Alþýðublaðið - 17.10.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.10.1942, Blaðsíða 6
SÍÐAN heimsstyrjöldinni 1914—18 lauk, hefir heimur- inn þjáðst af tveimur andlegum og pólitískum pestar- sjúkdómum, nazismanum og kommúnismanum. Þessar andlegu pestir hafa eitrað hugi æskulýðsins og sáð úlfúð og hatri á meðal einstaklinga þjóðanna. Ofbeldishneigðin hefir verið ein af ríkustu einkennum í lífs- skoðun nazista og kommúnista. Hvar sem þeir hafa náð völdun- um, hefir skoðanafrelsið og prentfrelsið verið afnumið. En einhver ljótasta spillingin, sem fylgt hefir í kjölfar nazismans og kommúnismans er hin sví- virðilega áróðurstækni þeirra. Út frá Jesúítareglunni hafa þeir kennt fylgismönnum sínum: Til gangurinn helgar meðalið. Og meðalið hefir verið lygin, ó- hróðurinn og rógurinn. Þar sem ofbeldinu hefir ekki verið við komið, hefir verið beitt lævís- legum rógi gegn einstökum mönnum og flokkum, sáð hatri í hjörtu flokksmannanna og dreift út eitri blöndnum áróðri á meðal fólksiris. n. Fyrir þessar kosninga'r hafa gerzt tveir átburðir, sem sýna glöggléga hversu gerspilltir tveir af stjórnmálaflokkum landsins, Framsóknarflokkur- inn og Kommúnistaflokkurinn — sem f elur sig undir hinu fal- lega nafni Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — eru af hinni andlegu einræð- ispest. Einn af vinsælusíu og gáfuð- ustu læknum landsins, Jóhann Sæmundsson tryggingaryfir- læknir, á að flytja tvö örindi í útvarpið um mataræði og mat- arverð. Enginn hefir borið hon- um hlutdrægni á brýn. En hann fylgir þeirri meginreglu heiðar- legs vísindamanns að birta nið- urstöður sínar, hvort sem þær falla í kram hinna ríkjandi valdhafa eða ekki. Með óyggj- f andi rökum sýndi Jóhanh Sæ- mundsson fram á — án þess að deila á nokkurn mann eða flokk — að framferði valdhafanna, sem ákveðið hafa afurðaverðið og ráða yfir afburðasölunni, er beinlínis þjóðhættulegt brot, frá heilsufræðilegu og hagrænu sjónarmiði. En skyni gæddir á- heyrendur hlutu að skilja, að framferði Sjálfstæðis- og Fram sóknarflokkanna, sem ráðið hafa yfir þessum málum, er ein- hver hinn stærsti pólitíski glæp ur, sem drýgður hefir verið hér á landi. Og þeir hlutu líka að skilja að niðurstöður Alþýðu- flokksins um lausn dýrtíðar- málanna hafa frá upphafi verið hárréttar. Þessvegna þurfti að koma í veg fyrir hina frjálsu hugsun kjósendanna. Það þurfti að kæfa hina hlutlausu rödd vís- indamannsins, af því að hún studdi ihálstað Alþýðuflokksins óbeint. Þessvegna beitti Fram- sóknarmaðurinn Jón . Eyþórs- son, formaður útvarpsráðs, nazistísku ofbeldi til þess að kæfa rödd vísindamannsins og traðkaði þar með á hlutleysis- reglum útvarpsins, braut skyld- ur sínar sem embættismanns, og gekk. freklega á rétt með- nefndarmanna sinna í útvarps- ráði, sem höfðu samþykkt er-i indi Jóhanns Sæmundssonar einróma. Og Morgunblaðið þegir eiris og múlbundinn rakki yfir gerræði útvarpsráðs- formannsins og sannar þar með samsekt Sjálfstæðisflokksfor- sprakkanna í verknaði hans, enda hafa þeir haft forystuna í kjötorkrinu upp á síðkástið. Reykvíkingar ættu að nota