Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.10.1935, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.10.1935, Blaðsíða 4
4 alþyðublaðið Auðvirðilegur og óhreinn ræfill. Ágrip af stjóramálasögu Mussolinis, eftir Angelica Balabanoff. A NGELICA BALABANOFF ritar eftirfarandi grein sm Benito Mussolini og lýsir honum af framúrskarandi snild. Hún skýrir frá því, er hún hitti hann landflótta í Lausanne í Sviss og hvernig hún hjálpaði honum og kom honum inn í jafnaðarmannaflokkinn ítalska. Hún lýsir hug- leysi hans og ræfilshætti, myrkfælni hans og aumingjaskap og að síðustu hinum svívirðilegu svikiim hans á styrjaldar- árunmn. Angelica Balabanof f er rússnesk furstadóttir, sem hefir fórnað öllu lífi sínu í þjónustu verklýðshreyfmgarinnar og um skeið starfaði hún mikið meðal ítalskra verkamanna. MUSSOLINI TALAR MEÐAN H ERMENNIRNIR LÁTA LÍFIÐ r EG fiutti fyrirlestur í jafnaðar- mannafélagi í Lausanne. Það eru nú liðin 33 ár síðan, en ég man, að efnið var um Parísar- feommúnuna. Áhéyrendur voru flestir ítalskir útflytjiendur, sem reynt höfðu að koma sér þægi- lega fyrir í Sviss. Þeir hlustuðu allir mjög gaumgæfilega, nemia einn ungur maður. Þessi ungi maður vakti strax athygli mína. Hann var órólegur mjög, rendi augunum um allan salinn og vissi ekkert, hvað hanm átti að gera af höndunum á sér. Hann sat og böglaði svarta hatt- inn sirrn og andlitsdrættir hans lýstu örvæntingu, beizkju og hatri. 1 klæðaburði var hann einnig frábrugðinn hinum. Verkamenn- ■irnir voru að vísu fátæklega klæddir, en þeir voru ekki tötra- legir. Þetta voru ósviknir verka- menn, vanir aga og höfðu sjálfs- virðingu til að bera. En þessi ungi maður var ákaflega taugaó- styrikur. Auk svarta hattsins hafði hann breitt, svart bindi, eins og þau, sem anarkistar notuðu í þá tífna. Ég hélt, að hann væri ann- aðhvort anarkisti eða - „Roman- oli“, ítali frá héraðinu Romagna, sem er utan við Rómaborg. Þessi ungi maður var frámunalega illa klæddur, óhreinn og hirðuleysis- legur. „Hver er þessi maður þarna?“ spurði ég að loknum fyrirlestri. . „Hann er fátækur flækingur, flóttamaður, sem er á móti hern- aði; þess vegna varð hann að flýja land,“ var mér svarað. „Getur hann ekki fengið vinnu? Það Iííur svo út sem hann sé svangur." „Það er hann víst líka áreiðan- lega. Enda þótt við hinir höfum fengið vinnu, segist hann enga vinnu fá. Hann segir að faðir sinn hafi verið drykkjumaður, og seg- ist sjálfur vera óhraustur." „Á hverju lifir hann?“ „Við jafnaðarmenn hjálpum honum. Einn félagi okkar lofar honum að sofa hjá sér. Konan mln hefir sniðið honum nærföt úr gömlum lökum. Hann borðar hjá okkur til skiftis. Ég gekk til hans. „Ég hefi heyrt sagt, að þú fáir enga vinnu. Get ég gert nokkuö fyrir þig?“ spurði ég. Hann horfði undrandi og tortrygnislega á mig. „Gert nokkuð fyrir mig? Það er ekkert hægt að gera fyrir ves- aling eins og mig. Hafa ekki fé- lagarnir sagt þér frá því? Faðir minn var drykkjumaður og ég er heilsuveill. Ég vérð að þjást alla mí;na ævi. Ég get ekki unnið noina erviðisvinnu.