Alþýðublaðið - 05.05.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.05.1943, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. mal 1943. |Uj>t|ðufrUðið Útfefandl: AlþýSaflokkurinn. Rltstjórl: Stefán Fétursson. Rltstjóm og afgreiðsla 1 Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjómar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 490«. Verð í lausasölu 40 aura, Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hðsnæðiseklan 14. maí. MMAÍ fer nú í hönd. Þá • eru fardagar á vori, þeir, sem þurfa að skipta um heimili, gera það, ef þeir geta. En hjá flestum Reykvíkingum er það þægilegra sagt en gert. Höfuðstaðarbúar hafa undan- farin ár átt við fádæma hús- næðisörðugleika að etja. Ótalin eru þau vandræði, áhyggjur, ó- friður og alls konar óþægindi, sem húsnæðiseklunni fylgja. En það, sem er ískyggilegast nú, er það, að ekki- virðist minnstu vitund bjartara fram undan í húsnæðismálunum — síður en svo. Undanfarið hefir allmikið verið reist af. íbúðar- húsum, þótt ekki sjáist högg á vatni, en nú er útlit fyrir að ný- byggingar stöðvist með öllu. Þeir, sem kunnugastir eru þess- um málum, telja, að aldrei hafi horft verr en nú, hörmungar húsnæðisleysisins muni enn þrengja að fólkinu. En meðan skerðist æ meir um húsakost almennings, sitja stríðsgróðabraskarar og auð- menn í víðáttumiklum „lúxus“- íbúðum og bæta margir við sig húsnæði heldur en hitt. Þar strá þeir um sig óhóflega dýr- um húsgögnum, glingri og mun- aði, meðan aðrir, sem fátt eiga húsgagna, verða ýmist að hlaða þeim í kássu í óhæfum geymslu stöðum eða selja þau. Misréttið og ranglætið í húsnæðismálun- um vex stöðugt. Síðasta alþingi fékkst við húsaleigulöggjöfina. í húsa- leigufrumvarpinu var margt gott, enda vel undirbúið af gegnum mönnum. En fulltrúar auðmanna og stóríbúðaeigenda létu einskis ófreistað að spilla því. Þó tókst að fá samþykkta heimild til að skammta húsnæði ef vandræði krepptu að, skiþta óhóflega stórum íbúðum. Hinn húsnæðislausi fjöldi krefst þess, að þessi heimild verði notuð tafarlaust. Vand- ræðin hafa aldrei verið verri en nú og ekki horfur á, að fram úr rætist fyrst um sinn. Sé skömmtunarheimildin ekki not- uð nú, er samþykkt hennar skrípaleikur einn og alþingi ó- virðing sýnd með því að tráss- ast við að neyta heimildarinnar. Um leið og húsnæðisskömmt- un yrði upp tekin, yrði að gera gangskör að því að útrýma allri þeirri spillingu, sem hús- næðiseklunni er samfara: hóf- lausu okri, mútum og fanta- skap, sem bágstöddu fólki hefir verið sýndur. Húsnæðisvandræðin hafa þeg ar leikið svo marga grátt, að ekki verður þolað lengur, að yfirvöldin gangi á snið við skyldur sínar. Krafa hinna nauðstöddu verður innan skamms svo kröftug, að ekki verður hægt að skella við henni skollaeyrunum lengur. Stðrf barnaverndarnef ndar. D ARNAVERNDARSTARFIÐ verður umfangsmeira og mikilvægara með hverju ári sem líður. Ber því að búa svo að þessu starfi að það geti gengið truflunarlaust, því að- eins er hægt að vænta þess að það beri tilætlaðan árangur. Barnaverndarnefnd hefur sent Alþýðublaðinu skýrslu um starf sitt á síðastliðnu ári og fer hún liér á eftir: Hinn 