tækifærið, sem þeir hafa á sunnudaginn til þess að þakka þessum Framsóknarhöfðingja, sem ætlar að innleiða nazista- aðferðir við útvarpið, og hjálp- arkokkum hans í Sjálfstæðis- flokknum. III. En það er annar 'læknir, sem látið hefir til sín heyra í ut- varpinu nýlega. Það er ungfrú Katrín Thoroddsen, sem talaði fyrir hönd kommúnista við út- varpsumræðurnar. En ræða hennar var dálítið annars eðlis en ræða Jóhanns Sæmundsson- ar. Hún kom ekki í útvarpið til þess að flytja þangað hlut- lausar athuganír eða vísindaleg ar niðurstöður. Ungfrú Katrín, sem þrátt fyr ir það að hún er ógift, hefir gengið undir nafninu, frúin af Kantarborg, vakti á sér tals- verða athygli í sumar við út- varpsumræðurnar. Mörgum þótti gaman að ræðu hennar þá, enda þótt ekki væri hægt annað en undrast hinar barna- legu tilvitnanir hennar í áróð- ursrit dómprófastsins af Kant- araborg um Sóvét-Rússland. Ræða þessi var hin prúðmann- legasta, enda áttu menn varla á öðru von, þar sem hún er af góðu fólki komin og hefir feng- ið gott uppeldi. Þá var ungfrúin í gervi hins fína kvenlæknis, sem boðaði almúganum fagnað- arerindi Sovét-paradísarinnar. En á fimmtudaginn kom hún til dyranna eins og hún er klædd og gaf hlustendunum innsýn, sem þeir seint munu gleyma, í hugmyndaheim hins sanntrúaða kommúnistasafnaðar í Reykjavík. Og ég held, að marga 'hafi sett hljóða við þann lestur. Ungfrúin endurtók nokk- uð oft hallelúja-predikun sína um SovétRússland frá því í sumar, en að því búnu hellti hún úr þeirri ógeðslegustu for- arvilpu rógs og svívirðinga, sem hingað til hefir verið tæmd í ríkisútvarpið. Það er sagt, að Katrín Thor- oddsen þyki góður læknir. Að minnsta kosti er hún með tekju- hæstu læknum þessa bæjar. Hún mun taka á milli 20—30 þús. kr. grunnlaun hjá trygging- unum, sem hún var að svívirða. Það fer líka orð af því, að hún noti óspart læknisheimsóknir til áróðurs fyrirmálstað kommún- ista. : Það er vafasamt, hve mikil lækning er í þeim hluta af læknisstarfi hennar. En hitt hefði fáa grunað, að hún byggi yfir slíku forðabúri af endemis eiturlyfjum og óþverra, eins og þeim, er hún hellti yfir útvarps- hlustendur á fimmtudaginn. Menn geta farið nærri um, hvernig sú uppspretta er, sem hinir óbreyttu áróðursmenn kommúnista ausa af, áður en þeir leggja af stað til þess að tala við fólkið. En, ungfrú Katrín Thorodd- sen! Yður skjátlast. í þetta sinn skutuð þér yfir markið. í tak- markalausri mannfyrirlitningu, sem þér hafið lært hjá læri- sveinum Stalins, Jesúitasöfnuði kommúnista — genguð þér út frá því, að Reykvíkingar séu ill- gjarn og fáfróður skríll, sem um sé að gera að fóðra. með sem mestum sora. En þetta er ekki rétt. íslenzka þjóðin er ekki svo djúpt sokkin, ekki svo gegn- sýrð af mannhatri og rógi kom- múnista enn þá, að hún láti svona predikun eins og yðar ráða afstöðu sinni. Hatrið og eitrið eru ekki svo aðlaðandi læknislyf, að alþýða landsins geri sér til lengdár að góðu, að lifa á slíkum inntökum. Alþýðuflokkurinn ogandstæðingarnir jTramh. af 5 s.