Alþýðublaðið - 15.04.1943, Qupperneq 6
ALÞYÐUBLOIÐ
Fimmtndagur 15.. apríi 1843.
Bretadrottning og dætur hennar
Elísabet Englandsdrottning sést hér á myndinni ásamt dætr-
um sínum, Elisabet rikiserfingja, sem stendur að baki henni
og Margaret Rose, sem situr við hlið hennar.
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. síðu.
ERLENDUR MAÐUR flutti ný-
lega ræðu um Norðurlönd og fórn-
ir þeirra- í núverandi styrjöld.
Honum sagðist margt vel. Én hann
var glámskygn á stöðu okkar ís-
lendinga. Hér sá hann ekki annað
en peningaflóð og allsnægtir.
Haná sá ekki sporin, sem styrjöld-
in skilur eftir hjá okkur. Ég er
ekki að ásaka hann, ekki heldur
„gestina“. Þetta er eðlileg afleið-
ing af því að hingað kemur fjöl-
mennur her ungra. heimilislausra
manna — eðiileg já, af því að við
íslendingar sjálfir kunnum ekki að
forðast eldinn.
„EN HÉR ER BRÉF „Unga ís-
lendingsins“: „Það virðist vera að
vakna einhver skíma hjá mönnum
um þá nauðsyn, að við ungmenn-
in eignumst einhvern samastað,
eitthvert hús, sem við getum kom-
ið saman i og notið hollari og ó-
dýrari skemmtana í frístundum
okkar en við nú eigum völ á. Það
gegnir furðu að menn skuli ekki
hafa vaknað til meðvitundar um
Blíkt löngu fyrr. Ég vil mælast til
þess, að ráðandi menn kynni sér
rækilega hvernig yfirleitt er ástatt
hjá okkur unga fólkinu nú á tím-
um hvað þetta snertir.“
„ÞEIM ER SENNILEGA EJÓST,
hversu margt ungt fólk er í bsen-
um og þeir vita líka, hve mörg
samkomuhús eru hér. Þessi sam-
komuhús eru leigð út ýmsum fé-
lögum og ,,klúbbum“ til skemmt-
anahalds, er hafa eitt og sama
markmið að stunda sinn rekstur.
Við, sem ekki fleygjum okkar síð-
asta eyri fyrir skemmtanir, verð-
um því að láta okkur nægja að
ramba á götunum í frístundum
okkar.“
„ÉG VEIT að almenningur gerir
sér ekki gre’in fyrir því hversu al-
varlegar og stórhættulegar afleið-
ingar þetta hefir fyrir' ungmenni
þessa lands og þó einkum stúlk-
urnar. í landinu dvelur nú fjöl-
mennur her, sem neytir allra
bragða til að lokka íslenzkar
stúlkur til sín. Við íslenzkir piltar
lítum svo á, að það sé okkar hlut-
verk að forða stúlkunum okkar
frá því að verðá hernum að bráð,
en hvað gefa forráðamenn okkar
til að hjálpa okkur? Alls ekki
neitt.“
,,VH) SJÁUM stöðugt fleiri ís-
lenzkar stúlkur hverfa. Þær fara
eítir leyndustu eðlishvötum sínum,
því állar stúlkur þrá að njóta lífs-
ins og eignast elskhuga. Menn sjá
þær aftur, og þá eru þær ekki ein-
ar, það eru einhverjir af meðlim-
um hersins, sem leiða þær og þær
hafa fundið elskhugann, sem þær
þykjast vissar um að sé sá rétti.“
„EN FYR eða síðar, komast þær
að því, að þetta var aðeins leikur.
Þær dreymdi um sæluríki í fram-
andi landi og setjum nú svo að
þær séu komnar þangað og hafi
sloppið við aðra ógæfu, sem af
þessu leiddi, en þá keinur heim-
þráin, þær eiga hvergi heima og
þeim verður eins innanbrjósts og
skáldinu, er kveður: Svo traust við
ísland mig tengja bönd, ei trúrri
binda son við móður, og þó að
færi eg um fegurst lönd og fagnað
væri mér sem bróður, mér yrði
gleðin aðeins veitt til hálfs, á ætt-
jörð minni nýt ég fyrst mín sjálfs.