19. marz 1942 fór fram kosning í barnaverndarnefnd Reykjavíkur á fundi bæjar- stjórnar. Þessi hlutu kosningú: Jón Pálsson, fyrrv. banlca- gjaldkeri, Guðrún Jónasson bæjarfulltrúi, Ólafur Svein- björnsson, fulltrúi. cand. jur.. Guðný Jónsdóttir, frú, Petrina Jakobsson, ungfrú, Arnfinnur Jónsson, kennari. Varamenn voru kosnir: Jónas B. Jónsson, kennari, Grimur Magnússon, læknir, Kristín Sig- urðardóttir, frú. Nefndin skipti þannig með sér verkum: Jón Pálsson var éndurkosinn formaður. Ólafur Sveinbjörnsson var kosinn vara formaður, en Simon Jóh. Ágústsson ritari nefndarinnar. Nefndin hélt alls 53 fundi á árinu. Venjulegur fundartimi var kl. 4 á miðvikudögum, en aukafundir voru haldnir, þegar þörf krafðist. Alls hefir nefnd- in tekið til meðferðar 245 mál á árinu. Skrifstofa nefndarinnar er nú í Ingólfsstræti 9 B, og er hún opin daglega frá 10—12 dg kl. 2—3 e. h. Á þeim tíma geta menn snúið sér til hjúkr- unarkonu og ráðunauts nefnd- arinnar með erindi sín, fengið uppeldisleiðbeiningar og komið með börn til athugunar. 22 vandainenn barna hafa leitað uppeldisráðlegginga hjú Simoni Jóh. Ágústssyni. Alls hefir hann vitprófað og rannsakað sál- fræðilega 33 börn og unglinga á árinu. Eftirlit með heimilnm Á árinu 1942 hefir nefndin íiaft eftirlit með 61 heiímili, sem börn dveljast á hér í Reykjavík. Sum þessara iieim- ila hafa verið undir eftirliti nefndarinnar árum saman vegna alls konar óreglu, van- hirðu, fátæktar og vandræða. Hér með eru þó ekki tahn af- skipti nefndarinnar af heimil- um veg'na afbrota barna eða ó- knytta. Ástæður til afskipta nefndar- innar af heimilunum flokkast þannig: 1. Vanliirða og ónógt eftirlit með börnum 7 heimili.. 2. Fátækt, vont húsnæði, heilsu- leysi og basl 22 heimili, 3. Ó- samlyndi, vont lieimilislíf 3 heimili, 4. Drykkjuskapur o. fl. 13 heimili, 5. Lauslæti, óregla og útivist móður 3 heimili, 6. Deila um mnráðarétt og dvalar- staði barna 10 heimili. 7. Ýmis konar afskipti 3 lieimili. Auk þessa hafa nefndinni. borizt nokkrar kærur á heimili um vanrækslu á uppeldi barna, en við athugun reyndust þær ástæðulausar. Nefndin liefir og haft minni háttar afskipti af allmörgum heimilum, kynnt sér þau og leiðbeint þeim, þótt ekki séu þau talin með hér. Flest iþau heimili. sem hér eru talin, hafa að staðaldri verið undir eftirliti nefndarinnar. Nefndin hefir reynt að hafa eins gott eftirlit með Iieimilum þessurti og frekast eru föng á. Nefndin hefir haft afskipti af miklu fleiri heimilum en áður Vegna Veikinda og vonds hús- næðis. Hefir hjúkrunarkona nefndariimar gengið á þessi heimili og hjálpað þeim. En húsnæðisörðugleikar og skort- ur á stúlkum til innanhússstarfa annars vegar, og skortur á Iiarnaheimili og heimilum, sem geta tekið börn í fóstur hins vegar, hafa valdið því, að ekki hefir verið hægt að greiða úr vandræðum margra slíkra heimila eins og skyldi. Sakir Tafía yfir brot barna og unglinga 1942. tU)“C4 ÁHEIT til HaUgrímskirkju fró J. S. kr. 2.00. til Strandarkirkju kr. 2.00 J. S . : íaíi.t;aí.