Alþýðublaðið - 11.11.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.11.1942, Blaðsíða 2
ALOrpUBLAPIP inn er ébai- stæðnr nm 9.5 milijðnir krðna. ...—.....—- En i fyrra á sama tíma var hann hagstæður um 57 milljónir. SAMKVÆMT upplýsmgum Hagstofu íslands í gær var , verzlunarjöfnuður þjóðarmnar orðinn óhagstæður um 9,5 milljónir króna um síðustu mánaðamót. f fyrra á sama tíma var verzlunarjöfnuðurinn hagstæður lun hvorki meira né minna en 57 milljónir króna. Munar þetta ótrúiega miklu og sýnir ekki glæsilegt útlit, f síðasta mánuði nam útflutningurinn 17,1 milljón kr., og voru þá aðallega fluttar út síldarafurðir og ísfiskur. Síldarolia var flutt út fyrir 8,8 milljónir króna og ísfiskur fyrir 5,8 milljónir króna. Hitt voru ýmsar aðrar smærri af- urðir. Sama mánuð nam innflutningurinn 24,5 milljónum króna. Versnaði verzlunarjöfnuðurinn því á þessum eina náánuði um 7,4 milljónir. í októbermánuði í fyrra var líka óhagstæður verzlunar- jöfnuður. Þá var útflutt fyrir 14 milljónir, en innflutt fyrir 16,4 milljónir. Um síðustu mánaðamót hafði útflutningurinn allt árið numið 181,5 milljónum króna, en innflutningurinn alls 191 milljón króna. En í október í fyrra var heildarútflutningurinn 157 milljónir, en innflutningurinn 100 milljónir. Hvort verzl- unarjöfnuðurinn hatnár okkur í hag, það sem eftir er árs- ins, skal ósagt látið sem stendur, en á því mun leika nokk- ur vafi. Forstj&ri Sundhallarinnar, Ólafur Þorvarðarson hauð blaðamönnum að skoða Þvotta húsið í qærkveldi og í því sam- bandi skýrði hann þannig frá um fyrirkomulag og rekstur þess. Eins og mönnum mun kunn- ugt, þá leigir Sundhöllin bað- gestum sínum, er það vilja, — sundföt og handklæði, svo að hundruðum skiptir á dag, hefir það því verið talið hagkvæm- ara frá byrjun fyrir Sundhöll- ina, að hafa sitt eigið þvottahús tii að anna þvotti þeim, er Sund höllin þarf með, því að auk handklæða og sundfata, er þó nokkuð mikill þvottur á vinnu- fötum þeim, er Sundhöllin leggur starfsfólki sínu til. Var því strax frá byrjun komið fyrir þvottatækjum í Sundhöllinni, enda þótt að rúm fyrir þau væri mjög takmarkað og ófullnægjandi fyrir þarfir Sundhallarinnar. Hvað þá held ux, þegar við bættist þörfin é að annast þvott fyrir aðrar stofnanir. bæjarins, svo sem: Baðhúsið, skóla o. fl. Hefir það því lengi nokkuð verið haft í huga að fá úr þessu bætt, ef tækifæri gæfist til þess. Þegar nú snemma á þessu ári opnaðist möguleiki til að hrinda máli þessu í framkvæmd, þá var þegar hafizt handa og málið undirbúið, en framkvæmdir töfðust vegna erfiðleika á að fá ar, sem gera þurfti svo allt færi sem bezt, auk þess sem erfitt var að fá vélar þær, er sjálf- sagt þótti að bæta við. En þessu hefir nú loksins verið komið í kring og er nú þvottahúsið tekið til starfa, og mun hlutverk þess í aðaldrátt- um verða eins og hér segir: í fyrsta lagi annast þarfir Sundhallarinnar á þessu sviði, og annarra stofnaná bæjarins, sem á þvotti þurfa að halda, s. s.: Baðhúsjð, barnaskólarnir — íljósastofur o. fl.), heimavist Laugarnesskólans o. fl. I öðru lagi sjá um þvott fyr- ir ýmsar stofnanir hér í bæ, svo sem: barnaheimili, Stúd- entagarðinn og Mötuneyti stúd- enta, Heilsuverndarstöð Rvík- ur (Líkn) o. fl. í þriðja lagi anna þvotti fyr- ir almenning hér í bæ eftir því sem við verður komið, —'skal bent á í því sambandi að nokk- uð verður tekið af svokölluðum blautþvotti, en rétt er að taka það fram, að ekki er hægt að taka við slíkum þvotti frá hús- mæðrum bæjarins, nema þær hafi tryggt áér ákveðinn dag fyrir fram. Er þetta fyrirkomu- lag nauðsynlegt vegna þess, að ekki er rúm fyrir geymslu á miklu af óhreinum þvotti í einu — auk þess sem það er óheppí- legt frá heilbrigðislegu sjónar- Fxh. á 7. síðu. Mlðvikudajptr 11. nóv. im ■■ ■ MÍQ’i• an fi ffiskbúðum bæfarins. ——; x-3 : h Eina lansnin, að bæjarstjórn taki togara á leigu til fiskveiða fyrir bæjarbúa. Slæm tfffi og flatniogar fyrir setu- ftiHiu vaftda vandræðanum. Bæjarpvottahásið i Snnd- hðllimi er teklð til starfa. ...