Þar elska eg flest, þar uni eg bezt,
við land og fólk og feðratungu."
„EF BETUR VÆRI búið í haginn
fyrir ungt fólk hér í þessum bæ,
þá myndi ástandið ekki vera eins
og það er.“
ff^AÐ SEGJA HIN BLÖÐIN?
Frh. af 4. síðu
skilmála ,,í allri veraldarsög-
unni'
Og enn skrifar Áki Jakobs-
son:
,,Það eru erfiðir tímar nú fyrir
finnsku þjóðina, þó að hernaðar-
aðgerðir Rússa séu litlar, því al-
mennt hungur er í landinu. Nú fær
hún tækifæri til þess að hugsa mál
sín. Ýmsar fréttir, sem berast frá
Finnlandi, sýna, að þjóðin er farin
að sjá í gegnum blekkingar finnsku
nazistanna og kratanna og er farin
að skilja að hún hefir verið leik-
soppur í hendi villimannlegasta
afturhalds sem sögur fara af, þýzka
nazismans. Takist finnsku þjóð-
inni að komast út úr þeim þraut-
um, sem hún nú er í, þá mun hún
ekki snúa reiði sinni gegn Sovét-
lýðveldunum. Hún mun harma það
að hún ekki fylgdi ráðum Kuu-
sinen 1939. . . “
Já, heldur ekki Áki líka, að
norska þjóðin iðrist þess, „að
hún fylgdi ekki ráðum“ Quisl-
ings 1940?!!
RICHARD BECK:
Mennlngarsambandið milll íslend
inga vestan hafs og austan.
ISiLENDINGAR heima á ætt-
jörðinni hafa með mörgum
hætti sýnt það i verki uiídan-
farið, að þeim er af heilum huga
annt um það að treysta sem
mest æj,tarhöndin og framhald-
andi menningarsamband milli
vor og þeirra. Eigi liafa þeir þó
fram að þessu stigið merkilegra
eða þakkarverðara spor í þá átt
en með frumvarpi því um styrk
til íslendinga vestan hafs til
náms í íslenzkum fræðum í
Háskóla íslands, sem Bjarni al-
þingismaður Ásgeirsson flutti
og Alþingi íslands samþykkti
og afgreiddi sem lög þann 22.
maí síðast liðinn. Var lagafrum-
varp þetta undirritað af Sveini
Björnsyni ríkisstjóra og prófess-
or Magnúsi Jónssyni, þáverandi
kennslumálaráðherra, þ. 4. júli
í sumar. Þar sem Þjóðræknis-
félagið er heinn aðili í þessu
rpáli, fer ágætlega á, því, að
frumvarpið, í þeirri mynd, sem
það var samþykkt og undirrit-
að, sé tekið upp í skýrslu þessa,
en það er á þessa Jeið:
1. gr. Kennslumálaráðherra
skal heimilt að veita manni af
íslenzkum ættum, einum í senn.
sem búsettur er i Canada eða
Bandaríkjum Norður-Ameriku
og lokið hefir stúdentsprófi þar
styrk úr ríkissjóði til náms í
íslenzkum fræðum í heimspeki-
deild Háskóla íslands.
2. gr. NámsstjTkur sam-
kvæmt 1. gr. skal miðaður við
það, að nemandinn fái greiddan
hæfilegan kostnað af húsnæði,
fæði og kaupum nauðsynlegra
námsbóka. Ráðherra úrskurðar
kostnað þann, að fengnu áliti
heimspekideildar háskólans, og
skal fæðis- og húsnæðiskostn-
aður greiddur á mánuði hverj-
um fyrirfram.
3. gr. Ráðlierra ákveður, hver
styrks þessa slculi verða aðnjót-
andi í hvert sinn, að fengnum
tillögum stjórnar Þjóðræknis-
félágs íslendinga í Vesturheimi
og heimspekideildar Háskóla
íslands.
Sá, er styrk hlýtur, skal njóta
hans meðan hann stundar nám
í deildinni, þó aldrei lengur en
4 ár.
