Alþýðublaðið - 05.05.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.05.1943, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. maí 1943. ALÞYÐUBLÍÐIÐ 8 FYRIR hérumbil 45 árum reikaði hálfruglaður sjó- maður inn í búð eina í Virginíu og grenjaði, að djöfullinn væri á hælunum á sér. Meðan hann var í mesta sakleysi að veiða á Rappahannockánni, sá hann eitthvað, sem hktist dufli, fljóta móti straumi. Og allt í einu reis skeggjaður Lúsífer rneð rauða 'húfu á höfði upp úr djúpinu með drunum og hægslagangi. iÞegar hibliuspekingarnir voru að ræða þennan viðburð inni við búðarborðið, köm Si- mon Lake i.nn frá því. að gera tilraun með nýja kfbátinn sinn, Argonaut I. QÞegar hann heyrði undirtektir manna, flýtti liann sér út í kaíbátinn aftur og fór í kaf. Sumir' þess- ara veiðimanna eru ágætar skyttur. Simon Lake kom það ekki á •óvart, þótt liann væri álitinn sjálfur erkióvinurinn. Hann hafði áður orðið að berjast við hjátrú manna og hindurvitni. í- búarnir í New Jersey, þar sem hann átti heima, brostu og ypptu öxlum góðlátlega, þegar hann gekk fram hjá. Þeir á- litu hann ekki með öllum mjalla. Sérfræðingar Banda- xíkjaflotans reyndu að sanna, ;að neðansjávarferðir hans, sem hann fór þó daglega, væru ó- framkvæmanlegar. Lake hélt samt áfram að framkvæma hið óframkvæmanlega og fullyrti auk þess, að kafbátur sinn yrði þýðingarmikið vopn i styrjöld- um framtiðarinnar. Með kafbát- am yrði hægt að loka höfnum <og sökkva skipum. Sem rauðhærðm fermingar- ■drengur með innilega andúð á skólabókum, las Simon Lake bók Jules Vernes: .,20 000 læagues Under the Sea“. Þegar :í stað fór hann að gera áætl- anir um að gera draum Vernes að veruleika. Flestir karlmenn af Lakes- settinni voru uppfinningamenn. Afi Lakes fann upp vél til þess að sá með, faðir hans sérstaka tegund af gluggahlerum, ísak frændi lians prentáhald, íra frændi hans símatæki, Ezra frændi hans, sem var ráðlierra, fann upp flugvél, sem þó var ekki hægt að fljúga í. Ef Sínion hefði gert áætlan- ir um flugvól, sem hægt væri að fljúga á til tunglsins, hefði Lake-f jölskyldan hlustað á liann með lotningu. Jesse frændi hans var einnig uppfinningamaður. Jesse frændi hafði mikið dá- læti á Simon, fór með hami í verkstæði si.tt og kenndi hon- um að nota verkfæri. Faðir Simons vildi láta soninn læra verkfræði. en þar eð enginn kennaranna við verkfræðihá- skólann gat kennt Simon neitt um kafbátasmíði, var hann ékkert lirifinn af sliku. Bushnéll, Fulton, Holland og fleiri höfðu smíðað kafbáta, en þeir voru mestu manndráps- bollar og drápu af sér áhafn- imar, og Simon var sannfærð- ur um, að þeir hefðu farið rangt að í aðalatriðum. Á þessum ármn vissu menn lítið um þá hluti, sem Simon þurfti að fá vitneskju um, til dæmis það, hversu maðurinn þyrfti mikið loft. Lake spurði húskólakennara að þessu, en enginn þeirra vissi það. Hann smíðaði þvi loftþéttan skáp og lokaði sig inni í honum til að vita, hversu lengi liann þyldi. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að hann þarfnaðist 15 teningsfeta af lofti á klukku- tíma. Skáldsögukafbátur Jules Vernes, Nautilus, var útbúinn með klefa, sem kafarar gátu farið út um til þess að skoða umhverfið á hafsbotni. Lake á- kvað að hafa siíkan klefa á kafbáti sínum. Aðalvandamálið var að geta opnað dyr á kaf- bátnum i kafi, án þess að sjór- inn streymdi inn. Dag nokkurn sá Lake gamall púðurhom með Harður vetur. Víðar hefir veturinn, sem nú er á enda, verið liarður en liér hjá okkur. Á myndinni sjá menn, hvernig einn bíllinn leit út vestur í Ameríku einu sinni í vetur. Og á Norður-Atlants- hafi öllu var óvenjulega kalt Og stormasamt. En á meginlandi Evrópu var veturinn í allra mildasta lagi. Á Englandi og í Svíþjóð var hlýrra en verið hefir að vetrarlagi um marga áratugi. Maðurinn, se fann upp kafbáttnn. veitinguna. Lake fékk fé að láni og smíðaði kafhátinn Protektor. William Howard Taft hermála- ráðherra sendi þrjá menn til að