Alþýðublaðið - 04.03.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. marz 1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Þjóðverjar á austurvígstöðvunum.
t>ýzlcu her'irremiirnir; sem sjást á myndinni, virðast ekki kunna neitt sérlega vel við rúss-
neska veturinn, eftir svipiium á þeim að dæma. Mynd þessi var send frá lilútlausu landi
o gvar lekin á aiísturvígstöðvunum í veýur.
Rússar hafa tekið Rshev
2 púisund Þjóðverjar fféllaa.
Italir kvaddir heim
frð Rússlandi.
LONDON i gærkveldi.
ÞVÍ hefir nú verið lýst yfir í
Rómaborg, að ítalir muni
draga Iið sitt heim frá austur-
vígstöðvunum.
Þetta er talinn árangur af
ráðstefnu þeirra Ribbentrops
og Mussolini á dögunum.
Þjóðverjar leggja nú mikla á-
herzlu á varnirnar við Miðjarð-
arhafið, bæði á ítalíu og í Grikk
Jandi og er talið að viðræður
þeirra Ribbentrops og Mussolini
hafi fyrst og fremst snúizt um
það hvernig mætti efla þær.
Þjóðverjar byggja nú mikil
virki á ströndum Grikklands og
er verið að flytja íbúana á brott
úr mörgúm strandhéruðum, þar
á meðal frá Saloniki og Hellas.
ítölsk blöð eru mjög áhyggju-
full út af ferðalagi Churchills
til Tyrklands og segja að það sé
hulið þoku hvert hið eiginlega
erindi Churchills var til Tyrk-
lands.
Það er álitið að litlu skipti
fýrir varnir Suður-Evrópu þótt
leifar ítalska hersins á austur-
vígstöðvunum verði sendar
heim.
Þjóðverjar segjast hafa yfirgefið borg-
ina til þess að stytta víglínu sína.
BerlinarbAar kvaddir til
að breinsa rðstirnar.
Q ÆNSKA blaðið „Nyja
kj Dagligt Allehanda“ birtir
þá fregn í dag, að yfirvöldin í
Berlín hafi skyldað alla Berlín
arbúa til þess að taka þátt í að
hreinsa rústirnar eftir hina
miklu loftárás Breta á borgina
í fyrrinótt.
Staiin sendir Chnrehill
heillaðskir vegna loftá-
t rásianar á’ Berlin.
STALJN hefir sent Churchill
heillaóskaskéyti í tilefni
af hinni miklu liftárás Breta á
Berlín.
900 herskip hafa
verið SBíðnð í Brei
landi frð striðsbyrjin
Alexander gefur skýrsln um
barátfuna á hðfunum.
Kurskvígstöðvnnnm tðku Bdssar tvær borgtr ígær
LONDON í gærkveldi.
¥-> JÓÐVERJÁR tilkynntu á hádegi í dag, að hersveitir
þeirra á miðvígstöðvunum hafi yfirgefið Rzhev til þess
að stytta víglínu sína. Hafi þetta verið framkvæmt eftir fyrir
fram gerðri áætlun og hergagnahirgðum verið komið undan.
Seinna í dag birtu Rússar tilkynningu um, að Þjóð-
verjar hefðu hörfað frá Rzhev eftir harða bardaga, sem stað-
ið hefðu í marga daga. 2000 Þjóðverjar féllu í hardögunum.
og 112 skriðdrekar voru teknir og mikið annað herfang.
Rzhev hefir verið talið eitt --------------------------
lang öflugasta virki Þjóðverja
á miðvígstöðvunum og hafa
Rússar gert áður 3 misheppnað-
ar tilraunir, þó þeim hafi að
mestu tekizt að umkringja
borgina.
Rzhev hefir verið á valdi
Þjóðverja síðan í september
1941 og hafa þeir stöðugt víg-
girt hana síðan.
Rzhev liggur við járnbraut-
ina til Velikie Luki, sem Rússar
tóku í íyrstu sóknaratrennu
sinni. á miðvígstöðvunum í vet-
ur.
Það er því talinn mikill feng-
ur fyrir Rússa að ná þessari
borg aftur, en hins vegar mun
Rússum nú mjög auðveldara að
hefja sókn til Smolensk, sem er
helzta birgðastöð Þjóðverja á
miðvígstöðvunum.
Rússar hafa unnið nokkuð
mikilvægan sigúr norðvestur af
Kursk og tekið borgina Mik-
haiovski og járnbrautarbæinn
Semenovka, sem er við járn-
brautina á milli Bryansk og
Kiev. Tóku Rússar talsvert her;-
fang.
Rússar tilkynna einnig að
framhald sé á sókn þeirra vest-
ur af Kharkov þrátt fyrir harð-
vítug gagnáhlaup Þjóðverja,
sem séu þeim mjög dýrkeypt og
komi ekki að neinu gagni.
Enn er mikið barizt í Donetz-
héruðunum, en ekki hafa nánari
fregnir borizt af viðureignum
þar s.l. sólarhring. Vestur af
Rostov hafa Rússar hrundið
gagnáhlaupum Þjóðverja.
í Vestur-Kákasus hefir Rúss-
um enn orðið talsvert ágengt og
unnið virki af Þjóðverjum og
tekið talsvert herfang.
LONDON í gærkveldi.
ALEXANDER flotamálaráð-
herra Breta gaf í dag
skýrslu um baráttu banda-
manna á höfunum.
Alexander sagði, að í janúar
og febrúar hefðu Bandamenn
smíðað mikið fleiri smálestir
skipa en sökkt hafi verið og
eins hafi fleiri kafbátum verið
sökkt en áður.