Samþykkt þessa lagafrum-
varps lýsir frábærum dreng-
skaparliug í garð vor íslend-
inga í landi liér, og eiga flutn-
ingsmaður frumvarpsins og al-
þingi í heild sinni skilið ómæld-
ar þakkir vorar fyrir þá ágætu
ræktarsemi. og framsýni, sem
liggur liér að haki. Má einnig
vafalaust fullyrða, að þetta
djúptæka samvinnuspor hafi
vakið almennan fögnuð meðal
íslendinga hérlendis; en í því
felst einnig traust til vor, sem
vér megum ekki hregðast, og
eggjan um að byggja sem
traustast og viturlegast á þeim
grundvelli, sem,hér hefir verið
lagður. Um annað fram ætti
þó þetta mikla vinarhragð
heimaþjóðarinnar að verða oss
styrkur i harðsóttri þjóðrækn-
isbaráttu vorri og hvatning til
aukinnar árvekni í þeim mál-
um; enda var frumvarpið ein-
mitt borið fram með það mark-
mið i huga. Mun stjórnarnefnd
Þjóðræknisfélagsins bráðlega
gera kunnugar í vikublöðum
vorum nánari ákvarðanir varð-
andi námsstyrk þann, se mliér
er um að ræða.
Þá fer vel á því að minnást
þess liér, að Alþingi íslands
sæmdi nýlega skáldastyrk þá J.
Magnús Bjarnason rithöfund
ög dr. Sigurð J. Jóhannesson
skáld; áður hafði Þ. Þ. Þor-
steinSson ritliöfundi verið sams
konar sómi sýndur, en allir eru
menn þessir lieiðursfélagar
EFTIRF ARANDl grein,
er kafli úr setningar-
rdu próf. Richards Beck,
forseta Þjóðræknisfélags Is-
lendinga í Vesturheimi, á
þingi félagsins í febrúar í
vetur.
Birtist setningarræðan í
heild í „Heimskringlu“ og er
þessi þáttur hennar prentað-
ur upp úr því blaði.
Þjóðræknisfélagsins. Einnig
hefir oss óefað verið það ó-
blandið fagnaðarefni, er það
fréttist, að íslandsstjórn liafði
snemma á þessum vetri heiðrað
tvo af ágætum félagsbræðrum
vorum og samherjum, sem háð-
ir hafa átt sæti í stjórnarnefnd
félags vors, þá Einar P. Jónsson,
ritstjóra Löghergs, og Stefán
Einarsson, ritstjóra Heims-
kringlu, með því að gera þá
riddara af Fálkaorðunni,. Er það
bæði makleg viðurkenning á
starfi þeirra sjálfra og jafn-
framt viðurkenning á menn-
ingar- og þjóðræknislegu mikil-
vægi íslenzkrar blaðaútgáfu
vestan hafs. Óska ég þeim í fé-
lagsins nafni til hamingju með
þennan heiður og þakka þeim
allan stuðning við félagsmál
vor.
Góðhugtir heimaþjóðarinnar
í garð vorn kom einnig fram í
liinu virðulega heimboði, sem
ríkisstjóri íslands gerði fyrir
nokkru síðan þeim Vestur-ís-
lendingum, er nú dvelja í landi
þar. Sami vinarhugur og rækt-
arsemi lýsti sér í jólakveðju
þeirri, sem séra Friðrik Hall-
grímsson flutti á hljómplötu af
hálfu Þjóðræknisfélagsins á ís-
landi og þegar hefir verið lesin
upp hér í útvarp og prentuð i
vikuhlöðunum íslenzku. Ríkis-
útvarpið sendi einnig vestur um
liaf á hljómplötu jólasöngva
og jólakveðjur, er þeir höfðu
flutt Jónas Þorbergsson út-
varpsstjóri, prófessor Magnús
Jónsson kennslumálaráðherra
og Árni G. Eylands, fram-
kvæmdarstjóri og forseti Þjóð-
ræknisfélagsins heima. En svo
illa hafði tekizt til, að hljóm-
plötur þessar brotnuðu í flutn-
ingnum hina löngu leið. og
komu því ekki að tilætluðum
notum. En söm er gerð og góð-
vild þeirra, er þar áttu hlut að
mali, sem bakkast hér að verð-
leikum. Mjög nýlega, en of seint
til þess að liann yrði hirtur í
vikublöðunum, þar sem um
jólakveðju var að ræða, barst
mér tekstinn af ávarpi Árna G.
