Alþýðublaðið - 07.08.1943, Blaðsíða 4
4
ALffÐSBLAÐIÐ
Laugardagt&r 7. ágúst 1943.
Stefán J6h. Steffánsson:
Opið svarbréf til formanns Sjálf>
stæðisflokksins, Ólafs Thors.
ptpi) ðub ladi ð
Útgefandi: Alþýffuflokknrinn.
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4901 og
4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og
4906.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h-f.
Verkfallið á
Siglufirði.
HIÐ fyrirvaralausa verkfall
tuttugu og átta manna,
sem stöðvaði alla vinnu í síldar-
verksmiðjum ríkisins á Siglu-
firði í meira en heilan sólar-
hring yfir hásíldarvertíðina,
hefir vakið mikinn óhug með-
al allra hugsandi manna, ekk-
ert síður innan verkalýðshreyf-
ingarinnar en annars staðar, og
almennt verið fordæmt.
Það er ekki fyrir , ~ að
kyndarar síldarverksmiðj a. ' ,
sem til þessa óyndisúrræðis
gripu, kunni ekki að hafa ver-
ið í sínum góða rétti, að gera
ágreining út af túlkun samn-
ingsins, sem þeir höfðu við
verksmiðjurnar, og fara fram á
einhverja hækkun eftirvinnu-
kaups síns, eins og þeir gerðu.
Þann ágreining hefðu þeir bara
átt að bera undir félagsdóm.
Hitt, að gera í slíku tilfelli fyr-
irvaralaust verkfall, var brot á
gerðum samningum og gat orð-
ið verkalýðshreyfingunni engu
hættuminna en atvinnurekand-
anum; því að ef slíkt ætti að
viðgangast og skapa fordæmi,
að fámennir hópar innnan fjöl-
mennra verkalýðsfélaga hefðu
gerða heildarsamninga að
engu, myndi það á örstuttum
tíma gera verkalýðsfélögin
með öllu ósamningshæf.
En þar á ofan bætist,jnð í
þessu tilfelli var ekki aoeins
stofnað til stórkostlegra vand-
ræða með því að stöðva af-
kastamestu framleiðslutæki
síldarútvegsins, eins höfuðat-
vinnuvegs þjóðarinnar, um há-
síldarvertíðina, heldur og þús-
undir verkamanna og sjó-
manna skaðaðar.
Nú hefir þessu verkfalli að
vísu því betur verið aflétt og
deilan verið leyst með sam-
komulagi. En verkalýðshreyf-
ingunni í landinu væri enginn
greiði gerður með því, að draga
fjöður yfir það ábyrgðarleysi,
sem hér var sýnt. Það verður
að segja hispurslausan sann-
leikann um það. Því annað eins
má ekki koma fyrir aftur.
*
Það er kapítuli út af fyrir
sig, hvernig kommúnistar
hafa snúizt við hinu nýafstaðna
verkfalli á Siglufirði. Þar á
staðnum sóru þeir og sárt við
lögðu, að þeir ættu engan þátt
í því, og teldu sér það með öllu
óviðkomandi. En hér í höfuð-
staðnum létu þeir blað sitt
kynda undir ábyrgðarleysi hins
fámenna hóps fyrir norðan á
hinn ófyrirleitnasta hátt. Má
af slíkri tvöfeldni nokkuð
merkja heilindi þeirra í þessu
máli og hollustu við þjóðina,
þar á meðal þær þúsundir
verkamanna og sjómanna, sem
stórtjón gátu beðið við tiltæki
hins fámenna hóps.
Fer ekki hjá því, að ein-
hverjum verði á að hugsa í
sambandi við framkomu kom-
múnista í þessú máli, að þeim
hefði verið sæmra, að sýna á-
hnga sinn fyrir bættum kjör-
um verkamanna, þegar tæki-
VEGNA fjarvistar og ferða-
lags utanbæjar hefir mér
ekki gefizt kostur þess fyrr en
nú, að athuga opið bréf þitt til
mín, er birtist í Morgunblaðinu
26. júlí s. 1. Raunar hafði ég í
öllum aðalatriðum svarað þessu
bréfi þínu, áður en það var
skrifað, með greinum mínum í
Alþýðublaðinu 10. og 11. júlí
s. 1. En í fullu samræmi við
norrænar sambúðarvenjur
stjórnmálamanna, tel ég rétt að
víkja að bréfi þínu nokkru nán-
ar og minnast þá um leið á ýmis
atriði, er kunna að geta skýrt
betur það, sem bréfaskipti okk-
ar snúast um.
