Alþýðublaðið - 29.10.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.10.1942, Blaðsíða 2
 AU»?miBLAÐW Finuntudagixr 29. október 1942, / 7 1 ': •; ■’ •• ’ ", , . fi 77-'í"‘W-:' .. v : ’ '•■-:" ;• " ■ ■-"/' . -s: ■ . t “ Hvenær veltlr stjérnin samlag~ inu lejrfi til að reka lyf javerzlun? Ef það fengi slíkt leyfi myndi hag- ur þess hatna að mjög miklum mao. .*».....—■ KÁTT FYKIR ÞAÐ, þó að iðgjöldin til Sjúkrasamiags Reykjavíkur þurfi að hækka upp í 10 krónur á mánuði fyrir eimtakiing um næstu mánaðamót, hefir stjórn þess samþykkt einróma að hækka þau aðeins úr kr. 6,50, sem þau hafa verið um nokkurn tíróa, upp í kr. 8,00. Samkvæmt iðgjaldinu fyrir stríð og hinni nýju vísitölu, ættu iðgjöldin að vera um næstu mánaðamót kr. 10,00. Elliheimiiið firond tottogn ðra. T DAG hefir elliheimiiið Grund starfað I tvo ára- tugi. Það var stofnað 29. okt. 1922 og var fyrst að G^und við Kaplaskjólsveg. Siðar, eða um 1929, var hið mikla stórhýsi þess við Hringbraut reist, og tók það til starfa í jþví £ september 1930. Fyrsti forstjóri Elliheimilis- ins var Haraldur Sigurðsson, en þegar hann lézt tók Gísli Sigur- björnsson við stjórn þess. Stofn- endur elliheimilisins voru þeir síra Sigurbjörn Á. Gíslason, Haraldur Sigurðsson, Flosi Sig- urðsson, Júlíus Árnason og Páll Jónsson. Heimilið hefir allt af verið sjálfseignarstofnun og hefir það fyrirkomulag sætt nokkurri gagnr%Tni, en það hefir alltaf notið stuðnings Reykjavíkur- bæjar. Á heimilinu eru alltaf um 170 vistmenn, þar á meðal allmargii- sjúklingar, en alltaf híða margir eftir vist, sem ekki er hægt að fullnægja vegna húsnæðisleysis. f stjórn heimil- isins eiga sæti: síra Sigurbjörn Á. Gíslason formaður, FIosi Sigurðsson, Júlíus Árnason, Frímann Ólafsson og Hróbjart- ur Árnason. Starfsmenn hælisins eru um 50 að tölu: Forstjórinn Gísli Sigurbjörnsson, yfirhjúkrunar- konan Jakobína Magnúsdóttir, matreiðslukona Guðný Rosants, ráðskona þvottahússins Guðríð- ur Jósefsdóttir o. s. frv. Heim- ilislæknirinn er Karl Sig. Jón- asson. Heimilið rekur sjálft mikla matjurtarækt, sem hefir reynzt því mikil búbót, en auk þess hefir það ýmsa aðra starf- semi til að létta undir með rekstrinum. fyrir nokkru, var samþykkt ályktun þess efnis, að stjórn 4éiag!§|ns skyldi beita sér gegn því af fremsta megni, að teknar væru upp nýjar regíur um siglmgar íslenzkra togara til Englands, það er, að farið yrði að sigla að inmnstá kosti að nokkru til bafna á austurströndinni. Mun þessi smþykkt hafa ver- ið gerð að gefnu tilefni, því að k'omið munu hafa tilmæli um það frá brezka matvælaráðu- neytinu, að einhverjar slíkar breytingar yrðu gerðar á ferð- um togaranna. Eins og kunnugt er hafa ís- lenzku togararnir til þessa siglt á vesturströnd Englands í ís- fisksflutningum sínum. Þessu mun nú eiga að breyta, eða Þessa ákvörðun tók stjóm Sj úkrasamlags Reykjavikur á fundi sínum í fyrrakvöld sam- kvæmt tillögu frá Guðmundi I. Guðmundssyni, formanni stjórn- arinnar. Yar tillagan svohljóð- andi: „Stjónx S. R. telur naúð- synlegt að hæklca nú þegar iðgjöld samlagsmanna í kr. 10,00 pr. mánuð, en með hliðsjón af því, hve iðgjöldin eru þegar orðin há, treystir stjóm S. K. sér ekki til að leggja til að iðgjöldin verði hækkuð meira en í kr. 8,00 pr. mánuð og treystir þvx jafnframt, að daggjöldin á sjúkrahusum ríkisins haldist óbreytt allt árið 1942 og opin- ber styrkur til S. K. aukinn.w í samtali, sém Alþýðublaðið átti í gær við formann Sjúkra- samlagsstjórnarinnar, sagði hann: „Vítanlega hækka