Alþýðublaðið - 22.08.1943, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 22.08.1943, Qupperneq 2
ALÞYÐUBLAÐIf) Stutaudagur 22. ágúst 1948» fUJrijðnblaðft Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rttstjérl: Stefáa Pétursson. Etitstjórn og afgreiðsla í A1 þýðuhúsinu viö Hverfisgötu * Símar ritstjómar: 4901 og » Simar afgreiöslu: 4900 og 4906. Verö í lausasölu 40 Alþýðuprentsmiðjan Stungið upp i kommúnista. VERKAMENN 1 REYKJA- vík munu seint gleyma þeim ræfilshætti og svikum kommúnistaforsprakkanna í Dagsbrún, að segja ekki upp samningum við atvinnurekend- ur í sumar, vitandi það, að kaup Dagsbrúnarmanna er svo lágt samkvæmt þeim samningum, sem kommúnistar gerðu fyrir þá í fyrra, að þeir geta alls ekki við það lifað, svo framarlega, að átta stunda vinnudagurinn, sem í þeim samningum var í orði viðurkenndur, eigi að vera nokkuð annað en nafnið tómt, og vitandi einnig það, að einstætt tækifæri var nú í velti- árinu til þess að rétta hlut Dags- brúnarmanna, ef samningum hefði verið sagt upp og af nokk- urri festu verið haldið á málum þeirra. En því var ekki til að dreifa af hálfu hinna kommún- istísku forsprakka í Dagsbrún. Þeir hliðruðu sér hjá að segja upp samningum, þrátt fyrir yf- irlýstan vilja félagsfundar, og það eina, sem Dagsbrúnarmenn fengu, voru falleg loforð „for- ingjanna“ um endurskoðun vísitölunnar, sem enginn veit, hvað út af kemur, og í öllu falli getur aldrei fært Dagsbrúnar- mönnum annað en ómerkilegar sárabætur fyrir þá grunn- kaupshækkun, sem þeir áttu siðferðislega kröfu til. ❖ Það hefir alltaf verið að koma betur og betur í ljós í blaðaumræðunum um þetta mál, hve ótrúlega lélega hefir verið haldið á málum Dags- brúnarmanna af hálfu hinna núverandi, kommúnistísku for- sprakka félagsins. Það hefir verið uplýst í þess- um blaðaumræðum, að ekki aðeins hefir hinum marglöstu „kratabroddum“ tekizt að tryggja sjómönnum í Reykja- vík langsamlega miklu lífvæn- legri kjör, en hinum komm- únistísku byltingarhetjum hef- ir tekizt að tryggja verka- mönnum höfuðstaðarins. Það hefir meira að segja verið upp- lýst, að verkamenn á Akureyri hafa undir forystu Erlings Frið jónssonar, sem kommúnistar / leggja sérstaka fæð á, mun hærra kaup, en stéttarbræður þeirra hér í Reykjavík undir hinni rússnesku forystu. Þrátt fyrir þessar staðreynd- ir, var hirrn kommúnistiski ‘ niðursetningur hjá Dagsbrún, Eggert Þorbjarnarson, svo seinheppinn, að afsaka ræfils- hátt flokksforingja sinna í fé- laginu með því, að Sjómanna- félag Reykjavíkur hefði heldur ekki sagt upp samningum. En þetta varð til þess, að einn af meðlimum Sjómannafélagsins stakk upp í kommúnista með þeim upplýsingum hér í blað- inu í byrjun þessarar viku, að lágmarksháseti hér í Reykja- vík hefði á tímabilinu frá 1. janúar til 1. júlí fyrir samn- inga „kratabroddanna“ haft 13 239 króna tekjur fyrir utan áhsettttþóknun (17 638 krónur ■inniDoarrlt nm 40 ðra starf samvinnahrevfinaarionar. Gisli Guðmundsson alþmgismaður hefir samið ritið, en S. í. S. gefur það ut. SAMBAND íslenskra samvinnufélaga hefir gefið út mik- ið og fagurt rit til