Alþýðublaðið - 19.03.1943, Síða 5
r
Föstudag’ur 19. marz 1943»
ALÞÝÐUBLAÐIO
s
—f
KÆEA SYSTIR! Þú spyrð
mig að því, hvernig lífið
sé núna í því Frakklandi, sem
þú þekktir einu sinni.
Ef þú kæmir hingað, mynd-
irðu veita því strax eftirtekt,
að þeir, sem áður óku í bifreið-
um ferðast nú á reiðhjólum.
Það eru engir einkabílar til
lengur, engir leigubílar og fáir
almenningsvagnar. Menn hafa
reiðhjól sín með sér, hvert sém
þeir fara, og þegar þeir koma
heim, fara þeir með þau ofan í
kjallarann, inn í íbúðina eða
jafnvel inn í svefnherbergið.
Kvikmyndahúsin og gistihúsin
hafa ráðið til sín sérstaka menn
til þess að gæta reiðhjólanna,
því að þeim er stolið, ef þau eru
skilin eftir andartak.
Hinsvegar eru til handvagn-
•ar og farþegavagnar, sem knúð-
ir eru með handafli eins og kín-
verskir farþegavagnar. Þeir ör-
fáu vagnar, sem enn þá eru í
umferð, eru svo hlaðnir, að að-
eins helmingur farþeganna fær
sæti, og þeir, sem sitja, verða
að taka í kjöltu sína alla böggla
farþeganna.
I Frakklandi snýst allt um
skömmtunina um þessar mund-
ir, enda hugsa fáir um annað.
Allar vörur eru skammtaðar og
skammturinn er svo naumur,
að allir sem efni hafa á, reyna
að fara í kringum skömmtun-
ina, þrátt fyrir strangt eftirlit
og þungar refsingar, ef upp
’Jkemst.
í öllum búðum og markaðs-
torgum eru þýzkir lögreglu-
menn, sem njósna um kaup-
mennina og viðskiptavinina.
Sérhvert veiðiskip er rannsak-
að af Gestapomönnum, þegar
það kemur að landi. Einkennis-
búnir lögregluþjónar gæta fiski
mannanna og leynilögreglu-
men ngæta einkennisbúnu lög-
reglumannanna og sjá um, að
þeir geri skyldu sína. Allsstað-
ar er þýzka lögreglan á verði.
Eins og áður er sagt, er
•skömmtunin mjög takmörkuð.
JEn hitt er þó verra, að engin
trygging er fyrir því, að vör-
urnar fáist, sem menn hafa
,-skömmtunarmiða fyrir.
Til þess að byrja með verða
menn að standa í löngum röð-
um og bíða lengi eftir því að
þeir fái skömmtunarbækur sín-
ar. Því næst þurfa menn að bíða
lengi eftir því að fá bækurnar
áritaðar. Svo verða menn að lok
um að bíða lengi fyrir framan
búðimar áður en þeir komast
inn til þess að kaupa nauðsynja
vörurnar. Þannig geta menn
eytt hálfum degi í vörukaup og
fá þó ekki nærri því allt, sem
þeir þurfa að fá.
Ef menn eiga reiðhjól, geta
þeir farið á verzlunarstað utan
borgar. En það getur borgað
sig, því að þar geta menn til
vill fengið nýja ávexti í stað
þurkaðra ávaxta. Þó er þessi
Nimitz heiðraður.
Nimitz, sjóliðsforingi, sá sem stjórnar flota Bandaríkjamanna á Suðvestur-Kyrrahafi, hefir
getið sér góðan orðstír fyrir stjórn sína á flota Bandaríkjamanna í hinum mörgu viðureign-
um við Japana þar. — Á myndinni sézt King yfirflotaforingi Bandaríkjam. vera að sæma
Nimitz heiðursmerki.
Neyðin í Frakklandi uncU
ir obi þýzbu nazistanna.
E
FTIRFARANDI GREIN
er sendibréf frá franskri
konu íil systur hennar, sem
er eiginkona þekkts fram-
leiðanda í New York. Bréfið
lýsir vel ástandinu í Frakk-
landi undir oki Þjóðverja.
S
%
Kven-Hosnr
Baraa-Sokkar
Drengja-MSt
(BirQðir takmarkaðar). s
VERZL,
Grettisgötu 57.
SKðnpnm tnskur
í hæsta verði.
BaldorsQots 30.
verzlunaraðferð áhættusöm, því
að ef lögreglan kemst á snoðir
um þetta, er úti um sökudólg-
inn.
Mánuðum saman, eftir að
Þjóðverjar hertóku landið, sá
ég ekki kartöflur eða grænmeti
á markaðinum.
Gerfikaffi er allsólíkt kaffi
að öðru en litnum. Það er selt
í pökkum. Á botni pakkans er
ryk, svo er malað bygg, en of-
an á liggja fáeinar kaffibaun-
ir, sem hellt er á dag eftir dag.
