Alþýðublaðið - 09.05.1943, Qupperneq 5
Sunnudagnr 9. maí 1943.
ALÞYÐUBL'.OIÐ
OPINBERAR UPPLÝSING-
AR hafa nú loks verið
birtar um ýmis áður hulin at-
riði í sambúð Englendinga,
Bandaríkjamanna og Rússa,
þvi að Forest Davis. höfundur
tvegja greina. sem birtust í
blaðinu The Saturday Evening
Post (20. og 27. febr. s. 1.), er
sérlega fróður blaðamaður og
tíður gestur í Hvíta búsinu og
stjórnarráðinu i Bandarikjun-
um. Oft hefir hann birt almenn-
ingi ýmis áður dulin atriði
stjórnmálanna, og það. sem
bann hefir nú gert opinbert,
er saga „janúarloforðsins".
Þar fáum við loks að vita
það, að þegar Roosevelt forseti
og Winston Churohiil hittust í
Washington i janúarmánuði ár-
ið 1942, tóku þeir þá ákvörðun
að mynda nýjar vígstöðvar í
Evrópu árið 1943, og að Lit-
vinov hafði verið látinn vita
um þessa ákvörðun.
Það hafði verið bent á þá
geysilegu örðugleika, sem yrði
að sigrast á, til þess að geta
komið þesu í framkvæmd, og
Churchill .hafði mælt með
því. að ekki vrði settur skemmri
frestur í þessu samkomulagi
þeirra, enda þótt hann hefði
ekki minni löngun til þess en
Roosevelt, að nýjar vígstöðvar
yrðu myndaðar sem fyrst. En
Roosevelt hafði verið áfram um
að fresturinn yrði skemmri.
Hann langaði til að hjálpa Rúss-
um í hinni hræðilegu baráttu
þeirra og áleit, að skemmri
tímaákvörðun myndi neyða
Ameríkumenn og Englendinga
til þess að leggja sig alia fram.
Því miður kom það brátt í
Ijóst, að grunur Churchills hafði
reynzt réttur og að ómögulegt
var að mynda nýjar vígstöðvar
á skömmum tíma. Það voru
ekki sigrar Japana á Kyrrahafi.
sem töfðu þessar framkvæmd-
ir, né héldur hinn síaukni kaf-
bátahernaður Þjóðverja. Aðal-
þröskuldurinn voru hin sterku
vígi og virki, sem Þjóðverjar
höfðu gert fram með strönd
Atlanzhafsins. Ströndin hafði.
verið könnuð oft og gaumgæfi-
léga alla leið frá nyrzta odda
Noregs til Biscayaflóa og fær-
ustu sérfræðingar brezka og
amerikska hersins og flotans
voru mjög svartsýnir og von-
daufir. Aljir voru þeir sammála
um, að ómögulegt væri að
mynda nýjar vígstöðvar i Ev-
rópu fyrr en 1943.
Auðvitað hafði þeim, sem á-
byrgðarstöðum gegndu í her og
flota Breta og Bandarlkja-
manna verið það ljóst áður, að
ókleift yrði að mynda nýjar
vígstöðvar í Evrópu án geysi-
legra fórna mannslifa, og ekki
var heldur unnt að ábyrgjast
Á myndinni sést amerísk njósnarsveil sækja fram á miðvígstöðvunum i Tunis. Reykjasúl-
urnar, sem sjást á myndinni eru frá sprengjum, sem möndulveldaflugvélar lxafa varpað
niður gegn sveitinni. — Fremst á myndinni sjást tveir ameriskir hermenn vera að binda
um sár félaga síns meðan sprengjuregnið dynur í kringum þá.
Þegar Stalln móðgaðl Chnrehill
Eftirfakandi grein
um uni’irbúnmg' innrás-
arinnar á meginland Evrópu,
för Churehills til Moskva í
fyrrahaust | sambandi við
hann, viðræður hans við
Stalin og furðulegan atburð,
sem skömmu síðar gerðist í
veizlu þar eystra, birtist í
blaðinu The New Leader í
New York þ. 13. marz s. I.
ráðherra Breta það, þótt þeir.
þegar þeir hittust i annað sinn
í Washington í júnímánuði,
kæmu sér saman um að fresta
innrásinni i Evrópu. en byrja
heldur undirbúning innrásar í
Norður-Afríku.
fyrir fram að innrásin heppn-
aðist. Þó hafði verið gert ráð
fyrir því, að teflt yrði á tvær
hættur, enda þótt öllum mönn-
um, sem við höfðum á þessum
málum, kæmi saman urn,- að
eins og þá stóð á væri engin
von til þess, að innrás heppn-
aðist. Landgönguliðið yrði
brytjað niður, og Rússum yrði
ekki liið minnsta lið að innrás-
artilrauninni. Og öllum var
Ijóst, að misheppnuð innrás
myndi hafa hræðilegar afleið-
ingar.
Að þessu athuguðu getur
enginn stjórnmálamaður láð
Roosevelt forseta og forsætis-
Tllkpiilno
írð sEUBardvalarnelQdliw! í Keykjavík.
