Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.03.1938, Side 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
við höfnina Joinville,**) helzta
staðnum í nýlendunni Dona
Francisca, byggi norskur kaup-
maður, Ulrik Ulriksen að nafni.
Væri hann vænn maður og þeim
gott að kynnast honum.
26. október fóru þeir félagar
ásamt öðrum farþegum alfarn-
ir af skipinu. Voru þeir fluttir
ásamt farangri sínum upp eftir
á, sem rennur í Joinville og
komu þeir þangað um kl. 9. um
kvöldið. Þar tók maður á móti
aðkomumönnum og fylgdi þeim
til húsa þeirra, er allir, sem
þangað flytja, mega búa í leigu-
laust 8 vikurnar fyrstu eftir að
þeir koma, og hafa auk þess ó-
keypis fæði í 4 daga. Maður
þegsi var glaður og viðfeldinn.
Fékk hann séí feúlk. aðutala, við
þá félaga. Var það kauptnaður
í bænum, C. Lange að nafni. —
Sagði hann þeim á dönsku
hvað maðurinn hefði verið að
tala við þá og spyr þá síðan
hvaðan þeir væru, og sagði Jón-
as Hallgrímsson honum það,
sem varð fyrir svörum. Tók
hann það upp eftir honum og
sagði, að á íslandi væri talað
allt annað mál en danska.
Kvaðst hann vera frá Slésvík,
en hafa verið fyrir nokkrum ár-
um í Kaupmannahöfn, lært þar
dönsku, en hefði nú að mestu
leyti gleymt henni aftur. Um
kvöldið fengu þeir kaffi og
og fóru síðan ofan til bátanna
að sækja rúmföt sín, en hinn
flutningurinn var í ábyrgð
þeirra, sem fluttu, til næsta
dags. Daginn eftir komu þeir
flutningi sínum til innflytjenda
húsanna. Þar hitti Jónas Hall-
grímsson Ulriksen og gekk með
honum í hús hans. Veitti kaup-
maðurinn honum öl og brenni-
vín, og gaf honum nagla og léði
honum áhöld til að negla sam-
an kistu, sem bilað hafði. Spurði
hann að því hvernig á því stæði
að íslendingar væru farnir að
flytja sig hingað. Jónas svaraði,
að þeir héldu, að hér væri betra
en þar. Hann sagði, að óhætt
væri að halda það. Seinna um
daginn gengu þeir félagar allir
til hans, og réð hann þeim til
að setjast þar að í nýlendunni,
því hún væri bæði frjósöm og
heilnæm. Bauðst hann til að
fylgja þeim til nýlendustjórn-
arinnar og tala þar máli þeirra,
og kvað hana skylda að sjá
þeim fyrir vinnu er þangað
flyttu, fyrst í stað, ef þeir ósk-
uðu til. Um kvöldið fundu
**) Ritað í Norðanfara Jonville,
og sums staðar í útlendum málum
Joenville. Annars eru sum nöfnin
mjög ruglingslega rituð og oft og
einatt sitt á hvað.
þeir Lange kaupmann, og spurði
hann þá hvað þeir ætluðu fyrir
sér. Svaraði Jónas Hallgrímsson
því fyrir hönd þeirra félaga,
að þeir ætluðu sér að setjast að
í nýlendunni fyrst, en ekki taka
land, heldur fá sér vinnu.
Kvaðst hann þá skyldi láta þá
fá vinnu, eins lengi eða stutt
og þeir vildu, við sögunar-
myllnu, sem tilheyrði prinsin-
um af Joinville (syni Lúðvíks
Filips Frakkakonungs), væri
nú á leið þangað með konu sína
og fjögur uppkomin börn. —
Sjálfsagt hefir bóndi þessi ver-
ið Skandinavi, því Jónas Hall-
grímsson bað hann að skrifa sér
sem greinilegast af ástandinu og
öllum lífsskilyrðum í Rio
Grande. Lofaði karl því. En
aldrei kom neitt bréfið. Fréttu
þeir seinna, að hann hefði snú-
ið aftur í Katrínar-ey og farið
til Blumenau. Ekki þótti þeim
félögum ráðlegt að fara suður
Kristinn Pétursson:
DORRAÞRENfilNGAR
■ :‘>7S SIBtíl
Svalt er á Suðurodda,
sjórinn er lagður ís,
— en óreyndur enginn verður
að engli í Paradís.