Hann kvað Bandamenn hafa
sökkt skipum yfir 5 milljónir
smálesta fyrir Þjóðverjum og
ítölum frá stríðsbyrjun og lask
að skipastól um 3 millj. smál.
Þó væri ekki talið með, sem
Rússar hefðu sökkt fyrir Þjóð
verjum.
Alexander sagði, að Bretar
hafi misst 2 beitiskip og 16 önn
ur herskip, sem fylgdu skipa-
lestum til Rússlands og allmörg
kaupskip.
En þetta væri ekki mikið
tjón miðað við gagnið, sem
Bandaménn hafa af hjálp sinni
við Rússa.
Brezk herskip hafa verndað
skipalestir til Afríku, sem flutt
hafa yfir milljón smál. her-
Bandamenn hafa nn frnm-
kvædiö í bardBqnnnmf Tnnis
1. herinn brezki þreifar fyrir sér og 8. her
inn mun láta til skarar skríðaþá ogþegar
LONDON í gærkveldi.
j_T ERSVEITIR bandamanna í Mið-Túnis stefna nú til
Gafsa og Faidskarðsins. Þjóðverjar veita litla eða enga
mótspymu.
Eftir að 1. hernum brezka tókst að hrinda öllum árásum
Þjóðverja í Norður-Tunis, hefir hann nú hafið árásir á stöðv-
ar Þjóðverja við Beja og Majes el Bab og orðið vel ágengt.
Þjóðverjar hafa gert 3 minni- ♦-
hattar gagnáhlaup, sem öllum
var hrundið.
Fréttaritarar í Tunis segja að
frumkvæðið í bardögunum í
Tunis sé nú aftur í höndum
Bandamanna.
Talið er að 8. herinn muni þá
og þegar láta til skarar skríða
gegn Marethlínunni.
Miklum loftárásum er haldið
uppi á stöðvar Þjóðverja víðs
vegar í Tunis og liðssamdrátt
þeirra.
Flugvélar frá Malta hafa gert
loftárás á flugvöll möndulveld-
anna á Lampedusaey.
neðri mál-
stofn brezka pings-
ins Iðtinn.
London í gærkveldi.
FORSETI neðri málstof-
unnar brezku, Fitzroy
sjóliðsföringi, lézt í dag.
•Samkvæmt brezkum lögum,
getur neðri málstofan ekki
haldið fund fyrr en konungur-
inn hefir fyrirskipað að kosn-
ing skuli fara fram á nýjum
forseta.
Það hefir ekki komið fyrir
s.l. 163 ár að forseti neðri mál-
stofunnar létizt meðan hann
gengdi störfum.
Árádr hafnar á
lest Japana sem stefnir
til Nyjn Guineu.
LONDON í gærkveldi.
‘C' LUGVÉLAR bandamanna
■®’ hafa nú byrjað loftárásir
á skipálest Japana, sem er á
Jeið til Nýju Guineu, og hafa
þegar sökkt 4 herflutningaskip-
um og skotið niður 13 flug-
vélar.
LONDON í gærkveldi.
ÞÝZKAR flugvélar komu til
Ioftárása á London í nótt.
Fáar flugvélanna komust inn
yfir borgina og litlar skemmdir
urðu.
Englendingar segja, að þessi
málamyndaloftárás sé fyrst og
fremst gei-ð til að nota í áróð-
ursskyni á heimavígstöðvunum
í Þýzkalandi, vegna hinnar ægi-
legu loftárásar á Berlín.
gagna og annarra hernaðar-
nauðsynja, og auk þess % millj.
hermanna.
Þá hefðu brezk flugvélamóð-
urskip flutt 470 orustuflugvél-
ar til Malta.. Hann upplýsti að
Bretar hefðu smíðað 900 her-
skip frá stríðsbyrjun af ýmsum
stærðum.
KARL RADEK
Radek látinn
i rússneskum
fangabúðum.
Ghristian Ravkovsky einnig
LONDON í gærkveldi.
AMERÍKSKA blaðið „New
Leader“ birtir þá fregn 16.
þ. m., að hinir gömlu rússnesku
byltingarleiðtogar Karl Radek
og Christian Rakovsky, sem á
sínum tíma voru báðir dæmdir
í 10 ára fangelsi í öðrum „rétt
arhöldunum“ í Moskva 1938,
hafi nú Iátizt í fangelsinu.
Samkvæmt upplýsingum
blaðsins var Radek skotinn á
göngu í fangelsisgarðinum af
G. P. U. mönnum, sem síðan
voru handteknir, en ókunnugt
er um örlög þeirra.
Hins vegar segir, að Rakov
sky hafi dáið eðlilegum dauð-
daga í fangelsinu.
Upplýsingarnar um örlög
þessara tveggja þekktu komm-
únistaleiðtoga eru aðeins hluti
af skýrslu, sem blaðið birti um
örlög rússnesku kommúnist-
anna, sem eftir 1936 komust í
andstöðu við Stalin.
Blaðið birtir ekki sundurlið-
aða skýrslu yfir nöfn þeirra,
sem fangelsaðir hafa verið síð-
an 1936, en segist hafa fullkom-
in sönnunargögn fyrir því, að
þeir séu yfir 100 000.
Foringjar andstöðunnar eru
hafðir í haldi í fangabúðum ná-
lægt Jakutsk í Síberíu. Þeir
hafa ekki leyfi til að senda bréf
eða taka á móti þeim.
Konur hinna handteknu eru
hafðar i sérstökum fangabúð-
um um 60 km. frá Moskva.
Erh. á 7. síðu.