Alþýðublaðið - 28.02.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.02.1943, Blaðsíða 8
S Sunnudagur 28. febrúar 1943’. TJARNARBIOHH Æringi. (Frökin Vildkatt) Sænisk söngva- og gamanmynd. Marguerite Viby • Áke Söderblom AUKAMYND: Frá orrustunni um Stalin- grad (rússnesk mynd) Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. TA RUKKINN maður var á leiðinni heim til sín eftir langa útivist og stranga. Á vegi hans varð tré allstórt, og auð- vitað sá hann tvö tré. Hann ætlaði að ganga á milli þeirra. Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að hann gekk beint á tréð. En hann lagði samt ekki árar í bát, heldur gerði aðra til- raun, og enn aðra og enn aðra, þangað til hann hafði rekizt tólf sinnum á tréð. Þá settist hann niður og grét beizklega. „Gvu-u-uð mi-mi-minn gó-ó- óður,“ sagði hann, „é-é-ég e-er orðinn ra-ra-ram-vi-vi-vilitui'. E-é-é-ég ke-ke-kemst a-a-aldre.i ú-út ú-úr þe-þe-þessum fru-fru- fru-frum-skó-skó-skó-skógi.“ * MAÐUR nokkur var' spurður að því, hvað hann gerði til þess að draga úr andstreymi lífsins. Hann sagði: „Þegar ég er hryggur, þá fer ég að syngja — þá samhryggj- ast mér állir.“ * T-J JÓNIN voru fyrir rétti, því að konan hafði heimtað skilnað. „Jæja, frú mín góð,“ sagði dómarinn, „segið þér mér nú, hvað það er, sem þér finnið manni yðar til foráttu.“ Það stóð ekki á konunni að skýra frá því: „Hann er lygari, fantur, þjóf- ur og erkihéimskingi!“ „Hægan, hægan, kona góð,“ sagði dómarinn. „Ég er hrædd- ur um, að þér gætuð átt erfitt með að færa sönnur á allar þess- ar staðhæfinqar yðar.“ „Ég þarf ekki að sanna þær,“ sagði konan. „Þetta vita allir.“ „Jæja, — en fyrst þér vissuð allt þetta,“ sagði dómarinn kuldalega, „hvers vegna fóruð þér þá að aiftast honum?“ Þá heyrðist hljóð úr horni frá eiginmanninum: „Víst vissi hún það!“ hrópaði hann. „Hún lýgur því, að hún hafi ekki vitað það!“ rSTUART CLOETE : fYRIRHEITNÁ sem ristar höfðu verið úr fojór gíraffans. Eftir ofurlitla stund skriðu filugurnar yfir gröf hans. XXVI. KAFLI Þegar' mennirnir, sem Rink- als sendi til þess að njósna um Hendrik, komu aftur með þær fregnir, að Hendrik hefði villzt af slóðinni og lægi veikur, hló gamli maðurinn. — ,Já, ég sá fyrir bonum, hiúsbóndi, sagði hann. Ég er foú- inn að draga úr honum vígtenn- urnar. Langt get ég hræikt eitr- uðum hráka mínum, og ekki missi ég marks, iþótt gamall sé. Vertu óhrædd, dúfan, sagði hann við Sannie. Þú ert örugg hér hjá iitla skýinu. Ég sendi þessa heimskingja í aðra ferð. Svo sneri hann sér að her- mönnunum og sagði :— Hund- ar, snúið aftur, rekið slóðina þangað til þið komið að áfanga- stað Hendriks og hættið ekk'i fyrr en þið hafið komizt á snoð- ir um lokaákvarðanir hans, ef þið viljið komast hjá því að ég breyti ykkur í sjakala. Og þeg- ar þið eruð búnir, þá snúið aft- ur og komið til mín. Hermennirnir gripu spjót sín og lögðu af stað, en konur Rin- kals báru fyrir hanm bjór. Sannie lagði hönd sína á handlegg Zwart Pietes. — Við skulum halda áfram, sagði hún. — Við skulum flýja. — Nei, nei, Sannie mín, við höfum þegar flúið nógu langt. Hamingjan veit, að það er ekki í samræmi við eðli mitt að flýja. Hingað hefi ég flúið, en lengra ætla ég ekki að flýja. Hér ætla ég að bíða unz yfir lýkur og taka því, sem að höndum ber. Ég ætla að bíða mannsins þíns hér. Rinkals leit upp og mælti: — Hann kemur ekki, húsbóndi. Hann er veikur og er farinn heim. — Hann leggur af stað aftur, sagði Zwart