Alþýðublaðið - 20.07.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.07.1943, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. júlí 1943. ALE>YÐUBLAÐIf> ALLiAÍR járnbrautarstöðvar eru óhreinar; en mér fannst stöðin í Vestur-Madrid eyðileg. Járnbrautargarðurinn var rykugur og leiðinlegur. Og það var fyrir hreina tilviljun að ég gat fengið leigubíl til þess að flytja mig og farangur minn til Palace Hötel, þar sem áform- að var að ég dveldist. Leigu- bílar eru mjög sjaldgæfir í Madrid. Við ókum eftir Paseo de las Delicias. í þessu hverfi Madridborgar, sem er fremur afskekkt, sjást verksummerkin eftir borgarastyrjöldina frem- ur í hinum almenna tötra- og fátæktarbrag heldur en eyði- leggingu. Þó sjást nokkrar skemmdir af hernaðaraðgerðum bæði á veggjum húsa og gang- stéttum gatna. í Palace Hotel, einu hinna nýtízku stórgistihúsa, fékk ég þægilega íbúð með góðum spegl- um, borði, sem ég gat skrifað við og prýðilegt baðherbergi. Hitinn var ægilegur. Sólskin- ið var svo sterkt, að það brenndi mann ekki eingöngu beran, held ur brenndi það mann gegnum fötin. Madrid er talin heitasta höf- uðborg Evrópu. Gangstéttirnar eru eins og bráðið blý undir fótum manna. Þegar ég fór frá gistihúsinu beygði ég til vinstri inn í Prado, breitt stræti, sem minnir á Chams-Elysées í París, með skuggsælum görðum. Þar eru gosbrunnar og vel hirtir stígar, þar sem barnfóstrur sitja á steinbekkjum undir skugga akasíanna og magnoltrjánna. í öllum öðr,um borgum færu menn að hugsa um miðdegis- verð klukkan eitt, en fólk í Madrid borðar ekki miðdegis- vrð fyrr en klukkan tvö. Kaffihús eru lokuð lengstan tíma kvöldsins lögum sam- kvæmt. Einu bílarnir, sem sjáanlegir eru í Madrid, voru farnir að aka upp til Ritz-gistihússins. Tíminn, sem vín er selt þar, er frá klukkan hálf tvö til kortér yfir tvö. Ég fór jú'ir Prado. og gekk inn í gistihúsið. Inn úr hvítum for- salnum er gengið gegnum dyr með glerhurðum inn í svalan borðsalinri, sem snýr út að gárðinum, þar sem dansað er á kvöldin. Hvaða karlmenn, sem þarna eru saman komnir, þá verða þeir alltaf í skugganum fyrir konunum, sem gera þessa sam- komu að nokkurs konar tízku- sýningu. Það er einkennilegt að sjá þann auð og það óhóf, sem hér getur að líta, í borg, þar sem allur fjöldinn hefir ekki til hnífs og skeiðar. * EG held, að mér sé óhætt að fullyrða, að enginn stað- ur á meginlandi Evrópu komist í samjöfnuð við Ritz að glæsi- brag. Fram til klukkan tíu sitja fagrar konur í íburðar- miklum kjólum með sjaldgæf- um ilmvötnum og dreypa á léttum vínum í forsalnum, áður en gengið er til snæðings í garð- inum undir þaki af laufum og rósum. Fléstir karlmannanna Madrid. Myndin er af einni aðalgötu borgarinnar Calle de Alcala. . -iv S ) S/'^REIN sú, sem hér fér áS eftir, er kafli úr bókj ;eftir brezka blaðamanninn ( (Robert Henry, „A Journey S íto Gibraltar“ (Ferð til Gi-) ^braltar). Greinin er þýdd ■ (eftir tímaritinu „The World \ SDigest“. S S S eru í hvítum eða ljósgulum kvöldbúningi með rauða rós í hnappagatinu. Þeir hafa litlar festar á úlnliðnum og stóra signethringa. Garðarnir eru ið- andi af margs konar Ijósum. Hljómsveitiri leikur tango með suðrænni hrynjandi. Á dansgólf- inu gnestur silkið, og fegurðin og litauðgin er óviðjafnanleg. Hér mæla menn á spönsku, portugölsku, þýzku og ítölsku. frönsku og ensku, bæði með heimaframburði og ariieríkskum framburði. Mönnum af öllum þjóðernum ægir saman í þessu hlutlausá landi. í fyrsta skipti, sem ég fór inn í þennan skemmtistað og fékk borð við dansgólfið, bað ég um kaffi