Alþýðublaðið - 12.02.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.02.1943, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. febrúar 1943. ALI»Yf>UBLAÐIÐ ENDA Þ Ö T T banda- menn hefðu ekki hug- mynd um það, höfðu þýzku her- foringjarnir verið að velta því fyrir sér frá því um miðjan á- gústmánuð, hvernig þeir ættu að binda enda á styrjöldina., án fullkomins ósigurs og hruns. í höfuðstöðvum Þjóðverja í Belg- íu sagði Ludendorff keisaran- um, að það væri ekki lengur unnt að neyða óvinina til þess að biðja um frið, og það yrði því að ljúka styrjöldinni 'með einhvers konar stjórnmála- brögðum. Jafnvel þá var Lud- endorff ljóst, hversu illa var komið fyrir Þjóðverjum. En þann 10. september lýsti Hind- enburg marskálkur því yfir, að friðarumleitanir yrðu að hefjast „samstundis.“ Hversu stjórnin í Lundúnum var ófróð um'hið raunverulega ástand ó- vinanna má ljóslega sjá á skeyti, sem Reading lávarður sendi, fyrir hönd brezka her- málaráðuneytisins, til Banda- ríkjanna þann 12. sep.tember. Það var svohljóðandi: „Almennt álit hernaðarsérfræðinga í Frakklandi er á þá leið, að með miklu átaki verði unnt að ljúka styrjöldinni á árinu 1919 og nauðsynlegt sé að leggja á það alla áherzlu. Bandaþjóðirnar hafa ekki enn þá ákveðið á hvern hátt stefna beri að þessu, en vilji er fyrir hendi.“ Samkvæmt efni þessa skeytis tilkynnti hermálaráðunevti Bandaríkjanna Wilson forseta, að nú væri tími til þess kom- inn að hugsa um megindrætt- ina í stefnu bandaþjóðanna, svo að allt væri undirbúið, ef frið- ur yrði væntanlegur innan ekki mjög langs tíma. Þann 27. sept. lét forsetinn opinberlega í Ijós meginviðhorf sitt til friðarskil- málanna og lýsti því yfir, að engar sættir yrðu gerðar við stjórnir Þýzkalands og Austur- ríkis. Við getu mekki „komizt að samnin^unT' við þær, sagði hann. FRAM A Ð þeim tíma hafði Þjóðverjum ekki tekizt að finna neina hlutlausa þjóð, sem vildi taka að sér að vera sáttasemjari milli styrj- aldaraðilanna. En svo brýn var orðin nauðsyn Þjóðverja á friði, að þann 1. október krafð- ist Ludendorff þess, að Þjóð- verjar sendu þegar í stað upp- ástungu um frið til Washing- ton um Sviss. Hann lýsti því yfir, að þýzki herinn gæti ekki beðið í tvo sólafhringa í viðbót. Tveim dögum seinna sagði Hindenburg sjálfur þýzka kansl- aranum, að vinda yrði bráðan bug að því að binda enda á styrjöldina. Þann 5. okt. sendi því þýzki kanslarinn skeyti um Sviss, til Wilson forseta, þar sem hann lagði fast að honum að bjóða styrjaldaraðilunum til friðarsamninga á grundvelli stefnu Bandaríkjanna, eins og hún birtist í hinum „fjórtán greinum“ Wilsons í ávarpi hans til þingsins 8. jan. 1918, og gera þegar í stað vopnahlé. — Austurríska stjórnin tjáði sig samþykka beiðni Þjóðverja. Fréttirnar um friðarumleit- anir Þjóðverja bárust fljótt út. En Bandaríkjamenn litu svo á, að friðarbeiðnin væri einungis gildra, sem ætti að veiða Wil- son forseta í á þann hátt, að fá hann ti lað koma á „friði me.l samningum“, sem forðaði Þjóð- verjum frá ósigri. Ameríksku blöðin ræddu um hana s • u „herbragð“. Almenningsálitið í Englandi og Frakklandi var and vígt uppástungu Þjóðverja. All- ar bandaþjóðir kröfðust full- kominna trygginga af hendi Þjóðverja. Enda þótt Wilson forseta væri naúmast ljost, hversu þjóð hans var andvíg hverskyns undanlátssemi við Þjóðverja, svaraði hann Þjóð- verjum á þá leið, að Randa- ríkjamenn gætu því aðeins skil- ið uppástungu Þjóðverja ai- varlega, að þeir settu trygging- ar fyrir einlægum friðar vilja, Franska orustuskipið Jean Bart. Franska orrustuskipið Jean Bart var ekki í Toulon þegar flotanum var sökkt. Það var í Casablanca þegar Bandsinenn gerðu innrás sína i Noröur-Afríku og varð þá fyrir nolckrum skemmdum en nú er byrjað að gera við það. Mynd þessi er tekin af Jean Bart í höfninni Casablanca áður en það varð fyrir skemmdunuœ. ■ - ^ <■ ». SiHarl gfreins Hitler farien að óttast end- urtekningu ósigursins 1918. en meðal þessara trvgginga yrði ,að vera: (1) skilyrðislaust þykki um að