Alþýðublaðið - 07.08.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.08.1943, Blaðsíða 6
Brezk flugsveit hefir skorað á þessa fallegu amerísku leik- konu ' Frances Raffety, að koma til Bretlands og vera með í árásarleiðöngrum yfir megin- landið. Hún á að vernda flug- mennina gegn öllum hættum og óvættum. »■........ -................... HANNES Á HORNINU Fríh. af 5. síðu sambandi við Dani. Hvað liggur á því? Þjóðin þarf nú að einbeita öllum kröftum að því að efla menningu þjóðarinnar, stöðva dýr- tíðina og skipa málefnum sínum svo í framtíðinni, að hér verði ekkert atvinnuleysi framar. Danir hafa hér alls engin áhrif, og því þarf enga sjálfstæðisbaráttu að heyja gegn þeim, heldur gegn fjármálavaldi enskra og ame- ríkskra svo og íslenzkra auðfélaga. Hin eina sanna sjálfstæðisbarátta er sú, sem verkamenn hafa ætíð háð fyrir bættum kjörum sínum gegn valdi yfirstéttarinnar. Og það leiðir af sjálfu sér, að þegar mað- ur hættir að kúga mann, hættir þjóð að kúga þjóð.“ „SÚ ÞJÓÐ er engin menningar- þjóð, sem lætur þegna sína lifa við sult og seyru, þegar gnægð alls er til. Verkalýðurinn verður að hafa gott viðurværi, gott húsnæði og hlý föt til að geta lifað menn- ingarlífi. Að ein stétt hafi rétt á allri menningu er skammarlegt og hættulegt. Fyrir þessu heyja ís- lendingar sína sjálfstæðisbaráttu. Það er aukaatriði, hvenær hinu formlega sambandi við Danmörku er slitið. Það er aðalatriðið, að sannmennta þjóðina, og þjóðleg verðmæti séu annars stpðar en í bókum Landsbókasafnsins og hug- um fáeinna útvaldra, sem öðlazt hafa vald fyrir tilstilli óverðskuld- aðra peninga." MÉR FINNST þetta skynsaml. bréf. Þó vil ég taka það fram, til þess að fyrirbyggja allan misskiln- ing, að ég vil láta okkur fram- kvæma fyrirætlanir okkar undir eins og við getum skilið að skipt- um ,.við sambandsþjóðina eins og mönnum sæmir — þegar við get- um hitzt í stríðslok og kvaðzt — með handabandi. Hannes á horninu. ALÞYÐUBLAÐID Laugardagur 7. ágúst 1943. Framhald af 4. síðii. Opið svarbréí til Ólafs Thor s þeirra, og þá að sjálfsögðu á meðan alþingi stæði yfir. En alþingi var frestað í sama mund og formaður stjórnarskrár- nefndar, Gísli Sveinsson, lét út- býta frumvarpi nefndarinnar á alþingi, en það, ásamt inngangi og greinargerð, hafði hann lát- ið prenta. Hefði ákvæðið um gildistök- una og hvað gera þyrfti, áður en hún væri endanlega ákveðin, átt að liggja í þagnargildi, þar til alþingi kæmi saman, er verður 1. sept. n. k., en þá að hefjast ráðagerðir innan flokk- anna og á milli þeirra um þetta atriðí sérstaklega. En þú áttir þinn mikla þátt í því, að svo varð ekki, og hefir það komið af stað deilunum, sem orðið hafa, er ef til vill hefði verið unt að komast hjá, eins og oft áður, ef farið hefði verið með málið á íþann veg, sem því hefði bezt sæmt sem alþjóðarmáli utan og ofan við flokkadeilur. =c Þær staðreyndir, er ég hefi rakið, eru beint og óbeint svar við flestum atriðum hins opna bréfs þíns. Jafn glöggir menn °g þú geta auðveldlega af þeim dregið ályktanir. Og þessu mik- ilváega máli sæmir bezt, að staðreyndirnar séu aðalkjárni umræðnanna. £ . I Mér virðist þó rétt að minn- ast á fáein atriði enn, áður en ég lýk máli mínu. Þú talar talsvert um „hættu búna“, ef skilnaðurinn sé ekki framkvæmdur sem allra fyrst, <?g telur, að út af hugsanlegum drætti til styrjaldarloka sé í þér „einhver kvíði“, og að ein- mitt „þessi beygur“ hafi ráðið orðum þínum og „gerðum í sjálfstæðismálínu.