Sykúrinn er þannig, að hann
bráðnar ekki. Brauðið er grá-
brúnt á lit, þungt í sér og hart
og í því eru strá og hár. Það
er eins ‘og leir á bragðið. En
þrátt fyrir þetta er það ágætis
verzlunarvara. Það er hægt að
selja það fyrir vindlinga, sard-
ínur eða nærri því að segja
hvað sem er.
Sérhver maður fær, sam-
kvæmt skömmtuninni, eitt egg
á mánuði. En menn fá sjaldnast
eggið sitt. Hænurnar eru svo
illa fóðraðar, að þær verpa yfir-
leitt ekki. Menn eru svo gráðug
ir í skömmtunarseðla, að það
verður að geyma þá undir lás
og slá.
Þjóðverjar hirða bezta vínið.
Frönskum verkamanni, sem er
vanur að fá einn lítra af léttu
víni með hverri máltíð, þykir
iítið að fá aðeins fjóra lítra á
mánuði. Og ekki fær hann
meira en, sex pakka af vindling-
um á mánuði. Konur fá enga
vindlinga.
í búðum kostar pakki af
vindlingum sjö franka. En
þeir, sem ekki reykja, selja
sína pakka 70 franka hvern —
til veitingahúsþjóna, sem selja
þá aftur á 100 franka.
Fataskömmtunin kemur harð
ast niður á kvenfólkinu, sem
alltaf vill ganga vel til fara.
Konurnar þurfa alltaf að hafa
einhver undanbrögð til þess að
geta fatað sig sæmilega og föt-
in eru þeim afar dýr.
Ekki er hægt að fá skó öðru-
vísi en með trésólum, Gas og
rafmagn er skammtað og verð-
ur að fara mjög sparlega með
það. Matarílát og föt eru þveg-
in úr köldu vatni. Á vetrum fá
menn frostbólgu í hendur, á
þær dettur sár og stundum
hleypur eitrun í sárin. Unga
fólkið þjáist af kirtlaveiki, sem
er afleiðing af bætiefnaskorti.
í fyrravetur var gerður ofur-
lítill skurður á öðrum fótlegg
mínum. Til þess að losna við
að fá kvef, fór ég loðfeldinum
mínum til sjúkrahússins. Eg
þarf að fara þangað daglega
dálítinn tíma, til þess að láta
skipta um umbúðir. En það var
aðeins skipt um umbúðir yfir
sárinu. Hinar umbúðirnar voru
alltaf hinar sömu. Og þegar ég
var orðin heilbrigð, varð ég að
skila umbúðunum, svo að hægt
væri að nota þær á aðra.
Erfitt er að ná til lækna, en
þó er erfiðara að fá lyf. Lækn-
ar láta venjulega þrjá lyfseðla
í þeirri von, að einhver þeirra
verði afgreiddur. Tannlæknar
eiga ekkert gull til þess að láta
í tennur fólks og verða menn
því að koma með dýra skart-
gripi, sem eru bræddir og not-
aðir til tannviðgerða. Ef kona
ber gulltönn í munni er jafnan
sagt, að hún hafi látið bræða
giftingarhringinn sinn, og menn
segja sín á milli: Hún er gift,
þessi kona.
í Frakklandi hafa menn ekki
enn þá dáið úr hungri, en hús-
dýrin eru að hverfa úr sögunni.
Hestar fá ekki nægilegt viður-
væri og eru því að hverfa úr
sögunni. Þeim er slátrað til mat
ar fyrir aldur fram. Kettir eru
orðnir sjaldséðir bæði vegna
þess, að þeir fá ekki nægilegt
viðurværi og auk þess líkjast
þeir mjög kanínum í/ suðunni.
Það er bannað með lögum að
gefa dýrum brauð eða annað
mj ölmeti.
Allt samkvæmislíf má heita
úr sögunni vegna skorts á mat-
vælum. Ef vinir eða kunningj-
ar bjóða manni til kvöldverð-
ar, verður maður að koma með
matvæli með sér eða að
minnsta kosti skömmtunar-
seðla. Stöku sinnum kemur það
fyrir að gestirnir gleyma þessu,
en þá er þeim ekki boðið oftar.
Stundum banna þýzku yfirvöld
in allt í einu umferð um göt-
urnar, og verða gestirnir þá að
dvelja alla nóttina í heimboð-
unum.
I þessum heimboðum er
naumast um annað rætt en mat
eða fatnað. Stöku sinnum er
þó minnst á stjórnmál. Allir
gera sér það ljóst, að enga hjálp
er að £á fyrr en hún kemur ut-
an frá.
