Alþýðublaðið - 19.03.1943, Síða 3

Alþýðublaðið - 19.03.1943, Síða 3
Föstudagur 19. marz 1943.. ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Tunis: Bandarlbjamenii sækja til Gabes og Sfax. Þeir hafa tekið 6afsa. LONDON, í gærkv. BERSVEITIE Bandaríkjamanna tóku Gafsa í gær. Bandaríkjamenn beittu í sókn sinni öflugum vélaher, fótgönguliði og flugher. Franskar hersveitir, sem sóttu að borginni úr norðri hafa nú sanieinast hersveitum Bandaríkjamanna. Hersveit- imar halda nú áfram sókn sinni eftir veginum, sem liggur til Gabes og hafa sótt fram um 15 km. og eiga skammt ó- farið til hæða í námunda við veginn, þar sem talið er að Þjóðverjar muni reyna að veita viðnám. Horskír prestar send ir í þegnskjrldnvinno I FRÉTTUM til norska blaða fulltrúans hér er sagt frá að sænska blaðið „Nye Dagligt Allehanda“ hafi fengið nýjar upplýsingar frá Noregi um sein ustu ráðstafanir quislinga gagn vart norskum prestum og guð- fræðingum, sem andvígir eru Quisling. Skancke kirkjumálaráðherra Quislings lieí'ir útbúið lista ýfir þá presta og guðfræðinga, sem skyldaðir eru til vinnu sam- kvæmt hinni nýju tilskipan Qui.sling um almenna vinnu- skyldu. Á lista þessitm eru nöfn 275 presta og guðfræðinga. Skancke- liefir falið yfir- manni vinnumiðlunarskrifstof- unnar að kveðja þessa presta til vinnu. En þetta eru aðallega prestar, sem Quisling hefir svipt embættum og svo guð- fræðingar. í hréfi Skancke til yfirmanns vinnumiðlunarskrifstofunnar segir ennfremur að nauðsyn- legt sé að hraða framgangi þessa máls og það hafi mikla þýðingu að koma þessurn prest um og guðfræðingum í vinnu, þvi þeir tillieyri kirkju andstöð unni gegn Quisling og bezt sé að senda þá til vinnu, sem lengst frá sókn þeirra og heim- ilum. Sumir þessara presta eru kómnir yfir sextugt. Blöð í Svíþjóð fara hörðum orðum um þessa framltomu rnzista í Noregi. Bardagamir i Burma. London, í gærkv. HAIIÐIÍÍ bardagar hafa að undanförnu geisað í Burma. í Japanir hafa hafið gagnsókn til þess að stöðva framsókn Bandamanna þar. Hþrsveitir Bandamanna liafa ®rðið að hörfa nokkuð til þess áð eiga það ekki á hættu að verða innikróaðar. Enn eru þó bardagar háðir á Arakansvæðinu, Flugvélar Bandamanna gera stöðugar árásir á stöðvar Jap- ana í Burma, bæði á hafnar- korgirnar, flugvelli og eins á stöðvar þeirra við landamæri Burmá og Kína, þar sem mikið hefir verið barizt að undan- förnu. Þá segja fréttaritarar að aðr- ar hersveitir Bandaríkjamanna sæki fram eftir veginum til Sfax. Um Gafsa liggja margir þýð- ingarmiklir vegir og' hefir bær- inn út frá því sjónarmiði mikla hernaðarlega þýðingu, en svo er annað, sem miklu máli skiptir að frá Gafsa geta Banda menn ráðist á hægri fylkingar- arm hers Rommels ef hann neyðist að hörfa þegar 8. her- inn ræðst til atlögu. Þjóðverjar hörfa nú á þess- um slóðurn undan í áttina til Marethlínunnar. 8. herinn réðist til atlögu við ströndina hjá Marethlínunni fyrir nokkrum dögum og hefir hann bætt nokkuð afstöðu sína þar og tryggt sínar nýju stöðv- ar. í Norður-Túnis hafa bardag- ar haldið áfram við Sendjen- ine. Þjóðverjar hafa venjulega byrjað árásirnar og ef þeim hef ir tekizt að sækja nokkuð fram í byrjun, hafa þeir verið hrakt- ir aftur til baka. Þögnin nm Hitler. London, í gærkv. ALMENNINGUR í Þýzka- landi er eins og almenn- ingur í löndum Bandamanna dá lítið undrandi yfir hvað lítið hefir heyrst frá Hitler nú að undanförnu. Útvarpið í Berlín skýrði frá þvi í dag að útbreiðslumálaráðu neyti Þjóðverja hafi látið þýzku blöðunum i té myndir af Hitler, seni nýlega Iiafa verið teknar af honum. Berlínarútvarpið sagði, að þessar myndir sýndu að Hitler hefði nýlégá lagt af stað til austurvigstöðvanna til þess að ráðgast við þýzku yfirherstjórn ina. . Berlínarútvarpið gerir þá skyssu með þvi að segja, að Hitler sé fyrir nokkru farinn til austurvígstöðvanna, að það gleymir þvi að undanfarna daga hefir það sagt að Hitler væri önnum kafinn i aðalbæki- stöð sinni á austurvígstöðvun- um. LONDON, i gærkv. Flugvélar frá Malta hafa ráð- ist á skipalest við Sikiley og hæft olíuskip 3 tundursprengj- um. Þá hafa flugvélar frá eynni ráðist á staði á Sikiley og í- talíu. Að minnsta kosti. 16 járn- brautarvagnar voru eyðilagðir í þessum árásum. Á myndinni sést rússneskur liðsforingi vera að kenna rússnesku varaliði meðferð á byss- um„ sem ttotaðar eru gegn skriðdrekum. 