Alþýðublaðið - 28.02.1943, Side 2

Alþýðublaðið - 28.02.1943, Side 2
AU»YÐUBLAÐID Sunnudagur 28. febrúar 194S„ styrkjanna milll fé- lagideilda pess. Of litlar npphœðlr i of marga staði. AFUNDI menntamála- ráðs síðastliðinn fimtu- dag var upphæð þeirri, sem alþingi fól ráðinu að skipta milli hinna ýmsu deilda lista manna til úthlutunar eftir mati þeirra sjálfra, skiptist þannig: Til rithöfúnda kr. 62.500,00 Til myndlistarm. kr. 20.000,00 Til tónlistarm. kr. 10.000,00 Til leikara kr. 5.000,00 Þetta er í fyrsta sinn, sem fé- lagsskapur leikara fær styrk til úthlutunar. Það er ekki út vegi að taka það fram í sambandi við þessa skiptingu menntamálaráðs, að upphæðin er smánarlega lítil, en það er ekki sök menntamála ráðs. Það var aldrei öfundsvert af því að úthluta laununum til listamannanna og nú eru félög listamannanna það ekki heldur. m*. manaa næstkom- andi fímmtndag. Jóhann Sæmnndsson félags málaráðherra flytur ræðu. ARSHÁTÍÐ Blaðamanna- félags íslands verður að Hótel Borg næstkomandi fimmtudag. Verður henni hagað eins og venja er um árlegar samkomur hlaðamanna í höfuðborgum er- lendis, en þá mæta ýmsir helztu forystumenn þjóðarinnar, full- trúar erlendra ríkja, auk 'blaða- mannanna, en forsætisráðherra flytur þá venjulega ræöu um helztu viðfangsefni þess tíma. Jóhann Sæmundsson, félags- málaráðherra flytur aðalræðuna á hátíðinni. 'Mjög mikil samvinna er venjulega milli blaðamanna og listamanna og munu leikarar og aðrir listamenn mæta á árs- hátíðinni og skemmta. Verður nánar skýrt frá því síðar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að afhenda aðgöngumiða á mið- vikudaginn. Nýstárleg songskemmtnn næst- komandi priðjndagshvolð. ------•----- Fru Hallbjorg Bjarnadóttir stæiir radd- ir heimsfrægra söngvara. Samtal við frúna um söngskemmtvmina. REYKVÍKINGAR eiga kost á' nýstárlegri skemmtun næstkomandi þriðjudagskvöld íGamla Bíó. I ( Frú Hallbjörg Bjarnadóttir efnir þá til næturhljómleika með aðstoð hljóm- sveitar og kynnis og verður söngskemmt- un hennar alveg einstök í sinni röð hér á landi. Hinsvegar eru slíkar söngskemmt- anir víðkunnar erlendis og mjög vinsælar. Frú Hallbjörg Bjarnadóttir er fyrir löngu orðin þekkt söng- kona hér. Alþýðublaðið kom að máli við frúna í gær og spurði hana um þessa söngskemmtun henn- ar: „Aðalviðfangsefnið á slíkum söngskemmtunum er kynning eða stæling radda þekktra sönglistarmanna. Þetta krefur mikillar raddleikni og söng- skilnings. Mér er það fyllilega Ijóst að ég ræðst x erfið hlut- verk, en þessi grein söngmennt- ar er mjög kunn erlendis og álitin sérstök listgrein hennar — og mjög vinsæl. Eg mun syngja bæði klassisk lög og gleðisöngva og yfirleitt leggja mig alla fram um að skapa sem mesta fjölbreytni.“ — Raddir hvaða sönglistar- manna ætlið þéu að kynna? „Þær eru flestar þekktar hér. Kvikmyndalistin hefir gefið okkur íslendingum tækifæri til að kynnast þeim. Gestir mínir munu þá og geta borið saman! Eg mun kynna raddir margra þekktustu söngvara innlendra og erlendra, en að sjálfsögðu hef ég orðið að velja þá, sem liggja næst raddsviði mínu. — Get ég þó minnzt á ummæli kennara minna og annarra, — sem vit hafa á að raddsvið mitt er allvítt. Raddir þessara söngv ara mun ég kynna: María Markan, Marion And- erson, Greta Keller, Elsa Sig- fúss, Marlene Dietrich, Stefano Islandi, Eggert Stefánsson, Ink Spots, A1 Jolsson, Bing Crosby, Carmen Miranda og ef til vill fleiri.