Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 11.10.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 11.10.1936, Blaðsíða 7
ALÞ'ÝÐUBLAÐIÐ FLÓTTINN YFIR LANDAMÆRIN Frh. af 3. síðu. mér í bíl yfir landamærin. Kon- an mín hafði vegabréf og eJkur beina leið til Basel. I Basel eru bernskustöðvar mínar. Þar ólst ég upp til fimmt án ára aldurs, og þar hafði ég oft eytt sumarleyfi mínu. Hjarta mitt skatf af gleði, þegar Heidelberg og Karlsruhe kom,u; í augsýn. Ég horfði yfir húmbláar brekkurnar í Schwarzwald og safaríkar og ávaxtasælar Rínarslétturnar. Jámbrautarteinamir titruðu undri, ir þunga lestarinnar. Ég stóð við gluggann og kinkaði kolli til Hornisgrinde, þar sem Mummel- vatnið liggur hulið sjónum mín- um. Ég sé nakinn tind Kande- fjallsins við Freiburg og Feldburg og Schauinsland í fjarska, 4 gömlu grenitrén, krossinn við Zahringerbrúna, þar sem vegur- inn beygir inn til Wildtal, og hinumegin sé ég Kaiserstuhl með vínekrunum og í fjarska Vogesa- fjöllin í blárri móðu. Hverja hæð og laut þekki ég frá bemsku- ámm mínum. I dag ek ég máske í síðasta sinn um Baden. Alla leiðina frá Berlín til Frankfurt hafði ein hugsun valdið mér trega: Þú ert að fara, og kemur ef til vill ekki meir. 28. júní, klukkan 6 siðdegis, hitti ég vin minn í Badenweiler. Við eram rétt hjá svissnesku landamæranum. Við förum í bíl áleiðis gegnum Schwarzwald. Við komum að gömlu veitinga- húsi og borðuðum þar kvöldverð. Við sitjum kring um lítið borð, breitt tiglóttum dúki, í lágreistu húsi í Schwarzwald. Við fáum flesk og brauð og aldinvín. Gest- gjafakonan, sem setur leirdiskana á borðið, hefir ekki hugmynd um, að þetta er, ef til vill, síðasta máltíðin mín i Þýzkalandi. Þegar Rétta, mjðka oPana fáið þér aðeins með Mána-bóni. dimt er orðið, höldum við á- fram. Það rignir. — Þetta er allra þægilegasta ferðaveður fyrir okkur, hvíslar 1 vinur minn að mér. Veguripn ligg ur þröngur og sniðskorinn um engi og dimma skóga, sem móð- an stígur upp af í rigningu. Þokan hvílir á toppum greni- trjánna í Schwarzwaid. Mosaþef leggur upp úr hinni leyndardómsfullu skógargrund. 1 brekkunni bak við trén, glyttir í ljós í smáum gluggum bænda- býlanna. Af regnþungum greni- greinunum ýrir örsmáum úða- dropum, sem stirnir í framan við bílinn í bjarma ökuljóssins. Töfrandi Schwarzwald! Þögli, dreymandi æfintýraskógur, sem hvílir í regnbaði svartrar nætur. Allar bemskuminningar mínar era heígaðar þér og töfrum þín I um. Hér á ég heima; ég er í ætt við landslag þitt, fólk þitt og mál. Á Þegar vagninn er kominn upp á efstu hæðina og rennur með frátengslaða vél ofan í Rínar- dalinn, finn ég, hvað er að vera útlagi. Eftir 12 ára dvöl í París skrifar Heinrich Heine þessar dapurlegu ljóðlíiiur: Andvökufölur allt er hljótt, órór ég byltist marga nótt. Angurstár mér í auga skín, mitt ættland, þegar ég minn- ist þín. En hversvegna rita ég þessa frásögn, fyrst svo er, að mér þykir vænt um Þýzkaland? Það er sakir þess, að það, sem nú fer fram í Þýzkalandi, gefur ekki sanna hugmýnd af þjóðinni, en það er þjóðin í andstyggilegum spéspegli. Því að þeir, sem nú gala hæst þar um föðurlandsást og göfgi hins norræna kynstofns, en iðka svívirðilegustu morð, svik og önnur afrek hinnar svört- ustu villimennsku, nefna sig ó- verðskuldað beztu syni föður- lands síns. Það muiiv framtiðin leiða í Ijós. Misheppnað bragð Ungur lögfræðingur var nýbú- inn að bpna málaflutningsdskrif- stofu og beið að eins eftir við- skiftamönnum. Alt í einu era dymar opnaðar. —“r Þama kemur fyrsti við- skiftamaðurinn/ hugsaði lögfræð- ingurinn. -— Sá skal láta hríf- ast. Svo greip hann símann og 6agði: — Nei, því miður er mér ó- mögulegt að taka þetta mál að mér fyrir minna en 5000 krónur, 7 Kappflugið. Á myndinni hér að ofan sjást þeir Findlay, Kennet Waller og þrír af flugköppunum, sem tóku Morgan, og standa þeir fyrir þátt í kappfluginu frá Ports- framan flugvél sína. mouth til Johannesburg. Eru það Gamla Bió: ----------é Tvær borgir. Bráðum verður sýnd á Gamla Bió myndin Tvær borgir, tekin eftir skáldsögu hins fræga enska rithöfundar Charles Dickens. Að- alhlutverkin leika Ronald Col- man, Elizabeth Allan, Edna May Oliver óg Reginald Owen. Myndin er frá Metro-Goldwyn- Mayer félaginu og hefir fengið ágæta dóma, þar sem hún hefir verið sýnd erlendis. ég hefi svo mörg önnur áríðandi mál að fást við. Svo lagði hann niður heymar- tólið og sneri sér að hinum ný- komna, sem virtist steini lostinn, og sagði brosandi: 'r— Jæja; hvað get ég svo gert fyrir yður? — Það er nú ekki mikið, sagði maðurinn. — Ég kom bara til þess að opna simann. Hann fór hina leiðina. Kona nokkur hafði verið ekkja í mörg ár. Kvöld eitt lætur hún tilleiðast að fara á andafund og birtist henni þar hinn látni mað- ur hennar. Ertu hamingjusamúr, Ágúst minn? spyr ekkjan. — Já, ákaflega hamingjusamur, svaraði Ágúst. — Ertu hamingjusamari en þegar þú varst hér á jörðinni og bjóst með mér? — Miklu, miklu hamingjusam- ari, svaraði draugurinn. Ekkjan hugsaði sig um stund- arkom og sagði svo: — Segðu mér, Ágúst, hvemig lítur annars út í himnaríki? — I himnaríki? sagði Ágúst. —■ Ég er alls ekki i himnaríki. enn þá eina! Þú hefir ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum hugleið- ingum um kreppuna.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.