“. Mér sýnist þessi kvíði þinn og beygur al- veg ástæðulaus og að þú ættir að freista þess að losa þig við þessar áhyggjur, jafn tilefnis- lausar og þær eru, ef að er gáð. Og einmitt til þess að reyna að firra þig þessum kvíða og beyg, er'vert að rifja enn einu sinni upp eftirfarandi: 1. Samkvæmt sambandslög- unum sjálfum geta íslendingar að öllu leyti fellt þau úr gildi á næsta ári. 2. I orðsendingu Bandaríkja- forseta til forsætisráðherra ís- lands í júlí 1941, er kveðið svo að orði: „Bandaríkin skuld- binda sig enn fremur til að við- urkenna algert frelsi og full- veldi íslands og að beita öllum áhrifum sínum við þau ríki, er standa að friðarsamningunum, að loknum núverandi ófriði, til þess að friðarsamningarnir við- urkenni einnig algert frelsi og fullveldi íslands.“ Og síðar í sama bréfi: ,,að það sé mikil- vægt að varðveitt sé frelsi og sjálfstæði íslands ...... með fullri viðurkenningu á fullveldi og sjálfstæði íslands.“ Og í bréfi sendiherra Breta til forsætisráðherra, dags. 8. júlí 1941, segir svo: „Bretland lofar að viður- kenna algert frelsi og fullveldi íslands og að sjá til þess að ekki verði gengið á rétt þess í friðarsamningunum né á nokk- urn annan hátt að ófriðnum loknum.“ Þegar þú minnist þessara ó- tvíræðu og skorinorðu yfirlýs- inga hinna voldugu engilsax- nesku hervelda, er vafalaust ráða rnestu við friðarsamning- ana, samhliða því, sem íslend- ingar hafa samningslegan rétt til þess að fella sambandsl.sátt málann úr gildi, þá virðist eng- in skynsamleg ástæða til þess að ætla að neitt sé að óttast. Þvert á móti sýnist réttur ís- lands til fulls og óskoraðs sjálf- stæðis vera tryggður sem bezt má verða við ófriðarlok. Þá eru það skjölin og birting þeirra. Það er dálítið ónákvæm- lega tekið til orða hjá þér, er þú sagðir, „að við vorum sam- mála um, að ekki væri ástæða til að birta fleira en gert hefir verið.“ Á fundi utanríkismálanefnd- ar 23. júní s. 1., þegar mál þetta var rætt, er í hinu litla ágripi, sem bókað er af ræðum nefnd- armanna, þess getið, að ég hafi sagt að það væri „mjög vafa- samt, hve mikið ætti að birta, ef það yrði ofan á, að slíkt skyldi gert. Enn fremur þyrfti að athuga vel, hvort tímabært væri að birta nokkuð um þetta mál nú.“ Að lokum er það bók- að eftir mér, að ég áliti „að stj órnarskrárnefnd ætti ekki að hafa neitt með væntanlega birtingu þessara skjala að gera.“ Um álit þitt á þessu máli er það bókað, að þú værir ósammála mér um „að stjórnarskrár- nefndin ætti ekki að hafa neitt með mál þetta að gera.“ Enn fremur kvaðst þú „álíta vel hugsanlegt, að eitthvað af skjöl- unum yrði birt.