Alþýðublaðið - 05.11.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.11.1942, Blaðsíða 8
AU»Y0UBLAÐfÐ Fimmtudag'ur 5. nóvember 1942 NYJA Bio SÍS Sðngfaptan Svellandi fjörog söngvamyne Aðalhlutverkin teifca: Alice Faye John Payne Betty Grable Jack Oakie Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. h| 4- fc 05ied SMITH hét maður. Hann átti son, sem þótti þegar á unga aldri hneigður til áfengra drykkja. Faðir hans tók það ráð að senda hann á skóla til þess að vita hvort pilturinn fengi ekki hug á náminu og gleymdi þjórinu. Innan skamms virtist svo sem föðurnum ætlaði að verða að ósk sinni, því að ungi maður- inn skrifaði heim og bað um að mánaðarpeningar sínir yrðu auknir eitthvað og kvaðst jafn- framt gefa sig að náminu með lífi og sál og ekki hugsa um neitt annað. Gamli maðv.rinn gladdist mjög yfir þessum fregn um og ákvað að skreppa í heim- sókn til sonar síns til þess að óska honum til hamingju með afturhvarfið. Til þess að gera heimsóknina skemmtilegri ætl- aði hann að koma syni sínum á óvart. Með þann ásetning lagði Smith eldri af stað. En lestinni seinkaði og hann kom ekki á ákvörðunarstaðinn fyrr en um miðnætti. Hann leigði sér bíl og ók þangað sem pilturinn leigði. Þar var hvergi Ijós í glugga. Smith fálmaði sig upp tröpp- urnar og hringdi dyrabjöllunni. Gluggi var opnaður á efri hæð og gömul kona, sennilega for- stöðukona hússins, stakk höfð- inu út. ,,Nú-núu. kallaði hún, „hvað viljið þér?“ „Býr Henry Smith yngri hér?“ spurði faðirinn. Jú“, sagði ganúa konan þreytulega. „Berið hann inrí. PRESTUR einn spurði ferm- ingardreng: * „Úr hverju skapaði guð mann inn?“ „Úr mold og ösku“, svaraði drengurinn. „ Ja, mest var það nú mold“, sagði prestur. $ MAÐUR nokkur heyrði lesna söguna af Sæmundi fróða. Fór hann að spyrja út í söguna og sagði: „Hvaða maður var þessi Kölski? Mér finnst hann svo sem ekkert verri en Sæmund- urc(. riiin ó apalgrána. Paul skelliihló. — Klárinn þinn berst eins og hryssa, sagði harrn. — Á ég að igianga á milli þeirra? spurði Kaffi, sem kom hlaupandi með svipu í hendi. — Nei, nei, Frantz, láttu þá eiga sig. Þeir fara bráðum að hætta. Gráni var nú búinn að ná sér eftir höggið og beit í bóginn á Blakki. Blakkur vatt sér við og beit í kviðinn á Grána og þeytti honuimi til. Hinir hestarnir þyrptust nú að og horfðu á. Hryssumar titruðu af eftir- væntingu, en folöldin bitust til málamynda. Reykský hafði myndazt umhverfis klárana, en eftir ofurlitla stund skildu hestarnir og röltu í áttina til vatnsins. — Þama sérðu, Hendrik, nú eru þeir orðnir sáttir. Þeir munu ekki berjast framar, nema þá út af einhveri hryssunni, og þá hætta þeir ekki fyrr, en annar- hvor liggur dauður. Og ég vildi, að það yrði heldur þinn hestur, Hendrik, sagði hann hlæjandi. — Já, þú vonar það, Paul, en ég vona, að það verði þinn. — Nú er kaffið til, sagði Su- sanna, um leið og hún rétti Paul kaffibollann, en í suðurátt sást lestin hans koma hægt og síg- andi. 4. Þegar lest Pauls kom, var mikið um að vera. Það varð að rjúfa skjaldborgina, til þess að hægt væri að bæta vögnum Pauls við. Þá voru vagnarnir orðnir hundrað og tveir að tölu, og tók hver þeirra tuttugu feta landrými. Þetta var því orðin gríðarstór skjaldborg að um- máli. * Tvö hlið voru á skjaldborg- inni. Annað snéri í norður, í þá átt, sem leiðangurinn stefndi, hitt snéri í suður, áttina, sem leiðangurinn kom úr. Hliðin voru ein vagnbreidd, og ef til árásar kæmi stóðu vagnar við þau, sem hægt var að iáta í hliðin. Á þeim voru vagnfest- arnar, sem bundið var