Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.07.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.07.1936, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIi 3 Maxim Gorki: EINU SINNI bjó höfðingi - á Krím, sem hét Mo&olaima el Asvab. Hann átti sjn, sem hét Tolaik Alhalla. Þannig hóf blindur betlari sögu *b?a. Hann hallaði sér upp vib tré og fór að segja gamLa sögu frá þessum skaga, sem er svo rikur af æfintýrum. Umhverfis hann sátu tatarar í löngum, ljós- ‘ieitum kápum. Þeir sátu á rúst- fltnum, par sem höll höfðingjans hafði einu sinni verið. Þetta var am kvöld og sólin var að síga í hafið. Rauðir geislarnir nendu sér á ská gegnum grænt laufið og iýstu á mosagrónum steinunum. Vindurinn blés í trjákrónunum og blöðin skulfu. Rödd bliuda betlarans var veik og skjálfandi. Orðin runnu af vörum hans, því að hann kunni þessa sögu utan að og fyrir hug- ’arsjónum áheynenda hans runnu >app myndir löngu liðinna daga. — Höfðinginn var gamall, sagði blindi betlarinn, en í kveninabúri «ínu átti hann margar konur. Og allar elskuðu pær gamla höfð- ingjarm, pví að hann var ennþá heitur í ástum, og konur elska alt af þá menn, sem eru heitir í ást- ssm, þö að hárið gráni og hrukkur *iomi I amdliíið. Því að fegurðin er falin í kraftinum, en ekki mjúkri húð og rjóðum kinnum. Allar konurnar í kvennabúrinu «lskuðu höfðingjann, en hann hafði mest eftirlæti á kósakka- *túlku einni, sem tekin hafði ver- ið herfangi á gresjimum við ána önjepr, og hann dvaldi lengur hjá henni en öllum hinum konun- um j kvennabúrinu, og þó var Þetta stórt kvennabúr; þar voru Þrjú hundruð konur frá ýmsum iösrdum, allar fagrar eins og blóm á wori. Oft lét höfðinginn kalla Kó- sakkastúlkuna til sín uppi í turn- hrn. Or turninum gat hann séð hafið, og í þessum tumi hafði hann alla þá hluti, sem konur -girnast; gómsæta rétti, angandi vín. gull og gimsteina í ölluro hturn, hljómlist og sjaldgæfa fugla frá fjarlægum löndum og heit faðmlög hins ástfangna höfð- iögja(. í jþessum turni skemti hann sér dögum saman ásamt þessari stúlku; hér hvíldi hann sig eftir erfiði lífsins, og hann gladdist yfir því, að sonurinn virtist ekki ^tla .að verða neinn verfeðrung- ’w. ■ Hann þaut yfir gresjuna eins og logi yíir alrur og kom alt af heirn með gull og gersemar, nýjar konur og nýja frægð, þar sem hann fór yfir, lágu líkin og blóðið flaut. Einu sinni var Alhalla nýkom- inn heim úr ránsferð gegn Rúss- um. Það voru haldnar dýrar veizlur honum til heiðurs og allir furstar á skaganum voru í veizl- unni. Menn skemtu sér við ýmis konar leiki og fast var drukkið. Menn reyndu að hæfa augu fang- anna með ör, til þess að æfa skot- fimi sína. Svovar drukkið meira, og allir lofuðu hreysti Alhalla. Og gamli höfðinginn var hreyk- inn yfir syni sínum og undi því vel, að slíkur maður tælu við af sér. Hann var hamingjusamur yfir þessu, og til þess að sýna, hve mikla ást hann liefði á syninum, stóð hann á fætur með bikar í hönd og sagði að viðstöddum öllum furstunum: — Þú ert góður sonur, Alhalla! Dýrö sé Allah og lofað sé nafn spámanns hansl Með hárri rödd lofuðu allir nafn spámannsins. Og höfðinginn hélt áfram: — Allah er mikill! Enn þá, meðan ég er á lífi hefir hann látið æsku mína endurfæðast í hinum hrausta syni mínum. Og með minum gömlu augum sé ég, að þegar ég er ekki lengur til og ormarnir naga hjarta mitt, lifi ég áfram; í syni mínum! Mik- ill er Allah og Múhameð er spá- rnaður hans. Ég á góðan son, sterkur er armur hans, hugprútt er hjarta hans og djúpur skiln- ingur hans. Hvers óskar þú af föður þínum, Alhalla? Segðu