vera viðstadda reynsluferð- ina. Protector var i tiu klukku- tíma í kafi, sigldi undir ís og lagði gervisprengjur. En þrátt fyrir meðmæli sendimanna her- málaráðherrans, svo og hans sjálfs, var fjárveitingin felld í þinginu. Rússar og Japanir voru þá í slyrjöld og báðir höfðu hug á að komast yfir þetta nýja skip. Lake vildi ekki selja uppfinn- ingu sína úr landi, en var nauð- ugur einn kostur, svo að hann yrði ekki gjaldþrola. Hann kaus að skipta við Rússa og fór til Rússlands með Protector, Þar var hann á sjö ár og vann þau afrek í sögu siglinga og hem- aðar, sem engan hafði órað fyr- ir. Er Tirpitz fletaforingi hafði ialað við Lake, ákvað hann að hefja sóknarstríð með kafbát- um. , Stjórnendur Krupps-verk- smiðjanna huðu Lake glæsileg- an samning, en þegar þeir urðu þess varir, að uppfinning Lakes naut ekki verndar í Þýzkalandi. rifu þeir samninginn og stálu uppfiimingunm. Þannig var unchrstaðan að þýzka kafbáta- flotanum lögð. Um þetta leyti var Lake orð- inn heimsfrægur maður. Nú á- leit hann, að landar sínir vildu fá kafhát; en því fór fjarri. Þá ákvað hann að smíða fyrir eig- in fé liraðskreiðasta og sterk- asta kafbát, sem byggður hefði verið til þess tíma. og smiðaði Seal, sem var 161 fet á lengd. Eftirfarandi grein f jallar um Simon Lake, Ameríkumánninn, sem fann upp kafbátinnj salmkvæmt hugmynd skáldsagnahöfund- arins Jules Verne. litlu liólfi í þrengri endanum. Þegar hólfið var orðið fullt af púðri, hljóp loka fyrir innra op þess, og þannig var eftir liæfi- legur púðurskammtur i byssu- hlaupið. Á svipstundu sá Lake lausn málsins. Hann bjó til hólf með dyrum inn í bátinn og öðrum út að sjónum. Það var hægt að fara inn í hólfið innan frá, loka dyrunum, hleypa inn þjöppuðu lofti, unz það nægði til að halda sjónum úti, opna þvi næst dyrnar út að sjónum og fara út. Á þann hátt gátu kafbáts- menn farið út til að tina krabba og skeljar eða bjarga skips- flökum af sjávarbotni. í tólf ár vann Simon að þcrí í frístundum sintim að gera á- ætlanir um kafbát, en vann fyrir sér með smáuppfinning um í verkstæði fjölskyldunnar. Árið 1892 auglýsti flota- stjórnin eftir uppdráttum að kafbáti. Þar áleit Lake að tæki- færið væri loksiná komið. í góðu skapi fór hann með á- ætlanir sínar til Washington, en var sénclur heim aftur. Keppinautar Lakes áttu pen- inga og kunningja meðal stjórnmálamanna. Þingið eyddi 200 000 dollurum í að smíða kafhát samkvæmt áætlun lceppinautanna, sem reyndist einskis nýtur. Lake leitaði fyrir sér rneðal fjármálamanna um fjárhags- lega aðstoð; en þegar peninga- mennirnir heyrðu hann tala um skip, sem ætti að sigla á kafi í sjó, náfölnuðu þeir og vísuðu manninum út. Simon fór tóm- hentur heim. Árið 1894 bauðst frænka hans, Annie Champion, til þess að kosta smiði Mtils kafháts. Lake og frændi hans, Bart Champion, ecrddu heilum vetri í að smiða Argonaut. ■ Reynsluferðin, spm farin var 1895, var atburður á horð við fyrsta flug Wriglitbræðranna. Samt var ekkert veður af þvi gert, þegar þessir tveir menn fóru með örkina sína út á Shrewsburyána og áttu líf sitt imdir útreikningum Lakes. Allt fór samkvæmt áætluu, vatns- hólfin fylltust. báturinn fór ú kaf, þeir sigldu vJir ána og lil baka aftur i kafi og komu því næst upp aftur. Þetta sumar flæktust þeir um botn 'New York flóans í leit að botndýrum, og rannsökuðu botninn i heimagerðum kafara- húningi. Æðstu menn borgar- innar trúðu þvi ekki, að Lake veiddi ostrur sinar á sjávar- botni, og' skrifuðu nöfn sín á skjal, sem þeir létu í blýhólk og sökktu hoíium niður á hotn flóans. Kafbátsmennirnir sóttu blýhólkinn þegar i stað. Þó að Argonaut væri full- komin gerð kafbáts, þótt í litlu broti væri, gerðu blöðin gys að þessum tilraunum, og yfir- völdin í Waslúngton létu sem þau vissu ekki af þessum til- raunum. En nokkrir menn komu Lake til hjálpar og kost- uðu smíði málmkafbáts, sem var knúinn áfram nxeð benzíni og reyndur árið 1897. Þetta var fyrsti kafbátur