Alþýðublaðið - 13.11.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.11.1942, Blaðsíða 2
Vatn Jivéri 1 i ölvesá og Hvttá. ' í FYRRADAG veittu menn * því áthygli á Setfossi, að Ölvesá var mjög vatnslítil. Á þessum stáð eru klettar svo að segja í miðri ánni, og era að öllu óbreyttu álar báð- um megin klettanna. En í þetta sinn var hægt að ganga þurr- ‘um fótum yfír í klettana af austurbakka árinnar, en við vesturbakkann var áll. Einnig hafði Hvítá verið af- ar vatnslítil. Hefir slík vatnsþurrð komið fyrir óður í þessum ám — og var það síðast árið 1911. Slldarverksmiðjan á Hjalteyri hefir fengið leyfi til stækkunar upp í 10 þús. mála afköst á sól- arhring. Hafði hún áður 5 þús. mála afköst. Ekki er enn ákveðið, hvenær verksmiðjan verður staakkuð. Heildsalabiaðið vlðurkenmr Húsaleigulogin ern ein sterkasta stóðín gegn fióði dýrtfiðarinnar. ■ ■ • ' »♦ i. Þau sýna forráðamönnum þjóðarinnar, hvern- ig fara átti að þvi að hindra verðbólguna. D ÝRTÍÐIN myndi nú orðin óbærileg hér í bænum,* Jef húsaleigan hefði hækkað á sama hátt og mjólk- in. Mönnum hlýtur því nú að vera Ijóst, að allt er undir því komið, að haldið sé dauðahaldi í allar ráðstafanir, sem enn halda dýrtíðinni í skefjum að einhverju leyti. Húsaleigulögin eru em sterkasta stoðin gegn flóði dýrtíðarinnar, og þau sýna forráðamöimum þjóðarinn- ar, hvernig hefði átt að fara með önnur stórmál til að hindra verðbólguna. Leiðin er ekki sú, að losa um eða afnema lög, sem halda dýr- tíðinni í skcfjum, heldur að endurskoða og FÆEA AFTUR til samræmis það verðlag, sem er að stöðva hjó.I framleiðslunnar í landinu.“ Þrfár merkar bæknr að koma á markaðlnn. Úrvalsljóð Kristjáns Jónssonar, bók uin Snorra Sturluson og endurmmn" ingar um Einar Benediktsson. A NÆSTUNNI eru væntanlegar á markaðinn þrjár bækur, sem líklegt er að vekja muni mikla athygli. Verður mjög vandað til þeirra' á allan hátt. Eru það úrvals- kvæði ICristjáns Jónssonar, bók um Snorra Sturluson og goðafræðina, og endurminningar um Einar Benediktsson. Úrval úr kvæðum Kristjáns Jónssonar er gefið út í tilefni af hundrað ára afmæli skálds- ins, en það var á s.l. sumri. — Verður þetta sams konar út- gáfa og á úrvalskvæðum ým- issa annarra ísl. skálda, sem komið hafa út undanfarin ár. Málaferli út af björgunarlaun- uui. Eigandi Max Pemberton tékk 35 Þásuud krónur. NÝLEGA kvað hæstiréttur upp dóm í málinu: í»órður Björnsson skipstjóri gegn Hall- dóri Kr. Þorsteinssyni skipstjóra f. h. Pemberton“. Mái þetta hafði risið út af björgun skips, -og voru mála- vextir þeir, að í síðast liðnum febrúar var togarinn Max Pem- berton á heimile.ið frá Englandi. Heyrðú skipsmenn þá neyðar- kall frá m. s. Sleipni N. K. 54 (eigamdi Þórður Björnsson), en Sleipnir var þá staddiur 18 sjó- mílur NV. fná Barrahead og var vélin biluð. Skipstjórinn á Max Pember- ton lét þegar rjúfa innsigli tal- stöðvar skipsins og tilkynnti Sleipni, að togarinn kæmi á vettvang. Dró hann því næst Sleippni hingað til Rvíkur. Málið reis út af björgunarlaun unum. Taldi eigandi togarans, að hér hefði verið um fulla björgun að ræða í skilningi sigl- ingalágánna, en eigandi Sleipn- is hélt þvi hins vegar fram, að þetta ihefði einungis verið að- stoð, og raeitaði hann á þeim Frih. á 7. síðu. Hulda skáldkona, frænka skáldsins, hefir valið kvæðin og mun hún jafnframt rita um hann mjög ýtarlega grein, sem hún hefir lagt mikla ástundun og alúð við. Bókin um Snorra Sturluson og gcðafræðina er mjög stór, eða af sömu stærð og bókin um Maríu Stuart, eftir Stefan Zveig, sem út kom á þessu ári í ísl. þýðingu eftir Magnús Magnússon ritstjóra. Vilhjálmur Þ. Gíslason mag- ister