Alþýðublaðið - 17.03.1943, Page 5

Alþýðublaðið - 17.03.1943, Page 5
MiSvikudagur 17. marz 1943. ALÞYÐUBLAÐIP Þetta er „Tirpitz.“ Skömmu eftir að þýzka orrus uskipinu „Bismarck“ var sökkt, vorið 1941, varð það kunnugt, að Þjóðverjar hefðu lileypt af stokkunum öðru orrustuskipi af sörnu stærð og gerð, sem gefið var nafnið „Tirpitz". Af þessu herskipi hafa þó litlar sögur farið. Þjóðverjar hafa gætt þess vel, að hafa það ekki í neinni hættu. Það hefir lengst af legið inni á fjörðum í Noregi. Þessi mynd var tekin af þvi þar. MÓÐIR MÍN, Jane Lompton Clemens, dó á áttugasta og áttunda aldursári, sem er hár aldur konu, sem um fertugs- aldur var svo veikbyggð og heilsutæp, að henni var ekki hugað líf og gat litla björg sér veitt. En örbjarga manneskja, sem tekur jafnmikinn þátt í kjörum annarra og hún gerði og lætur ekkert fara fram hjá .sér, er dauðanum ekki þægt her Jang. Hún var svo brjóstgóð, að hún tók þátt í hörmum og gleði allra, sem umgengust hana. Einn af nágrönnum hennar gat aldrei komizt að því, hvernig hún kæmist að öllu því, sem fram fór í kringum hana, og xeyndi hann þó mikið til þess. Og ekki varð hann síður undr- andi á því, hvernig hún tók þeim fréttum, sem hann færði henni. Einu sinni sagði hann henni frá því, að maður nokk- ur hefði dottið af hestbaki og dáið ,af því að kálfur hljóp í veg fyrir hestinn. Móðir mín spurði af mikilli eftirvæntingu: — Hvað varð um kálfinn? Hún lét sér ekkert óviðkomandi. Alltaf gat hún fundið nægi- legar afsakanir og eitthvað fann hún gott við alla, hvort sem um menn eða dýr var að ræða — jaínvel þótt hún yrði að finna það upp. Einu sinni gátum við meira að segja narrað hana til að leggja sjálfum höfuðpúkan- um liðsyrði. Við byrjuðum á því, samsærismennirnir, að salla á hann svívirðingum og hættum ekki fyrr en hún gekk í gildruna. Hún kannaðist að visu við það, að ekki væri hann nú neitt guðslamb, e.n var hon- um ekki vorkunn, þar sem eng- inn hafði hafði í átján aldir beð- ið fyrir þessum auma syndara? Hún notaði aldrei stóryrðin, en þó var hún mælskasta mann- eskja, sem ég hefi þekkt, þegar hún komst í æsingu. Við höfð- um á heimilinu svertingja- dreng, sem var þræll, og við höfðum fengið að láni. Hann hafði verið tekinn frá ættingj- um sínum í Maryland, fluttur yfir hálft meginlandið og seld- Móðir Mark Twains Eftirfarandi grein, sem er kafli úr sjálfs- ævisögu hins heimsfræga rithöfundar Mark Twain, fjallar um móður skáldsins, sem, samkvæmt lýsingu son- arins, hefir hlotið að vera hin merkilegasta kona. Sj s s $ ■s s s Amerískar vinnubuxur nýkomnar. VERZL. Grettisgötu 57. ur. Allan daginn söng hann, blístraði, hló og þvaðraði. Læt- in í drengnum voru óþolandi og einn daginn stóðst ég ekki mát- ið lengur en bað móður mína að þagga niður í honum. Tárin komu í augu móður minnar, og hún sagði: — Veslings drengurinn. Þeg- ar hann syngur, ber það vott um, að hann sé ekki að hugsa um hin dapurlegu örlög sín þá stundina, og það veitir mér huggun. En þegar hann er þög- ull, þykist ég vita, að honum líði ekki vel. Hann fær aldrei framar að sjá móður sína, og ég er þakklát, þegar hann syng- ur. Ef þú værir eldri, mynd- irðu skila þetta og söngur þessa munaðarlausa barns myndi gleðja þig. Hún var vinur málleysingj- anna. Flækingskettir áttu grið- land hjá henni. Einu sinni voru nítján kettir á heimilinu sam- tímis. Það var engin smáræðis fjölskyldubyrði, en köttunum leið vel og það var henni fyrir mestu. Hún var alltaf með kött í fanginu, en hún harðneitaði því, að sér þætti vænna um ketti en börn. Þó sagði hún, að kettir hefðu einn kost fram yfir börn, það væri hægt að láta þá á gólfið, þegar maður vildi. Eg var henni ekki þægur ljár í þúfu, þegar ég var drengur, og einn af nágrönnunum sagði eitt sinn við