Eg þekki fáar manneskjur,
sem ekki fyrirlíta Þjóðverjana
af öllu hjarta. Vegna áhrifa
Þjóþyerja gerði franska stjórn-
in ítrekaðar tilraunir í þá átt
að gera þjóðina vinveitta Þjóð-
verjum. En sú tilraun mistókst
. gersamlega. Frakkar fyrirlíta
allt, sem þýzkt er.
Þegar ég er búinn að skrifa
þetta bréf, ætla ég í bað, en ég
á enga sápu og get ekki hitað
vatnið. Eg verð því að baða mig
úr köldu, sápulausu vatni. Að
því loknu verð ég að þurka mér
með þurku úr pappír og bera
krem á andlit mitt. Hárnálar á
ég engar aðrar en þær, sem ég
hefi fundið af tilviljun á göt-
um úti, en auðvitað hefi ég soð-
ið þær og sótthreinsað. Rekkju-
voðirnar, sem ég hefi í rúmi
mínu, eru úr gerfibaðmull.
Líf okkar er ekkert annað en
heimskuleg bið í þeim kirkju-
garði, sem einu sinni vár kall-
aður Frakkland. Menn eiga eng
ar þrár eða langanir, aðrar en
þær að öðlast daglegt viður-
væri. Og þrátt fyrir þetta veit
ég að landar mínir eiga eina
vonarstjörnu, sem þeir mæna á
— frelsið.
Ekkert ameríkskt útvarp a íslenzku. Allt í lagi með
það! Einangrunin og hinir erlendu menn. Þeir, sem beita
bitrustu egginni.
E
G HEFI EKKERT lagt til mál-
anna í skrifunum um amer-
íkska útvarpið1 frá íslenzku út-
varpsstööinni. I*að er þó ekki
vegna þess að ég hafi ekki ákveðna
skoðun á því máli. Hinn duglegi
forstöðumaður upplýsingaskrif-
stofu Bandaríkjamanna hér hefir
hefir nú skrifað Jónasi Þorbergs-
syni og tilkynnt honum, að í tim-
um Ameríkumanna verði ekki út-
varpað neinu á íslenzku. Allt í
lagi. Við erum ánægðir með það.
Svona eiga menn að snúast við
málunum. Hann segir, að fyrst það
hafi komið í Ijós, að íslenzka þjóð-
in sé ekki öll ánægð með það fyr-
irkomulag, þá sé bezt að sleppa
þessum liðum. Þetta er gott.
EN SVO ER, eins og einhver
smágremja leynist á bak við. Hann
vitnar í útvarpstíma frá ameríksk-
um útvarpsstöðvum handa vin-
veittum þjóðum. Við látum okkur
alveg á sama standa um útvarps-
tímana frá London og Berlín á ís-
lenzku — okkur er gersamlega
sam ; um þá. Nærri allir, sem
hlusta á þessa tíma frá London og
Berlín — og þeir eru ekki margir,
sem það gera, eru alveg undrandi
yfir því hvers vegna mennirnir eru
með þessa fyrirhöfn. Þessir út-
varpstímar hafa gersamlega mis-
íekizt. Efni þeirra er oft á tíðum
svö einfeldnislegur áróður, að
undrum sætir.
ÞEIR GETA hvenær sem er
þyrjað að útvarpa á íslenzku frá
Moskvu eða New York. Við látum
okkur alveg á sama standa um
það. Moskva þarf þess þó ekki.
Hún hefir hér heilan stjórnmála-
flokk, sem sér um áróður hennar.
Það er nauðsyrilegt að íslendingar
gleymi því ekki í þeirri þjóðernis-
baráttu, sem þeir heyja nú. Þar er
ef til vill bitrustu egginni stefnt
að brjóstum okkar. Þar halda ís-
lendingar um hjörinn. í andlegri
baráttu stafar okkur ekki eins
mikil hætta af erlendum mönnum
og frá mönnum, sem kalla sig ís-
lendinga.
ÞAÐ ER ALVEG ÓÞARFI að
vera að ræða þetta miklu meira.
Ef hinir erlendu. menn skilja ekki
aðstöðu okkar, þá þeir um það.
Við höldum okkar strik. Ég sagði
það 11. maí 1940, daginn eftir að
Bretarnir komu hingað, að eina
vopn okkar gegn erlendu fjölmenni
í landinu væru heimilin okkar.
Einangrun okkar á heimilunum og
við vinnuna væri eina vopn okkar.
REYNSLAN HEFIR áþreifan-
lega sannað, að þetta var og er
rétt. Heimilm okkar eru svo fá.
Hinn erlendi her er svo fjölmenn-
ur. Við skiljum fullkomlega að-
stæður hermannanna, en við get-
um ekki gert heimilin að her-
mannaskálum. Ef við gerðum það,
værum við búnir að vera. Ég hygg
jafnvel að íslendingar myndu
Fdá. af 5. sá$u.