Alþýðublaðið - 13.03.1943, Page 6
Laug'ardagur 13- marz 1943
Ldkflokkif lataartlardar s .
Þorlákur þreytti
Sýning á morgun (sunnudag) kl. 2 e. h.
| Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5 til 7 í dag og eftir ^
S kl 4 á morgun.
1
S Ath. Sýningin byriar stundvíslega.
$
Sími 9273.
í
s
$
S
!
$
i
\
i
\
;s
'S
ÚTSVÖR 1943 —
DRÁTTARVEXTIR
Hinn 16. þ. m. (á þriðjudag næstk.) falla dráttar-
víkur árið 1943, sem er 15% af útsvari gjaldenda árið
víkur árið 1943, sem er Í5% a fútsvari gjaldenda árið
1942, sbr. lög 26. febrúar þ. á. og reglugerð sama dag.
BORGARSTJÓRINN.
s
s
s
s
s
s
s
s
S
s
s
s
Tilkynnifng
i l!
fiá skrifstofn leioamáladeildar Bandaríkja
hersins.
Bandaríkjaherinn mun hafa fulltrúa í Hafnar-
stræti 21, til aðstoðar íslendingum í málum,
sem lúta að leigu á^fasteignum til Bandaríkja-
hersins. Kemur þetta til framkvæmda mánudag-
Æ
inn 15. marz 1943, og verður síðanfalla virka
daga frá kl. 9 — 16.
Símanúmerið er 5937.
HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN?
Frh. af 4. síðu.
öll þau hlunnindi sem ríkið hefir
veitt þeim, og hið öfgakenda verð
á framleiðslu þeirra, mundu bet-
ur komnir við aðra atvinnu, en
við búskap. Þó það væri, að svona
mönnum væri veittu r ofurlítill
skiki úr aldingarðinum Eden,
mundu þeir þá ekki láta það allt
fara í órækt?
Ef eins hefði nú verið látið við
sjómannastéttina, þá mundu þeir
fyrir löngu vera hættir að fara á
sjó, nema þegar væri stafalogn, og
svo yrði stjórnin sjálfsagt látin á-
byrgjast, að blessað logn héldist,
þangað til þeir kæmist aftur í
land, því að annars yrði hún að
verðlauna þá fyrir framtak þeirra
við vosbúð og hrakninga.
Eins er enn að gæta, að eftir því
sem eg gat komizt næst, eru út-
gjöld bænda mjög miklu léttari en
annara stétta eftir efnum þeirra,
og hafa þeir því ekki verið kvadd-
ir til að bera sinn hluta af ríkis-
rekstrinum. Hinsvegar er, eins og
eg hef áður sagt, mjög miklu af
þjóðartekjunum eytt í þeirra þágu,
mikið meiru en því sem þeir leggja
til ríkisins. Með öðrum- orðum, þeir
hafa verið öðrum stéttum lands-
ins mikil byrði, og er ekki enn
hægt að sjá fyrir neinn enda á
því. Þessi leikur, ef ég má nefna
það svo, sem leikinn hefir verið
við bændastéttina, er í mínum aug
um í fylsta máta alvarlegur. Hef-
ir haft ill áhrif og hlýtur að hafa
þau í framtíðinni, bæði á fjölda-
marga einstaklinga innan þeirrar
stéttar og pólitík landsins“.
Þannig farast hinum ameríska
landa okkar og atorkumanni
orð um bændapólitíkina hér á
landi. Hvað skyldi Tíminn nú I
segja? . r... iM
HANNES Á HOJEININU
Frh. af 5. síðu
aðeins segja það, að ég hefði frem-
ur sæmt Guðbjart Ólafsson, sem á
sæti í ritstjórn „Víkings" heiðurs-
merki, en suma þá sem það hlutu.
Hann hefir sýnt meira afrek á sjó
en flestir aðrir og ekkert heiðurs-
merki hlotið.
HVERS VEGNA TEKUR þessi
bögubósi ekki að sér að verja
hinn íslenzka málstað? Hann gæti
að minnsta kosti útvegað efnið,
þó að hann sé ekki sjálfur sendi-
bréfsfær. Hann gerir það þó ekki,
hefir víst nóg að gera við „for-
retningar“ sínar! Það er hægara
að „brúka kjaft“ en að afla sér
vinsælda og áhrifa með góðri fram
komu. Hann hefir reynsluna af því
sjálfúr.