------— i»ad cr Sullkomnasta og stærsta pvottalnlsið hér á landi. BÆJARÞVOTTAHÚSIÐ í Sundhöllinni, stærsta þvotta- hús bæjarins, er nú tekið til starfa. Bætir það úr xnjög brýnni þörf, enda er það hið fullkomnasta. iðnaðarmenn til að framkvæma ýmsar breytingar og lagfæring- fT' IL STÓRRA VANDRÆÐA horfir með fisksöhma í bæn- um. Um langan tíma hefir verið næstuau ómögulegt að fá nýjan fisk. Einstaka sinnum hefir húsrnæðrum, scm farið hafa í fiskbúðirnar, tekizt að ná í þorsk, en ýsa hefir ekki sézt í fangan tíma. Fiskbúðirnar hafa ekki á boðstólum nema frosinn fisk eða útbleyttan saltfisk eða skötu. V'ið eigum erfitt, með að læra að eta frosinn fisk, og fæstum þykir hann góður; eins erum við ekki vön því, að neyta útbíeytts saltfiskjar dag eftir dag. Þegar ekki er hægt að fá nýjan fisk, erum við raun- verulega svift aðal fæðutegund okkar. Alþýðublaðið átti í gær tal við Jón Guðnason fisksala, ann- an eiganda Fiskhallarinnar, og spurði hann, hvað hann vildi segja um þetta fiskleysi. • „Það er fátt um það að segja,“ sagði Jón Guðnason, — „annað en það, að þetta eru hin mestu vandræði. Okkur reynist næsta ókleift að ná í nýjan fisk og engum er einsi kunnugt og okkur fisksölunum, hve mikil óánægja er með þetta í bæn- um. — En hvernig stendur á þessu? „Aðalástæðan er tíðarfarið. Bátarnir komast ekki á miðin, Litlu bátarnir geta ekki at- hafnað sig með „trollið" í þess- ari tíð. En auk þess kemur það að mikill fjöldi báta, að minsta kosti um 50, og þar á meðal margir stærri bátar, eru í „á- standinu“ — eða í flutningum fyrir setuliðin. Sjómenn hafa líka haft betri tekjur af því að fara í landvinnu en að veiða fisk fyrir bæjarbúa — og ýmis- legt fleira veldur þessu slæma ástandi með fiskútvegun handa bæjarbúum.“ Þetta sagði Jón Guðnason. Öllum er ljóst, að einmitt nú er okkur brýn nauðsyn að geta fengið keyptan fisk og það verður að álíta, að nauðsyn sé á því að bæjarstjórn Reykia- víkur láti þetta mál til sín taka. Það verður hvort sem er ekki leyst í svipinn, nema með að- stoð hennar. Það liggur beinast við, að bæjarstjórn taki á leigu togara til fiskveiða og fiskurinn, sem hann aflar verði seldur til fisk- salanna, sem sjái svo um dreif- ingu fiskjarins. Ef bæjarstjórn Reykjavíkur fengist til að sinna þessu nauðsynjamáli — myndi það verða heppileg lausn fyrir bæjarbúa og nægur nýr fiskur fást í fiskbúðum bæjar- ins. Það er enginn að hvetja bæjarstjórnina til þess að leggja út í taprekstur með bessu. Aðalatriði málsins er, að bæt.t sé úr hinni brýnu þörf fyr ir nýjan fisk hér í bænjum. — Fólk stendur nú uppi í vand- ræðum, og það er ekki hægt að sjá, að hægt sé að leysa málið á heppilegri hátt en þann, sem hér hefir verið lagt til. Ný.ia Bíó sýnir skemmtilega mynd uia þessar mundir, sem heitir t leit að stjörnum. Aðalhlutverkin leika Linda Dornell, John Payne, Rol- anr Young og Charlotte Green- wood. Tjarnarbíó sýnir mynd, sem heitir Sergeant York. Aðalhlutverkin leika Gary Cooper og Joan Beslie. 14. PIdb 0. N. F. f. halöið i Borgarfirði i jðni næstkomaodi. 7 iþróttakennarar starfa nú á vepnm sambanðsins. ¥T ngmennafélao íslands hef- ^ ir þegar ráðið íþróttákenn- ara til þess að ferðast um með- al ungmennafélaga víðs vegar um landið oq halda íþróttanám- skeið. Verða kenndar alls konar frjálsar íþróttir og leikfimi. — Hvert námskeið stendur 2—8 vikur. . Kennararnir eru þessir og kenna í eftirtöldum stöðum: Bjarni Bachmann, Borgar- nesi: Á Vestfjörðum. Davíð Sigurðsson, Hvamms- tanga: í Norður-Þingeyjar- sýslu. Guttormur Sigurbjörnsson, Gilsárteigi: Á Austfjörðum. Helgi Júlíusson, Leirá: í Borgarfirði. Jón Þórisson, Reykholti: í Fljótshlíð,Kjós og Eyjafirði. Matthías Jónsson, Kolla- fj arðarnesi: Á Eyrarbakka, Stokkseyri, Dalas. og V.