í Aldur Tala °S |I gS, Xa „ *• = o s 5 sg Sf f £S 3=s S- -°% S S £g e&3 e g-g fs -S& Srs 5° 53 bí) £ ÖC ^ fcg) os <U.S ÍSÖ, CflO X C fc*C3 O O cG.W. 4 > Z-CÍ 7 ára piltar .. • • 4 4 y F 4 7 ára stúlkur • • 0 > > ' fí 1 »í 7 4 8 ára piltar .. • • 2 2 2 1 1 8 ára’ stúlkur • • 0 1 / f wj 7 9 ára piltar 7 • • o 4 3 2 2 1 1 i 1 9 9 ára stúlkur « • 0 f ' 9 10 ára piltar .. . • 11 i 2 3 2 1 i i t ii 10 ára stúlkur • • 2 i 1 í 2 13 11 ára piltar .. . , 11 8 4 / 1 13 11 ára stúlkur • , 2 1 £ . * 1 ' 2 15 12 ára piltar .. • • 7 12 f jff 1 1 14 12 ára stúlkur . o 1 r T 1 1 15 13 ára piltar .. 14 14 1 1 2 2 20 13 ára stúlkur • • 6 1 f 3 11 6 26 14 ára piltar .. . • 32 72 1 / 2 5 1 2 83 14 ára stúlkur • •. 4 # . 4 4 87 15 ára piltar .. r • * 22 27 ¥ 7 3 8 2 40 15 ára stúlkur • • 14 4 2 12 18 58 16 ára piltar .. 4 3 1 • # 1 5 16 ára stúlkur • • 16 / 2 14 ™ 16 21 17 ára piltar .7 i • • 3 2 r 1 3 17 ára stúlkur • • 6 3 ^. * 4 2 9 12 18 ára piltar .7 . • • 4 1 ' i 2 4 18 ára stúlkur • '4 2 2 2 6 Alls piltar ..7". 98 149 8 11 3 9 18 0 6 7 2 213 Alls stúlkur 77 • • 53 10 0 0 0 11 0 33 3 3 0 60 273 Samtals ....... 151 159 , 8 11 3 20 18 33 9 10 2 273 þessa fór neíndin þess á leit við bæjarráð Reykjavikur, 23 des. s. 1., að það leitaði samninga við Oddfellowa um að fá Sil- ungapoll á leigu sem upptöku- heimili fyrir börn, sem nefndin þarf að ráðstafa um langan eða skamman tíma. Samningar tók- ust ekki að svo stöddu með þessum aðiljum um málið. 1 Eftirlit með bornnm og ungmennnin. Á árinu voru samþykkt lög um eftirlit með ungmennUrti o. fl. (lög nr. 62 1942), sem lieimila barnavern.darnefnd að hafa afskipti af siðferði ung- linga til 18 ára aldurs. Jafn- framt var stofnaður sérstakur dómstóll, ungmennadómur, og er lionum fengið vald til að dæma bæði fyrir lögbrot og ýmis konar misferli, er ekki varðar við refsilög, en þ^^kir gefa tilefni til uppeldisráðstaf- ana og frelsissviptingar í sam- bandi við þau. Á árinu var og komið á fót eftirliti með hegð- un barna og ungmenna, sem sérstök lögreglukona annast, frk. Jóhanna Knudsen, lijúkr- unarkona. Hefir hún stúlku sér til aðstoðar í starfinu, frú Sig- ríði Þorgrímsdóttur. Hefir tmg- Auglýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Áuglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) íyrir kl. 7 að kvðlði. Sfni 4006. mennaeftirlitið bækistöð sína í sama húsi og barnaverndar- nefnd Reykjavíkur, Ingólfs- stræti 9 B. , Seint i marz réð barnavernd- arnefnd Ingimar Jóhannesson kennara sem fulltrúa til að annast dagleg störf nefndar- innar í umboði hennar. Upptökuheimili fyrir img- menni. tók til starfa þ. 19. apríl í gamla sóttvarnarhúsinu, og er forstöðukona þess frk. Margrét Jóhannesdóttir. Hefir Ingimar Jóhannesson þar bækistöð sína. enda er starf hans að mestu fólgið i afskiptum af ungling- Frih. á 6. síðu. TÍMINN gerði hinar mis- I heppnuðu tilraunir til að I mynda vinstri stjórn í vetur að umtalsefni í aðalritstjórnar- grein sinni á laugardaginn og minntist í því sambandi á það, hvað nú væri fram undan. — Tíminn skrifar: „Stríðsgróðamennirnir hafa staðið á eins konar glóðum í all- an vetur. Þeir hafa óttazt, að samkomulag myndi nást milli Framsóknarflokksins, Alþýðu- flokksins og Sósíalistaflokksins um myndun ríkisstjórnar. Þeim hefir