Néfndin hefur ákveðið að senda börn á sumar-
dvalarheimil nálægt næstu mánaðamótum. Gert er
ráð fyrir að dvalartíminn verði fram í september og
fyrirkomulag svipað og í fyrra.
Alla næstu viku (10.—15. maí) verður tekið á móti
umsóknum í Miðfcæjarbarnaskólaninn (inngangur um
norðurdyr) og Austurbæjárskólanum (inngangur frá
leikvelli, fyrstu dyr til hægri) daglega kl. 2—7 e. m.
Mjög áríðandi er að þeir sem ætla að koma bömum
sínum í sumardvöl á vegum nefndarinnar gefi sig fram
á þessum tíma.
Ennfremur mun nefndin gangast fyrir að koma
börnum á sveitaheimili og hafa um það samstarf við
ráðningarskrifstofu Búnaðarfélagsins.
Læknisskoðun, ákvarðanir um dvalarstaði bam-
anna og burtflutningur þeirra verður tiíkyxmt síðar.
SUMARDVALAENEFND.
ESSI seinni ákvörðun
hafði verið tekin hinn 27.
dag júnimánaðar 1942, einmitt
uní það leyti, er lokaþátturinn
var leikinn ;við Sevastopol og
sókn Þjóðverja til Stalingrad
hófst. Síðan þetta skeði hafa
undir niðri leynzt ofurlitlar
viðsjár i sambúð Rússa annars
vegar og Breta og Ameriku-
manna hins vegar. Áður hafði
Stalin krafizt þess, að hraðað
yrði uppfyllingu „jánúarlof-
orðsins’”. Og ekki bætti þetta
úr skák, enda vissi Stalin ekki
sitt rjúkandi ráð lengur.
Þýðingarmesti hluti greinar
Davis er um aðferðir þær, sem
Stalin valdi sér til þess að koma
á framfæri mótmælum sinum
gegn júnísamþykktinni og um
þau meðul, sem hann notaði til
þess að koma þvi til leiðar, að
útkoman yrði þveröfug.
Mótmælin, sem Stalin bar
fram opinberlega gegnum Lit-
vinov í Washington og Maisky
í London, voru mjög skiljan-
leg og eðlileg, þótt þau væru
harðorð og ákveðin. Stjórnim-
ar í Washington og London
höfðu ekki með glöðu geði gert
þessa samþykkt. Menn höfðu
fullkomlega skilið afstöðu
stjórnarinnar í Moskva, og við
það liafði verið kannazt. að
raunar væri skiljanlegt, þótt
stjórnin í Moskva liti svo á sem
ekki hefði verið tekið nægilegt
tillit til krafna hennar um meiri
aðgerðir. En frá þessum degi
hefir Stalin hvað eftir annað
gert sig sekan um yfirtroðslur.
Fyx-st verður að nefna hina
persónulegu árás Síalins á
Churchill. Stalin hafði fengið
vitneskju um mótbárur Churc-
hills gegn timaákvörðun við-
víkjandi nýjum vigstöðvum i
Evrópu á janúarráðstefnuxmi.
Nú leit hann á Churchill senx
þanp nxann, er hefði eyðilagt
áætlaniniar um nýjar vigstöðv-
ar i Evrópu. og gerði hairn að
skotspæni sínum.
Churchill áleit, að Stalin
hefði misskilið afstöðu sina og
fór til Moskva seint í ágúst-
mánuði til þess að ræða per-
sórxulega við Stalin. Þár dvald-
ist hann í fjóra daga og átti
tíðar samræður við Stalin. En
xrm viðræður þeirra var allt á
huldu, aðeins sagt. að þeir hefðu
gerí ýmsar ákvarðanir viðvikj-
andi þvi, hvar þeir ættu að
hasla nazistum völl.
EGAR Churchill skýrði frá
** för sinni í neðri , deild
brezka þingsins, gerði hann
hlut Stalins sem mestan. Hins
vegar fóru blöðin í Moskva
mjög fáum orðum um þessa
skýrslu Churchills í neðri deild
og felldu niður öll hin vingjarn-
legu orð hans um Stalin. Þetta
þýddi í raun og veru ekki annað
en það, að Stalin sló á þá hönd,
sem honum var rétt. Stalin
hafði svarað með kurteisi alveg
sérstakrar tegundar.
í septembermánuði kom
Wendell Willkie til Moskvu. í
veizlu, sem honum var haldin
við komu hans, skeði atburður,
sem bezt er að lýsa með orðum
Davis sjálfs:
„Það var komið að veizlu-
lokum, þegar ameríkskur gest-
ur stakk upp á því. að drukkija
yrði skál flugmanna Rússa og
bandamanna. Stalin sat kyrr
og kom með breytingartillögu.
Af mikilli tilfinningu skálaði
hann fyrir sovétflugmönnun-
um, sem. að því er hann sagði,
höfðu flogið út í opinn dauðann
i handamannaflugvélum, sem
hafði verið fleygt á öskuhauga.
