Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Útgáva
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.08.1937, Síða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.08.1937, Síða 1
SUNNUDAGSBLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS IV. ÁRGANGUR SUNNUDAGINN 8. ÁGÚST 1937. 32. TÖLUBLAÐ Frá Jaimboreeforunum: I lamdl Sfmuns av Skarði og á ,FlðIen4 i Bergen Jambóreefárarnir á Flöien. EINS og kunnugt er fóru allmargir skátar héðan á Jamboree, aipjóðaþing skáta, sem haldið er i Hollandi. Fararstjóri er Jón Oddgeir Jónsson. Áður en peir fóru af stað bað Sunnudagsblaðið Jón Oddgeir að skrifa ferðasðguna og birtist hér fyrsti kafli hennar og segir frá skátunum, er peir koma til Færeyja og Bergen. Þegar petta var skrifað voru peir að leggja af stað frá Bergen. Ferðasaga eftir Jón Oddgeir Jónsson. T LYFTINGU á Lyru stóðu 31 ísl. skáti, er hún sig'lcli inn til Þórshafnar að kveldi þess 17. júlí. Enginn af okkur hafði komið til Fær- eyja áður, nema 3 drengir, sem höfðu farið þangað fyrir 4 árum, með skóladrengjum Aðalsteins Sigmundssonar. — Þeir voru fróðir mjög um Fær- eyjar og sögðu okkur hinum frá gömlum og nýjum bygg- ingum, er við sáum, og fleira, er snerti sögu Færeyja. Þeir höfðu og kennt okkur þjóð- söng Færeyinga og sungum við hann um leið og Lyra lagðist að. Allmargt manna var á bryggjunni og fögnuðu þeir okkur mjög innilega. Tók ég sérstaklega eftir tígulegum manni, er stóð þar berhöfð- aður og horfði mjög á hina íslenzku drengi. Seinna var mér sagt, að maður þessi væri Simon, av Skarði, hið alkunna -skáld Færeyinga. Þegar í land kom, fengu drengirnir leyfi til þess að ganga um bæinn og skoða sig um. Fátt var um kunningja í landi, sem von var, nema hjá drengjunum hans Aðal- steins. Þeir urðu brátt um- kringdir af fjörlegum piltum og stúlkum, sem komu til Is- lands á vegum áður nefndra Færeyja-fara, árið 1934. Töl- uðu þau öll saman á íslenzku. Það lá við, að við hinir öfund- uðum þremenningana af öll- um kunningjunum, en brátt komum við auga á snotra á- Vaxtabúð og þá fengum við uóg um að hugsa. En sú Para- dís; þarna óðu uppi epli og appelsínur, fyrir lítið verð. Aumingja strákarnir í Reykja- vík, hefðu þeir séð allt það' ávaxta-át. Á einu skiltinu þar í búðinni stóð orðið „Ísur“. Þegar við höfðum fundið það út, að það táknaði ekki fisk, heldur rjóma- og vanillu-ís, þá seldigt brátt upp úr búð- inni. Sá ágæti ,,ísur“ kostaði ekki nema 5 aura. Veðrið var indælt og geng- um við í smáhópum um allan bæinn. Stór og fögur tré standa meðfram flestum göt- unum. Þrifnaður er þarna mikill og fólkið mjög viðkunn- anlegt. Gáfum við okkur oft á tal við drengi og fullorðna menn á götunni. Skildu þeir Jón O. Jónsson. yfirleitt íslenzku, og er einn okkar keypti blaðið „Thinga- krossur“ á götu úti, báðu nokkrir fullorðnir Færeyingar hann, að lesa fyir sig upp- hátt úr blaðinu, eins og hann læsi íslenzku. Gerði hann það og þótti gömlu mönnunum gaman að heyra mál sitt les- ið með ísl. framburði. Við höfðum ekki lengi gengið um bæinn, þegar nokkrir drengir, með skáta- lilju í barminum, undu sér að okkur og sögðust vera fær- eyiskir skátar. Urðum við brátt góðir vinir. Gengu þeir all- lengi með okkur um bæinn og að lokum fengu þeir opnað, okkar vegna, forngripa- og' náttúrusafnið í Þórshöfn, sem er í fallegu og vönduðu steinhúsi. Þótti okkur bæði fræðandi og skemmtilegt að sjá þessi ágætu söfn, sem að vísu eru ekki stór, en vel fyrir komið og eiga mjög skylt við söfnin heima, einkum hvað fornminjar snertir. Einnig sýndu þessir færeysku skáta-. bræður okkar, bústað sinn, sem er vel innréttaður. Loks fylgdu skátarnir okkur til skips og gáfu okkur að skiln- aði hinn færeyska. fána. UTVER heitir yzti hluti skerjagarðsins, sem við komum fyrst að, við strendur Noregs. Það er viti. Sjaldan höfum við séð feg- urri sjón en innsiglinguna til Bergen. Skógivaxnar eyjar, þverhnýptar klappir og kynd- ug hús blasa við allavega. — Borgin sjálf stendur á mjög fögrum stað og einkennileg- um. Hátt uppi í hlíðunum standa íbúðarhús sem grópuð inn í bergið, en vötn og opin Frh. á 8. siðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.