EG SAGÐI ÁÐAN, að ég vildi
ekki rifja upp orðumálið, að svo
stöddu. Eg stend við það. En, ef
þessi greinarhöfundur í „Víkingi“
óskar þess, þá er guð-vel-komið að
taka það upp að nýju — og verður
þá hægt að gera því betri skil en
gert var áður. Mætti þá vera, að
ýmsum þætti bezt fara á því að
fela heiðursmerki sitt en ekki
flagga með því.
ÁRÁSIN Á BLAÐAMENNINA
var óréttmæt. Þeir eru fyllilega
meðvitandi um þá ábyrgð, sem á
þeim hvílir. Og þó að skilnings-
sljór, illa gefinn, auðugur hroka-
gikkur, sletti úr klaufum sínum
að þeim, þá kippa þeir sér ekki
upp við það. Hins vegar vil ég
segja það, að ég tel mér það til
tekna, að hann skuli fyrst . og
fremst ráðast ó mig, þegar hann
ræðst á stétt blaðamanna.
Hannes á liorninu.
Ferhlýðsfélag Aknr-
ejrrar 10 ðra.
Fíh. «f 4. aðu. ;
legt kaup verkamanna gg verka
kvenna um 11%. 13. ágúst s. L
gengu atvinnurekendur svo inn
á 25% grunnkaupshækkun, og
með samningum við Verkalýðs-
félagið 1, október hækkaði
grunnkaupið upp í kr. 2,30 á
klst. í almennri vinnu fyrir
karla og kr. 1,38 fyrir konur
og aðrir liðir kaupgjaldsins i
samræmi. við það. Full dýrtíð-
aruppbót er greidd á allt kaup,
8 stunda vinnudagur viður-
kenndur, 8 daga sumarfrí fyrir
verkáfólk og fullt kaup í 6 daga,
ef verkamaður eða verkakona
verður fyrir slysi við vinnu.
Tku þessir samningar einir hin-
ir beztu á öllu landinu fyrir
verkafólk.
í '
. Hefir grunnkaup áækkað,
síðan V erkalýðsf élagið tók
kaupgjaldsmálin í sínar hend-
ur — karlmanna um 84%
og kvenna um 112%.
Þótt kaupgjaldsmálin hafi
áuðvitað verið aðalmál félags-
ins, hefir það haft fleiri hags-
muna- og menningarmál verka-
fólksins með höndum.
Félagið hefir safnað fé til
kaupa á björgunarskútu fyrir
Norðurland. Nam þessi sjóður
við síðust uáramót kr. 6076,84.
1934 safnaði félagið fé til
styrktar verkafólki á Dalvílc og
í Hrísey. sem skaða haf ði beðið
í j arðskj álftunum, sem gengu
þá um vorið. Sjúkrasjóð hafði
félagið þegar frá stofnun og
veitti oft all-verulegar upphæð-
ir úr honum til verkafólks, sem
varð fyrir vinnutapi vegna veik-
inda. A s. 1. sumri var stofnað-
ur Menningar- og styrktarsjóð-
ur við félagið, og var hann við
síðustu áramót kr. 3440,35.
Vorið 1935 hóf félagið síldar-
söltun til .atvinnuaukningar fyr-
ir félagsfólkið og rak hana til
ársins 1941. Auk atvinnuaukn-
ingarinnar hafði félagið uxn
2000 króna hagnað af þessu fyr-
irtæki. Var þetta fé, auk f járins
er var í sjúkrasjóði, er hann
hætti störfum. stofnfé menn-
ingar- og styrktarsjóðsins.
Þá hefir félagið allt af látið
atvinnumál bæjarins til sín taka
og oft orðið töluvert ágengt.
Hér hefir nú verið talið það
helzta, sem Verklýðsfélagið
hefir starfað að þau 10 ár, sem
það hefir starfað. Þarf ekki að
hafa þetta mál lengra. Én áður
en við það er skilið þykir rétt
að taka það fram — og verka-
fólk beðið að festa það vel í
minni — að allt þetta hefir fé-
lagið unnið án þess að lcomið
hafi til hálfs dags vinnustöðv-
unar eða illinda í sambandi við
kaupgjaldsmálin. Og alla sína
tið hefir félagið bxiið við lát-
lausan róg af hendi kommún-
ista, sem allt hafa gert til þess
að torvelda starf félagsins og
æsa til mótspyrnu gegn kröfum
þess um bættan hag verkafólks-
ins í bænum.
Má félagið á þessxxm tíma- |
V.K.K.
V.K.IR.