verið Ijóst, að slík stjórn væri líkleg til að taka réttum tök- um á Jbeim misfellum, er skapað hefir stórfelldan stríðsgróða ein- stakra manna og gróðafélaga. — Þeim hefir ,þótt líklegt, að hún myndi tryggja hag og afkomu al- þýðustéttanna á kostnað brask- lýðsins. Þeir hafa því sannarlega staðið á glóðum í vetur, stríðs- gróðamennirnir. Nú er þessi uggur þeirra liðinn hjá. Sósíalistaflokkurinn hefir hindrað að samstarf vinnandi stéttanna um ríkisstjórn gæti tek- izt. Hann hefir meira að segja hjálpað stríðsgróðamönnunum til að halda óhreyttum skattaíviin- unum, þótt álögum á öllum al- menningi séu auknar. Áhrifa- mestu forráðamenn hans vilja láta upplausnina halda áfram, því að trú þeirra er sú, að þannig skapist beztur jarðvegur fyrir byltinguna, þótt meginþorri liðsmanna þeirra sé á annarri skoðun. Stríðsgróða- mennirnir reiknuðu rétt, þegar þeir efldu þessa forsprakka sósí- alista til áhrifa í verkalýðsfélög- unum á kostnað Alþýðuflokksins. Sá ótti stríðsgróðavaldsins, að for sprakkar sósíalista myndu bregð- ast því trausti, er það sýndi þeim þá, hefir ennþá reynzt ástæðulaus. Stríðsgróðavaldið hlakkar nú yfir því, að samstarf bænda og verkafólks hefir mistekizt að smni. Það gerir sér ljóst, að eins og sakir standa eru aðeins tveir möguleikar til myndunar venju- legrar þingræðisstjómar: Annar er sá, að s+"'“ róðavaldið fói stjórn \ ',n ■ ku.í hvort m ‘ rtuðniagi ■ • h.'ib,;..- verkamanna eða bænda og stjórn- arfarið markist þá með tilliti til hagsmuna þess. Hinn. er sá, að bændur og verkamenn vinni sam- an. Vegna þess, að slík samvinna tókst ekki nú, telja stríðsgróða- mennirnir sig komna hálfa leiðina í valdastólana. Það er víst, að stríðsgróða- mennirnir munu bjóða bændum og verkamönnum gimileg boð meðan þeir reyna að fá þá á víxl til að koma sér í stjórnarsætin. Verka- mönnum verða boðin há laun, — bændum háar verðuppbætur. En slíkar augnabliksginningar mega ekki villa þessum stéttum sýn á framtíðarmarkinu. Þessar stéttir mega ekki gleyma úlfinum á bak við sauðargæru stríðsgróðavalds- ins.“ Það er rétt. En því miður hef ir bara Framsóknarblaðið ekki alltaf haft eins opin aug- un fyrir úlfinum á bak við sauðargæruna, eins og það þykist hafa nú. Augnabliks- ginningar stríðsgróðavaldsins með hækkun afurðaverðsins og verðjuppbótum úr ríkissjóði hafa nokkuð oft villt því og flokki þess sýn. En máske þetta breytist. Vissulega væri það ekki nema vel farið. * Kommúnistar eru eitthvað óánægðir með 1. maí kröfu- gönguna og hátíðahöld verka- lýðsins hér í höfuðstaðnum. — Þjóðviljinn skrifar í gær: „Það þarf að vera hærra ris á ræðum leiðtoga verkalýðfélaganna en var að þessu sinni. Það var að- eins ein ræða, sem flutt var þenn- an dag, sem fyllilega var í stíl við áhuga og viljamátt þeirra þúsunda manna og kvenna, sem þarna söfnuðust saman, —■ það var ræða Stefáns Ö gmundasonar, varaforseta Alþýðusambandsins, í útvarpinu um kvöldið.“ Þetta ættu þeir „félagi“ Björn, Snorri Jónsson og Sig- urður Guðnason að taka til at- hugunar, ef vera mætti, að „ris- ið“ yrði eitthvað hærra á þeim næsta vor. ;.] - •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.