viðurkenna hinar „fjórtán greinar“, (2) staðf .st- ing á því, að þýzki kanslariim hefði sent beiðni síná í nafni þjócjar sinnar, en.ekki þeirra, sem báru ábyrgð á þýzku her- stjórninni, og (3) að Þjóðverj- ar hyrfu af öllum hernumdrm svæðum. Önnur krafan steypti Þyzka- landskeisara af stóli, en þriðja krafan gerði strik í reikning Luaendorffs. Þióðverjar hófðu vonað, að þeir fengiu að halda herjum sínum óskertum ig auk þess Belgíu og öðrum hernumd- um svæðum. Heye herforingi, maður úr foringjaráði þýzk-, hersins, sagði, fyrir munn Ludendorffs, í þýzku höfuð- stöðvunum: „Eg óttast ekki ó- sigur, en ég vil sþara herinn, svo að við getum notað hann í ógnunarskyni, meðan friðxc- samningar standa yfir“ Þetta kom líka fram í svari Þjóðverja 12. október til Wilsoi.s. Þeir gengu að öllum kröfunum þrem ur, en stungu upp á bráðabirgða samkomulagsumleitunum. sem nefnd frá báðum aðilum ynni að, áður en þeir létu af höndum hin hernumdu svæði. Þetta var gildra. Meðan nefnd þessi væri að ræða skilmálana fyrir af- hendingu svæðanna, vonaði Ludendorff, að hann gæti kom- ið her sínum undan. En Wilson forseti gekk ekki í gildruna. í öðru svari sinu, 14. október, hafnaði hann uppá- stungunni um bráðabirgða- nefndina og lýsti því yfir, að ekkert vopnahlé yrði veiti:. ef ekki yrði hægt að tryggja það fullkomlega, að hernaðaraðstað an á vígvöllunum héídist ú- breytt, meðan á Jamningum stæði. Bæði Ludendorff og Hind- enburg urðu undrandi á ein- beittni Wilsons forsela. Þeir álitu, að betra væri að halda á- fram að berjast en að ganga aS þessum skilmálum. En nú var svo komið, að þýzki kanslarmn og ráðhemar hans voru orðnir hræddir. Arásir Fochs virtust ætla að gereyða hinum hörf- andi her Þjóðverja. Og hinn 20. október var gengið að öllum kröfum og skilmálum Wilsons. Þann 23. sama mánaðar kom hann Þjóðverjum í samband vió Bandamenn — því að Banda- ríkin töldust ekki formlega til bandamanna — svo að þeir gætu ákveðið í París, hvort vopnahlé skyidi veitt eða hver yrðu skilyrðin fyrir því og loks, hvort þeir viidu samþykkjá, að hii.'.ar „fjóvtán grsinar" hans vrðu grundvöllur Úriðarins. Þessu na-*st. hofust umræður i Parir um yopnahiésskilmálana, og það vár ekki fyrr en 9. nóv- ember, sem samkomulag varð. um þá, eftir að keisarinn var farin frá og flúinn til Hollands. Þegar því frétthi barst út um það, að vopnahlé hefði verið samið og undirskrifað 11. nóvember, kom það brezkum og frönskum almenningi á óvart. Sannleikurinn er sá, að hvorki franska né brezka stjcrn in hafði íitið alvarlega á hinar „fjórtán greinar“ Wilsons sem raunverulegan friðargrundvöll, fyrr en Þjóðverjar rninntu á þær. Reyndar höfðu þeir talað um þær af mikilii fyrirlitningu í janúarmánuði 1918 og mundu ekki eftir beim, íyrr en þeir á- litu að með þvi að stinga upp á þeim, sem grundvelli friðar- ins, gætu þeir vakið misklíð milli bandaþjóða Evrópu og Bandaríkjanna. í einu atriði hafði þeim nærri því heppnast þefta. Brezka stjórnin hafnaði algerlega „annarri grein“ Wil- sons um „frelsið á höfunum11 sem skilyrði fyrir vopnahlé eða friði, og komizt varð hjá mis- klíð milli Englendinga og Bandaríkjamanna aðeins með naumindum og varð að sam- komulagi, að „önnur greinin11 skyldi ekki vera tekin með vopnahlésskihnálunum, heldur geymd til umræðu á friðarráð- stefnunni. Reyndar fór svo, að aldrei var á hana minnst á frið- arráðstefnunni. Wilson forseti komst að raun um, að ef þjóða- bandalagið ætti að verða veru- leiki, gat ekki orðið um að ræða „frelsi á höfunum, því að eng- inn meðlimur bandalagsins gat. verið hlutlaus gegn árásarríki. Þannig lauk styrjöldinni miklu 1914—18 í höfuðdrátt- um. Það er ekki satt, sem Hitler heldur fram, að keisarinn hafi „flúið“. Hindenburg og Luden- dorff sendu hann burtu. Það er ekki satt, að Wilson for.seti eða Pershing, yfirmaður Banda- ríkjahers í Frakklandi, hafi skyndilega þröngvað banda- þjóðum Evrópu til þess að þiggja vopnahlé. Foch marskálk ur var áfjáðari í það en Pers- hing að binda enda á ófriðinn. * SUMIR franskir