-Hún. Sigríður Guðjónsdóttir, Eyr- arbakka: Á Eyrarbakka. Fleiri kennarar munu verða ráðnir á næstunni. Ákveðið er, að ungmennafé- lag íslands haldi landsmót í í- þróttum í Borgarfirði í júní n. k. Þar verður einnig samtím- is haldið 14. þing U.M.F.Í. Nýlega hafa gengið í U.M. F.Í., Ungmenna- og íþróttasam bandi Austurlands. Félögin eru 23 með um 1200 meðlimum. Form., Skúli Þorsteinsson, skólastjóri á Eskifirði, og Ung- mennasamband V.-Hún. með um 6 félögum og 270 meðlim- um. Formaður er Sig. J. Lín- dal,„ Lækjamóti. Til þess að taka sæti í stjórn- arnefndum tveggja íþróttahér- aða skv. íþróttalögunum, hefir stjórn U.M.F.Í. tilnefnt Aðal- stein Teitsson, skólastjóra, Súðavík, fyrir N.-fsafjarðars., og Pál Pálsson, stud. jur. form. Ungmenna'fél. Reykjavíkur, f>rrir Reykjavík. Ljóð eg Iög n. og m. er nýkomið út. Eru það 75 söngvar handa samkórum og 25 söngvar handa karlakórum. Þórð- ur Kristleifsson tók saman, en Eélagsprentsmiðjan gaf út. Árið 1939 kom út fyrsta bindi Ljóðs og laga og voru það 100 söngv- ar handa samkórum. laiaii eftirspnrn eftir ¥ðrn fir is- lenzfeil oli. Oröseniliiii fil kveníélaga ob Frá skrifstofunni „íslenzk ull“ hefir Alþ.bl, borizt; eft~ irfarandi orðsending: SKRIFSTOFAN íslenzk ull leyfir sér hér með að beina því til kvenfélaga, svo og einstaklinga, hvort ekki gæti komið til mála, að tök yrðu á því, að framleiða í vetur sölu- varning úr ull, svo sem: Sokkaplögg og. vettlinga, nærfatnað, peysur og trefla. Ennfremur ofna renninga í á- klæði, refla og sessur úr verk- smiðjubandi, eða heimaunnu bandi, sauðlituðu og jurtalit- uðu. Eins og kunnugt er, þá er miklu meiri eftirspurn á vör- um úr ullinni okkar, en verið hefir nokkru sinni áður og er þá leitt að landsmenn fram- leiði ekki meiri söluvarning, og fjölbreyttari, en nú er almennt á boðstólum. Einmitt nú er mjög áríðandi, að sem flestir læri að meta og viðurkenna gæði íslenzku ullarinnar og það tekst bezt með því, að fá sem mest framleitt af smekklegri og hentugri ullarvöru. Öllum ætti að vera það ljóst, að það sem þarf að stefna að í þessum ullariðnaðarmálum er það, að í verzlunum landsins, þar sem seldar em útlendar prjóna- og vefnaðarvörur, séu jafnframt hlaðar af íslenzkum ullarvarn- ingi. Við vitum, að þetta er sam- eiginlegt áhugamál allra íslend inga. Þeir sjá, að annað er ekki samboðið virðingu íslenzku þjóðarinnar, en að hún vinni sjálf sem mest úr ullinni sinni, og þó að tóvinnuvélar landsins vinni bæði dag og nótt, þá er nóg eftir af óunninni ull, sér- staklega nú, er ekkert * hefir flutzt út af henni úr landinu, síðustu tvö árin. Skrifstofan íslenzk ull ihefir þessi árin, síðan hún tók til starfa, selt eða komið á fram- færi við kaupmenn, vörum úr sveitunum fyrir tugi þúsunda króna. Fyrstu samvinnustigin ery. þessi: Framleiðandi sendir skrifstofunni sýnishorn, einn eða fleiri hluti, af þeim vörum, er hann væntir að geta fram- leitt í tuga eða hundraða tali. Skrifstofan athugar síðan sýn- ishornin í samráði við káup- menn, sem selja samskonar vörur og greiða fyrir þessa milligöngu 5%. Fari svo að æskilegt sé að breyta sýnis- horni að einhverju leyti, t. d. ' stærðahilutföllum, litum eða að fefð, þá veitir skrifstofan fús- lega ókeypis leiðbeiningar þessu viðvíkjandi, áður en að byrjað er á framleiðslunni. —♦ Það skal tekið fram. að skrif- stofan hefir fengið mörg sýnis- horn, þar sem engu þurfti að breyta, svo að teljandi væri. — Mjög áríðandi er, að varan sé hrein og frágangur allur hinn snyrtilegasti. Verðlag fylgi sýnishornum. y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.