Ameríkumanna, sem smíðaður var í fullkom- inni stairð og vakti aíhygli um allan lieim. í spænsk-aineríksku styrj- öldinni fór Lake með Argo- naut til Neuport News og leit- aði uppi sprengiduflin í höfn- inni. Hann skýrði flotastjórn- inrii frá því, hversu auðvelt væri að gera dufl óvirk með tilstyrk kafbáta, en fékk þau svör, að þetta, sem hann liafði, þá þegar gert, væri ófram- kvæmanlegt, og ef hann reyndi það aftur, yrði honum varpað i fangelsi. Þú snéri hann sér að því að bjarga skipsflökum af liafsbotni. Lake leit svo á, að nauðsvn- legt væri að kafbátsmenn gætu séð það, sem fram færi á yfirborði sjávar, þótt hátur- inn væri í kafi, og árið 1900 hað hann sjónaukaverksmiðju eina að smíða fyrir siig sjón- pípu í þessum tilgangi. Þegar honum var sagt, að þetta væri , ?kki hægt, hó'f hanri sjálfur til- raunir, unz lionum lieppnaðist þetta. Árið 1901 var Lake ‘kvaddur til Washington. Flotaforingj- arnir sögðu honum, að þá lang- aði til að láta smíða kafbát. en engin fjárveiting væri, fyrir hendi. Ef hann gæti smíðað kafbátinn, skylclu þeir gera það sem þeir gætu til að útvega f jár- Loks var isinn brotinn og Lake var beðinn mn fimm kaf- báta í viðbót af sömu gerð. í fyrri heimsstyrjöldinni smíðaði hann 40 kafbáta fyrir sitt eigið föðurland. Nú er Simon Lake 76 ára gamall og enn að gera tilraunir með kafbáta. Hann álítur það Frh. á 6. síSu. Sleggjudómur um ræðurnar 1. maí. — Furðuleg fram- koma Þjóðviljans. — Um garða og kennslueftirlit. G SÉ í ÞJÓÐVILJANCM, að aðstandendur blaðsins eru ó- ánægðir með ræður þær, sem fuii- trúar verkaiýðsféiaganna fluttu 1. maí, bæði á útifundinum, í út- varpinu og á skemmtununum. — Mig furðar stórlega á slíkum sleggjuðómi. Blaðið segir, að það þurfi að vera „hærra ris“ í ræðum leiðtoga verkalýðsfélaganna en hafi verið og segir síðan, að aðeins ein ræða hafi verið flutt, „sem fylli- lega var í stíl við áhuga og vilja- mátt‘ fólksins. Og þessi ræða var, að dómi blaðsins, ræða Stefáns Ögmundssonar í útvárpinu um kvöldið! HVERS KONAR „RISI“ er Þjóðviljinn að auglýsa eftir? Það var verkafólkið, sem kom fram fyrsta maí eins og það var klætt. Það talaði máli, sem verkafólkið skilur. Það talaði um kjör þess og lífsbaráttu, samtök þess og hlut- verk þeirra. Það var ekki neinn einarsolgeirssonarf lautaþyrilsgraut ur í máli þess. Ég skal játa, að ég var ekki sammála öllu, sem sagt var á útifundinum, og það er ekki tiltökumál, og ég álít alls ekki, að hátíðahöldin hafi verið neitt verri fyrir það. ÞAÖ ER EÐLILEGT, að liðs- safnaðardagur verkalýðsins spegli aðstöðu hans, þroska og starfeemi og þá koma margar myndir fram. Það kemur málinu ekkert við, — hvort ntenn eni sammála öllu því sem sagt er. Verkalýðsfélögin eru skipuð mörgum mönnum og þeir eru ekki allir steyptir í sama form, sem betur fer. Ræðurnar á útifundinum voru flestar mjög sæmilegar og sumar ágætar frá sjónarmiði verkafólksins. Þjóð- viljinn kallar slagorðin „ris“, þau kalla ég hjúp, til að hylja van- þekkingu og máleínafátækt. —• Svona eru skoðanir skiptar. Mér fannst ræða Stefáns Ögmtmdsson- ar einhver sú lélegasta, sem flutt var þennan dag, vegna hinna taumlausu slagorða, sem ekkert voru annað en tómahljóð. Ræður forseta Alþýðusambandsins og formanns B. S. R. B. í útvarpinu bóru að mínum dómi glæsilega af ræðu Stefáns. DÓMUR ÞJÓÐVILJANS um ræðurnar fyrsta maí er helber sleggjudómur, álíka sleggjudómur og Morgunblaðið var með í hvert sinn, sem verkafólk hélt upp á I. maí — þó að Þjóðviljanum kunni ef til vill að ganga annað til en Mgbl. — Starfsemi verkalýðsins byggist ekki á slagorðaræðum, —• heldur á starfi og aftur starfi. Við erum búin að fá alveg nóg af slagorðunum og það ætti að nægja slagorðamönnum, að fá að tala á öllum öðrum mannamótum, þó að þeir þurfi að bíta í það súra epli, að verða að þegja einn dag á ári, 1. maí, þegar verkalýðurinn sjálf- ur kveður sér hljóðs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.