minningar um 40 ára starfsemi sína í landinu. Gísli Guðmundsson alþiiigismaður hefir samið efni ritsins og er það hið fróðlegasta og mjög myndarlegt að öllum frágangi. Það er prentað á mjög góðan pappír, prýtt fjölda mynda af forystumönnum samvinnuhreyfingarinnar, fyrirtækjum hennar og öðru, sem hana snertir. í Sambandinu eru nú um 20 þúsundir félagsmanna og er það því tvímælalaust öflugustu verzlunarsamtök á landinu, en til þessa mikla fyrirtækis var í upphafi stofnað, eins og kunn- ugt er, af blásnauðum bænd- um í afskekktu héraði — og var það nauðvörn þeirra gegn ofurvaldi þröngsýns kaup- mannavalds, sem mat meira sinn hag en þarfir og afkomu almúgans. Margt hefir drifið á daga þessara samtaka frá upphafi og þau verið miðdepill harðvít- ugra átaka og deilna og eru enn. Hvaða skoðun, sem menn hafa á því, er það þó víst að í þessari sögu finna þeir ýmsan markverðan fróðleik um sögu og baráttu kaupfélaganna, sem sjaldan er talað um í dægur- þrasinu. Gerir Gísli Guðmundsson þessu góð skil í bókinni, enda er hann vel ritfær maður. Segir Gísli Guðmundsson og í formálá sínum fyrir ritinu, að með útgáfu þess sé Samband íslenzkra samvinnufélaga að gera „tilraun til að gefa þeim 20 þúsund félagsmönnum, sem Sambandið vinnur fyrir, ýtar- legri skýrslu en hingað til hafa verið tök á, um þau verk, sem unnin eru þar, og hafa verið unnin, og þau viðfangsefni, sem þar hafa verið til úrlausnar, — um það, sem á hefir unnizt, og um mátt og þýðingu Sambands- ins nú fyrir þá, sem í því eru, og fyrir þjóðina í heild. Það er skilyrði fyrir framtíð alls sam- starfs, að þeir, sem þar eru þátttakendur, viti sem gerst um allt það, sem samstarfið miðar að. Með því einu fæst sá sam- hugur, sem er lífgjafi alls fé- lagsskapar.“ Tvö ummæli eru í þessu riti tilfærð eftir tveimur minnis- stæðustu forvígismönnum Sam bands ísl. samvinnufélaga frá liðnu árunum, Pétri á Gaut- löndum og Hallgrími Kristins- syni. Hállgrímur sagði: „Sam- vinnumenn þurfa að vera bjartsýnir.“ Pétur sagði: „Mér hefir aldrei orðið að slysi að treysta mönnum.“ Samvinnumönnum um land allt mun þykja mikill fengur að þessari nýju bók. StefáB Jóbiflfl svar ar 6lafi Thors eft- ir helgifli. OPIÐ SVARBRÉF frá Stefáni Jóh. Stefáns- syni við opnu hréfi Ólafs Thors nr. 2 verður birt hér í blaðinu strax eftir helgina. Tngstn verkanefln- iriir f hitaveitnnfli. „Peir stasda sig ðtrðlega vel, sogir bæjarverkfrxiiagnr. ALLMARGIR ungir piltar á aldrinum 12—14 ára hafa undanfarið unnið í hita- veitunni. Hefur Hannes M. Þórðarson kennari umsjón með þeim og verkstjórn yfir þeim á hendi.. . Piltarnir vinna 8 tíma og er grunnkaup þeirra kr. 1,65 um tímann, eða 45 aurum lægra en fullgildra verkamanna. Pilt- arnir vinna innanbæjar að greftri og þess háttar. Ýmsir hafa gagnrýnt vinnu- brögð þessara pilta, en það má ekki blekkja fólk, þó að þeir séu ekki alltaf að, því að oft kemur það fyrir að þeir þurfa að bíða, þegar svo stendur á um verkið. Enda sagði Valgeir Björnsson bæjarverkfræðingur í samtali við Alþýðublaðið: „Þeir standa sig ótrúlega vel.