Alþýðublaðið - 15.04.1943, Síða 4
r
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Fimmtudagm- 15. apríl 194SI*-
jUjríjðnblaðið
Útgefandl: Alþýðaflokkuriim.
Rltstjórí: Stefán Fétnrsson.
Ritstjóm og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjómar: 4901 og
4902.
Simar afgreiðslu: 4900 og
4906.
Verð i lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Engin lausn.
AUKAiÞINGIÐ hefir nú lok-
ið störfum og gert að lög-
nm það litla, sem eftir var af
dýrtíðarlagafrumvarpi stjórnar
ínnar eftir hinar löngu umræð-
ur og atkvæðagreiðslur um það
í báðum deildum.
Frumvarpinu, sem í neðri
deild hafði verið algerlega um-
turnað samkvæmt breytingar-
tillögum fjárhagsnefndar, var
enn á ný breytt meira og minna
í efri deild. Eftir urðu að end-
ingu ekki nema nokkrar af þeim
greinum þess, sem samþykktar
voru eftir þriðju umræðu í
neðri deild, en þær hafa inni að
halda ákvæðin um 1) verð-
lækkunarskattinn, sem á að afla
fjár til þess að stanáa straum
af f járframlögum liins opinbera
til bráðabirgðalækkunar á út-
söluverði landbúnaðarafurða;
2) nefndina, sem ætlað er að
finna vísitölugrundvöll fyrir
framtíðarverðlag landbúnaðar-
afurða og hlutfall þess við
kaupgjaldið, og 3) bráðabirgða-
lækkunina á úfsöluverði land-
búnaðarafurða með það fyrir
augum að lækka vísitöluna og
fjárframlögin úr ríkissjóði til
þess að bæta bændum upp þá
verðlækkun.
Út úr frumvarpinu var í efri
deild tekið 1) ákvæðið um tak-
mörkun á varasjóðshlunnind-
um hlutafélaga; 2) ákvæðið um
að heimilt skuli, að fengnu sam-
komulagi við sambönd laun-
þega, að greiða lægri dýrtíðar-
uppbót á kaupgjaldið í næsta
mánuði, en núgildandi vísitala
segir til, og 3) að heimilt skuli
að íeggja 3 milljónir í sérstak-
an atvinnutryggingarsjóð. Hins
vegar var í stað þessa síðasta
ákvæðis bætt inn í greinina um
verðlækkunarskattinn, að 3
milljónir af því fé, sem inn
kemur fyrir hann, skuli renna
til alþýðutrygginganna. Auk
þess var ákveðið, að skattfrjálst
nýbyggingarsjóðstillag einstak-
linga og sameignarfélaga, sem
stunda sjávarútveg, skuli hækk-
að úr 20% upp í 33Vó% af
hreinum árstekjum jjeirra og
þýðir það, að smáútgerðin er
raunverulega undanþegin verð-
læSkkunarskattinum. ,
Þrátt fyrir þessar breytingar
á dýrtíðarlagafrumvarpinu í
efri deild er þjóðin áreiðanlega
litlu nær í baráttunni gegn
verðbólgunni og dýrtíðinni með
samþykkt þess. Með slíkri laga-
setningu er engin varanleg
lausn fengin á dýrtíðarvanda-
málunum. Henni er alveg skot-
ið á frest. Engar ráðstafanir
eru gerðar til þess að skatt-
leggja stríðsgróðann umfram
það, sem áður var. Engin var-
anleg ráðstöfun heldur til þess
að lækka afurðaverðið og skapa
réttlátara hlutfall milli þess og
kaupgjaldsins; því verði hin
fyrirhugaða nefnd ekki á einu
máli um það, á þetta atriði enn
að koma til kasta alþingis.
Hins vegar verður samkvæmt
þessari lagasetningu reynt að
lækka vísitöluna í bili með
bráðabirgðalækkun á útsölu-
Hln nýf u lðg um dýr
tíðarráðstafanir.
DÝRTÍÐARLÖGIN. sem al-
þingi afgreiddi i fyrrinótt,
hljóða þannig orðrétt, eftir
síðustu breytingarnar, sem á
dýrtiðarlagafrumvarpinu voru
gerðar í efri deild:
1. gr.
Auk skatta þeirra, sem í 6.
gr. laga nr. 6 1935, sbr. 1. gr.
/ * 4
laga nr. 20 1942, og í lögum nr.
