Alþýðublaðið - 13.03.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.03.1943, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. marz 1943 ALÞYÐU3LAP8P SAGA BARNANNA á meginlandi Evr-ópu um þessar mundir mun ekki hljóma vel í eyrum hinna kveifarlegu. Nýlega sagði grískur liðsforingi í útvarpi: „í fyrravetur stóð ég á götu einni nálægt Omonia- torgi í Aþenu að morgni dags. Ég hafði veitt athygli þýzkum brauðvagni, sem stóð við gang- stéttina, og var brauðið ætlað Þjóðverjum einum. Þeir voru vanir að láta matvælavagna sína standa á götunum, þó að gríska þjóðin væri nærri því soltin í hel. Hinir fullorðnu gátu harkað af sér, þótt þeir sæju hina girnilegu matvæla- vagna, en það var hræðilegt að sjá börnin mæna á matarbirgð- irnar, sem þau máttu ekki snerta á. Umræddan morgun heyrði ég skyndilega skothríð. Ég hljóp til baka, til þess að vita, hvað um væri að vera. Ég sá drengsnáða, sex eða sjö ára, liggja á grúfu á götunni. Fyrir framan hann lá brauðhleifur, sem hann hafði náð úr vagnin- um, þegar hann hélt, að enginn væri nálægur. Hann hafði feng- ið þrjá kúlur í bakið.“ Við bryggjurnar í grískum hafnarborgum er krökkt af börnum, sem biðja um mat. Þau eru á sveimi umhverfis mat- sölustaði og eldhús hermanna- skálanna í leit að einhverju ætilegu í skólpræsum og sorp- rennum. Mörg barnanna eru svo horuð og máttvana af hungri, að þau geta aðeins dregizt á- fram eftir gangstéttunum og sum liggja stynjandi og vein- andi í hornum og skúmaskot- um. Stundum hætta þau að veina og liggja tímum saman' þegjandi og hreyfingarlaus, eins og þau svæfu, en þegar að er gætt, eru þau dáin. Fregn frá Barnaverndarnefnd Aþenu- borgar hermir, að níu af hverj- um tíu börnum, sem fæðist þar í borg, deyi áður en þau nái sex mánaða aldri vegna þess að mæðurnar séu svo langt leidd- ar af matarskorti, að engin mjólk sé í brjóstum þeirra. Ung, grísk móðir skrifar: „Barn ið mitt dó. Ég gat ekki útvegað því neitt ætilegt að borða. Hvað á ég að gefa soltnu og grindhoruðu barni — gras eða kálblöð?11 * SVISSLENDINGAR veita alla þá aðstoð, sem þeim er unnt að láta í té, með því að bjóða til sín börnum frá hinum ýmsu herteknu löndum til þriggja mánaða dvalar. 1 bréfi frá Sviss stendur: „Ég er nýkomin frá járnbrautarstöð- inni, þar sem ég var að taka á móti heilum lestarfarmi af frönskum börnum. Þetta eru skapheitar, ungar verur, en svipurinn ellilegur og hátíðleg- ur, andlitin föl og i rúnum rist, augun þanin út og spegla hina ömurlegustu ógn og skelfingu. Fjöldamörg barnanna voru sveipuð tötrum og sum berfætt. Þau verða vandmeðfarin fyrstu dagana. Sum þeirra geta ekki melt mjólk, nema hún sé blönd- uð vatni. En eftir þrjá mánuði verða þau að fara heim til sín aftur, og mér er sagt, að for- eldrar þeirra þekki þau varla, þegar þau komi.“ 1 svissnesku dagblaði er skýrt frá litlum dreng, sem kom til Genfbprgar ásamt hópi franskra barna. Hann hélt dauðahaldi í körfu, sem í var hani og tvær hænur. Þegar hann var spurður, hvernig á þessum hænsnum stæði, fór hann að gráta. Móðir lians var dáin, en faðir hans stríðsfangi. Þessi hænsni voru allur arfur hans, og hann bað þéss með grátstafinn í kverkunum, að hann fengi að halda þeim. Mörg serbnesku barnanna deyja á leiðinni til Sviss, en þau, sem komast alla leið, eru ekkert nema skinin beinin og kaunum hlaðin. Sum þeirra eru fengu nægilega fjörefnaríka fæðu til þess að viðhalda heilstt útbreiðist óðfluga. 