Alþýðublaðið - 29.10.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.10.1942, Blaðsíða 6
Humtudagur 29. októbor 1942. ALOYOUBl-ftOIO I I V s 5 s y s N S s s 4 \ s s s s s s < * $ I s Tilkynning (rá rfkisstjórnintii. Hernaðaryfirvöldin hafa talið rjauðsyniegt til var- úðar að setja .reglur því til varnar, að íslenzk skip, sem stödd eru úti fyrir ströndum íslands eða í íslenzkum höfnum yrðu fyrir árásum, ef til hernaðaraðgerða kæmi milli ófriðaraðilja á sjó í námunda við strendur landsins. Öll skip, þar á méðal litlir mótorbátar, sem ganga til fiskiveiða, eru aðvöruð um, ef þau verða vör við hemaðaraðgerðir í nálægð sinni, hvort heldur skips- menn sjá þessar aðgerðir eða verða þeirra áskynja með loftskeytataSkjum sínum eða á annan hátt,'tþá*verða þau að hegða sér eins og hér sgir: Skiþ í höfnum skulu halda kyrru fyrir og bíða fyrirskipana frá hrezkum eða ameríkskum flotayfir- völdum á staðnum eða ameríkskum her-yfirvöldum, Skip, sem eru á sjó, verða áð gera eitt af þrennu: a) sigla út á haf, svo að þau séu úr augsýn frá landi. h) kasta akkerum. c) nema staðar og stefna skipinu frá landi. Aðvörun mun verða tilkynnt, ef hægt er, með fyrirskipuninni „STAND STILL“ (verið kyrrir). Sérhvert skip, sem nálgast land eftir slíka aðvörun, mun verða skoðað sem óvinaskip, og verður ráðizt á það. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 28. okt. 1942. s s s' s V s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s S s s < s s s s s Hallgrimúr PétursSon. i Frh. af 4. síðu. HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) út á aðalgðtunni. Hánn hægði samt ekki á sér, og hvai'f mér sjónum fyrir götuhornið, með sama geysi- hraða. Þú ert því miður glanni, hugsa ég. Bara að þú eigir ekki eftir að verða einhverjum að fjörtjóni“. „GANGANDI fólk kann sig þó verst í umferðinnl. Fáir halda sig ó gangstéttunum. Fleiri þvælast út á aðalgatu eða eru ýmist á göt- uhni eða á gangstéttinni. Slíkt kæruleysi er vítavert, þar. að auki ópirýðir það umferðina og getur or- sakað slys. Eg sé nokkur pör ganga framhjá. En það lítur út fyrir, að hexrarnir viti ekki, við hvora hlið dömunnar þeir eiga að ganga, því þeir gera það sitt á hvað. Tilviljun virðist ráða, m. a. óprýðir þetta umferðina. Vill fólk nú ekki reyna að taka sér fram með þetta og halda sér á gangstétt- uiium eins og hægt er, en trufla ekki umferð og óprýða með víxl- gangi sitt á hvað, sem þar að auki getur valdið slysum?“ „ÞAÐ ÆTTI AÐ kenna börnun- um strax umferðarreglur og sjá um að þau fylgi þeim vel. í sum- um barnaskólum erlendis, sá ég myndir á göngum með stórri áletr- un á, sem sýndu börnum umferð- arreglurnar. Það væri ekki van- þörf á slíku í skóla vora. Smá- börnin, meðferð á óvitanum, vakti þá mesta athygli mína. Engan sé ég sýna þeim þá nærgætni og skilning, sem vera ber. Þau voru leidd, toguð áfram. Sá sem leiddi fór allt of hart. Barnið þurfti allt af að hlaupa og það með hendi eða báðar hendúr í háalofti. Hvílík ógnar meðferð! Hugsaðu þér nú sjálfa þig, ef þú ættir að hlaupa langa leið hvíldarlaust með aðra hendina, stundum báðar, í háa lofti. Gerðu tilraun til þess