Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 04.11.1934, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 04.11.1934, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ r OMAR KHAYYAM: Nokkur stef úr „Rubaiyat. Omar Khayy.im var persneskt skáld og stjörnu- fræðingur, sem uppi var á 12 öld. Hann var lengi með öllu ópekktur í Evrópu, unz enska skáldið Fitzgerald pýddi „Rubaiyat" eða ferhendur hans á ensku eftii miðja 19. öld. Kvæðabálkurinn vakti litla athygli fyrst í stað í hinum brezka bókmenta- heimi, en er nú hvarvetna tafinn meðal gimsteina heimsoókmentanria oghefirveriðpýddur á öll menn- ingarmál heimsins. — Nú fyrir jólin kemur „Ruba- iyrt“ út í íslenzkri pýðingu eftir Magnús Ásgeirs- son, i veglegri útgáfu en dæmi hafa gerst til hér á landi, með skreytingum og myndum eftir Eggert M. Laxda!, lisímálara. Bókin verður gefin út í að eins fáum eintökum. Myndirr.ar, sem fylgja eru tvær af teikningunum, sem verða í bókinni. Kom, fyll þitt jjlas! Lát velta á vorsins eld pinn vetrarsnjáða yfirbótarfeld! Sjá, Tíminn, pað er fugl, sem flýgur hratt, hann flýgur máske úr augsýn pér í kveld! Lít pessa rós! Hún segir: „Sjá, ég græ og seilist upp í veröldina og hlæ. Frá mínum sjóði eg silkiskúfinn slít og sálda um lundinn auðlegð minni á glæ“. Um jarðneska upphefð eina margur spyr, en aðrir stara á Himnaríkis dyr. Taktu að eins málminn — engin vonarbréf! Þótt ómi fjarlæg trumba, sittu kyr! Sú heimsvon öll,semmannsinsbarmurber, hvort bregzt hún eða rætist — hvort sem er, sem hrím á d kkri auðmrásýnd skín um eina smástund — kannske tvær, og fer. Og hvorki peir, sempráðuoggrædduseim, né peir, sem fénu stráðu höndum tveim, hafa eftir dauðami gerzt svo gullvæg mold, að grafi nokkur maður eftir peim. Ó, njótum sumars fyrir feigðarhaust er frostk' Id, háðsleg, gellur Dauðansraust: „Hverf duft, til dufts! í dufti hófið mitt helzt drykklaust, sönglaust, gestlaust — endalaust!*

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.