21 1942 getur, skal árið 1943
leggja á tekjur ársins 1942
skatt, er nefnist verðlækkunar-
skattur, samkvæmt eftirfarandi
reglum:
Af skattskyldum tekjum
lægri en 10 000 kr. greiðist
enginn verðlækkunarskattur.
Af 10— 11 þús. kr. greiðist 150 kr. af 10 þús! og 4% af afg
— 11_ 12 — 190 ill 5— _ —
12— 13 — — — 240 12 6
— 13— 15 —- — — 300 13 7 . —
— 15— 17 — — _ 440 15 8
17— 20 — 600 ; 17 9
1 20— 25 _ 870 20 10
— 25— 30 — — — 1370 25 13 .
30—100 — 2020 30 18
— 100—125 — — — 14620 100 — ----- 15
125—150 — 18370 125 — — 10
— 150—200 — 20870 150 5
— 200 þús. og yfir — 23350 200 — — 0 —
Skattfrjálst nýbyggingarsjóðs
tillag einstaklinga og sameign-
arfélaga, sem stunda sjávarút-
veg sem aðalatvinnurekstur,
skal hækka frá þvi, er segir i
g-lið 14. gr. laga nr. 20/1942,
úr 20% í 33Vá% af hreinum
árstekjum þeirra. Ákvæði þetta
skal koma til framkvæmda við
álagningu skatta á tekjur ársins
1942.
2. gr.
Tekjum þeim, sem aflað er
samkv. 1. gr., skal varið til að
standast lcostnað þann, er ríkis-
sjóður kann að hafa af fram-
lcvæmd 4. og 5. gr. laganna.
Enn fremur skal verja 3 millj-
ónum króna af tekjunum til
þess að efla alþýðutryggingar.
Upphæðin greiðist til Trygging
arstofnunar rikisins, og skal
setja nánari ákvæði um notkun
fjárins um leið og endurskóðun
fer fram á lögum um alþýðu-
trvggingar.
3. gr.
Um álagningu, gjalddaga.
lögtaksrétt, viðurlög og inn-
heimtu verðlækkunarskatts fer
að lögum um eignar- og tekju-
skatt (sbr. lög nr. 20 20. maí
1942, 14. gr. a.).
4. gr.
Skipa skal sex manna nefnd,
er finni grundvöll fyrir vísitölu
framleiðslukostnaðar landhún
aðarafurða, er fara skal eftir
við ákvörðun verðs landhúnað-
arvara, og hlutfall milli verð-
lags landbúnaðarvara og kaup-
gjalds stéttarfél., er miðist við
það, að heildartekjur þeirra, er
vinna að landbúnaði, verði i
sem nánustu samræmi við tekj
ur annarra vinnandi stétta.
Skal i þvi sambandi tekið tillit
til þess verðs, sem fæst fyrir
útfluttar landbúnaðarafm-ðir.
Nefndin skal skipuð Iiag-
stofustjóra, og sé liann formað-
ur nefndarinnar, forstöðumanni
búreikningaskrifstofu ríkisins,
tvehn mönnum ef tir tilnefningu
Búnaðarfélags íslands, einum
manni eftir tiinefningu Alþýðu-
sambands íslands og einum
manni tilnefndum af Bandalagi
starfsmanna rikis og bæjarfé-
laga.
Nú verður nefndin sammála
um visitölu framfærslukostn-
aðar landbúnaðarafurða og
hlutfall milli verðlags á land-
búnaðarafurðuin og kaupgjalds
stéttarfélaga, og skal þá verð á
landbúnaðarvörum ákveðið i
samræmi þar við, meðan nú-
verandi ófriðarástand helzt. Þó
er ríkisstjórninni heimilt að á-
kveða lægra verði á einstökum
vörutegundum gegn framlagi
úr ríkissjóði.
Nefndin skal ljúka störfum
og skila áliti til ríkisstjórnar-
innar fyrir 15. ágúst 1943.
5. gr.
Þar til verð landbúnaðarvara
verður ákveðið samkvæmt fyr-
irmælum 4. gr., er rikisstjórn-
inni beimilt, að fengnu sam-
þykki Biínaðarfélags íslands, að
ákveða verð þeirra þannig:
Útsöluverð mjólkur verði
lækkað i allt að kr. 1,30 pr. ltr.
og verð annarra mjólkurafurða
í samræmi við það. Lækkun á
verðinu til framleiðenda verði
'hlutfallslega jöfn þeirri lækkun
á visitölu kauplagsnefndar, sem
verður í mesta mánuði eftir að
mjólkurverðslækkunin kemur
til framkvæmda, og verðið ti.l
þeirra breytist síðan i samræmi
við breytingar á vísitölunni, en
að öðru leyti verði verðlækkun-
in á mjólk og mjólkurafurðum
borguð úr ríkissjóði.
