Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.03.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.03.1936, Blaðsíða 7
ALÞ'fÐUBLAÐIÐ 7 tjara. Frh. af 3. síðu. Steini kinkaði kolli til sam- þykkis. — Svo þú ert aðalkokkurinn við þessa þrifalegu eldamensku. Þá er bezt þú komir strax með okkur á lögreglustöðina. — Til hvers? — Ætli þú vitir ekki ástæð- una, en okkur var skipað að sækja þig. Steini gamli seildist með tjör- uga fingurna upp að húfupott- lokinu og klóraði sér vandræða- lega bak við eyrað. — Ja, — ég má ekki yfir- gefa þetta verk eitt augnablik, og það hefir yfirmaðurinn sjálf- ur sagt líka. — O, það getur einhver ann- ar. gætt þess á meðan þú ert fjarverandi að ekki brenni við. — Þetta er mitt verk og ég fer ekki fet nema yfirmaðurinn leyfi það, sagði Steini þver- móðsltulega. — Við sjáum nú til, sagði sá rauðbirkni, — við erum tveir og höfum í fullu tré við þig karl minn, lögin verða að hafa sinn gang. Steini gamli skirpti fyrirlit- lega út úr sér. — Hvaða helvítis lög? Lögregluþjónarnir ætluðu að fara að svara Steina gamla en rétt í þeim svifum bar yfirmann vinnunnar að, og spurði hvað um væri að vera. Lögregluþjón- amir tjáðu honum ástæðuna fyrir því að hann ætti að mæta á lögreglustöðinni. Yfirmaður- inn hvað það heimilt að Steini mætti og kvaðst setja annan í hans stað að gæta verksins á meðan. Steini gamli gekk þá steinþegjandi að bifreiðinni, lög- rogluþjónarnir komu á eftir og °pnuðu hana og sögðu Steina að setjast í aftursætið. Seini, Sam allur var útataður *í tjöru settist í flosað sætið og íét fara vel um sig. — Hann lyktar allur karl- Þrátt fyrir kreppu og þótt sPara megi 100—300% á því að ^aka allar myndirnar á sömu plötu og láta síðan af hendi stsekkaða prufulappa — þrátt fyrir það býð ég aðeins 1. fl. hýtízku Atelier ljósmyndavinnu miða plötuf jöldann við þarf- hvers eins. Ljösmyndastofa, Sigurðar Guðmundssonar, Lækjargötu 3. Sími 1980. Heima 4980. skrattinn, sagði annar lögreglu- þjónninn í hljóði við félaga sinn, um leið og hann settist við hlið hans í framsætið, en Steini mun hafa heyrt það því hann glotti illgirnislega. Þegar á lögreglustöðina kom var Steina vísað inn á skrifstofu til manns, er nefndur var full- trúi. Tjörusporin eftir hann mörkuðu allan ganginn inn á skrifstofuna og ilminn lagði að vitum allra sem um gengu. Fulltrúinn vísaði Steina til sætis á stól móti sér við borðið. Stór bók lá á borðinu við hlið Steina gamla og var opin, því þéttskrifaðar opnur hennar blöstu við honum. Fulltrúinn sat og var að skrifa í aðra bók. Svo byrjaði yfirheyrslan. — Hvað heitið þér? — Þorsteinn. — Hvers son? — Ámason. — Hvað gamall? — 58 ára. — Þér eruð alvarlega ámint- ur um sannsögli. — Já, auðvitað. — Engan útúrdúr; þér eruð staddur fyrir rétti og yður ber að segja sannleikann svo ekki hljótist verra af fyrir yður. — Ég býst við því. Fulltrúinn hvesti á hann aug- un og gretti sig. — Hvar eigið þér heima. — Malarvegi 6. — Það kom til yðar maður í morgun að nafni Jón Jónsson og er útgerðarstjóri í Eyjum. Kannist þér við það? — Ætli það ekki. — Hann ber það fram, að þér hafi stórskemt fyrir sér nýjan frakka, er hann var í, og krefst skaðabóta. — Ég — skemt — og skaða- bætur. — Já, og þér verðið að borga frakkann. — Það var ekki mín sök að frakkinn skemdist. — Nú, hver skemdi hann þá? — Gatan er lokuð fyrir allri umferð, þar sem verið er að vinna og útgerðarstjórinn kom inn á vinusvæðið, án þess ég yrði hans var. — Þetta er engin afsökun, Þorsteinn. Fulltrúinn gretti sig aftur. — Það er skrítið. — Engar vöflur, Þorsteinn, það er ég, sem hefi valdið hér, vald til að spyrja, vald til að krefjast rétts svars og vald til að gera það, sem mér sýnist, til að fá sakborninga til að með- ganga. Steini gamli glotti við, en þagði. — Nú spyr ég yður, Þor- steinn Árnason, því skemduð þér frakka Jóns Jónssonar út- gerðarmanns ? Steini mjakaði sér til á stóln- um og lagði annan handlegginn upp á borðið og ofan á