mér það, og ég gef þér það, sem þú óskar. Gamli maðuriúö var naumast sestur, þegar Tolaik Alhalla stóð á fætur. Hann rendi haukfránum augum, sem voru svört eins og bylgjur úíhafsins um nótt og í þeim brann hin vilta glóð suð- ursins. Svo mælti hann: Gef mér Kósakkastúlkuna, faðir minn. Höfðlngjann setti hljóðan. Hann þagði stundarkom, meðan hjarta hans var að síillast; svo sagði hann hátt: Taktu hana; við skulum um hætta í kvöld; þú skalt fá hana. Hinn hrausti og hugprúði Al- halla stóð á fætur. Hin hauk- fránu augu hans tindruðu af gleði. Svo sagði hann við föbur sinn; — Ég veit, hvað það er, sem þú gefur mér, faðir minn; ég veit hvað það er. Ég er þjónn þinn og sonur þinn; láttu blóð mitt drjúpa; tuttugu sinnum skal ég deyja fyrir þig. — Ég þarfnast þess ekki, sagði aldni höfðinginn og laut silfur- hærðu höfðinu, krýndu frægð og sigrum margra ára. Svo var veizlunni lokið, og feðgarnir gengu þögulir hlið við hlið út úr höllinni og út að kvennabúrinu. NÖTTIN var dimm og hvorki máni né stjörnur sáust gégn um sótsvört skýin. Lengi gengu feðgarnir þögulir hliö við hlið í myrkrinu. Svo mælti faðírinn: — Dag frá degi fjarar líf mitt út og veikar og veikar slær mitt gamla hjarta, og glóðin, sem áð- ur brann í brjósti mér, kulnar smám saman. Ljós og ylur lífs míns var þessi Kósakkastúlka, og ástarhót hennar. Segðu mér, To- laik, segðu mér, geturðu ekki liH- að án hennar? Taktu allar hinar konurnar mínar, een leyfðu méu að halda þessari. Tolaik Alhalla stundi þungan en þagði. — Hvab á ég eftir að lifa marga daga? Ég á að eins fáa daga eftir hér á jörðunni. Hún er eina gleðin mín, þessi rúss- neska stúlka. Hun þekkir mig og hún elskar mig, þennan gamla mann. Pegar eg á hana ekki leng- ur, þá á ég ekkert framar. Alhalla þagði. — Hvemig á ég aö geta lif- að, þegar ég veit, að þú tekur haná' í faðm þér og kyssir hana? Þegar um konur er að ræða, þá er ekkert til, sem heitir faðir og sonur, Tolaik. Þá erum við bara menn, breyzkir menn. Ég vil ekki lifa þeessa nótt á enda. Sonurinn þagði. Við dyr kvennahúrsins námu þeir staðar. Þeir stóðu þar lengi kyrrir og lutu höfði. Umhverfis þá var nóttin, þögul og dimm, skýin þutu um himinhvolfið, og þegar vindurinn þaut í trjánum, var sem þeir hlýddu á fjarlægan raunalegan söng. — Ég hefi elskað hana lengi, faðir minn, sagði Alhalla lágt. — Ég veit það, og ég veit, að hún elskar þig ekki, sagði gamli höfðinginn. — Og hvað heldurðu að ég sé nú að hugsa um? Alhalla þagði, en stundi þung- an. Svo mælti hann: — Ég veit, að hinn vitri Mullah hafði rétt fyrir sér; — konan er manninum alt af til angurs. EI hún er fögur, vekur hún gimdir annara og maðurinn kvelst af afbrýðissemi, ef hún er ljót, öf- undar hann aðra af sinum fallegw konum, og ef hún er hvorki fðgur né ljót, þá kvelst maðurinn samt vegna konunnar. — Vizkan er ekkert læknislyf við hjartasorg, sagði gaml* höfðinginn. — Höfum við nokkra með- aumkun hvor með öðrum, faðir minn? Garnli höfðinginn leit upp og horfði á son sinn döprum aug- um. — Við skulum drepa hana, sagði Tolaik. — Þér þykir vænna um sjálfan Frh. á 7. síðu. 3 3 V4 3 3 3 3 3 3 V 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 Sjálfsmynd Ég málaði andlit á vegg i afskektu hiísi- pað var andlit hins preytta og sjúka og einmana manns. Og pað horfði frá múrgráum veggnum át i mjólkurhvítt Ijósið eitt andartak. Það var andlit míns sjálfs, en pið sáuð pað aldrei, pví ég málaði yfir pað. 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 I | 3 3 3 i 8 s 3 3 3 * 3 3 v

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.