Ég tel, að það muni varpa
beztu Ijósi yfir mál þetta og
gefa hugsandi lesendum bezta
aðstöðu til eigin ályktana, að
rifja upp nokkrar staðreyndir,
sem okkur báðum eiga að vera
vel kunnar. Að svo miklu leyti,
sem þessar staðreyndir eru ekki
bein eða óbein svör við bréfi
þínu, mun ég að lokum víkja
að nokkrum atriðum, að gefnu
tilefni af þinni hálfu.
1. í beinu framhaldi af svör-
um stjórnmálaflokkanna á al-
þingi 1928 við fyrirspurn Sig-
urðar Eggerz komu sömu
flokkar sér saman um ályktun,
varðandi samband Islands og
Danmerkur. Um þessa ályktun
urðu allverulegar umræður á
milli flokka, utan þingfunda,
og áttum við báðir, hvor fyrir
sinn flokk, nokkurn þátt í end-
anlegu orðalagi ályktunarinnar.
Er alveg óvíst að samkomulag
hefðf fengizt á milli flokkanna,
ef ekki hefði yerið nokkuð ítar-
legur undirbúningur, á meðan
þing stóð yfir, á milli flokkanna
og á þann hátt komið í veg fyr-
ir að einn flokkurinn öðrum
framar hlypi fram fyrir skjöldu,
tilkynnti þar afstöðu sína og
sinna manna, á líkan hátt og
þér varð að orði í ræðu þinni
um miðjan maí s. 1., er þú sagð-
ir: ,,Þetta viljum við að heim-
urinn viti.“ Starfsaðferðirnar
1937 leiddu til samkomulags
og hefði betur farið á því, að
þeim aðferðum hefði verið beitt
í þessu mikils verða -máli æ
síðan. En ekki verður með
sanni sagt, að svo hafi verið
gert.
2. Þegar Danmörk var her-
numin aðfaranótt 9. apríl 1940,
var auðsætt, að íslenzka ríkið
þyrfti að gera ráðstafanir af
sinni hálfu. Alþingi stóð þá yf-
ir. Sú ríkisstjórn, sem þá sat
og við áttum báðir sæti í, reri
að því öllum árum, að fá sam-
eiginlega ályktun alþingis um
það, að ísland tæki öll mál í
eigin hendur „að svo stöddu“.
Eins og þér er vel kunnugt,
vildu sumir þingmenn hafa
þessa ályktun öðru vísi og á-
kveðnari. Og eftir að ályktun
þessi var gerð, heyrðust raddir
nokkurra manna, meðal annars
úr flokki þínum, að slíta ætti
þá þegar og endanlega „öll
tengsl við Dani“. En þú áttir
þinn góða þátt í að þagga þær
raddir niður. Og vafalaust í
fullu samræmi við þig, hefir
Morgunblaðið þá á eftir lýst yf-
ir, að þjóðin væri því „alveg
andvíg, að hafa sjálfstæðismálið
á oddinum, meðan frændþjóð
okkar, Danir, eru í sárum.“ Það
var þá „eigi annað vitað, en að
færi gafst til' þess fyrir þá, að
hækka kaup Dagsbrúnarmanna
hér í Reykjavík á löglegan
hátt fyrir nokkru síðan, en að
við værum skoðanabræður ’og
einlægir samherjar“, svo þín á-
gætu eigin orð séu notuð. Og
ég er þeirrar skoðunar enn, að
réttmætt sé og eðlilegt að líta
á það, að „frændþjóð okkar,
Danir“, eru vissulega „í sárum“,
ekki síður nú en þá.
3. Að tilhlutun þeirrar ríkis-
stjórnar, er við báðir áttum
sæti í, var á árinu 1940 samið
stjórnarskrárfrumvarp, þar
sem voru „fyrst og fremst gerð-
ar þær breytingar á stjórnar-
skránni, sem leiðir af niðurfell-
ingu dansk-íslenzka sambands-
lagasáttmálans og af því,
að forseti kemur í stað
konungs“, eins og segir í
upphafi þeirrar greinargerð-
ar, er því frumvarpi fylgdi. Þar
var ekki gert ráð fyrir öðru
en því, að stjórnarskrá þessi
öðlaðist gildi strax, þegar hún
væri endanlega samþykkt. Ekki
var þetta frumvarp þó samið að
tilhlutun okkar fyrir þá sök, að
við værum þeirrar skoðunar,
að ganga ætti þá þegar endan-
lega frá stofnun lýðveldisins,
heldur af þeirri ástæðu, að
stjórnin taldi rétt að hafa slíkt
stjórnarskrárfrumvarp tiltækt
og láta það koma til álita flokk-
anna, ef það yrði skoðun meiri
hluta alþingis, að ganga þá frá
formlegum skilnaði. En ekki
var það gert, eins og kunnugt
er, og höfum við sennilega,
hvor í sínum flokki, átt ein-
hvern þátt í því, að til þess
bráðræðis kom ekki.