um hjólin, ef festa þurfti vagnana. Uxarnir, sem áttu að draga vagnana, voru nú yfir þúsund talsins. Auk þess voru fimm hundruð hestar, tvö hundruð asnar, þúsund geitur og tuttugu þúsund kindur. Þegar þeSsi hópur var á beit, fylgdi flokkur ríðandi hjarð- manna. Á nóttunni var hjörðin rékin í stóran almenning, sem búinn hafði verið til úr stór- um trjám. Það varð að stækka hringinn að mikium mun til þess, að koma hinum nýju vögnum að, og það varð að höggva tré umhverfis á stóru svæði. Bústofninn var rekinn fram og aftur í leit að góðu beitilandi. Einu trén, sem fengu að standa á þessu svæði, voru þau, sem stóðu innan í skjaldborg- inni, ojj svo auðvitað istóra tréð, sem Jappie hafði verið grafinn hjá. Tiréð var nú mjög nálægt eftir að skjaldborgin hafði verið stækkuð. Á hverjum degi fór Anna de Jong þangað til þess að biðjast fyrdr og þakka iguði fyrir það, að hún fengi þá um tíma að vera nálægt gröf mannsins síns. Hún vissi, að bráðlega yrðu þau að leggja af stað aftur, og þá myndu ljónin brýira klær sínar á þessu tré og vísundarnir klóra sér upp við það. Á hverjum degi lagði hún fá- ein blóm á leiðið, gular mimos- ur eða grein af villiolíutré með grænum blómum, en um leið og hún fór frá leiðinu, komu geit- ur og átu blómin. Skjaldborgin var bráðabirgða dvalarstaður um fimm hundruð -karla og kvenna, hvítra, svartra og brúnna. Á fimm til sex milna svæði umhverfis var hjörðin á beit undir eftirliti hjarðmann<anna, en þar fyrir utan voru varð- mennirnir og veiðimennimir, sem voru að útvega villidýra- kjöt í soðið. En yzt voru menn- imir, isem van der Berg og Paul Pieters höfðu sent út til þess að leita uppi gripahaga Kaffanna, því að bústofn þeirra ætluðu þeir . að eyðileggja. Með þessu fyrirkomulagi voru skjaldborgairbúar öruggir, jafn- vel á nóttunni, þótt þeir svæfu ei áð síður með byssu í hendi. Þeir höfðu vopnaða menn á verði, og auk þess höfðu þeir f jölda marga hunda, sem myndu reka upp gól, ef eitthvað grun- samjlegt væri á seyði. Auk þess gerðu Kaffar sjaldan eða aldrei áras fyrir dögun. Alliir voru önnum kafnir að búa sig undir framhald ferðar- inmar. Það var orðið lanigt síðan numið hafði verið staðar meira en tvo ea þrjá daga í senn. Kon- urnar gerðu við föt og saumuðu ný föt handa karlmönnunum og börnunum. Þær bjuggu til smjör og söltuðu það niður í leirkrukkur. Úr zebrafeiti, sem blandað var saman við sóda og viðarösku, bjuggu þær til sápu og karti. Allt af báru Kaffarnir veið- ina að.á börum, sem búnar voru til úr trjágreinum. Þeir flógu dýrin, á svipstundu og skáru kjötið af beinunum, ristu það í lengjur, stráðu á það salti og hengdu það upp. Karlmennirnir gerðu við hnakkana sína, fægðu byssur sínar og igerðu að vögnunum. Samikvæmt útreikningum var leiðangurinn kominn átta hundruð mílna vegalengd á- leiðis. Sum'um fannst vera kom- SæúlfurlnB (The Sea-Wolf) Eftir hinni frægu sögu Jack Londons. Edward. G, Sobiuson Ida Lupino John Garfteld. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bornum innan 16 ára bann- aður aðgangur. OAHILA BIO I Rauðstakkar Aðalhlutverkln leika: CABY COOPER Madeleine Carroll Paulette Goddard Preston Foster Bobert Preston Börn fá ekkd aðgang. Sýnd kl. 6% og 9. Kl. 3%— GULLÞJÓFARNIR Tim Holt-cowboymynd. Börh fá ekki aðgang. ið nógu langt og vildu fara að svipast um eftir landi til dvaiar. Rætt var um jarðveginn, vatnið og gróðurinn. Menn horfðu á plóga sina, sem bundnir voru við vagnana og voru nú orðnir ryðbrúnir. Aðrir þukluðu á út- sæðispokum .sínum, en það var' hveiti, hafrar og