og vindlinga. En það er óðs manns æði að biðja um vindlinga í Madrid, því að þem eru ekki til nema á hinum. svörtustu allra svartra markaða. Þjónninn sagði, að sér þætti það leitt, eri það væri engin leið að láta mig fá vindlinga. Svo laut hann niður að mér og hvíslaði: ,,Ég gæti ef til vilí útvegað yður Camelpakka fyrir tuttugu og fimm peseta “ En það eru ellefu shilMngar, er punr ið er reiknað á fji-utíu og tvo peseta (ca. 15 kronur ís- /m fsw eftirleiðis verða daglsga ferðir tll MstigwaMa. Frá Reykjavík kl. 11 árdegis. Frá Þingvöllum kl. 5 síðdegis. Blfrelðastöð Steindérs. lenzkar). Hann kom aftur að vörmu spori með tvo diska, sem hvolft var saman. Hann tók þá í sundur í ógnai’flýti og lagði pakkann á borðið. Hann var horfinn áður en ég kæmist til áð segja orð, en yfirþjónn stóð álengdar og sá, hvað fram fór. Jafnskjót og ég hafði kveikt mér í vindlingi kom hann til mín og hneigði sig djúpt. Iiann hélt auðsjáanlega, að ég væri ekki með öllum mjalla, en lík- legast væri ég að bíða eftir ein- hverjum margmilljónungi. — Hann brá á glens við mig og setti auka-sykurmola í kaffið mitt, sem var búið til af eikar- laufum. Þjónarnir geymdu aukasyk- urinn í læstum, litlum og snolr- um kössum, svo að af því má ráða, hvílíkan greiða hann gerði mér. Ég hefi yndi af því að horfa í búðarglugga. Mér finnst þeir sýna svo vel sál þjóðarinnar. Beztu búðirnar í Madrid eru við göturnar, sem ganga ut frá Puerta del Sol. Þær eru lit- auðgar og snotrar til að sjá. Én þess verður ekki vart, hversu skorturinn er mikill á öllum svið um, fyrr en litið er inn um búð- argluggana. Margar þeirra standa svo að segja tómar. Brauð er ófáanlegt að heita má og er skammtað svo naumt, að menn fá varla meira en fer- þumlungssneið með • morgun- verðinum. Brauðskömmtunin fer eftir peningum, sem menn vinna fyr- ir, og með því móti fær fátæk- ara fólkið stærri skammt en ríka fölkið. Þessi lög líta vel út á pappírnum, en hjálpa leyni- salanum, sem kaupir brauðið af fátæklingunum og selur það auðmönnunum. Smjör fæst aðeins keypt einu sinni í viku og þá á svörtum markaði. Ostur og mjólk er sjaldséð vara. Húsfreyja í vel stæðri fjöl- skyldu á fullt í fangi með að fá til matarins. Fátæklingarnir svelta hálfu hungri. Þetta er skugginn, sem grúf- ir yfir Spáni. Ég var viss um, að einhvers staðar í Madrid myndi ég sjá ógrædd sár eftir borgarastyrj- öldina, jSem hefir sogið merg og blóð úr þjóðinni. Þess vegna fór ég inn í bókabúð og keypti mér kort af borginni fyrir fimm peseta. Ég sá brátt, að ekki var langt að fara til Palaciode Ori- ente, sem var konungshöllin á dögum Alfonsos konungs. Að stundarfjórðungi liðnum var ég kominn á torgið Plaza de Ori- ento, þar sem óperuhúsið stend- ur gengt vinstri álmu hallar- innar. ÖIl húsin í kringum torg- ið voru meira eða minna löskuð. Byggingu óperuhússins hefir aldrei verið lokið og hefir aldrei tekið til starfa. Ég gekk yfir torgið og kom til Calle Bailen. Á hægri hönd mér, bak við yztu hús bprgar- innar, blasti við óbyggt land. Mér var undir eins ljóst, að ég hafði fyrir augum blóðugasta orrustuvöllinn í spænsku borg- arastyrjöldinni. Mér var ljóst, að ég þurfti á bíl og leiðsögumanni að halda, ef ég ætti að hafa tíma til að skoða mig um. Ég var að velta þessu vandamáli fyrir mér, þeg- ar ég kom til Plaze de Es- pagna. Það fyrsta, sem ég sá þar, var leigubíll, sem ók í átt- ina til mín. Ökumaðurinn og ég athuguðum kortið í sameiningu. Hann bauðst til að aka hægt og útskýra allt nákvæmlega fyrir mér. Við sáum Montagnavígið, stóra byggingu, sem