opnu stóru bckarinnar er lá þar og fyr er getið. — Það var óvilja verk. — Hvernig þá? Látið það koma, en ég áminni yður enn einu sinni um sannsögli. — Já, náttúrlega, ég var að hella kaldri tjöru í pottinn en sá hann ekki vegna gufunnar, því hann stóð þannig. — Þér viðurkennið þá að frakkinn hafi skemst af yðar völdum. — Nei, alls ekki. Nú gretti fulltrúinn sig svo hræðilega framan í Steina gamla, að hann hrökk við. — Þverhaus! Ætlið þér að byrja aftur á vífilengjum? — Hvern f jandann vildi hann endilega vera að góna ofan í pottinn. Ég sagði það líka við hann, og Steini klóraði sér vandræðalegur í höfðinu, en þrýsti um leið tjörugum hand- leggnum ofan á opnu bókarinnar. — Þegið þér! Ef mikilsmetnir gestir geta ekki farið í friði um götur bæjarins, en verða fyrir skaða og ósvífni af ruddaleg- um verkamönnum, þá verðum við, sem laganna eigum að gæta, að taka til okkar ráða, — taka hart á slíku. Steini gamli þagði, en full- trúinn hélt áfram: — Og þér verðið og borga frakkann, Þorsteinn. Jón Jóns- son útgerðarstjóri krefst þess. — Ja svo, hann krefst þess. Fulltrúinn lét sem hann heyrði ekki þessa athugasemd Steina. — Og því dæmist rétt að vera: Að kærði, Þorsteinn Árnason verkamaður, Malarvegi 6, greiði hr. útgerðarstjóra Jóni Jónssyni frá Eyjum, eitt hundr- að og fimmtíu krónur fyrir skemdir á frakka og ósæmileg orð við fyrnefndan útgerðar-| stjóra, auk málskostnaðar, sem er tíu krónur. — En þetta er mér ómögu- legt, maður! hrópaði Steini. — Ekki það, og nú gretti fulltrúinn sig enn. — Þér hafið atvinnu. — Ég er fátækur verkamað- ur og hefi fyrir þungu heimili að sjá, ég mótmæli þessum úr- skurði yðar. — Svo-o? Við um það, lögin verða að hafa sinn gang. Og nú bóka ég þennan dóm og les hann svo fyrir yður á eftir. — Þetta eru svívirðileg rang- indi! Skyndilega var hurðinni að skrifstofunni hrundið upp og maður birtist i dyrunum. Það var lögreglustjórinn sjálfur. — Hvaða helvítis tjörufýla er hér um alt húsið — maður ætlar að kafna í þessum ódaun? Og nú varð Iögreglustjóranum litið.á Steina gamla, hann sneri sér að fulltrúanum: — Hvað á þetta að þýða, fulltrúi, til hvers haldið þér þessum manni hér inni svona. til reika? Eruð þér vita smekk- laus, lyktarlaus og sjónlaus með öllu. Fulltrúinn tók að útskýra fyrir honum málið, en lögreglu- stjórinn hristi höfuðið og virt- ist ekki vilja gefa. því mikinn gaum, og varð óþolinmóður. Steini gamli hafði loks fært handlegginn ofan af bókinni og sat í hnipri á stólnum, aum- ingjalegur á svip. Kolsvart far sat eftir á opnu bókarinnar, þar sem Steini hafði hvílt handlegg- inn og náði þvers yfir opnuna, er var þétt skrifuð. Alt í einu varð fulltrúanum litið á bókina, hann hvítnaði upp og saup hveljur. — Hv-er and-skot-inn! Þér hafið eyði-lagt rétt-ar-bókina mann-djöf-ull, sjáið þér------- Lögreglustjórinn greip fram í fyrir fulltrúanum: — Látið þér manninn fara og það strax, þetta er hneyksli. Hann er nú þegar búinn að eyðileggja miklu meira hér, en frakkaskrattinn kostar. Heyrið þér, maður minn, þér megið fara strax, þetta er búið. Steini gamli reis á fætur og gekk fram að dyrunum, en um leið og hann opnaði hurðina. sneri hann sér að lögreglustjór- anum og spurði: — En ég — þarf ég þá nokk- uð að borga — þetta var óvilja- verk, — ég var búinn að segja. þessum manni, — (Steini benti á fulltrúann), að ég gæti ekki borgað, — ég er fátælcur verka- maður og---------— Lögreglustjórinn greip fram í fyrir honum og bandaði til hans hendinni: — Nei, nei, nei, út maður, út, æ! takið þér ekki svona um hurðarsnerilinn, sko, hann verð- ur biksvartur af tjöru. Þeir ættu skilið að fá að borga, sem hafa dregið þenna ófögnuð hingað. En Steini gamli fór sér að engu óðslega. Á útleiðinni rakst hann á margt fólk, sem var að koma og fara, fussandi og svei- andi yfir tjörulyktinni, sem Steina gamla fanst af gömlum vana svo einstaklega viðkunn- anleg. Hrólfur Höggvandi.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.