Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.10.1935, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.10.1935, Blaðsíða 8
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ✓ Tvœr merkar kvikmyndir. Klausturbarniö Rotschild fjölskyldan. Um þessar mundir verða tvær merkar kvikmyndir sýndar hér í bænum. Þessar kvikmyndir eru þó að þær séu gjörólíkar mjög góðar, efnismiklar og það er fyrir miklu, og ágætlega teknar. Kvikmyndirn- ar heita: Klausturbarnið og Rotschildf jölskyldan. Verður sú fyrri sýnd í Gamla Bíó en sú síðari er nú sýnd í Nýja Bíó. RotschildfjöIskyMan segir sögu Rotschildættarinnar, sem eins og kunnugt er er ein mesta auðmannaætt í heimin- um. Útlend blöð telja þessa litla verzlun sem gengur ágæt- lega, en skattarnir, sem ósvífnir æfintýramenn leggja á Gyðing- ana eru óbærilegir og þegar skattheimtumaðurinn kemur og heimtar stórar fjárfúlg- ur kemur gamli maðurinn dýrgripum sínum undan og fel- ur hinar réttu bækur. Um þetta leiti á hann von á mikilli pen- ingaupphæð frá Hamhorg, en rétt eftir að skattheimtumaður- inn er farinn kemur fregn um það að ráðist hafi verið á sendi- boðann og hann rændur öllum peningunum. Þetta fær svo mik- ið á gamla manninn að hann fær hjartaslag og deyr, en áður lief- ir hann kallað syni sína til sín og felur hann þeim að stofn- setja banka í ýmsum löndum og starfa saman. Ákveður hann að Nathan skuli vera foringi þeirra, en ef ósam- komulag komi upp milli þeirra skuli móðir þeirra skera úr. — Synirnir fara að ráði föður síns og setja bankana á stofn. Þeir verða brátt mikils ráðandi á peningamarkaðinum og brátt komast þeir sem f jármálamenn inn í heimsstjórnmálin og þó að þeir finni það oft að þeir eru látnir gjalda þess að þeir eru Gyðingar vinná þeir þó sigur að lokum og þeir sem hafa komið af stað hinum grimmilegustu Gyðingaofsóknum, morðum og brennum verða að leita til þeirra og Nathan Rotschild notar að- stöðu sína til vemdar þjóð- bræðrum sínum, sem sífelt lifa í ótta við grimmilegar ofsóknir. Að lokum er Nathan Rotschild aðlaður fyrir hjálp sína við Eng- leridinga. Inri í myndina ér flétt- uð falleg ástarsaga. Einhver frægasti leikari sem nú er uppi, kvikmynd vera áhrifamikið inn- legg í deilunni um Gyðingana sem þýzku nazistarnir hafa aft- ur gert háværa. Saga Rotschild- anna og kvikmyndin byrjar á því að skýra frá gamla Gyðingn- um, Mayer Amschel Rotschild, sem lifir í Gyðingahverfinu í Frankfurt ásamt konu sinni og fimm sonum. Hann rekur þar | George Arliss, leikur aðalhlut- ^ verkið Nathan Rotschild, en önnur hlutverk eru í höndum , »7» r íi *> nj: •• - beztu leikkrafta. Aflraunasýning. Klausturbarnið er saga um móðurást innan blausturmúranna. Sagan er látin gerast á Spáni. IJng stúlka geng- jur í Iklaustur og segir þar mieð skilið við heiminn að mestu leyti. Eitt fevöld. er barið á klaustur- dyrnar, og þegar nunr.urnkr fara að aðgæta, finna þær lítinn bögg- |ul við dyrnar, og í hon-um er ný- fætt barn. Jóhanna, en svo heitir unga nunnan, fær mikla ást á barninu og géngur því í móður- stað. Segir myndin svo söguna af baráttu Jóhönnu fyrir gæfu barns- ins síns og viðleitni bennar til þess að það, — en það er stúlfca, sem, þegar hún vex, verður fögur og tíguleg og prýði í hópi ungra kvenna, fari ekki úr klaustr- iriu, en gerist nunna og dvelji inn- an klausturmúranna. Þessl barátta er hörð og rík af miklum atburð- um ,en leikar fara svo, að lífið sigrar, og unga stúlkan giftist ungum verkfræðingi, er hún hiefir fengið ást á. Kvikmyndin er mjög áhrifarífc, og leikur Dorothea Wieck, sem leikur Jóhönnu, fág- aður og tilkomumikill. Myndin er ákaflega efnismikil, og eru það mikil meðmæli út af fyrir sig- Daraíei í ijóraagryf jimni Fiðluleikarinn Canchester frá Charbin ásetti sér nýlega að feta í fótspor spámannsins Daníels, til þess að ganga úr skugga um hvernig honum hefði verið innanbrjósts meðan hann var í ljónagryfjunni. Tilraunin átti að fara fram í f jölleikahúsi í Singapore, þar sem nokkur Ijón voru í búri. Áður en hann gekk, með fiðluna í hendinni, inn í búrið undirskrifaði hann yfirlýsingu til f jölleikahús- stjórriarinnar um það, að hún bæri enga ábyrgð á athæfi sínu. Síðan gekk hann inn í búrið til Ijónanna og lék nafnkunnan sigöjnasöng. I fyrstu var hann nokkuð óstyrkur, en harkaði svo af sér og lék án þess að veita dýrunum nokkra athygli. Dýrin drógu sig út í horn á búrinu, án þess að veita fiðlu- leikaranum nokkra sýnilega at- hygli, og þegar hann hafði leik- ið sönginn á enda gekk hann út úr búrinu algerlega ómeiddur. Ökuníðingar. I Zagreb hefir lögreglan sett mjög ströng ákvæði gagnvart ökuníðingum. Fyrir minstu yfírsjón gegn þessum ákvæðum stöðvar lögreglan bifreiðina og hleypir loftinu úr slöngunum, þá verður bifreiðarstjórinn auð- vitað að taka sig til og pumpa lofti í slöngurnar aftur og það er, eins og menn geta skilið, ýerfitt verk og langsótt. Á þenn- an hátt hugsar lögreglan sér, að fá bifreiðarstjórana til að hegða sér sómasamlega. RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON STEIN JÖRSPRENT H.F

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.