Alþýðublaðið - 04.03.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.03.1943, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAPIÐ Ftmmtudagar 4. marz 1943. Sjóiiði ogjdansmær. s k k Rita Hayworth, sem er kunn leikkona og dansmær, sést hér á myndinni vera að kenna sjóliða nýjan dans á „Stage Door Can- teen“ í New York, sein er helzti skemmtistaður amerikskra lier- manna þar í horginni. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. kaupa þessar vörur, sem eru taæði ljúffengar og auðugar af fjörefn- um. Ný lifur gengur næst lýsi að þessu leyti, og svo er sagt, að hrogn séu svo auðug af C-vitamin- um að þau standi ekfci að baki sítrónum". „NÚ ERU ÖLL . líkindi til þess, að fjöldi bæjarbúa lifi við alvar- legan skort á fjörefnum. Mjólkin hefir lengst af haldið lífinu í fólk- inu, en nú mun hún víða af skorn- um skammti í dýrtíðinni og auk þess léleg og langt sótt. Og ekki bætir smjörið verulega úr þessum vandræðum. Það er sparað og mis- jafnlega gott, og svo er sagt, að vetrarsmjörið sé fjörefnasnautt". „ÚR ÖLLU ÞESSU mætti bæta til mikilla muna, ef nóg væri á bóðstólnum af lifur og hrognum fyrir skaplegt verð. Lýsi getur ekki komið í stað lifrarinnar. Eng- in húsmóðir getur borið það á borð fyrir heimilisfólkið, því að fáir mundu við því líta ótilneyddir, þótt börnin séu látin taka það inn. Auk þess hlýtur lifrin óbrædd að vera ódýrari en lýsið. Mér er spurn: Því er verið að svifta bæjarbúa þess- um hollu og algengu matvælum, og iþað á dýrtíðartímum, þegar fjörefnaskortur vofir yfir öllum al- menningi?“ EG TALAÐI VIÐ frægan fisk- sala í gær og spurði um þetta hrogna og lifrarleysi. Hann sagði meðal annars: Hregn háfa fengist við og við. Við höfum aðeins tvisv- ar sinnum fengið lifur. En það er bókstaflega ekki. hægt að flytja hana hingað af Suðurnesjum. Hún eyðilegst á leiðinni, kremst öll sundur og er ekki boðleg. Vegirnir eru svo vondir og bifreiðarnar skekjast allar og hossast. Héðan úr Reykjavík róa engir bátar. Ef þeir gerðu það þá mundum við fá lifur handa fólkinu. ' Hannes á hornind. Ávarp til Breiðflrð- inga. SAMBANDSFUNDUR breið firzkra kvenna, er hald- inn var í Stykkishólmi s. 1. vor, ákvað meðal annars að sett yrði á stofn við Húsmæðraskólann að Staðarfelli myndasafn, til minningar um látnar breiðfirzk ar konur. Myndunum, sem helzt séu í kvartarkarstærð, skal fylgja stutt en greinilegt æviágrip þeirra kvenna, sem þær eru af og hæfileg greiðsla til innrömm unar. Það skal tekið fram, að ekki verður farið í manngrein- arálit með val mynda í safn þetta, þar eð margar konur, sem hljótt hefir verið um, eiga einn- ig sína sögu, hvorki ómerka né þýðingarlitla fyrir þjóðfélagið. Breiðfirðingar! Nú gefst yður kostur á að geyma framtíðinni minningar um mæður yðar, ömmur og aðrar látnar breið- firzkar konur, sem yður eru kærar. Vil ég, sem þessar línur rita, skora á yður að bregðast vel við þessu máli og með full- um.skilningi, þar eð yður gefst ekki einungis tækifæri til þess að sýna virðingarvott látnum vinum, heldur og gjörið þér sagnfræði, mannfræði og ætt- fræði seinni tíma stóran greiða með því að styðja þetta mál- efni. Myndunum veita móttöku: Frú Kristín Jónsdóttir, Sandi, frá Sesselja Konráðsdóttir, Stykkishólmi, frú Jófríður Kristjánsdóttir Furúbrekku Staðarsveit, frú Steinunn Hjálmarsdóttir Reykhólum og undirrituð. i Ingibjörg Jóhannsdóttir, i ■ Staðarfelli. Vaxaidi áfaugi onga fólks- ins á skíAaípróttinni. Mifcil pátftaka í skíðamóti Reykja víkur um síðustú helgi. SKÍÐAMÓT REYKJAVÍK- UR, sem fram fór í Skáia- felli á laugardag og sunnudag. er stærsta Reykjavíkurmótið, sem fram hefir farið. Mótið átti að hefjast fyrra sunnudag. en varð þá að fresta því vegna óhagstæðs veðurs. Á laugardaginn kl. 4,30 hófst mótið með keppni í göngu. Veð- ur var þá all hvasst á útsunnan með bleytu hryðjum. Göngu- garparnir smurðu skíðin með blautsnjóklístri.. Brautirnar voru tvær. 8. km. fyrir yngri en 19 ára, en 12 km. fyrir eldri en 19 ára. Yegna stormsins urðu þær að vera styttri, en annars hefði orðið. Þátttakendur voru alls 17. Tólf í eldri flokknum, en fimm í hinum yngri. Urslit í þessum flokkum urðu: 1. Georg Lúðvíksson, KR 1 klst. 13 m. 06 sek. 2. Björn Blöndal, KR 1 klst. 14 m. 52 sek. 3. Hörður Björnsson, ÍR 1 klst. 17 m. 56 sek. Og í yngri flokkum (12—19 ára); 1. Haraldur Björnsson, KR, 44 m. 16 sek. 2. Jóhann Eyfells, ÍR, 45 m. 16 sek. 3. Hörður Haf- liðason, Á, 46 m. 16 sek. Hér var einnig keppt um bik- arinn „Bláiborðinn“, og vann sveit K.R. hann í annað sinn. I sveitinni voru Georg Lúðvíks- son, Björn Blöndal, Hjörtur Jónsson og Björn Röed. Á sunnudagsmorgun, þegar skíðafólkið vaknaði var komið allgott veður. Brunið hófst frá tindi Skála- fells kl. um 12 á hádegi. Hæð Skálafells er 771 m. Brun braut- in lá suðaustur af Skálafelli eða rétt fram hjá K.R.-skálanum og niður á sléttuna. Hæðarmis- munur um 390 m., lengd um 2 km. Skíðafærið var harðfenni og nýfallinn foksnjór á víxl, rennsli mjög gott. Á, B og C-flokkar fóru allir sömu braut. C-flokkur fyrst þá B og seinast A-flokkur. Alls voru keppendur 63, 47 í C- flokki, 12 í B og 4 í A-flokk. Veðrið versnaði allmikið á með an B og A-flokkar fóru, fengu því A og B menn yfirleitt verri tíma en C-menn. Urslit urðu þessi: A-flokkur (4 keppendur): 1. Gísli Ólafsson, Iþrf. Hásk., 2 m. 11,4 sek. 2. Magnús Árnason, ÍH, 2 m. 31,8 sek. Björn Blöndal, KR, 2 m. 42,8 sek. B-flokkur (10 keppendur): 1. Haraldur Árnason, ÍR, 1 m. 58,8 sek. 2. Haukur Hvannberg, ÍH, 2 m. 13,6 sek. 3. Björn Þor- björnsson, ÍR, 2 m. 45,0 sek. C-flolckur (38 keppendur): 1. Björn Röed, KR, 1 m. 43,8 sek. 2. Sigurjón Sveinsson, ÍH, 1 m. 49,9 sek. 3. Skarphéðinn Jó- hannsson, Á, 1 m. 53,0 sek. Meðalhraði fljótasta manns x bruninu (Björn Röed, KR) var um 70 km. á klst. Svigið hófst kl. 2 e. h. með keppni í A-flokki. Svigbraut- irnar voru allar skammt vestur af skálanum, þar sem fellið er brattast. Svigbraut A-flokks var um 550 m. löng, hæðarmis- munurinn um 150 m. Brautin var ein hin mesta sem hér hefir sést. Urslit urðu þessi: (samanlagð ur tími í báðum ferðum.) A-flokkur (4 keppendur): Björn Blöndal, KR 108,6 sek. Magnús Árnason, lH 109,0 sek. Georg Lúðvíkss., KR 118,8 sek. B-flokkur notaði A-brautina lítið stytta eða um 500 m. á lengd. Urslit urðu þessi: Jóhann Eyfells, IR 98,9 sek. Jón Jónsson, KR, 99,6 sek. Einar Guðjohnsen, ÍH 101,5 sek. C-flokkur fékk alveg nýja braut um '450 m. langa, hæðar- mismunurinn 90 m. Úrslit urðu þessi: Karl Sveinsson, Á, 94,8 sek. Kári Guðjónsson, KR 97,8 sek. Haraldur Björnsson, KR 97,8 s. Svigkeppni kvenna fór fram samtímis keppni C-flokks og skammt frá. Úrslit urðu þessi: Maja Örvar, K,R 34, 6 sek. Ásta Benjamínsson, Á 43,7 sek. Ragn heiður Ólafsdóttir, KR 45,9 sek. Reykjavíkurmeistarar