Alþýðublaðið - 22.08.1943, Side 4

Alþýðublaðið - 22.08.1943, Side 4
A* Í»YCU8L: Sunnudagur 22. ágúst 1943. BTJARNARBlðB t hjarta og hag (Always In My Heart) Amerískur sjónleikur með söng og hljóðfœraslœtti. Kay Francis Walter Huston og söngmærin Gloria Warrea Borrah Minevitch og munnhörpusveit hans. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðg.miðasala hefst kl. 11 f.h. í Norðanfara fyrir áttatíu ár- um: „Við undirskrifaðir biðjum ritstjóra þessa blaðs að auglýsa ferðamönnum, að þeir megi vera útbúnir með sanngjarna borgun fyrir næturgisting og greiða hér eftir, ef .þeir óska þess af okk- ur; þeir menn, sem hafa verð- skuldað það ókeyyis, eru undan teknir. Skrifað í janúar 1862. Bændurnir á: Hallandi, Ytri- varðgjá, Syðrivargjá og Litla- eyrarlandi.“ :Jc * * EINA leyndarmálið, sem konan kemst ekkki undan að varðveita vel, er leyndarmálð um eigin aldur. * * * í augum ungrar stúlku, sem elskar og er elskuð, er allt ann- að einskis virði. R. W. Chambers. * * * AÐEINS ein hjón af þúsund lifa það að geta haldið upp á gullbrúðkaup (50 ára hjúskap- arafmæli). * * ❖ ÞEGAR allt kemur til alls, kjósa langflestar konur aðdó- un heimsins fremur en ást eins manns. Louis Wain. ❖ ❖ * KENNARINN: „Hvað er ekkja?“ Palli litli: „Kona, sem lang- ar til að giftast.“ * * * EINKENNI átsarinnar: Að vilja tala en þegja þó. Admiral C. n'/,\ t £%$$$&%%$U-sf fsj í straumi örlaganna sem fyrir hana kom, hafði bor- ið fyrir hana áður. Það voru andar setninga, andar orða, andar þess, sem sagt var, og þess, sem þreifað varð á, og andar liðinna þjáninga. Allir voru þeir svo nákunnir, ,en svo slitnir og máðir, að hún gat séð í gegnum þá. Kristófer var ungur. Enn þá bar allt fyrir hann í fyrsta sinn. Ég er göm- ul, hugsaði Marion. Ég hefi hlotið þessa reynslu áður, ég þekki upphaf þess, hámark þess og endi. , — Nú ertu orðinn heimsk- ur, sagði hún — heimskur og hversdagslegur. Þú ert eins og allir aðrir hermenn, þig langar til þess að hátta hjá kvenmanni, áður en þú ferð í stríðið. það er allt og sumt. Sama hvaða kvenmaður það er. Og þar sem ég er nú hérumbil eini kven- maðurinn í Staufen, sam þú þekkir. ... En hamingjan hjálpi þér Krisíófer! Ég á þrjá upp komna syni. Ég gæti ver- ið móðir þín. Láttu þér ekki detta þessi heimska í hug. Sann leikurinn er sá, að ég verð amma í haust. Kristófer brosti framan í hana. — Komdu, Marion, ást- in mín, sagði hann blíðlega. — 'Þú þarft ekki að smyrja svona þykkt og hafa svona miklar umbúðir utan um þetta. Heldur skaltu spenna á þig fjallaskóna og búa þig til ferðar með mér Það verður yndislegt þarna efra í nóft, kyrlátt og nálægt himn- inum, og stjörnurnar stórar og blikandi, og þú getur lesið, þær af himninum,, eins og ávexti af trjám. , Marion herti upp hugann. Það er til dálítið, sem heitir tign og sjálfsvirðing, og hún hélt sjálfsvirðingu sinni eins og henni var unnt. Hún gerði sig stálharða, þegar hún sagði: — Hvernig í dauðanum gat þér komið til hugar, að ég myndi vílja lenda í ástarævintýri með bezta vini sonar míns? Það yrði þokkalegt! Og hvað held- urðu að Mikael segði? Veiztu, hvað ég er mikið eldri en þú? Veiztu