íðu. annarra flokka. í fullu trausti á málstað sinn og lýðræðið leggur hann mál sín undir dórri kjósenda. Og baráttu sihni mun hann halda áfram fyrir stefnu- málum sínum, og álþýðan í landinu getur miklu um það ráðið, einmitt með kjörseðlum sínum, hvað unht verður að framkvæma í þessum efnum á næsta kjör- tímabili. Kjósið A-listann! Laugardagur 17. október 1942. „Dun lop“ Stormblússur og Stuttjakkar. Kvittun fólkins (Frh. af 4. síðu.) stuðnings í kosningunum. Þann ig má flytja erindið nú þegar, segja þeir við lækninn. Annars ekki — fyrir kosningar. Og þeg- ár læknirinn þakkar fýrir gott boð, er bannað að flytja erind- ið í útvarpið. En vitanlega er útvarpshlustendum ekki ságt það. Þeim er aðeins sagt, að er- indið falli niður og í stað bess verði leiknar hljómplötur! Það er svo sem ekkert, sem hefir skeð! * '■ En fólkið hefir á öðrum vett- vangi samt fengið að vita hvað hefir skeð. Og það mun kvitta fyrir kúgunina og ofbeld- ið á morgun með því að snúa hundruðum, ef ekki þúsundum, saman baki við verðbólguflokk- unum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokkrium. Það mun kvitta fyrir kúgunina og ofbeld ið, eins og fyrir kjötokrið og mjólkurokrið sjálft, með því að fylkja sér um þann flokk, sem ofbeldinu er nú stefnt gegn, eins og í vetur eftir útgáfu kug- unarlaganna gegn launastéttun um — Alþýðuflokkinn. Það mun kjósa lista hans A-listann. Þannlg lftur klðrseðilllnn út vlð kosningarnar á morgnn. X A-listi, B-listi C-listi D-listi E-listi Stefán Jóhann Stefánsson Haraldur Guðmundsson Sigurjón Á. Ólafsson Jón Blöndal Jóhanna Egilsdóttxr María J. Knndsen Jón Axel Pétnrsson Guðgeir Jónsson Tómas Vigfósson Niklulás Friðriksson Felix Guðmundsson Pálmi Jósefsson Runólfur Pétursson Guðm. R. Oddson Sigurður Ólafsson Ágúst Jósefsson Hilmar Stefánsson Ólafur Jóhannesson Pálmi Loftssoxx Kristjón Kristjónsson Ólafur H. Svcinsson Jakobína Ásgeirsdéttir Valtýr Blöndal Guðmundur Tryggvason Jóhann Hjörleifsson Guðjón F. Teitsson Gnðmundur Ólafsson Guðm. Kr. Guðmundsson Einvarður Hallvarðsson Eiríkur Hjartarson Jón hórðarson Sigui-ður Kristinsson Einar Olgeirsson Brynjólfur Bjamason Sigfús Sigurhjartarson Sigurður Guðnason Katrín Thoroddsen Björn Bjarnason Konráð Gislason Guðm. Snorri Jóxisson Ársæli Sigurðsson Stefán Ögmunds^on Sveinbjöm Guðlaugsson Petrína Jakobsson Bjarni Sigurvin Össurarson Zóphónías Jónsson Arnfinnur Jónsson Halldór Kiljan Laxness Magnús Jónsson Jakob MöIIer Bjami Benediktsson Sigurður Kristjánsson Pétur Magnússon Hallgrímur -Benediktsson Kristín í. Sigurðardóttir Axel Guðmundsson Einar Erlendsson Sigurður Signrðsson , Guðrún Jónasson Erlendur Ó. Pétursson Ásgeir Þorsteinssson Vílhjálmur Þ. Gíslason Halldór Hansen Bjami Jónssson Ámi Jónsson Bjarni Bjamason Jakob Jónasson Kristín Norðmann Jón Ólafsson Magnús Jochumsson Halldór Jónasson Ámi Friðriksson Páll Magnússon Gretar Fells Þelr, sem kjósa lista AlþýOnflokksins, A-llstann, setja kross á peim stað, sem gert keflr veriO á myndinni. Engln merkl má gera vIO hlna Ustana, pví að þá verðar atkvæOIO ógilt. Kross fyrlr framan A er rétta kvittnnln'[fyrir kjðtokrlð?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.