hana: — Trúirðu nokkru orði af því, sem þessi drengur segir? — Hann er uppspretta sann- leikans, sagði móðir mín. — En það er ekki hægt að tæma brunninn með einni fötu. Eg kann að draga frá, svo að hann leikur aldrei á mig. Eg geri ráð fyrir þvi, að níutiu hundruð- ustu af þvi, sem liann segir, séu ýkjur, en afgangurinn heil- agur sannleikur. Hana hryllti við ormum og pöddum, sem ég gekk með í vösum mínum og laumaði stund um í saumakörfuna hennar. Annars óttaðist hún ekki neitt. Dag nokkurn sá ég bandóðan Korsíkubúa, sem allir þorpsbú- ar óttuðust, elta dóttur sína með gildan kaðal í hendi í þeim fróma tilgangi að strýkja hana. Karlmennirnir létu sem þeir sæju þetta ekki, svo hræddir voru þeir við afarmennið, en móðir mín opnaði dyr sínar upp á gátt fyrir hinni flýjandi stúlku, en í stað þess að skella aftur hurðinni og tvílæsa, stóð hún sjálf í dyrunum. Maður- inn krossbölvaði og formælti og ógnaði henni með kaðlinum, en hún stóð teinrétt í dyrunum, hörfaði hvergi, en las yfir hausamótunum á mannfólinu unz hann varð sneyptur, bað hana fyrirgefningar, fékk henni svipuna og sagði að fjandinn mætti eiga sig upp á það, að hún væri sú hugrakkasta kona, sem hann hefði kynnst. Hann og móðir mín voru perluvinir upp frá þessu. Hann fann í henni það, sem hann hafði allt af þráð að kynnast — mann- eskju, sem ekki óttaðist hann. Dag nokkurn var hún á gangi á götu í St. Louis og kom þá auga á ekil, sem var að berja hestinn sinn í hausinn með þungri svipu. Hún tók af hon- um svipuna og þuldi yfir hon- um unz hann hét því að berja hestinn sinn aldrei framar. Aldrei varð hún svo veik eða hrörleg, að hún gæti ekki farið snemma á fætur til þess að horfa á trúðfylkinguna halda innreið sína í borgina. Hún hafði unun af skrúðgöngum og allskyns sýningum og samkom- um, sem ekki voru andstæðar trúarbrögðunum, og hún sá sig aldrei úr færi að vera við jarð- arfarið. Hún afsakaði sig með því, að ef hún fylgdi ekki öðr- um til grafar, myndi enginn fylgja sér til grafar. Hún var orðin 82 ára gömul og átti heima í Keokuk, þegar hún heimtaði að fá að taka þátt í samkomu, sem frumbyggjar Missisippidals héldu. Á leiðinni þangað, sem var talsverður spölur, var hún eins og ung stúlka, full af eftirvæntingu og æsingi. Þegar til gistihússins kom, spurði hún strax eftir Dr. Barrett frá St. Louis. Hann hafði farið burtu um mrogun- inn, var henni sagt, og var ekki væntanlegur aftur. Þá sneri hún sér undan, öll eftirvænt- ing og tilhlökkun var horfin, og hún vildi fara heim. En úr því varð þó ekki, og hún sat þarna þögul og hugsandi í marga daga. Loks sagði hún okkur, að þegar hún hefði ver- ið átján ára, hefði hún unnað I ungum læknanema hugástum. I En þau orðu ósátt út af lítil- ræði, og hann fór úr landi. Skömmu seinna giftist hún, til þess að sýna honum, að sér stæði á sama. Hún hafði aldrei séð hann síðan, en lesið það í blaði, að hann ætlaði að verða viðstaddur samkomu frum- byggjanna í Missisippidal. -— Og hann fór aðeins þremur klukkutímum áður en við fór- um, sagði hún með grátstafina í kverkunum. Þetta leyndarmál hafði hún geymt i hjarta sínu í sextíu og fjögur ár, án þess nokkurt okk- ar grunaði það. Áður en árið var úti, f'ór hún að tapa minni. Stundum settist hún við að skrifa bréf til gamalla skólafé- laga, sem höfðu legið í fjöru- tíu ár undir grænni torfu og furðaði sig á því að fá aldrei svarbréf. Fjórum árum seinna dó hún. En tannhvöss var hún til ævi- loka, ef henni bauð svo við að horfa. Mér hafði alltaf verið sagt, að ég hefði verið lasburða í bernsku minni og lifað mest- megnis á lyfjum fyrstu sjö ár ævinnar. Síðasta árið, sem móð- ir mín lifði innti ég hana eftir þessu og sagði: — Þú hefir sennilega verið áhyggjufull mín vegna á þess- um árum? — Já, víst