að skilja betur meðferð þína á litla óvitanum og finna hvernig þetta; er, og bæta ráð þitt í þessu efni, þvi vitalega gerirðu þetta í hugs- unarleysi, en ekki af illum ásetn- ingi við litla saklausa óvitann". „VIÐ AI) HAFA héndur upp- réttar lyftast rifin út og þindin færist og úr eðlilegum stellingum. Störf iungna og hjarta verður örð- ugra, þar að auki fær barnið verki í handleggi og kropp og þegar það lémagnast .eða skælir, fær það máske ákúrur fyrir, er kallað ó- þægt, þvílíkt réttlæti! Þessu þarf nauðsynlega að breyta, hafa barna béisli á barninu, svo að það geti verið í eðlilegum stellingum og ráðið hraða sínum sjálft og reka um fram allt ekki á eftir því. Barnið mæðist og mjög, af lýstri meðferð, og sogar göturykið enn meira ofan í sig, enda er barnið nær götu en sá, sem leiðir það, sem er hærri í Yofti, og því lengri leið fyrir rykið frá götunni upp í vit hans. „ÞAÐ ÆTTI að fara sem allra minnst eftir götum með smábörn. Hafa þau heldur í görðum við húsin og á leikvöllum. Unga barn- fóstra. Ef þig langar til þess að sýna þig á götunni og taka þig vel út í augum ásjáanda, þá hafðu ekki smábarn í eftirdragi, með lýstri meðferð á því, sem yrði þá til að fella þig og skart þitt í á- liti áhorfandans. Það eru ekki fínu fötin, hárgreiðslan, málið og púðr- ið, sem gengur mest í augu allra, heldur siðmenningin, fáguð fram- koma í hvívetna. Innri maðurinn skín í gegnum ytri manninn". „ÞÁ ERU BARNAVAGNARNIR Gæta ber þess, þár sem vegur hállast, að snúa þeim svo, að höf- uð barnsins sé þar sem hærra er, svo að barnið standi ekki hálfveg- is á höfði. Bezt er að aka eftir sléttum vegi, þvi á sléttum vegi koma hnykkir á vagninn og barn- ið. Sérstaka aðgætni þarf við þrep. Og aka svo, að barnið „keyrist“ fram, en ekki aftur á bak, sem orsakað getur/ svima og flökur- leika“. „ÞAÐ ER LEITT að sjá smá- steina hnullunga á götum og gang- stéttum. Þeir sem sópa og hreinsa götur bæjarins, ættu að fjarlægja steina og því um líkt. Fólk getur hrasað um steinana og farartæki slitna af að aka yfir þá, auk þess sem þeir óprýða“. Auglýsið í Alþýðublaðinu. skilyrðislausu kröfu, sem kær- leikur Maríu (og Jóhann- esar postula) gerir. „Heyri’ eg, þið viljið hjálpist all- ar þjóðir, hvort sem þar eru vondir menn eða góðir“. Þarna er útskúfunarkenningin blátt á- fram skafin út, svo rausnarlega sem unnt er. María opnar hið gullna hlið upp á gátt og leiðir fólkið á líknarbrú. Hvað hann hefir hugsað sér, að þá tæki við, segir Jón Arason ekki. Að sínu leyti eins og Ey- steinn Ásgrímsson x Lilju hafði löngu áður lýst Maríu sem þátt- takanda í friðþægingunni, þannig gerir Jón Arason einnig þjáningar Maríu jafngildar píslum Krists: „Sonarins neyð og sorgir móður, samblandað í hugarins landi, ættum vér með elsku rétta innilega í hjarta að minnast". Hjá Hallgrími er María guðs- móðir orðin hin harmþrungna ekkja undir krossinum, en meginþungi hins líðandi kær- leika hvílir á herðum Krists eins. Ég vona, að þér séuð mér sammála um það, að vér meg- um vera þakklát Jóni Arasyni og fleiri kaþólskum skáldum fyrir að hafa bent oss á að hinn líðandi kærleikur opinber- aðist víðar