út- gjöld S. R. í fullu samræmi við vöxt dýrtíðarinnar. Laun lækn- anna aukast stórum, húsaleiga og fólkshald verður dýrara, lyf- Stjórn Sjómannafélagsins leit aði þegar samvinnu um þetta mál við önnur stéttarfélög sjó- manna og munu fulltrúar þess og skipstjórafélaganna „Öld- unnar“ og „Ægis“, Félags loft- skeytama nna og Vélstjórafélags íslands hafa haft viðræður við ríkisstj órnina í gær um þetta mál, en það er að sjálfsögðu milliríkjamál. Um það, sem fram fór á þess- um fundi, er ekki fyllilega vit- að, en talið er að erfiðlega muni ganga að fá breytingar á fyrimælum brezku stjórnarinn- . ar um skiptingu ferðanna. Revyan 1942 Nú er það svart, maður, verður sýnd annað kvöld klukkan 8. — Aðgöngumiðar verða seldir eftir klukkan 2 í d . in hækka í verði og gert ér ráð fyrir, eftir því sem sagt er, að daggjöldin í sjúkrahúsunum hækki einnig. En það er stefna okkar Al- þýðuflokksmanna, að endur- bæta alþýðutryggingarnar ár frá ári, og einn liðurinn í þeirri stefnu er vitanlega sá, að gera þær sem ódýrastar fyrir þá, sem eiga að njóta þeirra. Þess vegna bar ég fram tillögu mína, Ég vænti þess mjög fastlega, að stjórnarvöldin sjá sér fært að verða við áskorun stjómar S. R. svo að áætlun okkar og á- kvörðunin um iðgjaldið fái- staðizt. En til þess að svo geti orðið verður ríkisstjórnin að leggja fram fé til styrktar og mætti það sannarlega verða einn liðúrinn í baráttunni gegn vaxandi dýrtíð. Ég vil líka benda á það í þessu sambandi, að fyrir löngu hefir stjórn Sjúkrasamlagsins, fyrir frumkvæði okkar Alþýðu- flokksmanna, farið fram á það, að sjúkrasamlaginu væri veitt leyfi til að reka lyfjaverzlun. Þetta er gamalt og nýtt mál Al- þýðuflokksins. Með slíku leyfi myndi hagur sjúkrasamlagsins vitanlega batna að stórum mun, því að gróði lyfjaverzlananna er óskaplegur og með slíkum gróða væri hægt að halda ið- gjöldunum niðri, það er, að láta þann gróða, sem nú er á lyfja- verzluninni, renna beínt til þeirra, sem þurfa á lyfjunum að halda. Skil ég ekki, hvað veld- ur því, að sjúkrasamlaginu skuli enn ekki hafa verið veitt þetta leyfi. Það virðist satt að segja vera mjög hart, að hið opinbera skuli á þennan hátt vernda gróða einstakra manna á verzlun með sjúkralyf. Þessi beiðni okkar hefir legið lengi hjá ríkisstórninni, án þess að við höfum íengið nokkurt svar við henni. Ef S. R. fær lyfja- verzlunarleyfi batnar aðstaða þess að mjög miklum mun.“ Árbók Férðafélags íslands 1942 er nýkomin út og fjallar hún um Kerlingarfjöll. Fjöldi mynda er í bókinni, flestar eftir Þorstein Jósefsson, Steinþór Sigurðsson og Jóhannes Áskelsson. Fletir kaflarn ir eru eftir þá Steinþór Sigurðs- son og Jón Eyþórsson og hafði hiim síðarnefndl aðalritstjórn bókarinnar með höndum. Sjémein andvigir sigllng- ddi á anstnrstrðid Eiglands — .............-■•■■♦-— ■ Fulltrúar stéttarféiaga sjómanna ræddu petta mál vlð ríkfsstjörnina í gær. —■ ........ AFUNDI, sem Sjómanna- brezka stjórnin mun hafa látið félag Reykjavíkur hélt uppi óskir um það. StAdentarððskosii' ing ð langardag. Tveir Hstar borau fram. KOSNING á 9 mönnum í stúdentaráð á að fara fram á laugardaginn kemur. Þessi kosning er allt af all- mikið hitamál meðal stúd- enta, og svo mun einnig verða nú. Fjögur félög starfa meðal stúdenta: Alþýðuflokksfélag háskólastúdenta. Félag rót- tækra stúdenta, Félag frjáls- lyndra stúdenta og Félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta. Hafa öll þessi félög mikinn undir- búning undir kosninguna og hefir náðzt samkomulag milli