urðu því þessir: Skíðaganga: Georg Lúðvíksson, KR. Brun: Gísli Ólafsson, íþr.fél. Hásk. Svig kvenna: Maja Örvar, KR. Svig Karla: Björn Blöndal, KR. Veður var ágætt á meðan svigkeppnin fór fram, náðist því yfirleitt ágætur árangur í sviginu. Á mánudagskvöld var svo skemmtifundur hjá Skíðadeild K.R. Þar voru afhent verðlaun frá Reykjavíkurmótinu og inn- anfélags mótinu. Sandgræðslan i Selvoginum. Frh. af 4. síðu. til þess að gera honum bölvun, að tilefnislausu og ásettu ráði. í 45. tbl. ísafaldar f. á. segir hann: „Voru það vinir Gunn- laugs og samsærisfélagar, sem þar áttu hlut að máli“ o. s. frv. Þetta er óvanalegt þó að rnenn greini á um mál, og það ekki alvarlegra atriði, en gróðurinn í Strandargirðingunni. Ég á enga samsærisfélaga, þó að nokkrir góðir menn fylgi mér að málum. G. J. sér ekki annað en illt i fari minu, vegna þess. að ég held fast við velferðarmál sand- græðslunnar, og talar um deyð- andi hönd Gunnlaugs o .s. frv. af því að vegna sandgræðsl- unnar keppir að fé hans. Hann vill eklíi kannast við, að Nes, bújörð hans, sé i hættu af sand- foki, þó að sumar hjáMgur jarðarinnar séu komnar í auðn af sandfoki, og uppblástur brjóti túnið. Bærinn Nes er í svo mikilli hættu af sandfoki, að þar er ekki gerlegt að byggja dýrt og vandað íbúðarhús eins og sakir standa. Á slíkum stað mundi varla fást t. d. lán, eða styrkur úr nýbýlastjóði né öðr- um hliðstæðum stofnunum, veg'na sandfokshættunnar, ef fylgt væri lagaákvæðum, því er það fyrsta skilyrðið fyrir þvi, Bátsferð verður til Breiðafjarðar. — Vörumóttaka í dag til Flat- eyjar og Stykkishólms og á föstudag til Sands og Ólafs- víkur, meðan pláss leyfir. JU SMIPAUTC EHÐi RIMISINS SSéínrMttir ðskast Mótorbátur, 15—20 tonna, óskast leigður til að vera í ferðum um sunnauverðan Breiðafjörð 3—4 mánuði, meðan verið er að gera við flóabátinn m/b. Baldur. Tilboðum sé skilað i skrif- stofu Skipaútgerðar ríkisins fyrir hádegi n. k. laugardag. að synir hans allir geti búið þar í framtiðinni, að sandfokið sé stöðvað og landið grætt, og með þvi fáist trygging fyrir að þar sé óhætt að reisa framtíðar byggingar, og vinna að ræktun óg öðrum umbótum. Abraham bjó i tjaldi, sem hann gat flutt með sér. Nesbóndinn verður að haga sér eins oð aðrir, sem búið hafa á þeim jörðum, sem, sand- fokið hefir lagt í eyði. Þeir hafa búið í bæjum, sem þeir hafa getað rifið og flutt með sér. Annars stæðu húsin þeirra auð og yfirgefin hér á auðnum landsins, líkt og turninn af fornri steinkirkju á Jótlands- skaganum, sem var minnis- merki á sandauðnimn þar, sem nú er búið að græða. Hvað, sem öðru líður, þá verður að stöðva sandfokið i Solvogi. Ég vil ekki skilja svo við þetta mál, að ég ekki minnist á það, sem ég met mest við G. J. en það er það, að hann hefir ekkert níðst á sandgræðslu- svæðinu, sem girt var af Nes- landi, þ. e. engan hlut átt í þvi að fé færi i girðinguna, enda hefir landið verið sæmilega friðað. Nú ætti G. J. að hætta að berj ast við að ná landinu undan sandgræðslunni — en beita sér af jafn miklum áhuga fyrir að vegur verði lagður, sem fyrst i Selvogi, það er nauð- synjamál og hagsmunamál, bæði fyrir hann og hreppsfé- lagið, og til þess fengi hann liðsinni margra mætra manna. Gunnl. Kristmundsson. DðmHtðsknr! i ' ' s ( Margar tegandir. s ( Yerð frá 32,oo kr. s Grettisgötu 57. kaopa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.