4. Þegar kom fram á árið
1941, fóru ýmsir íslenzkir
stjórnmálamenn að krefjast
þess, að sambandinu við Dani
yrði að fullu og formlega slitið.
Þú varst þó ekki meðal þeirra
manna. Þvert á móti munt þú
hafa gert þitt til þess í flokki
þínum, að kæfa þessar kröfur,
bæði vegna þess að „frænd-
þjóð okkar, Danir,“ voru „í sár-
um“, og að þú taldir afstöðu
okkar ekki örugga né vel sæm-
andí. Ef þú hefðir þá snúizt á
sveif með Jónasi Jónssyni og
öðrum, er taldir voru hlynntir
svo nefndri ,,áhættuaðferð“ í
sjálfstæðismálinu ,má vera að
rasað hefði verið um ráð fram
og annaðhvort stefnt út í fulla
tvísýnu, eða að minsta kosti
stofnað til stórdeilna um sjálf-
stæðismálið. En þú kunnir vel
fótum þínum forráð og hafðir
opin augu fyrir því, að íslenzka
ríkið átti að koma virðulega og
vel fram gagnvárt öðrum ríkj-
um. Og ásamt starfsbræðrum
þínum í ríkisstjórninni undir-
bjóst þú ályktanir þær, er gerð-
ar voru 17. maí 1941. Sá undir-
búningur tók langan tíma og
miklar viðræður á milli flokka,
og var alls ekki unt að segja,
að allir væru á eitt sáttir,
hvorki í þínum flokki né Fram-
sóknarflokknum. Og þegar mál-
ið kom til umræðu opinberlega
á alþingi, kallaði Jónas Jónsson
þá, sem að tillögunum stóðu,
þar á meðal okkur, „undan-
haldsmenn“. er vékjum úr
hverri víglínunni á fætur
annarri. En þú lézt þau
frýjunarorð sem vind um
eyrun þjóta, þó að þú
notir nú sömu orðin um okkur,
sem einmitt stöndum á sameig-
inlegum samþykktum okkar frá
17. maí 1941, um það, ,,að af
íslands hálfu verði ekki um að
vera nú að reyna að slá sig til
riddara á ólöglegu verkfalli ör-
fárra manna norður á Siglu-
firði.
ræða endurnýjun á sambands-
lagasáttmálanum við Dan-
mörgu, þótt ekki þyki að svo
stöddu tímabært vegna ríkjandi
ástands að ganga frá formleg-
um sambandsslitum og endan-
legri stjórnskipun ríkisins, enda
verði því ekki frestað lengur en
til styrjaldarloka.“ Og þegar
Héðinn Valdimarsson kom með
breytingartillögu við tillögu
okkar um það, að inn í hana
bættust orðin: ,,og sé samband-
inu við Danmörku að fullu slit-
ið“, beittir þú þér fyrir því, að
tillaga þessi yrði felld, enda
fékk hún fáa formælendur. Þá
varst þú „undanhaldsmaður í
sjálfstæðismálinu“, að dómi
þeirra, er geisast vildu áfram.
Nú ferð þú sömu orðum um
okkur, er viljum standa á sam-
þykkt þeirri frá 17. maí 1941,
er við bárum þá fram á alþingi.
5. Hinn 22. maí 1942 var af-
greidd frá sameinuðu alþingi á-
lyktun um „að kjósa 5 manna
milliþinganefnd, M1 þess að gera
tillögur um breytingar á stjórn-
skipulögum ríkisins í samræmi
við yfirlýstan vilja alþingis um,
að lýðveldi verði stofnað á ís-
landi.“ Sú breyting var gerð á
nefndinni með samþykkt þings-
ins 8. sept. 1942, að í henni
fengu sæti 2 fulltrúar frá hverj-
um flokki, og fjölgaði þannig í
nefndinni um þrjá menn, um
leið og henni var falið að halda
áfram störfum í samræmi við
BLAÐIÐ ALÞÝÐUMAÐ-
URINiN á Akureyri gerir
deilurnar um sjálfstæðismálið
að umtalsefni 20. júlí síðastlið-
inn. Þar segir:
„Um eitt eru allir sammála, það
er að slíta sambandinu við Dani,
og virðist þá að Gordonshnúturinn
ætti að vera leystur og minna skifti
hvort sambandsslit færu fram ári
fyr eða seinna, en hér fer sem oft-
ar, að deilt er um aukatriðin.
