn þekktasti höfundur barna- og unglingabóka á íslandi, en hróður hans er ekki aðeins bundinn við ís- lenzka lesendur, því að í Noregi kom út á þessu ári sjötta bók Ár- manns í norskri þýðingu, og tvær bækur hans hafa komið út í Dan- mörku. Höfuðkostirnir við bækur Ár- manns eru ævintýralegir atburðir, fjölbreytt söguefni og lífleg frá- sögn, — en þó fyrst og fremst drengilegar og dugmiklar sögu pprsónur, sem hvorki bogna eða biikna, þótt syrti í álinn. Árnabækur Ármanns Kr. Einars sonar vöktu óskipta athygli á sín um tíma, og er því lesendahópur- inn að bókum Ármanns ærið fjöl- rriennur, þctt vitanlega séu börn cg unglingar þar í stórum meiri- lilura, enda bækurnar fyrir þá les endur skri*aðar. Bókaforlag Odds Björnssonar i AVureyri hefur gefið bókina út. eins og fleiri bækur Ármanns. — F.r útgáfan á ailan hátt hin snyrti lt gasta. Stefán Jónsson námsstj6ri ÁRMANN Kr. EINARSSON 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.