“ Útiskemmtunin að Vífilsstöðum, sem félögin Berklavörn og Sjálfs vörn gangast fyrir að Vífilsstöðum í dag fyrir félagsmenn og gesti þeirra, hefst kl. 2 e. h. Ferðir eru frá B. S. R. frá kl. 1 e. h. Tveir nmdeildir listmálarar opna máMasfningn um mánaðamðt. ♦.- — Gunnlaugur Scheving og Þorvaldur Skúiason sýna um sjðtíu myndir. TVEIR ungir listmálarar, Gimnlaugur Ó. Scheving og Þorvaldur Skúlason hafa á- kveðið að efna til sameiginlegr ar málverkasýningar í Listai- mannaskálanum í hyrjun næsta mánaðar — og verður hún opn- uð 2. september. . Þessir tveir listamenn eru allmikið umdeildir, og voru nöfn þeirra .oft nefnd í sam- bandi við hinar miklu deilur, sem stóðu milli listamanna og Jónasar Jónssonar. Skrifaði og Gunnlaugur Scheving greinar hér í blaðið um þau deilumál. Báðir þessir listamenn fara mjög sínar eigin brautir og troða lítt gamlar slóðir, í list sinni eru þeir í leit — og þeir grípa hvert sinn það, sem þeim þykir tjáningarvert og festa með litum á léreft. Þeir eru hvorugur gefnir fyrir það að leita eftir leyfi, en starfa sjálf- stæðir og einir. Alþýðublaðið sneri sér til listamannanna í gær og spurði þá um hina fyrirhuguðu sýn- ingu þeirra. „Við sýnum samtals um 70 með henni), láglaunaður verzl- unarmaður, þrátt fyrir hin veiku samtök þeirrar stéttar, 8 420 krónur, en Dagsbrúnar- verkamaður, við átta stunda vinnudag, undir forystu hinpa kommúnistísku byltingarhetja ekki nema 6 788 krónur! Nú hefir Eggert Þorbjarnar- son sett mjög hljóðan við þess- ar upplýsingar, og segist hann í Þjóðviljanum í gær ekki ætla að láta „Sjómanna- félaga“ „narra sig yfir á slíkan umræðugrundvöll.“ Alþýðu- blaðið skilur það vel. Umrseð- ur á grundvelli hispurslausra staðreynda koma kommúnist- um aldrei vel. En þar eð Eggert Þorbjarnarson er að reyna að af saka undanbrögð sín með því, að hann vilji engan ,,meting“ milli sjómanna og landverka- manna um þessi mál, þá vill Alþýðublaðið bara spyrja: Hver byrjaði á þeim meting, nema Eggert Þorbjarnarson sjálfur, þegar honum hugkvæmist að verja svik sín og hinna komm- úinstísku kumpána sinna í Dags brún með skírskotun til þess að Sjómannafélagið hefði held- ur ekki sagt upp samningum? myndir — og verður sinn helm- ingurinn frá hvorum. Allt eru þetta nýjar myndir og flestar nýlega gerðar. Þær lýsa því, sem fyrir augu okkar hefir borið, lándi og fólki, atvinnu- tækjum, já — og deginum og veginúm. Annars viljum við sízt fara að skýra myndir okk- ar. Þar verður hver að reyna að finna það, sem hann leitar að.“ Gunnlaugur . Scheving hefir ekki haft opinbera, sjálfstæða sýningu síðan árið 1934, eða fyrir 10 árum, en þá sýndi hann með konu sinni — og vakti sú sýning mikla athygli. Nokkrum sinnum hefir Gunn- laugur þó átt myndir á sýn- ingum. Þorvaldur Skúlason sýndi síðast 1938,- en síðan dvaldi hann lengi erlendis. Hvorugur þesara listamanna átti myndir á sýningunni í vor -— og munu menn því fagna því að fá að sjá verk þeirra beggja nú á sérstakri sýningu. Tiðræóor Sir Sam- nei Boare og Fran- cos lekji atbygli. VIÐRÆÐUR þeirra Sir Samuel Hoare sendiherra Breta í Madrid og Francos ein- ræðisherra á Spáni, sem byrj- aðar eru vekja mikla athygli ; Það er bent á að viðræður þessar eiga sér stað nú þegar styrjöldin sé kpinin á nýtt og þýðingarmikið srfág og annað það að Sir Samuel farl rakleitt heim til Bretlands að loknum viðræðunum. | Bœrinn í dag.