Eylands, sem er þrungið rækt-
arhug til vor og um allt hið
drengilegasta. Rúm og tími
lejda eigi að fella það inn i
skýrslu þessa, en lesa mun ég
meginmál þess á lokasamkomu
]>ingsins, því að mál Árna á
sannarlega erindi til vor.
l^á skal þess getið með þakk-
lapti, að Jón Magnússon skáld,
hmn gamalkunni velunnari
vor, eins og kvæði hans vitna,
sendi Þjóðræknisfélaginu fyrir
uokkru síðan til útbýtingar yf-
ir 20 eintölc af ihinni svipmiklu
hetjusögu sinni í ljóði, Björn á 1
Reyðarfelli. Verður ritum þess- !
um skift milli lestrarfélaga og
annarra íslenzkra stofnana vest-
an hafs.
Auk hinna íslenzku náms-
manna og námsmeyja, sem
eiga (lvöl með oss liérna megin
hafsins og eru oss éinkar kær-
komin, heimsótti oss á þessum
slóðum annar ágætur gestur á
árinu, en það var Steingrímur
Jónsson rafmagnsstjóri, . er
sendi oss ítarlega og prýðilega
kveðju á þjóðræknisþingið í
fyrra.
Með sanni má segja, iit? lítið
hafi af vorri hendi á móti kom-
ið liinum mörgu vinsepidar-
merkjum heimali um haf á
liðnu ári. Þó má geta þess. að
stjórnarnefndin hefir með
höndum, samkvæmt beiðni dr.
Alexanders Jóhannessonar,
söfnun íslenkra rita og ann-
arra rita eftir íslendinga, sem
út liafa komið vestan hafs, fyrir
hönd Háskóla íslands og mun
halda þvi verki áfram. Fyrir
tilmæli og örlæti Upplýsinga-
skrifstofu Bandaríkjanna í New
York Office of War Information
gafst mér einnig tækifæri til
þess að senda heimaþjóðinni
jólakveðju símleiðis í nafni fé-
lags vors; hefir hún þegar verið
bi,rt hér í íslenzku hlöðunum,
en mun hafa verið útvarpað á
íslandi. Hins er þó jafnframt að
minnast, að íslendingar Íieima
munu telja, að þá bregðumst
vér bezt við vináttumerkjum
þeirra og ræktarhug, ef vér
berjumst svo þjóðræknislegri
haráttu vorri hérna megin hafs-
ins, að stofnþjóð vorri megi
verða til gagns og sæmdar. Vér
megum vel hafa það hugfast,
að aldrei hefir þjóðernislegri
starfsemi vorri verið fylgt með
meiri athygli af heimaþjóðinni
en einmitt nú, er hún á sjálf
um margt í vök að verjast á
því sviði.
Vinnuföt
s
s
s
s
s
S Buxur, (Araerískar), s
^ BLússur (Dunlop) ^
S Skyrtur flestar stærðir. C
^ Samfestingar,
S Sloppar,
- Jakkar,
VERZL
Grettisgötu 57.
Dppboð.
7
opinbert uppboð verður hald
ið í vörugeymsluhúsum Eim-
skipafélagsins við Hafnar-
hakkann n. k. laugardag 17.
þ. m. ld. IV2 e. li. og verða
þar seldir 300 kassar af
sítrónum, sem skemmst hafa
af frosti. Greiðsla fari fram
við hamarshögg.
LÖGMAÐURINN f
REYKJAVÍK
S Hraðpressun ^
^ Kemisk hreinsun. s
^ FATAPRESSUN C
S P. W. BIERING j
1 Sími 5284, Traðarkotssund 3 ^
( (þe|nt á móti bílaporti Jóh. s
^ Ölafssonar & Co.) S
S s
/