“ — Þér syngið þá á allmörg- um tungumálum? „Nokkrum, íslenzku, dönsku, ensku og þýzku. Eg vil geta þess að á söngskemmtuninni verða mjög tíð búningaskipta, því að ég verð að skipta um búninga við hvert hlutverk, eins og leik ara í leikhúsum — eða söngv- arar á söngleikum.“ — Þér hafið þurft að hafa mikinn undirbúning að þessari söngskemmtun ?- „Já, langan og erfiðan,“ seg- ir frúin og brosir. „Eg vil ekki Iiggjá á liði mínu — og ég þrái að láta aðeins það bezta í té, en svo verður reynslan að skera úr um hvernig mér tekst það.“ — Syngið þér lög eftir yð- ur sjálfa? „Já, ég ætla að syngja þrjú ný lög, sem ég h»f samið. Eg nýt aðstoðar ágætrar hljóm- sveitar, sem Einar Markússon, stjórnar. Kynnir minn verður hinn vinsæli skopleikari, Lárus Ingólfsson.“ Frú Hallbjörg Bjarnadóttir kom heim frá Danmörku 1940, .eftir 7 ára dvöl erlendis. — Stundaði hún þar söngnám um hríð. Söngskemmtanir héllt frú Hallbj. Bjarnad. hér við mikla aðsókn, enda er rödd hennar mikil og sérkennileg. Faðir hennar, Bjarni Hallsteinsson, Frh. á 7. síðu. Nýtt þjófafélag Sex ungir menn uppvis Ir aO Ðæmdir í gær í samtals tæplega tveggja ára fangelsi. .,♦......... SAKADÓMARI kvað í gær upp dóm yfir 6 mönnum, sem allir, annað hvort hver og einn eða í félagi höfðu gerzt sekir um þjófnaði. Allt eru þetta kornungir menn, flestir mjög óreglu- samir og nokkrir, sem lög- reglan hefir áður komist í kynni við. Hér var raunverulega um nýjan þjófafélagsskap að ræða, þó að hann væri ekki eins mik- ilvirkur og sá, sem dsémdur var um áramótin. Þessir 6 ungu menn heita: Þorvaldur Marinó Sigurbjörns- son, Jón Ág. Ágústsson, Ragn- ar Emil Guðmundsson, Ólafur Byron Guðmundsson, Svavar Hafsteinn Björnsson og Hörður Guðm. Guðmundsson, Afbrot þeirra voru í aðalat- riðum þessi: Svavar H. Björnsson braust í janúar inn í veitingastofu Al- þýðubrauðgerðarinnar, Lauga- vegi 63 og stal hann þar tveim- ur vindlakössum, sígarettu- pökkum, súkkulaði og um 10 kr. í skiptimynt. Þá stal hann í des. kventösku á dansleik í Iðnó og var í henni nokkuð fé. Rétt fyrir jólin stal hann vín- flösku úr vasa erl. sjómanns og var sá þjófnaður framinn á billiardsstofu. I nóvember fór Svavar þessi ásamt Þorvaldi Sigurbjörnssyni' um borð í vélbát hér við hafn- argarðinn og stal þar úr fötum um 60 krónum í peningum. Þorvaldur Sigurbjörnsson og Jón Ágústsson fóru saman í janúar um borð í vélbát, sem þá lá hér við bryggju og stálu þar tösku, sem í var iatnaður. Þorvaldur seldi síðan fatnað- inn til fornsala og fékk fyrir hann 60 kr. Þetta var eina af- brot Jóns. I des. hafði Þorvaldur einnig farið um borð í vélbát og stolið þar skinnúlpu og var hún talin um 200 kr. virði. Þá stal hann þar og peningaveski, sem í voru 450 kr. Þorvaldur fór og eitt sinn með Ólafi Byron enn um borð í vélbát og stálu þeir þá veski, sem í voru 300 kr. Virðist þessi fylgd Ólafs við Þorvald hafa verið eina afbrot hans. Ragnar Emil Guðmundsson stal fjórum sinnum úr verzlun- inni Leó & Co.,/ Laugavegi 36. Náði hann þar veskjum, næl- um og sokkum. Hörður G. Guðmundsson var tvisvar með Ragnari vfð þessa iðju, en hin skiptin var Þorvaldur með honum. Þessir 6 piltar voru dæmdir eins og hér segir: Þorvaldur Marinó Sigur- björnsson sæti 6 mánaða fang- elsi og er sviptur kosningarétti og kjörgengi. Jón Ágústsson sæti 4 mána'ða fangelsi og er sviptur kosninga- rétti og kjörgengi. Ragnar Emil Guðmundsson sæti 3 mánaða fangelsi, skil- orðsbundið, og er sviptur kosn- ingarrétti og kjörgengi. Ólafur Bvron Gvð™" ~ '7"?on sæti .2 mánaða fangelsi, skilorðs bundið, og er sviptur kosning- arptti og kjörgengi. Svavar Hafsteinn Björnsson sæti 4 mánaða fangelsi og er