Piete. — Æ, öngullinri er beittur mannakjöti, sagði Rinkals hlæj- andi og leit á Sannie. — En margt getur skeð á langri leið. Óttastu ekki, lávarður minn, en bíddu rólegur hér. Það fer þægilega um okkur hér og á þessum slóðum er gott til veiða. Láttu mig um að stjórna rás at- burðanna, mér verður ekki mikið fyrir því. 2. Þegar hermennirnir, sem Rin- kals sendi til höfuðs Hendrik, sáu, hvernig komið var um hann, urðu þeir ánægðir, því að hlutverki þeirra var lokið. Þeir héldu aftur í norðurátt, án þess að flýta sér, og skýrðu frá því, sem þeir höfðu orðið áskynja. Maðurinn, sem þeir höfðu verið sendir til þess að njósna um, var dauður. Það voru þeir sannfærðir um, því að þeir höfðu séð hann grafinn og vagni hans ekið heimleiðis. — Já, gamli Vitringurinn, hann Rinkals, myndi verða feg- inn og ef til vill launa þeim konunglega. Meðan þeir horfðu á Hendrik van der Berg úr fylgsni sínu, furðuðu þeir sig oft á því, hvers vegna þeim hefði ekki verið skipað strax að drepa hann. Það hefði verið svo auðvelt. Ekki einu sinni, heldur hundrað sinnum, hefðu þeir getað ráðið niðurlögum hans, þegar hann var einn á veiðum, en skipunina, sem þeir höfðu fengið, var ekki hægt að misskilja: Þeir áttú aðeins að njósna um hann, ekkert annað. Enn þá einu sinni óx Rinkals í áliti þessara manna. Þeir þótt- ust sannfærðir um, að hinn gamli vitringur hefði séð fyrir örlög Hendriks og jafnvel vald- ið þeim með töfrum sínum. Það var enginn vafi á því, að Rinkals hefði miðað byssu hvíta mannsins, þegar skotið, sem varð honum að bana, reið af, og meðan þeir biðu, huldir laufi trjánna, hafði gamli vitringur- inn blandað lyf við eld sinn, sterkt eiturlyf, sem hann hafði sent anda sína með til þess að granda hinum særða manni. Þeir héldu því kátir heimleið- is. Þetta voru ungir menn, ný- lega kvæntir. Bráðum myndu þeir koma heim til kvenna sinna, vina og vandamanna, og það var gamari að horfa á hjarð- ir sínar dreifa sér um hæðir og hálsa. Þessi njósnarför hafði verið leiðindastarf og ekki samboðið hermönnum. Beztu skemmtanir þeirra voru veiðar og hermennska-. Þeir vildu drepa umsvifalaust, en ekki sveima eins og hýenur í kring- um bráð sína og bíða eítir því, að hún yrði sjálfdauð. 3. Þegar Rinkals fékk fréttirnar, brosti hann svo að skein í tann- lausan góminn og kinkaði kolli svo að hártjásurnar á höfði hans féllu fram á enni. — Þarna sjáið þið, sagði hann drýgindalega. — Töfrar mínir eru máttúgri en spjót ykkar, því að meðan ég sat hér einn, beindi ég byssu hvíta mannsins þannig, að skotið hljóþ í fót hans, og maðurinn, sem hefir drepið svo marga með byssu sinni, féll að lokum fyrir henni NÝJA BIÚ B Ástir og fjár- hættuspil. (Dance Haill) Cesar Romero, Carole Landis Jirne Storey. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. illilirir...mammrnaii^mmmuMimaesam Bi GAMLA BIÓ S A1 g i e r Charles Boyer Hedy Lamarr Sigrid Gurie Böm irmian 14 ára fá elíki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BARNASÝNING kl. 3. Landkrabbar á s|ó. með GÖG og GOKKE | Aðgörigum. seldir frá kl. 11. sjálfur. Vissúlega er því þannig farið, hélt hann áfram, -— að enginn maður í þessu landi stendur mér á sporði um vizku og galdrakyngi. Ég er eins og fíll meðal héra. Sannie og Zwart Piete urðu fegnari þessari frétt en frá megi segja, því að bæði höfðu óttazt, að hann kæmi þeim á óvart. Því að Hendrik var þekktur að því að láta ekki hlut sinn fyrir nein- um og hann átti fullkominn rétt á því