Kaffakorn, tó- bak, grænmeti, baunir, plómur, aprikósur, pipair og sætar og súrar lemónur. Gamlir menn voru þungbúnir á svipinn, þegar þeir horfðu á útsæðið og fræið. Tré voru lengi að vaxa. 5. Sár Heamanns greri ekki vel. Það var ekki alvarlegt, en það vildi ekki gróa. Grösin, sem Sannáe hafði lagt við sárið í Upphafi, stöðvuðu blóðremnslið og komu í veg fyrir bólgu, en þau voru ekki græðandi. Anna de Jong, sem hafði verið kvödd til ráða, sagði, að þetta kæmi af því, að hann hlífði ekki hand- leggnum, en Hermann svaraði því til, að meðan harnn hefði tvo handleggd, myndi hann nota þá báða. Hver var sil seka? tíma til að ganga frá mynd. — Hertu upp hugann, góða. Eg er að fara til forstöðukonunn- ar.“ Forstöðukonunni þótti þetta slæmar fréttir og hún sam- þykkti strax þá tillögu Cherry, að Daphne fengi frí daginn eft ir til þess að ljúka við aðra mynd. Cherry var ánægð með þau málalok og fór nú út í skýlið, þar sem bifreið skólans var geymd. Hún þóttist vita, að rifjárnið, sem hún fann í lestr- árstofunni, væri þaðan, og nú vildi hún spyrja Simpson bif- reiðarstjóra, hvort hann vissi, hver hefði fengið járnið að láni. Skúrinn var lokaður og Simpson sást hvergi. En Cherry hafði þó dálítið upp úr krafs- inu. Glugginn var opinn og beint neðan við hann, var greinilegt spor í moldinni, og í sporinu eftir hælinn sást glögt sama vörumerkið og í sporinu, sem Cherry hafði fundið inni í teiknistofunni. Cherry gladdist mjög við þessa uppgötvun og hún at- hugaði sporið mjög vandlega. „Þetta hefir verdð fótstór manneskja,“ tautaði hún. „Þar með er Eva útilokuð. Hún hefir miklu minni fót en þetta. En sjáum nú til. Hver er nú svona fótstór hér. Agnes! Hún hefir oft borið sig illa yfir því, hvað hún þurfti stóra skó. Og henni er alltaf í nöp við Evu og Daphne. Getur verið að hún . . “ Hún þagnaði skyndilega af því að hún heyrði fótatak nálg- ast. Þegar hún snéri sér við — brá henni í brún, er hún sá Petru, sem horfði á hana undr- andi, en þó kímin. „Hvað ert þú að'gera hérna, Cherry?“ spurði hún. Cherry fannst hyggilegt að leyna grun sínum, svo að hún lét sér nægja að rétta fram rif- járnið. „Eg fann þetta hérna rétt hjá. Eg þykist vita, að Simp- son eigi þetta, það er hirðuleysi hjá honum að láta verkfærin liggja svona út um allt.“ Henni létti, þegar sjöttubekk ingurinn lét sér nægja þessa skýringu. Petra kinkaði kolli og hélt áfram. Rétt um leið og hún hvarf gall skólabjallan og kallaði þær allar til fundar í salnum. Þegar allir voru komnir — stalst Cherry til að líta á fæt- urna á Agnesi. En henni hnykkti við, þegar hún sá, að Agnes var bara í venjulegum skólaskóm, engir gúmmíhælar, En verið gat, að hún hefði haft skóskipti, og bezt var að doka svolítið við. Á meðan ætlaði f IF WE SHOOT TKUC< HERE, TAP5 SEND V\ANV AAEN, BIG GUNS... FIM? OUR BA9E, DESTROV OUR PEOPLE ! WE WOR< FAR AWAV.,. LWE L0N6EB, . AAORE YNDA- SAG A. Örn: Hvaö á þetta að þýða? Hvetrs vegna hindrar þú okkur í að eyðileggja bifreiðina? Foringinn: Við vorum of nærri leynistöðvum okkar. Focránghm.: Ef við iskjótum á bifreið ihér, míim'U Japanir senda hingað mariga hermeain með fallbyssur, finava stöðvar oifckar og drepa menn okkar. Örn: Þið eruö kænir, piltar. Foringinin: Ameríkumerm eru ekki sniðuigir. Fáið ykkur góðan foringja. Segið Amerikumönn- um hvernig við höfum það. Örn: Svo þú ert aðeins næst- uir aðalforingjanium. Við skulum þá fara tál aðal-formgj ans og vita, hvort hann getur ekki hjálpað okikur að ná í benzín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.