hefir samið bókina og lagt í hana margra ára starf. Tekur hann fyrst fyrir Gylfaginn- ingu, en þá eru skýringar, rit- gerðir og hugleiðingar um Snorra og verk hans. Fjöldamargar myndir eru . í bókinni úr goðafræðinni, og eru þær sumar teknar upp úr þýzkum ritum um norræna goðafræði, en aðrar eru gerðar af ísl.' teiknurum. Þá eru og í bókinnijitprentaðar myndir. — Múft^pctta að öllum líkindum verða iólsbókin os kemur hún út upp úr mánaðamótun' Samtímis þessari óbk kemur á markaðinn bók, sem heitir Endurminningar um Einar Benediktsson. Er hún eftir frú Valgerði Benediktsspn, konu . skáldsins, en Guðni Jónsson magistér hefir fært í Iétur. Aftan við endurminningar frúarinnar verða ritgerðir um Einar Benediktsson eftir Bene- dikt Sveinsson bókavörð, Árna Jónsson frá Múla og Árna Pálsson prófessor. Bókin verður 200 blaðsíður að stærð og í sama broti og Meistari Hálfdán eftir Jón bisk up Helgason og hinar ævisög- ur hans. í bók þessa hafa margir af beztu listamönnum okkar teikn að myndir. Allar þessar bækur koma frá ísaf oldarprentsmið ju. Þessi orð gat að lesa í aðal- ritstjórnargrein Vísis í gær, — um mjólkina og húsaleiguna. Svo ómótmælanlegur og augljós getur sannleikurinn verið, að jafnvel heildsalablaðið treysti sér ekki til að þegja um hann, hvað þá heldur að bera á móti honum. En um hitt þegir Vísir að sjálfsögðu, hvaða flokkur það er og hvaða maður, sem hefir sýnt forráðamönnum þjóðarinn ar með húsaleigulögunum og framkvæmd þeirra ,Jivemig hefði átt að fara. með önnur stórmál til að hindra verðbólg- una.“ •— Það var nefnilega Alþýðuflokkurinn og formaður hans, Stefán Jóh. Stefánsson, meðan hann átti sæti í stjórn landsins sem félagsmálaráð- herra. Það var hann, sem í því embætti gei<5(i húsaleigvílörlin, þessa „sterkustu stoð gegn flóði dýrtíðarinnar“, gildandi, þegar allir hinir ráðherramir svikust um að gera sitt til að halda dýr- tíðinni f skefjum og kepptu í þess stað hverir við aðra vun að spenna upp afurðaverðið og magna dýrtíðina! Starístðlknafélagið SókD“ senmr við ríkisspitalana. TARFSSTTJLKNAFE- LAGIÐ „SÓKN“ hefir undanfarið ■ staðið í samningum. við stjórnarnefnd Ríkissnítal- anna og tókust samningar 10. þ. m. Samið var vun 8 stunda vinnu dag og að sama kaup héldist yfir vetrarmánuðina og surnar- mánuðina, eða 120 krónur á mánuði. En auk þess eru ýms hlunnindi svo sem fæði, vinnu- föt og húsnæði. Eítirvinna greiðist með kr. 1,65 1 og næturvinna með kr. 2,20. A þetta kemur full dýr- tíðaruppbót. Hefir vinnudagurinn þá verið styttur um 20% og mánaðar- kaupið hækkað um 50%. Raun- veruleg hækkun er því 70% Jón Sigurðsson, framkvæmd- arstjóri Alþýðusambandins að- stoðáði við samningána, en í samninganefndinni voru af hálfu Starfsstúlknafélagsins: — Aðalheiður S. Hólm, María Guðmundsdóttir, Petra Sig- tryggsdóttir, Vilborg Ölafsdótt- r og Guðrún Kerúlf. Bæstíréttnr: Binar M. Einarsson krefst skaðaböta af Skipaútgerð rikisins. Telnr slg hafa tapað hlnnn> inðnm við að vera sviptnr skipherrastoðunni. H ÆSTIRETTUR hœfir ný- lega kveðið upp dóm í málinu Einar M. Einarsson, fyrrum skivherra, gegn SJcipa- útgerð ríkisms. Hafði Einar höfðað málið og krafizt skaðabóta að upphæð kr. 18,536,20. Þetta tjón taldi hann sig hafa beðið við að vera sviotur skipherrastöðunni í des. 1937. , A þessu sama ári hafði hann verið skipaður skipherra til 6 ára, en var vikið frá starfi án þess sakir væru tilgreindar. Einar hefir fengið laun öll árin, en telur sig eiga kröfu á téðri upphæð, sem væru ýms hlunnindi, sem fylgdu skip- herrastarfinu. Málið höfðaði hann gegn Föstndbgur U, oóvexKdbwir 1942,. „Félagi“ Björn fer f meiðyrðamál