\ Næturlæknir er í Læknavarö- stofu Reykjavíkur í Austurbæjar- skólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTVARPIÐ: 11.00 Morguntónlikar (plötur): a) Mozart: 1. Blásturskvintett f Es-dúr. 2. Lagaflokkur nr. 4. b) Beethoven: Blásturskvintett í Ee- dúr. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (séra Árni Sigurðsson). 15.30—16.30 Miðdegistónleikar (pliötur): a) í persneskum garði, tónverk eftir Liza Lehmann. b) Drengurinn frá Shropshi're, tónverk eftir Butter- worth. 19,25 Hljómplötur: Lög eftir Liszt. 20.00 Fréttir. 20.20 Ein- leikur á píanó (Árni Björnsson): Fantasía í c-moll eftir Mozart. 20.35 Erindi: Sisyfusarsteinninn (Friðrik Á. Brekkan rithöfundur). 21.00 Hljómplötur: Norðurlanda- söngvarar. 21.15 Upplestur: Úr kvæðum Davíðs Stefánssonar frá Pagraskógi (Jón Norðfjörð leik- ari). 21.35 Hljómplötur: Lög eftir Chopin. 21.50 Fréttir. 22.00 Dans- lög. 23.00 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR: Næturlæknir er í Læknavarð- stofu Reykjavíkur í Austurbæjar- skólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30 —16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Comedian Harmon- ists syngja og líkja eftir hljóðfær- um. 20.00 Fréttir. 20.30 „Þýtt og endursagt“ (Steindór Steindórsson menntaskólakennari). 20.50 Hljóm” plötur: Lög leikin á bíó-orgel. 21.00 Um daginn og veginn (Friðfinnur Ólafsson viðskiptafræðingur). 21.20 Útvarpshljómsveitin: íslenzk þjóð- lög. — Einsöngur (Hermann Guð- mundsson): a) Vor hinzti dagur (Þór. Guðm.) b) Vorgyðjan kem- ur (Árni Thorst.). c) I rökkurró (Björgv. Guðm.). d) Móðursorg (Grieg). e) Mens jeg venter (Grieg). 21.50 Fréttir. Dagskrár- lok. MESSUR í DAG: Dómkirkjan: Kl. 11 f. h. séra Friðrik Hallgrímsson. Kl. 1,30 e. h. í Elliheimilinu, séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Laugarnessprestakall: Kl. 2 e. h. í Laugarnesskóla, séra Garðar Svavarsson. Frjálslyndi söfnuðurinn: Kl. 5 e. h., séra Jón Auðuns. Kaþólska kirkjan: Kl. 10 í Reykjavík og kl. 9 í Hafnarfirði. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Kl. 2 e. h., séra Jón Auðuns. Lágafells- kirkja: Kl. 12.30, séra Hálfdánt Helgason. Safnaðarfundur að lok- inni messu. Bessastaðir: Kl. 2 e. h„ séra Garðar Þorsteinson. Striiii gegn Jap- ÖBiD á dagskráflii í Qnebec. BRETAR hafa enn lýst því yfir að þeir mundu senda allan herafla sinn gegn Japön- um þegar stríðinu við Þjóð- verja væri lokið. Það var Brenden Bracken, upplýsinga- ráðherra Breta, sem lýsti þessu yfir á fundi með blaðamönnum í Quebec. Þeir Churchill og Roosevelt halda áfram umræðum sínum nú um helgina. Það er talið að umræður þeirra snúist ekki aðeins um innrásina á megin- landið heldur einnig skipun málanna á meginlandinu eftir að Þjóðverjar hafi. verið lagð- ir af velli svo og um stríði® gegn Japönum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.