en hjá Kristi einum; en heilhuga hljótum við að standa með Hallgrími og öðrum lútherskum skáldum í því, að engirxn getur tekið kærleika Krists fram, né skyggt á hann. Hitt atriðið, sem skilur milli þeirra Jóns og Hallgríms og líka stendur í sambandi við trú- arlegar hreyfingar samtíðar- innar, ér hin persónulega af- staða skáldsins til yrkisefnis- ins, eða öllu heldur til hans, sem þar ber hæst í atburðum ljóðanna. . Jón Arason á að vísu til innileika í ljóðum sírium, ekki sízt Davíðsdikt. Og hlý er bæn hans t. d. í þessari vísu: „Skapa þú skýrlegt hjarta, með skilnings nýjan anda í mína brjóstsins byggð; veit mér vizku bjarta í verki þínu að standa með allri ást og dyggð; helgan þína hugarins rásir finni rétta trú að tala með tungu minni, hverja stund af mildri miskunn þinni“. En þegar til þess kemur að leiða lesandann til fylgdar við Krist á krossferli hans, er mun- urinn augljós. Jón Arason fer með þig sem áhorfanda, en Hallgrímur sem þátttalcanda. Með Jóni hlýtur þú að dást að og tigna frelsara heimsins, en með Hallgrími horfirðu fyrst og fremst á hann sem þinn eig- in frelsara. Með Jóni horfir þú á hið stórkostlega sjónarmið, þar sem vald hins góða og illa heyir stríð, og þú sérð hvernig máttur guðdómlegs hjálpræðis fer að því að opna himininn fyr- ir syndugri þjóð. — En með Hallgrími stendur þú sjálfur frammi fyrir krössi Krists sem sýndugur maður, sem þar kem- ur auga á náð guðs. En þama kemur enn fram einstaklings- sjónarmið lútherskunnar og um leið eitt af hennar höfuð- eínkennum. Samkvæmt skiln- ingi mótmælenda er náð guðs fyrst og fremst kærleiks- og fyrirgefningarhugarfar guðs, sem kemur fram við mennina í Kristi, og er mætt á miðri leið áf trú mannsins og trausti. Það sem raunverulega knúði Lúthér á sinni tíð á þá braut, sem gerði hann að siðbótarfrömuði, er einmitt syndatilfinning hans og tilraun til að fá svalað þrá sinni eftir fyrirgefandi kær- leika guðs. Það hefir orðið svo um Lúther eins og fleiri merka menn, að fjöldi fylgjenda þeirra hefir frekar reynt að leika þá en skilja þá, frefnur reynt að hafa eftir orð þeirra en öðlast reynzlu þeirra. Þess vegna hefir syndaprédikunin í mótmælendakirkjunni oft og tíðum orðið annaðhvort upp- gerðar örvænting yfir syndinni, éða smámunaleg leit eftir henni í fari sínu og annarra, þangað til menn sáu ekkert annað en synd, hvar sem litið var. Og einmitt tímar Hallgríms áttu mikið af hvorutveggju. En hann er sjálfur upp yfir allt slíkt hafinn. Það er auðfundið, að það hjarta, sem slær í hrifn- ingu passíusálmanna, veit hvað það er að titra frammi 'fyrir ógnum þess virkileika, sem vér nefnum synd. Þar er sá maður á ferð, sem ekki villir heimild á sjálfum sér. Niðurlag á morgun. HVAÐ SEGJA IIIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu flokkinn í kosningunum fyrra sunnudag. Dómurinn um hið nýkjörna þing mun mjög fara eftir því, hvernig það tekur á þessum málum. For- ingjar Alþýðuflokksins og Sósíal- istaflokksins bregöast áreiðanlega kjósendum sínum, ef þeir stuðla ekki að skjótri og róttækri lausn. þessara mála.