rithöfundar hafa eftir á sagt, að Foch hafi viljað berjast unz yfir lyki, en Bretar og Bandaríkjamenn hafi borið hann ofurliði. Þess vegna spurði ég Foch mar- skálk að því árið 1921, hvort það væri satt, að hann hefðí verið andvígur því, að vopna- hlé yrði samið. Hann kvað það ekki rétt og skýrði mér frá á- stæðum þeim, sem til þess lágu. Ein þeirra var sú, að hann hefði ekki vitað, hversu þýzki herinn var kominn nærri algerri upp- gjöf. Önnur ástæðan var sú, að hann hefði óttast það, sem hann kallaði „ameríkskan frið“, ef stríðið stæði allan veturinn. Ameríkskir hermenn voru enn að koma í stórum hópum til Evrópu og vorið 1919 hefðu þeir getað verið orðnir fleiri en sameinaður herstyrkur Frakka og Breta. Þá bjóst Foch við, að Bandaríkin hefðu kraf- izt þess að taka við yfirstjórn- inni. Pershing hershdfðingi vildi berjast þangað til Þjóð- verjar gæfust upp skilmála- laust, en hann beygði sig fyrir sjónarmiðum Fochs marskálks. Yfirmaður brezka hersins Sjr Douglas Haig marskálkur, ósk- aði eftir vopnahléi og var fús á að veita skilyrði, sem auðveld- uðu brottför þýzkra herja úr Belgíu og Norður-Frakklandi. Hann virðist ekki hafa gert sér ljóst, að það var einmitt þetta, sem Ludendorff hershöfðingi óskaði eftir framar öllu öðru, og hann virðist ekki heldur hafa vitað, að Wilson hafði þegar smeygt sér fram hjá gildru Ludendorffs með því að krefj- ast þess skilyrðis fyrir vopna- hléi, að þýzki herinn gæti ekki bætt aðstöðu sína, meðan vopna hlé stæði. Ef lok fyrri heimsstyrjalöar- innar hefðu ekki komið svona Frh. á 6. síðu. Næsta hefti Helgafells á leiðinni. — Um Stein Steinar og kvæðið um Eden. — Tvö bréf um dómana yfir verkfræðingunum og arkitektunum. M ER ER SAGT að Helgaíell komi innan skamms. Það er alltaf tilhlökkunarefni að fá það. Jóiaheftið var ein allra bezta bók- in, sem kom út fyrir áramótin. Það var bezta hátíðalesningin, þvi að þar fékk maður svo margt. Það mun vera rétt að ritið kostar mik- ið, svo að þeir sem ekki hafa ráð á að kaupa það eru löglega afsak- aðir, en eitthvað finnst mér skorta á menningu þess heimilis, sem getur keypt Helgafell og gerir það eklci. EG ER EKKI SAMDÓMA ölíu, sem kemur í þessu riti, en það er frá mínu sjónarmiði enginn galli á ritinu. Langt frá því. Eg geri þá einu kröfu til ritstjóranna að þeir bjndi sig ekki á klafa, að þeir ánetjist ekki neinni klíku, að í ritinu sé hátt til lofts og vítty til veggja. Eg get ímyndað mér að margs konar krlíkur sníki og snapi í kringum ritstjórana — og ég hef jafnvel orðið.var við það. En ég vona, að Helgafell haldi áfram á sömu braut og verið hefir. Þá verður það lyftistöng í menningar- lífi okkar, upplýsandi og leiðbein- andi. STEINN MINN STEINAR hefir ekki aukið vinsældir sinar með upplestrinum í útvarpinu um dag- inn. Sex menn hafa skrifað mér og hellt sér yfir hann. Já, þau eru brokkgeng þessi skáld — og það þýðir ekkert að vera að rífast í þeim, það verður að lofa þeim að rápa sínar eigin götur Yfirleitt er ég ákafur fylgismaður Steins og víl engar skammir hafa um hann. Eg álít hins vegar að ,,kvæði“ eins og það, sem hann ,,orti“ um Eden, ætti hann helst að skrifa í snjó eöa sand og láta engan heyra. Hin kvæðin ætti að rita á steintöflur og múra þær síðan inn í steir.hall- ir við Austurstræíi svo að ailir geti lesið. STEINN HEFIR staðið sig prýði- lega í samkeppninni við önnuy skáld til þessa. En ef hann ætlar að halda áfram að yrkja kvæði eins og það um Eden þá fer að lialla á hann. Einn lesanda minna sendir mér til dæmis eftirfarandi ,,kvæði“, sem hann liefir ,,ort“ um Stein ' og hygg ég að það standi ekkert að baki Edens kvæði Steins að rímsnilld og formfeg- urð. KVÆÐIÐ KALLAR HANN: „Lofsöngur til fyrirmyndar minn- ar“. Höfundurinn heitir „Hreinn Stein-snar“ og biður hann mig að gæta þess vel að ekkert þankastrik falli úr í prentun — og legg ég ríkt á það við snillinginn í prent- smiðjunni, sem hefir það embætti á hendi að setja pistla mína á hverjum degi. Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.