“ „Þetta ier misskilningur," sagði ég. „Hvers vegna v-iltu e'kki reyna? Hinir verkamiennimir hafa lílka lifað í eymd og voiæði. En þieir hafa fengið kjark og sjálfs- virðingu með hinni sosialistisfcu heimsskoðun sinni. Þetta gætir þú lika öðlast.“ Hann greip framj í fyrir mér og var óþolinmóður: „Vertu ekki að eyða tímanum í óþarfa hjal um mína hagi. Hið kapitalistiska þjóðskipulag hefir komið mér á kaldan klaka. Mín brður ekld annað en hungurdauði á einhverju geðveikrahælinu!“ „Talaðu ekki svona. Hefirðu leitaö fyrir þér um atvinnu?" „Hvers vegna ætti ég að gera það? Erviðisvinnuna þoli ég efeki. Ég get ekki farið snemma á fætur á morgnana. Auk þess hata ég allan aga. Ég ræð ekki við sjálf- an mig. Ég flýði úr herþjónust- unni, vegna þess að ég þoldi ekki agann.“ Ég vissi ekki, hvað ég átti að segja. Það virtist sem ómögulíégtf væri að hjálpa honum. Svo byrj- aði hann að tala aftur og röddin var róleg: „Fyrir nokkrum vikum síðan hafði ég færi á að vinna mér inn 50 franka. En ég varð að neita því,“ „Hvers vegna þurftirðu að neita því?“ „Það var bókvinna. Otgefandi nokkur í Milano bauð mér 50 franka fyrir að þýða bækling eftir Kautsky — „Daginn eftir sosial- istisku byltinguna“. Ég varð að segja nei. Ég þekki ekki hin márxistisku vígorð. Ég kann að- eins fáein orð í þýzku." „Ég þekki Marx og kann þýzku. Ég skal hjálpa þér.“ Hann horfði undrandi á mig. Augnaráð hans varð órólegt og hendurnar skulfu, eins og hann væri að fá taugaflog. „Ætlar þú að hjálpa mér?“ hrópaði hann. „Hvers vegna ættir þú að hjálpa mér?“ v„Því ekki það?“ spurði ég. „Er ég ekki sosialisti?“ Hann var eninþá tortrygginn í minn garð. Ég sá að það varð að tala meira við hann til- þess að sannfæra hann. t „Heyrðu mig, félagi," sagði ég ákveðiö. „Meðan ég lifði í ham- ingjusamri bernsku, lifðir þú í eyrnd og volæði. Meðan ég las við háskólann, röltir þú um göt- urnar. Það er skylda mín, að koma jöfnuði á þetta misrétti. Ef ég get hjálpað þér til að verða góður byltingarsinni, þá er mitt ómaik launað. Sko til! Hér hefí ég járnbrautarfarmiðia, sem gildir um alla Italfu. Það feostar mig ekkert að koma hingað og tala við þig meðan ég dvel hér. Ég kemst auðveldlega yfir landa- mærin.“ Hann starði undrandi á mig. Hann var of ósjálfstæður til þess að neita, en hann vildi samt ekki gefa eftir. Ég þrýsti hönd hans til áréttingar. f „Hvað heitir þú, félagi?" „Bentto Mussolini,“ svaraðí hann. Þannig var fyrsta 'kynning mín af Mussolini. Ég man ekki, hve lengi vi^ vorum að þýða bæklinginn, en það var ekki mjög lengi. Bæklingurinn var stuttur og Benito var iðinn. Venjulega mættumst við á bið- stofu járnbrautarstöðvarinnar. Stundum fór ég með honum upp á herbergi hans, en ég verð að játa, að' mér var það alls efckt geðfelt. Ég hefi auðvitað oft komið á heimili verkamanna, en herbergi Mussolinis liktist ekkert íbúðum verkamanna. Þar in,ni var alt svo óhreint og af sér gengið. Að lokinni vinnu var hann van-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.