Hafa Sjálfstæðisflokkurinn og
Kommúnistaflokkurinn hafið sam-
eiginlega herför fyrir því að sam-
bandsslit fari fram þegar á næsta
ári. Þykir ekki ólíklegt að þetta
eigi að vera undanfari þeirrar
stjórnmálalegu trúlofunar þessara
flokka, sem ýmsir af forsprökk-
um þeirra kváðu vilja koma á í
byrjun næsta þings, en það er
þingræðisleg stjórnarmyndun Sjálf
stæðis- og Kommúnistaflokksins
og þar með sameiginleg valda-
taka þeirra á alþingi. Hafi sjálf-
stæðismálið þótt ákjósanlegt til
þess að byggja „sameininguna“, á
til að bjarga föðurlandinu.
Það lætur nú nokkurnveginn að
líkum hvort sjálfstæðismálið er
nokkurt hjartansmál þessara
flokka, og hvað lýðræði og lýð-
veldi er þeim heilagur dómur.
Báðir eru þeir gagnsýrðir af ein-
ræðishneigð. Sjálfstæðisflokkurinn
elur snák fasismans undir skikkju
er átrúnaður hins flokksins, en
sinni, og Moskvakommúnisminn ’
báðar þessar stefnum eru opin-
berir féndur lýðræðis, og lýðveld-
isfyrirkomulags í stjórnarháttum.
Það verður því varla tekið há-
tíðlega, þótt bessir flokkar séu með
siálfstæðisbelging og þykist- vera
það, er áður hafði verið ákveð-
ið.
Höfuðstörf þessarar nefndar
voru þau, að gera tillögur um
ýmis skipulagsatriði við stofn-
un lýðveldis á íslandi, og voru
þau langmest rædd í nefndinni
og skoðanir dálítið skiptar, en
það þó ekki rætt að ráði í þing-
flokkunum. Það varð úr, án
þess að um það væri nokkuð
verulega rætt í nefndinni, og
allb ekjki sérstaklega á milli
stjórnmálaflokkanna, né í
hvecrjum þeirra fyrir sig, að
láta það koma til álits og at-
hugunar flokkanna, sem síðara
væntanlegt samningsatriði á
milli þeirra, að lýðveldisstjórn-
arskráin öðlaðist gildi 17. júní
1944, bæði af því, að þá væri
hægt samkvæmt ákvæðum
sambandslaganna, að fella þau
úr gildi, og eins hitt, að 17. júní
er eftirlætisdagur þjóðarinnar,
sökum minninganna, sem við
hann eru bundnar. Hins vegar
var öllum nefndarmönnum það
ljóst, að það stórpólitíkska at-
riði, hvenær lýðveldisstjórnar-
skráin skyldi öðlast gildí, var
þá alls ekki ákveðið af neinum
stjórnmálaflokkanna og engar
samkomulagstilraunir höfðu þá
fram farið. á milli þeirra um
það. Gerði ég fyrir mitt leyti
hiklaust ráð fyrir. að þetta yrði
sérstaklega og gaumgæfilega
athugað í flokkunum og á milli
Framhald á 6. síSu.
allt annað en þeir eru, enda vitað
að annarlegar ástæður valda þessu;
annaðhvort „trúlofun" sú, sem áð-
ur er nefnd, eða þá sú knýjandi
þörf beggja flokkanna til að ræna
sér stjórnmálaflíkum til að breiða
yfir svik þeirra og óþjóðrækni á
öllum sviðum undanfarið."
I áframhaldi af þessum um-
mælum segir Alþýðumaðurinn:
„En án þess að gera ráð fyrir
öðru en að sjálfstæðismálinu verði
komið í trygga höfn, þrátt fyrir
þjark og þras hinna og annara
lýðskrumara, virðist ekki óeðlilegt
að benda á eitt atriði í sambandi
/
við sjálfstæðismálið, og stofnun
lýðveldis á íslandi, og það er það
ófremdarástand, sem nú ríkir um
stjórn landsins.
Það er staðreynd að í fyrsta sinn
í sögu landsins hefir ekki tekizt
að mynda þingræðisstjórn, og það
er það ófremdarástand, sem nú
ríkir um stjórn landsins.
Það er staðreynd að í fyrsta
sinn í sögu landsins hefir ekki tek
izt að mynda þinræðisstjórn, og
það er á alþjóðarvitorði að það
eru einmitt -þeir flokkarnir, sem
nú gala hæst um sjálfstæðismálið
og stofnun lýðveldis, sem hafa
staðið í vegi fyrir því að þetta
sjálfsagða takmark í lýðræðisþjóð-
félagi næðist.
Hugsa þessir herra sér að saga
hins nýja lýðveldis hefjist með
því að ekki sé hægt að mynda
lýðveldisstjórn? “
Það eru forsprakkar Sjálf-
stæðisf lokksins og Kommúnista-
flokksins, sem eru spurðir. Von
andi láta þeir ekki standa á