við FÉLA<1I“ Björa Bjarna- son hefir stefnt Alþýðu- blaðinu fyrir nokkrar hispurs- laiisar setningar í grein, seœ það birti, eflir iðnaðarverka* mann, um sanmingana, sem hann gerði sem formaður Iðju í sumar við atvinnurekendur fyrir hqnd verksmiðjufólksins hér £ bæmun. Ber „félagi“ Björn sig í kæru sinni mjög illa yfir nokkrum ummælum greinarhöfundarins, $vo sem þeim, að hann hafi „samið hinn helga rétt verka- mannsins til að vera í stéttar- félagi af honum,“ og samning- ur hans sé „hneykslissamning- ur“ og að hann sé „versti verká lýðssvikari, sem þetta land hef- ir alið,“ eins og iðnaðarverka- maðurinn komst að orði í rétt- látri reiði sinni. „Öll þessi ummæli eru ó- sönn,“ segir „félagi“ Björn f kærunni. En eins og menn sjá ber hann með þessum orðum ekki á móti því að hann sé verkalýðssvikari, heldur aðeins á móti því, að hann sé „versti verkalýðssvikari, sem þetta land hefir alið“! Skipaútgerð ríMsins, en Skipa- útgerðin taldi sig ekki réttan hlutaðeiganda og kraíðist sýknunar. ! Héraðsdómari féllst á þetta, en Hæstiréttur felldi úr gildi dóm undirréttar og vísaði mál- inu heim til nýrrar dómsálagn- ingar. Skipaútgerðinni var dærnt að greiða 1000 kr. í málskostn- að. Skógræktarfélag íslands heldur aðalfund sinn í Baðstofu iðnaðarmanna í lcvöld kl. 8,30. Nýtt tæbiftil pess að kenna bðrnnm n8 lesa. ■■■■ —» Stafa og orðaspi! eftlr Astrldi ¥ik og Marteio SkaftfelOs. ' "• iii. ÞAU HJÓNIN Marteinn Skaftfells kennari og Astrid Vik Skaftfells, kona hans, hafa búið til nýtt tæki til þess a<5 kenna bömum að lesa, og er það að koma á markaðmn.. Er það stafa- og orðaspil, sem bömin eiga að raða saman til þess að mynda orðin, eftir að þau eru farin að þekkja stafina. Orðaspili þessu, sem er alveg nýtt hér á landi, er skint í flokka. / Alþýðublaðið náði tali af Marteini í gær og bað hann að skýra þetta nánar fyru* lesend- um. Hann sagði m. a: „Tækið er spjald með áteikn uðu stafrófinu og stöfunum persónugerðum. Eiga svo börnin að klippa það sundur. Geta tvö til fjögur börn verið um hver spil. Flokkarnir eru þrír og lærir barnið í fyrsta flokki að þekkja stafina og skrifa þá, í öðrum flokki lærir það að lesa og skrifa stutt orð — og á þessu stigi koma fyrir ein- göngu stutt orð, en margfalt fleiri ,en barnið mætir í bók- inni sinni. Sömu orðin koma aftur og aftur, én eigi í neinni ákveðinni röð, eins og í bók- inni. Þetta eykur eftirvænt- ;ngu barnsins og áhuga. í þess um flokki á barnið einnig að finria rímorð, sem béinlínis er stefnt gegn hljóðvillum. í þriðja flokki mætir barnið bæði stuttum og löngum orð- um, því lengri sem gefin eru fleiri spil, en gefa skal í bess- um flokki 8—12 spil. Einnig lærir barnið að búa til ný orð og setningar og rímorðafjöldi margfaídast. . Próf eru milli flokka. Til þess að hafa rétt til að taka þátt í öðrum ílokki, skal barnið þekkja stafina og kenna að skrifa þá. Hefir það þá unnið sig upp í annan flokk með ágætum, kunni það stafrófið líka. Til að geta tekið þátt í þriðja flokki, skal keppandi kunna stafróíið og geta lesið 10 3ja stafa orð hiklaust. Hefir hann þá unnið síg með sæmd upp í þriðja flokk, en með ágætum g. 11 hann lesið 10 5-stafa orð. Prófin milli flokka eiga bæði að örva áhuga harnsins og vera trygging fyrir því, að eigi sé farið of hratt. Mjög rík áherzla er lögð á skýran og réttan framburð, og kemst barnið eigi hjá því að gera sitt bezta, því að skýr framburður er í beinum tengsl um við tap og gróða. Vakin er athygli á siðferðiá- gildi orðanna: góður, iðin(n), gleðja, reyna, hjálpa, hreinn — með því að hafa gíldi þeirra Frfj. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.