hafði verið lögð algerlega í rústir. Þar hafði orðið gífurlegt manntjón. Það var að vísu ægileg sjón, en þó var eyðileggingin enn geigvæn- legri, sem blasti við okkur í strætinu Paseo de Rosales, ná- lægt Manzaneresfljóltinu. Það hafði áður verið eitthvert un- aðslegasta svæðið í allri Madrid. -■f EGAR flakki mínu um borgina var lokið, kom ég við í vínskála, reknum af ekkju frægs lögfræðings í Madrid, sem lýðveldissinnar höfðu drepið í borgarastyrjöldinni. Hár og spengilegur Spánverjn var að tala um stjórnmál við hóp af ungum stúlkum, sem voru að kvarta um eitthvað. „Þetta lag- ast með tímanum,“ sagði hann. „Það eru ekki nema þrjú ár, síðan styrjöldinni lauk.“ En er henni lokið? Ein milljón og tvö hundruð þúsund spönsk- um körlum — þar af átta hundr- uð þúsund menntamönnum —t var varpað í fangelsi — ásamt sex hundruð þúsund konum. Þetta fólk, sem háfði unnið sér það eitt til sakar að fylgja að málum löglegri stjórn landsins í borgarastyrjöldinni, er smám saman skotið upp við vegg. Ein hefndin leiðir til annarrar. Þessar nærri tvær milljónir Spánverja er frjókornið, sem önnur bylting, ef til vill ennþá blóðugri, getur sprottið upp af. Ó-já. Madrid. var fögur í sól- skini. En ef dýpra var skyggnzt, eygði maður Spán, sem logaði af hatri og reiði. Hungrið var meira en ■ óhófið. Skrautlegir einkennisbúningar og járnkross- ar gátu ekki dulið tryllingsleg Framhald á 6. síðu. Yatnsleysið. — Hvar eru dælurnar? — Skemmdarvarg- ar sektaðir. — Mér líkar það vel. — IJm of hraðan akst- ur. — Varúð farþeganna. ATNLEYSIÐ í REYKJAVÍK , verið brýnt fyrir fólki að ganga vel um. Lögreglan hefir gert það, yfirvöld bæjarins hafa gert það og blöðin hafa klifað á þessu sama árum saman. ÞAÐ ÞÝÐIR ÞVÍ EKKI að halda því áfram og gera ekki meira. Nú verður að beita öðrum aðferðum jafnframt því, sem talað er um fyrir fólkinu. FARÞEGI SKRIFAR: „Mig furðar á því, að ekki skuli hafa komið . fram opinberleg mótmæli gegn aksturshraða bifreiða, t: d. á Þingvallaveginum. Bifreiða- stjórarnir virðast oft á þessari leið að minnsta kosti vera í hreinum og beinum kappakstri.“ „SLYS ERU EKKI LENGI að vilja til. Nýlega varð stórslys á þessari leið, og hygg ég, að þá hafi bifreiðin ekki verið á löglegum hraða. Slíkt ætti að kenna mönn- um, og ég vara við þessu fram- ferði.“ ÚT AF ÞESSU BRÉFI VIL ég aðeins segja þetta: Farþegarnir þurfa ekki að láta bjóða sér allt. Þeir geta sjálfir tekið í taumana, þegar þeim ofbýður. Þeir eiga líka mest á hættu. Hannes á hornlnu. hefir löngum þjáð bæjarbúa, en nú virðist alveg hafa keyrt um þverbak. Úr öllum áttum bæjarins berast kvartanir um vatnsskort- inn, og verkfræðingar bæjarins og önnur vat.nsins yfirvöld fá margt óþvegiö orð. EINU SINNÞ LÝSTI borgarstjóri yfir því á bæjarstjórnarfundi, að setuliðið hefði lofað að útvega tvær dælur til að nota við vatns- geyminn. En ekkert bólar á þeim enn. Hvað veldur því? Það geta allir skilið, að það er hinn mikli fjöldi erlendra hermanna og allt umstang þeirra, sem veldur nú mestu um þessi vandræði. ÉG SÉ. AÐ NOKKRIR ungling- ar hafa verið dæmdir í 50 króna sekt fyrir að skemma gróður á Austurvelli. Þetta líkar mér! Ég hef þúsund sinnum sagt það, að það verður að þeita öðrum og harðari aðferðum gegn þeim, sem ekki láta sér segjast, þegar talað er um fyrir þeim. SIÐLAUSUM skemmdarvörg- um á ekki að sýna neina miskunn. Þeir .skemma og spilla vitandi vits af skemmdar. og spillingar- fýsn einni saman. Það er ekki hægt að halda því fram, að ekki hafi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.