Alþýðuflokksfélags háskóla- stúdenta, Félags róttækra stúdnta og Félags frjáls- lyndra stúdenta um sameig- inlega uppstillingu á lista við kosninguna. Eru þvi líkindi til að kosið verði aðeins milli tveggja lista á laugardagirtn. Á hinum sam- eiginlega lista eru eftirtaldir stúdentar og er nafn félags Frh. á 7. síðu. Námskeið í nppeldisr fræði í Bðskólannm Símon Jóh. Ágústsson. dr. phil. heldur uppi fræðslu í há- skólanum í vetui í uppeldis- fræði og. bairnasólarfræðL — Kennsla þessi er eirikum ætluS starfandi kermuruim í Reykja- vík og nágrenni og öðrum mönnum með kennaraprófi, sem vilja afla sér framhaldsmennt- unar. Kennslan hefst þriðjudaginii 3. nóvemtber. Kennslustundir verða 3 á viku; kennt verður á þriðjudögum. kl. 6—7 og é fimmtudögum kl. 5—7 e. h, Kennslan er ókeypis, og verður henni háttað í aðalatriðum sem hér greini.r: Á þriðjudögum kl. 6. Fyrir. lestur um sálarfræði og uppeld- isfræði. Öllum heimill aðgang* ur að þessum fyxirlestum. Á fimmtudögum kl. 5—7 I. Hæfileikapróf og rannsókn á sálarlífi bama. II. Farið yfir nokkur rit með kennurum £ uppeldisfræði og barnasálar- fræði, III. Fyrirlestrar og æf- ingar. fif til hernaðarátaka kem- or við strendnr íslands. Varúðarreglur, sem hernaðaryfir~ voldÍM hafa sett fyrir ísienzk skip. ----- ♦ i RÍKISSTJÓRNIN gaf í gærkveldi út tilkynningu um reglur, sem ameríkska herstjórnin hefir sett til varnar því, að íslenzk skip, sem stödd eru úti fyrir ströndum landsins eða í íslenzkum höfnum, verði fyrir árásum, ef til hemaðaraðgerða kæmi á sjó við strendur landsins. Er mjög nauðsynlegt, að allir4 - sjófarendur kynni sér rækilega þessar reglur og breyti eftir ■þeim. Ná þær til allra skipa, þar á meðal lítilla vélbáta, Reglurnar, sem skipin eiga að fara eftixr? eru svo hljóðandi: Skip í höfnum skulu halda kyrru fyrir, ef til átaka kemur, og bíða eftir fyrirskipimum frá brezkum eða ameríkskum flota- yfirvöldiun. Skip, sem eru á sjó, verða að gera eití af þrennu: a) sigla á haf út, svo að þau scu úr augsýn frá landi, b) kasta akkerum, c) nema staðar og stefna skipinu frá landi. Aðvörun, ef til átaka kemur, mun verða gefin, ef hægt er, með fyrirskipuninni: „Stand still (verið kyrrir). Þá er það tekið fram í til- kynningunni, að sérhverf skip, sem nálgast land, eftir slíka að- vörixn, verði skoðað sem óvina- skip og að ráðizt verði á það. Þessi tilkynning mun vera gefin út til þess að vera viðbú- inn hverju, er að 'höndum kann að bera, og gera það sem unnt er til þess, að forða íslenzkum skipum og íslenzkum mönnum frá tjóni. Er því sjálfsagt fyrir alla, að hlíta þessum reglum í hvívetna. Ný ljóðabók Steins' Steinars Heítir „Ferö án fs?rlrheíís“ i — t ]U‘ Ý LJÓÐABÓK eftir Stein Steinarr skáld kemur út núna um mánaða- mótin. Þetta er fjórða Ijóða- bók skáldsins. Sú fyrstat „Rauður loginn brann“, kom út 1934, önnur: „Ljóð“, 1938 og sú þriðja: „Spor í sandi“, 1940. Steinn Steinarr er nú aðeins 32 ára að aldri og er að gerast mikilvirkt skáld. Þessi nýja Ijóðabók Steins heitir „Ferð án fyrirheits“. Eru í henni 54 Ijóð, sem öll eru ort síðan 1940. Hafa sum þeirra birzt í blöðum og tímaritum, aðallega „Helgafeili“, en flest hafa hvergi birzt. Bókin er um 5 arkir að stærð. Flestir ljóðavinir munu bíða eftir þessari fjórðu ljóðabók Steins Steinars með eftirvænt- ingu. Allir, sem fylgzt hafa með ferli hans og þroska, eru sam- mála um það, að hann er vax- andi skáld, sem kveður með nýjum tón í íslenzkri ljóðagerð. Frh, é 7 síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.