“ Af þessari ófullkomnu bókun má það ráða, og einnig af því, sem síðar kemur fram í fundar- gerðinni, að enginn fundar- manna var þá ákveðinn í því, hvort, hvað mikið og hvenær, skyldi birta skjöl þessi, en tala hins vegar um möguleika á að birta eitthvað eða allt af þess- um skjölum, og ræða um hvort það væri ríkisstjórn, stjórnar- skrárnefnd eða utanríkismála- nefnd, er ákveða ætti um birt- inguna. Þegar forsætisráðherra spurðist fyrir um það á fundin- um, hvort ætlast væri til að tekin væri ákvörðun um birt- inguna, svaraði Einar Olgeírs- .son, er hóf þessar umræður, því einu til, að hann hefði „aðeins viljað spyrjast fyrir um birt- ingu skjalanna“. Og þessu máli lauk á þann hátt, að talið var rétt, að allir nefndarmenn fengju að sjá skjölin, „áður en hægt væri að ákveða nokkuð um birtingu þeirra“. Þannig stóð málið í utanrík- ismálanefnd. Út af því, sem þú ræðir nán- ar um skjöl varðandi þetta mál, og vitnar til ummæla Alþýðu- blaðsins, þá er rétt að taka það fram, að þér er ekki síður um það kunnugt en mér, að borizt hafa skjöl frá trúnaðarmanni íslands erlendis, er skýra frá áliti hans um viðhorf danskra st j órnmálamanna varðandi skilnaðarmálið. Þessi bréf hafa ekki verið birt. En í greinum mínum um sjálfstæðismálið í Alþýðublaðinu skýrði ég frá þessu áliti, til þess að bægja í burtu misskilningi og getsök- um í garð Dana, sem fram hafa komið í þessu máli, en misskiln- íngur og ástæðulausar getsakir verða aðein til þess að auka á úlfúð og torvelda góða lausn skilnaðarmálsins. En úr því, sem komið er, og vegna hæpinna frásagna og ályktana, þætti mér rétt og eðlilegt að öll skjöl. er farið Hafa á milli íslenzku ríkis- stjórnarinnar annars vegar, erlendra ríkja og trúnaðar- manna íslands erlendis hins vegar, yrðu birt opinberlega, svo ekki þurfi um það að deila, hvað í þeim standi. Vænti ég þess, að við getum orðið sammála um það atriði. * Á einum stað í bréfi þínu seg- ir þú: „Við ætlum ekki að semja um neitt við Dani.“ Stórt orð Hákot! Og þú talar einnig um „málamyndasamninga“, sem sé „ósmekklegt“ og „skaðlegt“ að stofna til. En þó að við séum alveg sammála um það að end- urnýja ekki sambandslagasátt- málann og að stofna lýðveldi ekki síðar en í stríðslok, þá höf- um við þó vissulega margt við Dani að tala og jafnvel semja. Við þurfum að semja um rétt íslendinga í Danmörku og Dana á íslandi, um skjöl varðandi ut- anríkismál okkar, Árna Magn- ússonar safnið og væntanlega margt fleira. Og þó að við sé- um miklir menn, íslendingar, þurfum við um þessi mál að tala og semja við Dani. Og ég vildi gjarnan að við ættum eft- ir að tala og semja við Dani um mörg önnur mál, til þess að auka gagnkvæma samvinnu og vinsemd á milli þjóðanna. * Ég er þér alveg sammála um það, að leggja beri áherzlu á það, „að þjóðin standi samein- uð út á við að lýðveldisstofnun- inni.“ Ekkert hefði ég frekar kosið. En meðferð málsins á stundum, og þó ekki hvað sízt í sumar, hefir nokkuð torveld- að það. Þó vildi ég alls ekki ætla að það væri alveg útilok- að, þegar farið verður að ræða um málið á milli flokka, er þing kemur saman. En ýmsir örðug- leikar eru þó á því, þó ekki sízt þeir, er þú segir í bréfi þínu að „nú er búið að kveða upp úr og nú verður málið til lykta leitt.