1 borginni Sabac í Serbíu eru börn, sem hafa misst sjónina vegna skorts á vissum næringarefnum. Skortur á sápu veldur húð- sjúkdómum. Læknum er bann- að að sinna börnum, sem eru undir fimm ára aldri. Mynd þéssi var tekin á hii-efaleikakepni í New York, þegar Jake La Motta og Ray Rohinson átt- ust. við. —- La Motta greiddi Robinson svo þúng liögg að hann féll út lir hringnum. itlers GREIN, Withers, 1P FTIRFARANDI eftir Margery fjallar um líðan barnanna á meginlandi Evrópu í núver- andi styrjöld. Verst mun á- standið vera í Grikklandi, Póllandi og Serbíu. þótt sult- ur og hvers konar skortur sverfi mjög að þeim í öllum hemumdu löndunum. haldin húðsjúkdómum, sem þau höfðu fengið af grasáti. Flest þeirra voru svo van- þroska, að tíu ára tökubörn gátu gengið í fötum af sex ára svissneskum börnum, og þó voru fötin þeim of víð. Norsk kona ritar: „Við eig- um hvorki matvæli, eldsneyti né fatnað — og nýfæddu börn- in eru sveipuð pappír. Yfir okk- ur hefir legið svartnættis-morð- nótt, sem ekki á sinn líka í sögu miðalda. Þegar Gyðingarnir voru hraktir burtu, urðu menn að standa rneð börn í fanginu klukkutímum saman á bryggj- unum. Þriggja ára snáði ríghélt í kápu Gyðingaprests og kallaði án afláts: — Mamma, ætlarðu ekki að koma. — Jú, ég ætla að koma, sagði hún, en hún vissi, að hún mátti ekki fylgja barni sínu. Hún var látin fara á öðru skipi. Þeir hafa rekið litlar Gyðingatelpur af munaðarleys- ingjahælum. Þeir hafa hrakið undan sér farlama menn og fleygt á eftir þeim hækjunum.“ Lítill drengur fór að gráta, og þeir börðu hann í andlitið, svo að blæddi úr. I fangabúðunum í Grinj' í Noregi hefir verið stofnuð sérstök deild barna, sem komin eru yfir fjögurra ára aldur og eru börn foreldra, sem eru andvígir Quislingstjórninni. í Póllandi hefi^ ekki einungis æskulýðurinn verið sendur í fangabúðir, heldur hafa og tveggja og þriggja ára gömul börn verið hrifin úr skauti for- eldranna til uppeldis samkvæmt venjum nazista. Allt, sem minn- ir á uppruna þeirra og ætt, er máð út, svo að þau eru glötuð foreldrunum að eilífu, þó að þau lifi af hið harðneskjulega uppeldi. Um allt meginland Evrópu sjást þreyttar, skinhoraðar mæður hökta um götur borg- anna, brjótandi heilann um það, hvernig þær eigi að næla í matarkörfu handa soltnum börnum sínum. Sums staðar í Belgíu er morgunverður barn- anna ekki annað en ,,brauð“, sem búið er til úr kartöfluhýði. Fimm af hverju hundraði barna á skólaskyldualdri verða að fara í skólann án nokkurs morgun- verðar. Oft kemur það fyrir, að börn falli í öngvit í kennslu- stundunum og yngri börnin eru ekki ósjaldan veik. Franskur kennaxá skrifar: „Börnin eru alltaf svöng. Hafi þáu fengið kartöflur eða kjötbita að borða, segja þau mér frá þessu, eins og um stórtíðindi væri að i-æða. Ef ég minnist á matvæli í tímunum, fara þau að gráta.“ Franska blaðið L’Oeuvre skýrir frá telpum í skóla einum í Norður-Frakklandi, sem var skipað að skrifa stíl um það, hvers þær óskuðu sér, ef ör- lagadísirnar veittu þeim upp- fyllingu tveggia óska. Ellefu ára gömul telpa, Denise að nafni, óskaði þess, að hún þyrfti aldrei framar að vera svöng, því að: „Það er svo hræðilegt að vera svöng. Mér líður strax illa, ef ég fæ ekki nægju míná að borða, en að deyja úr sulti hlýtur að vera hræðilegt.“ Franskur skóla- drengur sagði frá því í bréfi, sem ritað var fyrir rúmu ári, að hann væri orðinn mjög leiður á matarskortinum. Hann væri orðinn svo máttvana, að hann gæti ekki sinnt leikfimitímun- um. En þó þjáðist hann ekki einungis á líkamanum. Minnið væri mjög farið að bila. Það er ekki einungis, að skoi'turinn dragi -úr þi'ótti barnanna, heldur veikir hann mótstöðuafl þeirra gegn sjúk- domum. Við rannsókn skóla- bai'na í Rotterdam í sumar leið kom í ljós, að aðeins þrjátíu og sjö börn af hverju hundraði sinni og þrótti. Hvers kyns sjúk- dómar þróast með börnunum vegna næringarskorts. Tæring ST U N D U M er börnum ekki hlíft við hefndarráð- stöfunum nazista. í litlu borg- inni Kragujevac hofðu Þjóð- verjar skipað svo fyrir, að 22. október 1941 yrðu skotnar