Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.09.1936, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.09.1936, Blaðsíða 1
DAGSBLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS HI. ARGANGUR SUNNUDAGINN 20. sept. 1936. 38. TÖLUBLAÐ. HVITÁRV ATN, SkriVufetl í bqksýrt. Svanasöngur á Hvítárvatni. Ferðasaga eftir Eypór Erlendsson. ARLA morguns ' 19. júlí var ég á ferð upp Hruna- niannahrepp ásaint Erlendi bróð- W mínum, og var f örinni heitið að Hvítárvatni. Veður var hið bezta, en útsýni ekki að sama skapi gott, þvi miklar skýjaslæð- ur teygðu sig eins og þanin voð um himinhvolfið og drógu mjög ur skini sólarinnar, en gráir pokubólstrar býrgðu víða fyrir utsýni til fjalla. En 'víð vöíum sannfærðir um, að petta myndu ^að eins Lvera síðusrú leyfarnar af hinni miklu þokubreiðu, sem nóttin hafði sveipað yfir land- ið, og að þær myndu hverfa með öllu, þegar fram á daginn kæmi. Sú varð líka reyndin, því þegar leio að hádegi tók að birta í lofti, og litlu síðar var hver ein- asti skýhnoðri horfinn með ölhi og sólin tekin að hella geisla- flóði sínu yfir umhverfið. Var nú útsýni hið bezta og fagurt um að litast, því laíhdslag er þarna mjög breytilegt og svipmikið, einkum þegar ofar dregur. Sér- staklega 'eru það fjöllin upp af Biskupstungum, sem vekja at- hygli ferðamannsins, og er gam- an að veita því eftirtekt, hvernig þáu breytá afstöðu sinni hvert til annars um leið og áfram ér haldið. — En fyrsti staðurinjn, sem á sérkennilega náttúiru- fegurð að bjóða, eru vafalaust hin svonefndu Brúarhlöð. Þar hefir Hvítá smám saman myndað ýmsar einkennilegair kiettamynd- anir á óralöngum tíma. einkenni- legust er bergnál sú hin mikla, sem þarna stendur mitt í belj- andi árstraumnum og hefir eigi látið straamþungaii kúga sjg, þrátt fyrir hin ægilegu átök hans, þegar ofsaflug hleypur í ána á veturna, og vatnið fer hamför- um eftir árgljúfrinu. En Brúar- hlöð eru einnig gædd annari og meiri fegurð en sérkennilegum klettamyndunum. Þar eru fagrar kvosir austan megin árinnar og blómlegir trjárunnar alt um kring. Við héldum nú yfir hina traustu og veglegu brú, sem þarna liggur yfir ána, og svo áfram upp með ánni, þar til Gullfoss blásti við sjónum okkar. Var þá auðvitað sjálfsagt að láta staðar numið um hríð og líta sem snöggvast á þennan nafn- kunna fciss, sem alíir róiha syo mjög sakir glæsileiks ög fegurð- ar. Við stigum því af bakí, skild- um hestana éftir dálítínn spfl frá ánni og gengum; sftan niðijr að fossinum. Blasti þá yjð okktir ein hin ; mikilfenglegasta sjón, ; sem ég ,þefi nokkum tíma séð.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.