Verð á kjöti, sem fyrirliggj-
andi er í landinu, er heimilt að
lækka méð framlagi úr ríkis-
sjóði, þannig að heildsöluverð
á dilkakjöti verði fært niður í
allt að kr. 4,80 pr. kg. og verð
á öðrum tegundum kjöts í sam-
ræmi við það.
Ákvæði þessarar greinar
um verðlag og ríkisframlag
falla úr gildi eigi siðar en 15.
september 1943.
6. gr.
Mál út af brotum á lögum
þessum fara að hætti opinberra
mála.
7. grj.
Lög Jiessi öðlast þegar gildi.
Gistihnsin 00 gisti-
húsnloggjöfin.
Alþýðublaðinu hefir borizt
eftirfarandi frá póst- og
símamálastjóra og vega-
málastjóra:
t ALÞÝÐUBLAÐINU í gær
er grein vun gistihúsahald
í landinu og nauðsyn þess, að
verði landbúnaðarafurða. Og
þótt svo sé fyrir mælt, að sú
verðlækkun skuli bætt bændum
upp að fullu úr ríkissjóði, má
máske segja, að fyrir launa-
stéttir landsins hafi ekki leng-
ur verið ástæða til að vera á
móti því, eftir að öll ákvæði
um launalækkun, einnig ákvæð-
ið um lækkun dýrtíðaruppbót-
arinnar í einn mánuð, höfðu
verið' tekin út úr frumvarpinu.
og sérstakur skattur verið á-
kveðinn til að standa slraum af
uppbótunum, sem ekki heldur
kemur niður á launastéttunum.
Eftir það má segja, að þessi
lagasetning sé að minnsta kosti
ekki skaðleg fyrir launastéttir
landsins, þó að hún sé hins veg-
ar engin lausn á dýrtíðarvanda-
málunum.
Happdrætti félaps tslenskra mpdlistamanna.
Drætti happdrættisins er frestað til 14. júní 1943.
Happdrættismiðai fást í anddyri S\rningaskálans,
Bókaverzlun Eymundsson og Tóbaksverzlunin
I/ondðn.
það verði bætt. Er þar minnzt
á tillögur um breytingu á nú-
gildandi lögum um gistihúsa-
hald frá nefnd, sem atvinnu-
málaráðuneytið skipaði í fyrra-
vetur i þesu skyni. í tillögum
nefndarinnar var m. a. vikið að
lögum um skipulagningu fólks
flutninga með bifreiðum og
sendi ráðuneytið því póst- og
símamálastjóra, sem í samráði
við vegamálastjóra hefir mál
þessi með höndum, málið til
umsagnar í september s.l. Því
miður hefir ekki unnizt tími til
að afgreiða málið ennþá, en
það mun brátt verða gjört, —
þannig^ að hægt verði að leggja
það fyrir næsta þing.
Við höfum báðir verið nolck-
urs konar ráðunautar ríkis-
stjórnarinnar í gistihúsamálum
nú síðustu mánuðina. HÖfum
við í því efni einnig notið
nokkurrar aðstoðar hr. Jónas-
ar Lárussonar bryta, sem í vet
ur hefir að tilhlutan okkar at-
hugað og leiðbeint á nokkrum
stöðum í nágrenni Reykjavík-
ur. ;
Það er vissulega rétt hjá
greinarhöfundinum, að gisti-
húsahaldi í landinu er í ýmsu
ábótavant og sjálfsagt að vinna
að því, að ráða þar bót á. Vill
svo vel til, að ríkisstjórnin
hefir nokkurt fé til umráða í
þessu skyni, og þótt það
hrökkvi ekki langt, þá er þó
að því nokkur styrkur. Bætt
löggjöf um þessi efni er að
sjálfsögðu nytsöm, en leiðbein-
ingar og fjárhagsleg aðstoð
mun þó reynast enn drýgri. —
Uppeldi þjóðarinnar og menn-
ing almennt kemur hér mjög
til greina, en breytingar í þeim
efnum taka talsverðan tíma og
gera áhugamennina stundum
óþolinmóða.
Með aðstoð hins opinbera
hefir á s.l. ári verið talsvert
bætt gistihúsahald á nokkrum
stöðum, svo sem í Vík í Mýr-
dál, Lindabrekku í Keldu-
hverfi, Stykkishólmi og Sau8-
árkróki. í undirbúningi eru
umbætur á fleiri gisti- og veit
ingastöðum, sérstaklega á fjöl
förnustu leiðum um landið.