að drepa manninn, sem hafði rænt hann konunni. Þau, Sannie og Zwart Piete, voru í rauninni útlagar, sem ekki áttu um annað að velja en flýja eða berjast. Og nú barst þeim frétt- in um það, að Hendrik hefði dá- ið af slysförum, að sigð dauoans hefði fellt hann, áður en hunn gat komið hefnd sinni frara. Sannie þurfti ekki lengur að vera kvíðin og óhamingjusöm. Hún þurfti ekki framar að hvíla titrandi af ótta í örmum Zwart Pietes, því að frá því þau lögðu af stað í þessa flóttaför, hafði kvíðinn legið eins og farg á ást TðFRAMAÐÐBINN f SKÓLANUM. Kveikt var á kertum, og Kolbeinn sá í bjarmanum af flöktandi ljósunum fjölda af fjórðubekkingum, sem sátu flötum beinum 1 hring á gólfinu fyrir aftan rúmin. Ras Sing beygði sig og dró eitthvað undan rúmi sínu. Það fór notalegur fiðringur um leynilögregfumanninn, sem í felunúm lá, þegar hann sá, að það, sem Hindúadreng- urinn tók fram undan rúminu, var sami pokinn og hann hafði sótt niður í borðstofuna! Hvað var á seyði? Hann þurfti ekki lengi að bíða svarsins. Hinn dökk- leiti og suðræni piltur, sem hafði vefjarhött og mittisskýlu ein klæða, tók sér sæti í miðjum hringnum og dró eitthvað hægt og rólega upp úr pokanum. Það var digur kaðalhönk! Kolbeinn hvessti augun. Hvað ætlaðist drengurinn fyrir með kaðalinn? Og hvað kom þessi kaðall við þjófnaðr inum í borðstofunni? Svo fór Ras Sing að viðhafa hina fáránlegustu handa- tilburði yfir kaðlinum. Hinir drengirnir horfðu á hann graf- alvarlegir og undrandi. Svo hófst annar endi kaðalsins á loft og liðaðist hægt í bylgjum fram og aftur, eins og naðra, sem nöðrutemjari hefir dáleitt. Kaðallinn nálgaðist loftið æ meira, og Ras Sing hélt áfram handapati sínu og þuldi annarleg orð fyrir munni sér. Hann var að leika indverska kaðlabragðið! Nú var hálfur kaðallinn kominn á loft, án þess að nokk- uð sæist halda honum uppi. Eftir andartak var hann að- eins fet frá loftinu, og efst lagðist hann í lykkju. Kolbeinn / IT’5 TOO QUIET/ YOU’D THINK THEY’D BE WAVING WHITE FLA69 IF V IT WAE ALL OVEÍ?.. / OUR ATTACK MAV \ ' FAIL IF THAT FORT L. H0LD5 OUT/ IF X COULD SIGNAL ECORCHY,.. MAKE H/M BOMB THAT' St-i POSITION/ nL-J- SEE. OUR PLANE COMES / GUNNECS ALL QUIET/ LOOKS LIKETHE NIP5 HAVE CALLED IT A DAy/ WE’LL GO POWN FCCZ A -^LOOK-GEE/ Wide World Fean ^CORCHy’G BOMBER, TOWING A FLEET OF GLIDERS, HÖLDS THE ATTFNTIOM OF JAP JNT!(_ MISS _____- GUERRILLAS' CATCH THEM OFF- 6UARD WITH A MURDEPOUS CROSS-FIRE ...BUTA6ROUPOFJAP OFFICERS AND MEN TAKE REFUGE IN A FORTIFIED SI6NAL TOWER,,. THE PLANE COMES IN LÖW,. HE POES NOT SUSPECT OUR PRESENCE/ HOLD FIRE A MOMENT LONGER AND WE æ WILL HAVE HIM / Sprengjufilugvél Arnar, sem hafði margar svifflugur á eftir- dragi hefir haldið athygli Japana frá því að Hildur og hermenn hennar eru að undir- ibúa lárás á stöðvar þeirra og hefja hana að þeim óvörum .. En nokkrir japanskir liðs- foringjar komast undan itil aðal- vígisins. . . Öm: Þetta er eihkennileg þlögn. Við skulum setjast og sjá hvað um er að vera! Stormy: Það er hættulega hljóðlátt! Þeir hefðu veifað hvítum fána ef öllu væri lokið! Nani: Flugvélin okkar kemur! Hildur: Árás okkar mishepn- ast ef við sigrum ekki þetta vígi! Ég yildi að ég gæti vakið athygli Arnar á því ihvar hann á að varpa sprengjunum! Japanski foringinn: Flugvél- in fer nú mjög lágt. Þeir gera ;sér lékki lljósa hættuna! Bíðið lítið eitt átekta og við munum hæfa þá! 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.