Undrun lostnir hlustuðu gestir
hans á hann bera það á for-
sætisi-áðhérra Breta, að hann
liefði stolið 150 flugvélum úr
skipalest, sem hefði átt að fara
til Rússlands.
Auðvitað var þetta hin svi-
virðilegasta móðgun.“
Svo að okkur verði ljós þýð-
ing þesarar leiksýningar Stal-
ins, verðum við fyrst og fremst
að gera okkur Ijóst, að ákæran
er röng.
Það er ekki satt, að banda-
menn hafi sent Rússum ónýt-
ax- flugvélar. Þangað voru send-
ar sams konar flugvélar og
þær, sem bandamenn nqtuðu
sjálfir.
Sama máli gegnir um hina
persónulegu ásökun, sem Stal-
in beindi gegn Churchill. Það
er satt, að 150 flugvélar höfðu
verið teknar í enskri höfn úr
skipalest, sem átti að fara til
Rússlands. En þess má geta, að
Frh. á 6. síðu.
Danzleikir, hermenn, komungar stúlkur, eftirlit íslenzkr
ar og erlendrar lögreglu, bréf frá ,.Borgara“ — svar lög-
reglustjóra og nokkrar athugasemdir.
OLLUM LÖNDUM, þar sem
erlendur her dvelur, er
sambúðin eitt helzta vandaniálið.
Skiptir þar engu hvort um full-
komna vináttu er að ræffa eða
samhug milli þjóðanna. Erlehdu
hermennirnir eru heimilislausir
og herstjórnirnar hafa augun op-
in fyrir því, að brýn nauðsyn er
að gefa þeim kost á skemmtunum,
til þess að tómstundir þeirra fari
ekki í annað verra. Herstjórnirn-
ar hafa vakandi auga á því að
verjast skakkaföllum, en þetta er
ekki eins létt verk og margur
hyggur.
VIÐ HÖFUM orSið vör við
þessi vandamál og mikið hefir Ver
ið um þau rætt. Eg skrifaði um
þetta mái strax daginn eftir að
landið var hernumið og benti á
að þarna lægi ein aðalhættan fyr-
ir okkur, jafnvel eina hættan. Eg'
lagði til, að við reyndum að einr
angra okkur á heimilum okkar
sem mest við gætum, það væri
okkar eina vörn. Eg vissi að þetta
yar ekki hægt til fullnustu, enda
hefir þ*að og á dagirm komið, sem
eðlilegt er. Eg hef líka séð það á
undanförnum árum, að allir ábyrg
ir menn, sem skrifað hafa um
þetta hafa komizt á sömu skoðun
og ég um þessi mál.
HERSTJÓRNIN HEFER bann-
að, að stúikur undir 16 ára aldri
sæktu hermannadansleikin. M. a.
til þess að geta haldið þessu fyrir-
mæli í heiðri, voru gefin út vega-
bréfin. Ýmsir álíta að misbrestur
hafí orðið 4 þessu og hef ég fengið
ailmörg bréf um þetta. Því miður,
hafa flest þessara bréfa verið rit-
uð í þeim tón, að þau hafa fariB
í bréfakröfuna mína. En fyrir fá-
einum dögum fékk ég bréf frá
„Borgara“, sem ég birti hér á eft-
ir. Eg lagði bréfið fyrir lögreglu-
stjóra og fer svar hans á eftir
bréfinu. „Borgari“ segii"'
„HER í BÆNUM er samkomu-
hús, þar sem Rauði kross Banda-
ríkjamia hefir bækistöð. Meðal
skemmtana þeirra, sem á boðstól-
um eru fyrir hermenn, eru dans-
leikir, sem munu haltínir oft í
viku. Á dansleiki þessa koma ísl.
stúlkur, tugum og jafnvel hundr-
uðum saman. Fullyrt er í bænum,
að allmargar stúlkna þéssara séu
kornungar, jafnvel innan við ferrm
ingu. Nú er svo fyrir mælt í lög-
reglusamþykkt Reykjavíkur, að
stúlkur innan 16 ára aldurs megi
ekki sækja dansleiki íslendinga,
og ber lögreglunni að sjá um, aS
banninu sé framfylgt."
ÍSLENEK LÖGREGLA mun
ekkert eftirlit hafa með dansleikj-
um hermannanna, hvorki í híbýl-
nm Rauða krossins né annarsstað-
ar. Eftirliti amerísku lögreglunnar
virðist ábótavant — a. na. k. frá
íslenzku sjónarmiði. — Nú vil ég
leyfa mér að spyrja hlutaðeigandl
yfirvöld. Hvað hefir verið gert til
þess að hafa eftirlit með því aS
kornungar stúlkur sæki ekki þess
ar samkomur? Lögreglustjóranum
í Reykjavík ber að hafa forystu
í þessu máli. Hefir hann ekkert
gert til þess að fá saravinnu við
amerísk yfirvöld urn að kippa
íFxh. á 6. síCtt.)