það, að ég var orðin fullorðin stúlka, þegar þú fædd- ist. Fer nú ekki að falla á gull- fuglinn, stjörnuglópurinn þinn? Ég hefði getað skipt á þér blejum og púðrað á þér sitjandann, þegar þú varst í vöggu. Ég hefði getað leyst of- an um þig og rassskellt þig, þegar þú framdir fyrstu stráka- pörin. — Ástarævintýri með þér! Ertu genginn af göflunum! Hann tók hendurnar úr vös- unum, lagði frá sér pípuna,og að lokum tók hann af sér gler- augun. Hún hafði aldrei séð hann gleraugnalausan, og and- lit hans virtist allt í eiriu af- klætt, nakið, nýtt andlit, miklu mildara en hitt sem hann bar venjulega. Það var skrýtið og ákaflega unaðslegt að sjá hann framkvæma þennan undirbún- ing, áður en hann tók hana í faðm sinn og kyssti hana. Hinn granni líkami hans, hertur af fjallgöngum, skalf við líkama hennar, eins og hann væri hræddur við það, sem hann var að gera. Hún bauð út öllu sínu viljaþreki og gerði sig ískalda. Hún streittist ekki á móti og lét ekki undan heldur. Hún hagaði sér eins og átti að haga sér. Þetta var lokaþátturinn í margra mánaða baráttu, sjálfs- afneitun og sjálfsvaldi, sem hún hafði sýnt. Hún varð ekki rugluð, hún lét ekki undan, og hún gleymdi því ekki, að hún var fjörutíu og fjögurra ára gömul og fimmtán árum eldri en Kristófer. Þegar hann sleppti henni, hafði hún þján- ingar í öllum líkamanum af því að hafa ekki látið undan. Hann ýtti henni frá sér og starði á hana. Augu hans voru orðin dökk, og Marion sá, að hann var bæði hryggur og reiður. — Fyrirgefðu, sagði hann. Hann varð aftur eins og hann átti að sér að vera. Englending- ur, sem aldrei virtist láta neitt á sig fá. Hann stakk pípunni í munninn, lét á sig gleraugun og stakk höndunum í vasana. — Það er þá satt, sagði hann. — Þér þykir í raun og veru ekkert vænt um mig. Heimsku- legur misskilningur á mína hlið. Þú verður að fyrirgefa mér. Ef til vill hefirðu á réttu að standa, ég hefi dyalizt of lengi hér í þessum dal. Ég vona, að þú gleymir því, sem ég hefi sagt. Eg hefði ekki látið mér það um munn fara, ef ég hefði ekki verið á förum. Því næst settust þau saman og töluðu saman sins og tvær brúður í brúðuleikhúsi. Marion þóttist nærri því geta fundið til bandsins í höndum stjórn- andans, sem gerði hana að þessum litla, heimskulega ein- trjáning, sem var ekki hún sjálf. Einhver sagði setningarn- ar fyrir þau, stirðnuð orð án skynsemi eða tilgangs. Þegar Kristófer gerðist kurteis og tal- aði við. hana eins og hún væri hefðarfrú, varð henni ljóst, hve djúpu sári hún hafði sært hann. Þau sátu þarna, hvort um sig með æstar ástríður í barmi, og ræddu um veðrið. Skýjablett- NÝJA BIÓ K d attiei kakappi nu (Rise and Sheine) Linda Darnell Jack Oakie Milton Berla • George Murphy Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðasala hefst kl. 11 t hád. urinn hinum megin við Arlis- tock var nú horfinn, himininn var heiðskír, og það myndi á- reiðanlega fögur útsýn frá tind- inum, og Hammelin gamli, sem var eins konar spámaður þeirra Staufenbúa, auk þess, sem hann var rakari þeirra og járnsmið- ur, spáði að minnsta kosti fjór- um sólskinsdögum. Skyndilega sá Marion björgunarbelti á floti í áttina til hennar á hafi örvæntingarinriar, hún greip það og sagði: — Ef til vill er búið að selja farmiða með Lissabonflugvélinni margar vikur fyrirfram. Kristófer hristi höfuðið. — Ég hafði vaðið fyrir neðan mig. fpÉHi GAMLA BfÓ BS A flngskólannm. (I wanted Wings) Amerísk stórmynd. Ray Milland William Holden Veronica Lake Sýnd kl. 4. 