Til nokkurra verulegra um-
bóta þarf þó allmikið fé og er
til athugunar að leggja til, að
veitingaskattinum verði varið
í þessu skyni. Mun þó æskilegt
að gera jafnframt nokkrar
breytingar á gildandi lagaá-
kvæðum um hann, til þess að
gera hann jafnari og einfald-
ari í innheimtu. Virðist liggja
beint við og væntanlega vin-
sælla, að hann renni óskertur
til þess að bæta gistihúsahalct
og aðbúnað ferðamanna.
Reykjavík, 14. apríl 1943.
Guðmundur Hlíðdal.
Geir G. Zoéga.
FYRIR nokkru síðan birtist
í Morgunblaðinu frásögn
eftir ameríkskan blaðamann af
heimsókn hjá Ryti Finnlands-
forseta. Var þar sagt dálítið
öðruvísi frá afstöðu finnsku
þjóðarinnar í þessu stríði, en
menn hér á landi eru orðnir
vanir að lesa í Þjóðviljanum,
enda hefir Þjóðviljinn alveg út-
hverfst yfir þessari frásögn.
Áki Jakobsson skrifaði í fyrra-
dag undir fyrirsögninni ,,Finna
galduriijn“ froðufellandi grein í
Þjóðviljann á móti frásögn hins
ameríkska blaðamanns og segir
þar meðal annars:
,,Eftir að greinarhöfundurinn er
búinn að Ijúga því upp að Sovét-
ríkin hafi ráðizt á Finna, bætir
hann því við, að þau hafi látið þá
yfirlýsingu fylgja árásinni, að
þau ætluðu í eitt skipti fyrir öll
að útrýma Finnum af jörðinni. . .
Það þarf náttúrlega ekki að taka
það fram, að engin slík yfirlýsing
hefir verið gefin í Moskva, og það
er gersamlega útilokað að núver-
andi valdhafar í Moskva gefi nokk
urn tíma slíka yfirlýsingu.“
Varl. skyldi nú Áki Jakobs-
son fara í að staðhæfa þetta,
því að staðreynd er, að rétt eft-
ir að stríðið milli Þýzkalands og
Rússlands var byrjað í júní 1941
og Rússar höfðu hafið loftárásir
á Finnland í annað siilh, birti
,,PrSVda“, aðalblað rússneska
kommúnistaflokksins, ofstækis-
fulla árásargrein gegn Finn-
landi þar sem því var alveg
ótvírætt hótað, að Finnar
skyldu þurrkaðir út á yfirborði
jarðar. Og eins og vitað er
stendur ,,Pravda“ svo nærrr
sovétstjórninni, að bezt er fyrir
Áka að tala sem minnst um nú-
verandi valdhafa Rússlands í
sambandi við þetta mál.
*
Á öðrum stað í grein sinni
segir Áki svo sem til að sýna
göfugmennsku hinna rússnesku
valdhaía í viðskipíum þeirra
við finnsku þjóðina:
„Rússar hafa áður átt í styrjölöt
við Finna. Styrjöld, sem lyktaði
með algerum sigri Rússa og þá
voru meira en % hlutar af her-
mönnum Finna ýmist fallnir, særð-
ir eða teknir til fanga. Rússar
höfðu margfaldan flugvélastyrk á
við Finna og gátu leikið allar
borgir Finplands eins og nazistar
léku Belgrad og Amsterdam, þ. e.
jafnað þær við jörðu. Þeir bara
gerðu það ekki, heldur gáfu þeir
Finnum kost á friðarsamningum
með svo góðum kjörum, að engint
pæmi eru til slíks í veraldarsög-
unni. , . “
Já, mikil var göfugmennska
Stalins, að kúga með blóðugri
árás hins rússneska stórveldis
hina finnsku smáþjóð til að
skrifa undir friðarsamninga,
sem sviptu hana Kyrjálaeiði,
þéttbýlasta héraði Finnlands,
með Viborg, annarri stærstu
borg þess, enn fremur hafnar-
borginni Hangö skammt frá
höfuðborginni Helsingfors, og
að endingu Fiskimannaskagan-
um og héraðinu umhverfis Salla
í Norður-Finnlandi! ,Hvenær
hefir nokkur heyrt um svo
,,góð kjör“, svo göfuga friðar-
FYh. á 6. síðu.