Dansleikur
I Iðnó í kvöld.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.
mótum vera ánægt með það,
sem unnizt hefir, og mun ör-
uggt leggja upp á næsta áratug-
inn með þeim ásetningi að halda
áfram á sömxx braut og reynzt
hefir því farsælust frá stofnun
þess.
Minningarorðiim
Böðvar Gíslason
húsgagnasmið.
IDAG er til moldar borinn
Böðvar Gíslason húsgagna
smiður, Óðinsgötu 20B. Hann
var fæddur 7. marz 1874, að
Hrísum í Flókadal í Borgar-
firði, sonur Gísla Böðvarsson-
ar bónda þar og konu hans
Kristínar Sighvatsdóttur.
Böðvar ólst upp í foreldra-
húsum til átján ára aldurs, en
þá fór hann alfarinn að heim-
an, fyrst til Reykjavíkur til tré-
smíðanáms hjá Jóhannesi Jós-
epssyni, sem þá stundaði tré-
smíðar í Reykjavík, en að lokn-
um námstíma sigldi Böðvar til
Kaupmannahafnar og vann þar
samfleytt í sex ár við húsgagna
smíði og allan þann tíma á sömu
vinnustofu.
Laust eftir aldamótin fíutt-
ist Böðvar aftur heim ásamt
konu sinni, danskri að ætt,
Mörtu Ágústu Petersen, sem
hann giftist í Danmörku. Þau
hjón eignuðust þrjú börn, tvo
syni og eina dóttur, og eru tvö
barnanna gift og búandi hér í
bæ en annar sonurinn fór ung-
ur að heiman og er nú í Ame-
ríku. Konu sína missti Böðvar
í spönsku veikinni 1918.
Þegar Böðvar fluttist heim
frá Danmörku réðist hann til
Jónatans Þorsteinssonar, sem
þá var að stofnsetja húsgagna-
vinnustofu hér í bæ, og varm
hann óslitið hjá Jónatan með-
an hann rak þá vinnustofu, og
áfram á sama vinnustað hjá
Lofti Sigurðssyni eftir að Loft-
ur keypti vinnustofuna. Vann
Böðvar þarna óslitið til 1920, en
þá stöðvaðist vinnustofa Lofts
um tíma vegna hins stórfelda
bruna á Laugaveg 31, en hús
það var áfast við vinnustofuna.
Skifti þá Böðvar um vinnustað
og vann upp frá því hjá Þor-
steini Sigurðssyni, Grettisgötu
13, við sömu iðn, þar til hann
hætti störfum vegna vanheilsu.
Árið 1934 giftist Böðvar eft-
irlifandi konu sinni, Signýju
Bjarnadóttur. Eignuðust þau
eina dóttur, sem var föður sín-
um mjög hjartfólgin og lýsti
upp síðustu æfiár hans.
Böðvar sál. Gíslason mun
hafa verið elsti húsgagnasmíða-
sveinn hér á landi, sem óslitið
starfaði í iðninni og lifði það að
fylgjast með þeirri stórstígu
þróun, sem orðið hefir í þessari
iðngrein síðan um aldamót.
'Það, sem einkenndi Böðvar
sál, í daglegri umgengni var hið
glaða og jafna skap. Hann var
mjög fundvís á afsakanir fyrir
hvern þann, sem eitthvað varð
á, og vildi færa allt til betri veg
ar. Þess vegna var hann vel lið-
inn af samstarfsmönnum sín-
um, og var þeim góður og
skemmtilegur félagi með sinni
græskulausu og meinlausu
findni.
Fögur fyrirmynd var þessi
elzti húsgagnasmíðasveinn stétt
arbræðrum sínum í stundvísi,
trúmennsku og góðri umgengni
á vinnustað, og var mikið hægt
að læra af honum á því sviði.
Nú ertu' horfinn gamli og
góði félagi og vinur, syrgður af
eftirlifandi konu og börnum.
Þín sakna allir, sem þér kynt-
ust. En starfsdagur þinn var
órðinn langur, trúlega starfað,
og hvíld er þreyttum kær. En
víst er um það:
Að ljúft er eftir liðinn dag
um lokið stríð að dreyma.
Og slíðra sverð um sólarlag,
og sofna þreyttur heima.
Blessuð sé minning þín.
Þ. Sigurðssón.
Glas læknir
eftir
Ojalmar Söderberg.
Keðjuhlekkir
600x16 — 650x16 — 000x18.
teknir upp í dag.
Keðjur, somu stærðir, fyrirliggjandi.
Sigurður Steindórsson,
BifreiðastðO Steindórs.