sviptur kosningarrétti og kjör- gengi. Hörður Guðmundur Guð- mundsson sæti 3 mánaða fang- elsi, skilorðsbundið, og er sviptur kosningarrétti og kjör- gengi. Auk þess eru þeir dæmdir til að greiða málskostnað og skaða bætur til þeirra, sem hafa gert kröfur til þess. Aðalfnndar Alþýðu- Alþýðuflokksfélag REYKJAVÍKUR heldur aðalfund sinn annað kvöld í Iðnó, uppi, gengið inn fx*á Von- arstxæti. Fundurinn hefst klukkan 8V2 Formaður flytur erindi um störf félagsins á árinu, sem leið, og um stjórnmálaviðhorfið. Auk þess verða venjuleg aðalfundar" störf. Félagar, fjölmennið á fund- inn. R a n dknattleiks raðtift í gærkvðldi. I 34 flokkar frá 9 félðgam íaka gátt i þvi. GÆRKVELDI kl. 9 hófst handknattleiksmót Islands 1943 (innanhúss) í húsi Jóns Þorsteinssonar. Að þessu sinni senda 9 félög úr Reykjavík og Hafnarfirði (Haukar, Fram, F. F., Víkingur, K.R., íþróttafél. háskólans, Valur, Ármann og I.R.) 34 flokka til keppni. Keppt verður í meistarafl. karla, I. fl. og II. fl. og einnig kvenflokkar A. og B. í fyrra vann Valur £ meistaraflokki, Í.R. í I. fl., Ár- mann í II. fl. og kvenfl. Líknarstarf Mæðrastyrksnefndar': Dm jólin safoaði nefndin nm 16 pús. kr. aik annara gjafa 200 heimiii, 197 konur og 279 nutu hjálpar nefndarinnar. börn Meðrastyrks- NEFNDIN, senx um margra ára skeið hefir unnið líknarstarf meðal einstæðra og fátækra mæðra í Reykja- vík séndi blöðunum í gær greinargerð um síðustu jóla- söfnun hennar. Sanxkvæmt hemii varð söfn- unin helmingi meiri en árið áð- ur, en hjálpin gat þó ekki náð til jafn margra og þá. Sámkvæmt greinargerðinni söfnuðust alls kr. 15.880.00 í peningum, en auk þess bárust nefndinni ávísanir á vörur í búðum að upphæð tæpar 400 krónur og ennfremur ýmsar aðrar gjafir, matur, fatnaður o. fl. Hjálparinnar nutu alls um 200 heimili, 197 konur og 279 börn. Greinargerðinni lætur nefnd- in fylgja eftirfarandi: Kaup Dagsbrúnarmanna marz 1943. r 1 ♦ * ♦ Nætur- Dagv. Eftirv. helgidv. Almenn vinna ....... 5.50 8.25 11.00 Setuliðsvinna 9.01 11.31 Kol, salt, sement .. .. . 7.21 10.82 14.42 Fagvinna 7.60 11.40 15.20 Boxa-katlavinna ..... 9.43 14.15 18.86 „Mæðrastyrksnefndin þakkar hjartanlega öllum þeim, sem gefið hafa til þessarar jólasöfn- unar af svo miklu örlæti. En þrátt fyrir það, að upphæð sú, sem safnaðist í ár, var helm- ingi hærri en upphæð jóla- söfnunarinnar í fyrra, hefir dýrtíðin aukizt svo, að úthlut- unin urn þessi jól náði til þriðj ungi færri heimila en í fyrra (300 þá), og er því hætt við aö> ýmsar konur hafi orðið útund- an, sem þörf hefðu haft á aö fá slíka hjálp, því þó batnað hafi í búi hjá sumum, hefir líka fjölgað í hópi hinna nauð- stöddu. Það er óhætt að full- yrða, að engir muni lifa við erf iðari kjör, hér í bæ, heldur en konur þær, sem hér er um að ræða: ekkjur, ógiftar mæður, fráskildar konur, húsmæður á heimilum, þar sem heimilisfað- irinn er óvinnufær, ömmur, sem eru að ihafa fyrir ‘barna- börnum sínum, sjúklingar og öryrkjar, gamlar einstæðings konur. Þó eru sennilega erfið- ust kjör einstæðra mæðra, sem eiga að framfleyta lífi sínu og barna sinna á barnsmeðlögun- um einum saman, að viðbættri húsaleigu, þegar framfærslu- nefnd vill veita slíkan auka- styrk. Konur, sem hafa eitt barn á framfæri sínu, munu þ® sjaldan fá húsaleigu nema þær séu alveg heilsulausar. Þegar þess er gætt, að barnsmeðlög eru nú 84 kr. á mánuði fyrir börn á aldrinum 1—4 og 7—14 ára og lægri fyrir börn á öðrum aldri, þá sézt bezt hve Iítið þær Frh. á 7. síðu. f

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.