“ Þessi yfirlýsing og fleiri af þinni hálfu, sem formanns stærsta flokksins, geta skapað vandkvæði um algert sam- komulag. En einmitt í þessu sambandi vildi ég vekja máls á því, hvort það væri hyggilegt og rétt, að slá því epdanlega föstu nú. hér um bil heilu ári áður, að lýðveldið verði stofnað formlega eigi síðar ejn 17. júní 1944, hvernig, sem er og verður umhorfs, innan lands og utan. Það er hugsanlegt að hægt verði á greiðan, öruggan og réttmætan hátt að stofna lýð- veldið formlega 17. júní 1944. eða jafnvel fyrr. En vera má einnig, að það verði hvorki heimi, en dauðinn er ekki ætíð verstur, stundum er hann góð lausn á vandamálum, sem mennirnir geta ekki leyst. Barnsaldurinn er vaxtar- skeið, viðkvæmt og næmt fyrir mörgu, sem önnur aldursskeið hafa yfirunnið. Sjúkdómsáföll þau, sem börn fá á unga aldri, geta bagað þau æfilangt, ef ekki er að gert í tíma. Öllum er ljóst, sem nokkuð hugsa um það, að húsakostur hér er alls ekki ákjósanlegur. Kjallaraíbúðirnar út við aðal- götur bæjarins, þar sem um- ferðin þyrlar upp göturykinu, uppþornuðum bakteríum og úrgangi fullorðna fólksins, sem er ekki nógu þrifið eða nær- gætið hvert við annað, eru ó- fullkomin hýbýli fyrir barna- hóp, sem oft vex þar upp, en Anglýsingar, sem birtast eiga i | Alþýðublaðinu, verða að vera | koinnar til Auglýs- » 'I ingaskrifstofunnarí | Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá | Hverfisgötu) ! fyrir kl. 7 að kvöldi. j Slml 4906. ! hyggilegt, né vel við eigandi, né örugt, að gera það fyrr en nokkru síðar. Og það hlýtur þó alltaf að vera aðalatriði í jafn mikils- verðu máli, að svo verði um þnútana búið, þegar endanleg- ar framkvæmdir verða gerðar, að það skapi íslenzka ríkinu auk ið öryggi og álit og geti um leið orðið til þess að hrinda af stað vakningu meðal þjóðar- innar, og hún hafi ástæðu til að fagna því, að hún standi á , merkilegum tíma- mótum, og að hún sé þá, helzt samtímis mörgum öðrum þjóðum, er öðlast frelsi að nýju, að hefja nýtt skeið í sögu sinni, sem raunverulega frjáls og sjálfstæð þjóð, en þó í fullkom- inni vinsemd og frjálsri sam- vinnu við þau ríki og þær þjóð- ir, er lega íslands, menning og sérkenni þjóðarinnar, saga, upp runi, félagsmálaþroski og þró- un skapa bezt og eðlilegust skil- yrði til að hafa samvinnu við. Það er hið sanna sjálfstæðismál. Stefán Jóh. Stefánsson. Nnssolini ofl Italía. Frh. af 5. síðu. lærifaðirinn varð að lokum þræll nemanda síns. Mussolini, sem myndí gjarn- an hafa viljað verða Napoleon 20. aldarinnar, varð að víkja af þeim vettvangi fyrir Hitler. Sagan mun minnast Musso- linis sem einræðisherra, sem fór glæsilega af stað, en lauk skeið inu á hröðum flótta — sagan mun minnast hans sem afreks- manns, sem brann til ösku í eldi eigin valdagirni. Það er auðvelt að ráðleggja mæðrum að láta börnin fá gott fæði og vera í sól, en oftast er ómögulegt að framfylgja ráð- leggingunum af mörgum óhag- stæðum og ólíkum ástæðum. Engum dylst hve dýrmætt er að geta flutt börnin úr þessu úmhverfi, ef þau veikjast, og veitt þeim þá aðhlynningu, sem með þarf. Heimilin hvíl- ast og börnunum batnar, og gleðin, sem þessu fylgir, er yndisleg. Hér bíða mörg verkefni úr- lausnar og eitt þeirra er bygg- ing barnaspítala. Líknarfélagið Hringurinn gefur bæjarbúum í dag tækifæri til þess að leggja sinn skerf til úrlausnar þessu framfaramálefni. María Hallgrímsdóttír. Marfa Hallgrimsdóttlr: Barnaspitalt íslands. I" SLENDINGAR hrósa sér oft | hér hýrist ungviðið mjög oft í af lægsta barnadauða í forsælunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.