fá- einar þúsundir gisla. Til þess að fylla töluna voru hundrað skóladrengir reknir út úr skóla- stofum sínum og skotnir. Dreng- irnir byrgðu andlit sín með skólatöskunum sínum og hróp- uðu: — Skjótið þið bara, við erum ekki hræddir við dauð- ann. Við erum synir serbnesku þjóðarinnar. Þeir voru skotnir með vélbyssum. Engin hreyfing sást á götunum í Kragujevac í tvo daga, en úr hverju húsx heyrðist grátur kvenna og barna. Að lokinni þessari slátr- un fjölgaði þeim börnum, sem gengu um skógana eins og dýr merkurinnar. Og ef til vill hafa þessir hundrað skóladrengir hlotið betri örlög en börmn, sem eftir lifðu. Grísk kona skrifar: „Það er dapurlegt písl- arvætti að deyja smám saman, dag frá degi.“ En þjóðir Evrópu hafa ekki misst vonina. „Nei, við örvænt- um ekki,“ skrifar kona ein frá Rúðuborg. Við fylgjum málstað bandamanna af lífi og sál. En komið fljótt og frelsið okkur. Við erum öll reiðubúin að hjálpa ykkur eftir fremsta megni. Gallinn er bara sá, að við erum svo aðfram komin af sulti og kulda, að lítið lið er í okkur.“ Hrokafull árás á íslenzka blaðamenn. — Aðalskeytun- um beint að mér. — Nokkur orð til hans í fullri mein- ingu. — Vandinn að sigla á hættusvæðunum og vand- inn að seija glerkýr. LAÐAMENN mótmæltu fyrir nokkru smágrein, sem birt- ist í „Sjómannablaðinu Víking- ur,“ þar sem því var haldió' fram, með miklum gorgeir, að blaða- menn væru illa á verði fyrir hinn íslenzka málstað gagnvart hinum erlendu áhrifum. Var þar tæpt á sögu, sem barst út um áramótin og haldið fram, að blöðin væru með því að skýra ekki frá þessu máli, að hylnia yfir erlenda afbrota- menn. ÁKÁSIN á blaðamennina var algerlega óréttmæt og þetta mál sízt til að gera hinn íslenzka mál- stað sterkari. En höfunöurínn í „V.íking“ hefir ekki látið sér ast. Hann fer enn á stúfana, ræðst dólgslega á blaðamenn í síðasta blaði, en þó sérstaklega á mig. — Kenrmr nú í ljós, að hér er á ferð- inni mannkorn, sem telur sig hafa orðið fyrir einhverju hnjaski af bréfi, sem ég birti í vetur um orðu veitingarnar — og lái ég honum það ekki. GREIN ÞESSI er svo frámuna- lega illa skrifuð, að slíks eru fá dæmi og furðuiegt að ritnefnd biaðsins skuli ekki hafa leiðrétt hana, Kann höfundurinn augsýni- lega ekki íslenzku. En sleppum þvi. Höf. mun. vera einn þeirra, sem ekki siglir, en tekur áhættu- þóknun sína á þurru landi eða hef- ir gert. Þess vegna reynir hann, hvað eftir annað, að skýla sér á bak við sjómannastéttina. HANN SEGIR Á EINVM STAÐ að ég megi eiga það, að ég sé „óragur við að óvirða íslenzka sjó- menn.“ Það er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem slíkir menn á- kalla sjómannastéttina — og þeir eru þó ekki alltaf síðastir til að gefa þessari sömu stétt spark með stígvélahæl þjösnaskaparins og yfirstéttarhrokans. Það eru til menn, sem kalla sig sjómenn, en telja öruggara fyrir sig að ganga í landi, hirða sín laun og „spekul- era“ í husum, lóðum, glerkúm og postulínshundum, sem sjómenn- irnir, sem sigla, hætta lífi sínu í að flytja til landsins. EG ÞARF EKKl AÐ SEGJA við ykkur, sem hafið lesið pistla mína undanfarin ár á hverjum degi, að ég hef aldrei óvirt einn einasta íslenzkan sjómánn — og ég hef aldrei tekið einn stafkrók í pistla mína, sem hægt væri að heimfæra upp á það. Höfundurinn í „Víking“ er því alger ósanninda- maður. Hann sjálfur óvirðir ís- lenzka sjómenn með því að krafsa illa samda, óíslenzka, skothenda og óþverrí lega ritsmíð í blað, sem er tileinkað þeim! EG ÆTLA EKKI AÐ FARA að rifja upp orðumálið aftur. Eg hygg, að það sé bezt fyrir suma að ræða það ekki frekar. Það hef- ir þegar verið kveðinn upp dómur í því máli — og þann dóm hafa sjómenn sjálfir kveðið upp. Eg vil Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.