1 ■ 4 ■ • ... • íiij t./i • .'■."•: Tlmoebenko befilr rofi- ið varnarlfinii Þjéðverja við Staraya Rnssa. Rússar halda velli við Donetz fljót. JÓpVERJAR skýrðu chenko hafi brotið LONDON, í gærkv. frá því í dag að hersveitir Timo- skarð í várnarlínu Þjóðverja við Staraya Rússa. suður af Ilmenvatni. Rússar hafa enn ekki minnst á þetta. Þeir geta þess hinsvegar að hersveitir Timochenko hafi tekið 10 vel víg- girt þorp suður af Ilmenvatni s. 1. sólarhring. Þjóðverjar lialda áfram árás-< um sínmn á allri víglínunni frá norðvestan Kursk til Isyum. Er víglínan um 400 km. á lengd. Rússar segjast hafa hrundið árásum Þjóðverja á öllu þessu svæði og Þjóðverjum liafi al- gerlega nxistekist að komast austur yfir Don. Paul Winterton fréttaritari. brezka útvarpsins í Moskva seg ir í fréttum sínum í dag, að Þjóðverjar hafi beðið gífurlegt tjón á mönnum og hergögnum í þessum árásum sínum. En hinsvegar segir fréttaritarinn, að enn verði ekki séð hvort sóknartilraun Þjóðverja liefir náð hámarki sínu, því að þeir sendi stöðugt fram nýtt varalið. Við Clmguev 30—40 km. austur af Kharkov hafa Rúss- ar gert velhieppnaða gagnárás og hraki.ð Þjóðverja úr þorpi, sem hefir milda hernaðarlega þýðingu. I þess'ari viðureign feldu Rússar 500 Þjóðverja. Báðir aðilar tefla fraxn rnild- um flugher yfir þessum víg- stöðvum. Nota Þjóðverjar hæði sprengju- og steypiflugvélar, en Rússar nota Stormovik steypi- flugvélar gegn skriðdrekum Þjóðverja en orrus Luflugvélar gegn sþrengjuflugvélum þeirra. Sókn Rússa til Smolensk held ur áfram þrátt fyrir gagnárásir Þjóðverja og slæma færð. Hersveitir Rússa, sem mest eru borginni eiga 75 km. eftir ófarna til, borgarinnar. Hersveitir Rússa, seih sækja fram suðvestur af Byeli tóku yfir 30 þorp s. 1. sólarhring. Rússar sækja nú úr tveimur áttum að Durovo, sem er þýð ingarmikill járnhrautarbær á milli Vyazma og Smolensk. Fréttir frá Stokkhólmi hei-ma, að rússneskar hersveitir séu aðeins 13 km. frá Petsamo. Gatronx ræðlr fyrst fið Girand. London, í gærkv. TILKYNNT hefir verið í að- albækistöðvum Stríðandi Frakka, að de Gaulle muni ekki * fara til Algier fyrr en Catroux landstjóri í Sýrlandi sé kominn þangað og hafi rætt við Giraud. Þýzk flugvél hefir nauðlent á Varmalandi í Svíþjóð. í flugvélinni voru 15 þýzkir liðsforingjar í einkennisbúning um. Þjóðverjar héldu því fram að þetta væri farþegaflugvél, en vopn fundust í flugvélinni, sem afsönnuðu það. Mannlaus virki á Nýju Guineu. London, í gærkv. TTERSVEITIR Bandamanna sem sækja fram á Nýju Guineu fundu rammger virki, sem Japanir höfðu byggt, mann laus. Álitið er, að herlið það, sem var með skipalestinni, sem Bandamenn sökktu nú fyrir nokkru. hafi átt að verjast í þessum virkjum. Flugvélar Bandamanna hafa gert skæðar árásir á kafbáta- stöð Japana í Kiska á Aleut- eyjum. Bæði sprengju- ög orustu- flugvélar tóku þátt í árásinni. Franska Guiana i Suðui>Ameríku gengur á hond Girauds. London, í gærkv. U'VARPIÐ í Algier tilkynnti í kvöld að franska nýlend- an Guiana á norðurströnd Suð- ur-Ameríku, hafi gengið í lið með Giraud. Þetta er fyrsta nýlendan ut- an Afríku, sem lýsir yfir fylgi sínu við Giraud. Fíjngaidi flrid rðð- así á Vegesack. London, í gærkv. FLJÚGANDI virki og Li- berator flugvélar gerða loftárás í björtu á Vegesack* norðvestur af Bremen í Þýzka- landi. í borg þessari eru miklar kaf há tasmí ðas töðvar. (Loftvarnaskothríð Þjóðverja var áköf. 2 flugvélar komu ekki aftur úr leiðangrinum. Utanríkisþjón- usta Breta. Talsverðar umræður urðu í dag í efri málstofu brezka þings ins um utanríkisþjónustu Breta. Frumvarp lá fyrir málstof- uixni. sem gekk út á að gera nokkrar endurbætur á utanrík- isþjónustu Breta. Einn þingmannanna taldi að brezka utanríkisþjónustan væri enn þann dag í dag byggð á venjum frá 18. öld. Þá taldi þingmaðurinn að of einhliða val hafi átt sér stað á mönnum í utanríkisþjónust- una. Efnanxinni menn háfi átt erfitt með að komast þar að. Lady Ástor deildi. á utanrík- isþjónustuna að hafa ekki kon- ur í þjónust usinni, eins og mörg önnur ríki. Brezkar flugvélar gerðu í dag vel heppnaða loftárás á verk- smiðurju bæ einn skammt frá Rotterdam í Hollandi. Á heimleiðinni skutu þær nið ur tvær þýzkar orrustuflugvél- ar, sem réðust á þær.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.