var ég það. — Og óttast, að ég myndí deyja? Eftir stundarþögn sagði hún: — Nei, ég var hrædd um, að þú myndir ekki deyja. Móðir mín, Jane Lampton Clemens, er söguhetja í sumum bókum mínum. Eg lét hana tala mállýzkur og reyndi að punta upp á hana með ýmsum brögð- um, en sjálf bar hún alltaf af. Um manninn, sem blótaði veðrinu og sá tákn og stói” merki á himninum. — Hefir þú blótað veðrinu? — Ger- ast hetjusögur núna? Hvað skal til bragðs taka? Fyrir fjolda mörgum árum, þegar ég var lítill drengur, komst ég yfir smákver eitt og las þaS af mikilli áfergju. Það var furðulegt kver. Maðurinn, sem skrifaði það, vitnaði um sál- arkvalir sínar og sára iðrun. Hann hafði séð einhver tákn og stórmerki á himninum, og fullyrti hann að þau hefðu verið vísbending til hans fyrir ægilega synd, sem hann liafði framið. Og hann þagði heldur ekki yfir synd sinni. Hann hafði komið út úr bæjardyrunum sínum í vondu veðri og blótaði veðrinu! UPP FRÁ ÞVÍ blótaði hann aldrei veðrinu, en lá í rúmi sínu og bað til guðs um að honum yrði syndin fyrirgefin, og daglega sá hann furðulegar sýnir, sem ætluðu að gera hann sturlaðan. Um það leyti sem ég las þetta ægilega kver var iðulaus stórhrið í marga d&ga, svo að varla var hundi út sigandi, þó að við strákarnir skriðum út á fannirnar til að slást. En ég gætti þess vel og vandlega að blóta ekki veðrinu. Ég jafnvel hvíslaði, þar sem ég sat undir grjótgarði og beið eftir leikfélaga mínum bless- unarorðum um veðrið, þakkaði guði fyrir veðrið og hældi honum á hvert reipi fyrir það, hve snilld- arlega honum færist úr hendi að búa til svona ágætt veður. EN FURÐULEGT ER ÞAÐ, að alltaf þegar vond veður geisa, verður mér hugsað til mannsins, sem blótaði veðrinu og varð svo ekki mönnum sinnandi út af því. Mér skilst núna að rithöfundurinn hafi verið orðinn eitthvaö skrítinn í höfðinu, en í þá daga grunaði mig aldrei að endileysa gæti birzt á prenti. Það, sem stóð á prenti, hlaut að vera heilagur sannleiki. HAFIÐ ÞIÐ BLÓTAÐ veðrinu undanfarna daga? Gætið að ykkur og gerið það ekki. Þegar rofar til getur verið að þið sjáið eldkrossa, blóðugar axir, ríðandi mann á hvítum hesti í skýjunum með geislabaug og í bláum kyrtli og þá verður ekki að sökum að spyrja fyrir ykkur. Ég reyni að takmarka mínar formælingar, segi bara: „Þetta er Ijóta veðrið.“ Stundum fer ég kannske yfir markið — og sé þá strax eftir því og hugsa til mannsins, sem blótaði veðrinu. ÉG HELD NÆSTUM ÞVÍ að haustsálin með svörtu gleraugun, sem við Tómas Guðmundsson hitt- um í blotanum og hlýjunni í vet- ur, ætli að' reynast sannspá. Þetta er ljóta veðrið, versti vetur, sem við höfum fengið í 15 ár eða meira. Það er verst að geta ekki kennt einhverjum um það. Það léttir alltaf ef hægt er að ásaka ein- hvern! Finrist ykkur það ekki? En það dugar ekki. Borgarstjórinn er úr allri sök — nema þá ef hann hefir blótað veðrinu. Ríkisstjórnin er víst laus allra mála. Það væri þá helzt Ameríkanrnir með alla sína bannsetta skothríð, sem kem- ur af stað titringi í loftinu. Ja, þú hlærð. En ég hefi hitt konu, sem talaði um þetta í fullri alvöru. — Henni var ekki hlátur í hug. Hún kenndi stríðinu um allt saman. Það væri alltaf verið að skjóta hringinn í kringum landið. Hvort ég héldi ekki að það gæti haft áhrif á veðrið. O-jú, drengur minn. ÉG VAR AÐ HUGSA um það, hvort ekki gætu gerzt hetjusögur hérna á götunum í Reykjavík þessa daga iðulausrar stórhríðar. En allt slíkt er víst úr sögunni. Það væri kannske helzt smákrakk- arnir, sem bera út blöðin á morgn- ana, eða þá fólkið í skúrunum, sem verður að moka snjó af gólfinu hjá sér á morgnana. Ég sá að vísu „hetju“ eitt kvöldið klukkan tæp- lega tólf. Það var vont veður. Út Frh. á 6. s»u.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.