6% og 9. Aðgöngum. seldir frá kl. 1. Ég hefi hringt nokkrum sinn- um á flugstöðina. Sem betur fór, tók einn maðurinn ekki farmiða sinn, svo að ég fékk hann. Það var sannkölluð heppni. — Jæja, ég býst við, að ég verði nú að fara, Marion. Ekki skal ég tefja þig, Kristófer. Vertu sæll og farðu þér var- lega. Góða ferð, eða hvað það nú er, sem menn segja við þá, sem eru að fara heim til ætt- jarðar sinnar, þegar líkunar eru einn á móti hundrað. . . — Ef þér finndist of einmanalegt að leggja af stað í flugvél, án þess nokkur fylgdi þér á flugvöll- inn til þess að kveðja þig, QjOOfrUJl Im/urwLavnoc, / COLUMN, HALT/ THERE 1 aRE OUR SCOUTÍ.-. fTHEÝ HAVE SOMEONE WITH THEM/ VÍKINGURINN. Jafnvel meðan hann sneri Sæfákinum við á þröngri víkinni, héldu þeir áfram skothríðinni á Blóðsuguna og hertu á eins og þeim var unnt. Svarti Ike áleit, að þeir væru að hörfa vegna þess, að hann hefði varizt svo hraustlega, að þeim á Sæfákinum litist ekki á kempurnar á Blóðsug- unni. — Skollinn og allir hans árar! Sjáið hvar Vofuræn- inginn flýr í dauðans angist og skelfingu! æpti Svarti Ike og háði ekki upp í nefið á sér fyrir monti. — Velgið þeim betur undir uggum! 1 En stóra skipinu, Blóðsugunni, var ekki auðvelt að snúa við. Sannleikurinn var sá, að ein af kúlum Neds hafði hitt stýrisútbúnaðinn og skemmt hann. En Vofuræninginn fór fimum höndum um stjórnvölinn og sneri Sæfáknum við á augabragði, en á meðan spúðu allar fallbyssur hans eldi og blýi yfir Blóðsuguna. Meðan Vofuræninginn var að snúa skipi sínu, vék hann sér að stýrimanni sínum. — Farðu í land og feldu þig, Tom! sagði hann mynd- ugri rödd. — Gættu vel að því að þeir finni þig ekki! Þú þarft að skyggnast eftir Svarta Ike fyrir mig. Ég ætla vissu lega að koma hingað bráðlega aftur. eða þegar ég er búinn að lokka herskipið burtu. Hinn vasklegi stýrimaður, Tom Hawkes, var einn af beztu liðsmönnum Neds og studdi hann með ráðum og dáð. MAXIM/ TA<£ Thii Nwh: BACK TO THE TANK REGIME.N . X COMMANDER/ LT, AZAROV, HAVE THE ARTILLERV UNITS SROUGHT TO THE HEAD OF THE COLUMN/ PREPARE FOR - THE ADVANCE/ ■ SAGA. YNDA- Rauðliðaforingi: Þarna koma njósnarar okkar og það er ein hver með þeim. Lusya Chek arin. , Lusya: Látum kveðjurnar bíða, félagi. Þið eruð framvarðar- sveit í her Bogatys herfor- ingja? Ég hefi þýðingar mikl- ar upplýsingar fyrir ykkur. Lusya: Svo þú sérð, að þið verð ið að gera árásina strax. Raðliðaforinginn: 'Þetta hlýtur að vera hinn Jeynilegi flug- völlur, sem nazistarnir hafa notað til þess að gera árásir á hersveitir okkar. Þetta eru góð tíðindi. Félagi . Lusya. Maxim. Taktu þessi skilaboð til foringja skriðdrekaher- sveitarinnnar. Azarov. LáttR stórskotaliðið fara í broddi herdeildar okkar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.