“ Já, það er ágætt að velta sök- inni fyrirfram á aðra flokka. En hver á sökina á þvi, að stríðs- gróðanum hefir verið hlíft fram á þennan dag? Hver á sökina á því, að stríðsgróðinn hefir ekki fyrir löngu verið ,,þjóðnýttur“, eins og Alþýðuflokkurinn heimtaði strax haustið 1940 og hefir ávalt síðan heimtað? Hver á sökina á því, nema Framsókn- arflokkurinn? En kannske hefir hann eitthvað lært! Við sjáum, hvað setur. •(UDsCLueurcafR &rni jónmoh. unuimi.s »000000000« Loftárásirnar.; 'Rrh. af 5. sfðn.) lágður. Aðferðin er. fólgin í þyí að geta komið 1000 flugvélujn yfir borgdna, sem á að varpa á, á 90 mínútum. Ellefu flugvéiáSr eiga að geta komizt yfir mark- ið á mínútu. Með því að stytta sóknartímann svo sem uirnt er,, er hægt að draga mjög ur verkunum loftvarnanna.' Álitið ef, að í Köln hafi verið - um 500 loftvarnabyssur. Þær faefðu getað hamrað á brezku sprengju flugvélunum ,ef þær hefðu kom ið í smáhópum og liðið stund á milli. En þegaf hundruð flug- véla eru á lofti í einu, er veriju 'lega skotið „út í loftið“, án þess, að taka mið. Þegar fjöldasókn er að 'næturlagi, er mjög erfitt að finna með leitairljósum eina og eina flugvél út úr hópnum, til þess að miða á. Og auk þess, þegar varpað er gríðarstórum" sprengjum, er mjög sennálegt, að loftvarnabyssurnar fari sömu. leið og húsin og verksmiðjurn- ar. Þetta kom fyrir í Köln, þeg- ar brezku sprengjuflugvélarn- ar gerðu hina áköfu árás á ’ þá borg. Þá er og miklu erfiðara um allar aðrar varnir, þegar sóknin er áköf og stendur stuttan tíma- í árásinni á London, þegar meira en 2000 eldar brunnu eina nóttina, gátu slökkvisveit- ir borgarinnar ráðið við alla eldana vegna þess, að þeir kviknuðu ekki um' alla borgina á sama tíma. Slökkviliðssvéít- irnar gátu slökkt einn eldinn áð ur en annar kviknaði. En hefðu 1000 flugvélar varpað hundr- uðum þúsunda íkveikju- sprengja yfir litla borg á 90 mínútum, hefði ekkert slökkvi- lið getað við það ráðið. Ef Þjóð- verjar bæta mönpum i slökkvi-' sveitirnar, verða þeir að taká, þá frá verksmiðjunum eða hern um. Það er álitið, að um þess-' ar mundir hafi Þjóðverjar 1,500.000 raenn við loftvarnirn-. ar. En þáð er ekki hægt að gera', fjölda árásir aðeins með því að skipa þúsund flugvélum að gera sprengjuárás á þýzka botrg, ein- hverja tiltekna nótt. Nákvæm skipulagning er nauðsynleg. Um 5000 flugmönnum verður að gefa nákvæmar leiðbeining-. ar viðvíkjandji flugleiðuim og skotmarki. Auk þess verðutr að skyggnast í veðurfréttir, ákveða merkjamálið og gefa fyrirskip- anir við víkjandi lendingu. Að minnsta fcosti 60 flugvelli verð- ur að hafa til taks, til þess að láta sprengjuflugvélarnar hefja sig af, og aúk þess verður að hafa aðra flugvelli til þess að taka á móti flugvélum í baka- leið, ef veður skyldi hafa breyzt frá því þær lögðu af stað. Og handa þessum 1000 árásarflug- vélum vefður að flytja 300,000 gallóna af bensíni til hinna 60 flugvalla. Á flugstöð, þar sem 100 menn þarf til þess að halda sprengju- fíugvél á flugi — frá matsveini upþ að vélaviðgerðarmanni —, munu 1000 sprengjuflugvélar í sókn þarfnast 100,000 manna, sem starfa á 100 flugvöllum. Niðuríag á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.