Elztu menn aldrei sáu
ísbreiðu slíka fyrr.
vonirnar vatna músum,
og veröldin stendur kyrr.
Gamlir í ' gáddinum búa
við gigtina — 'tmdir sæng.
Ungir að eldstónni flýja
undir sinn móðurvæng.
Sjómenn á Suðurodda
sveima um næstu kot.
Hvað á að hafast að, lagsi,
hver getur ýtt á flot?
Þvílíkur þorragustur,
þvaðrið á vörum frýs,
en gæftir með góunni koma,
guði sé lof og prís.
Sjómenn á Suðurodda
suða við kaupmanninn:
Andskota aflinn er fenginn
og auralaust fyrst um sinn.
Kaupmaður kann sína ræðu
um kreppu og gengishrap:
—1 &fáííiíirig eiíéih að kalla,
og útkorrtán verður tap. ’>H
— Líf vort er lán frá guði,
því Iáni er takmark sett,
svo mælti séra Tumi
við söfnuðinn, man ég rétt.
Syndurum sælt er að reyna
svolítinn fæðuskort,
það kennir að krjúpa og biðja
og kristnar alt samlíf vort.
— Betri er björg en messa
og bænir með krampakrát
segja þeir sjómenn og glotta,
því séra Tumi er mát.
Biðjið . . . og bænheyra verður
oft bölvaðan skuldaþrjót,
því kaupmaður kveðst vera
maður
— og kristinn í þokkabót.
Mörgum er mæða búin,
og mikið er kaupmanns ok,
því sumum er sjálfgert að láta
svik fyrir gull um lok.
Þrenging á þorra hefir
þjakað frá kyni til kyns,
en gæftir með góunni aukast
og gróðavon kaupmannsins.
bróðir sinn verkstjóri þar og
réði kaupgjaldi, sem væri jafn-
aðarlegast við landvinnu 1 mil-
reis á dag, en verkamenn yrðu
að fæða sig. Sjálfur sagðist hann
afgreiða kaupið á hverju laug-
ardagskvöldi, í sölubúð, sem
hann ætti skamt frá mylnunni.
Um þess^r mundir fengu
þeir félagar fregnir um að óeirð-
ar sögurnar frá Rio Grande
væru bornar til baka. Höfðu
þær farið milli mála og áttu
ekki við Rio Grande do Sul,
heldur „fríríkin þar fyrir sunn-
an“. Fóru nú sumir þeirra, er
ætlað höfðu þangað upphaflega,
að týgja sig til ferðar að nýju.
Meðál þeirra var gamall bóndi,
sem átti son þar syðra. Var hann
í óvissuna, mállausir, þvert of-
an í ráðleggingar annara, eink-
um þar sem þeir höfðu nú von
um vinnu, og vildu helzt reyna
að komast ögn meira niður í
málinu (þýzkunni) áður en þeir
tækist þá för á hendur, fyrst
þeir á annað borð voru komnir
til Skandinava, sem þeir skildu
bezt, og reyndust þeim vel.
Tveim dögum síðar tóku þeir
vinnuboði Lange’s kaupmanns.
Bauð hann þeim að geyma far-
angur þeirra og lagði ríkt á við
þá að lána engum þá peninga
sem þeir hefðu. Sagði Jónas
Hallgrímsson þeim bræðrum,
að hann vildi fá létta vinnu
fyrst í stað handa þeim félög-
um, og álitu þeir, að svo þyrfti
að vera, þar sem þeir hefðu
ekkert unnið svo lengi og væru
óvanir hitanum. Heldur hvöttu
þeir bræður þá nafna að stunda
smíðar við mylnuna, því að þá
fengi þeir hærra kaup, en þeir
kusu heldur landvinnu fyrst,
því þeir væru hræddir um að
feðgunum, Jóni Einarssyni og
Jóni syni hans, gengi illa að
vinna með þeim, sem þeir ekki
skildu.
1. nóvember heimsótti þá fé-
laga sænskur maður að nafni
Nielsen. Kom hann þangað blá-
fátækur fyrir hálfu fjórða ári,
en hafði nú eignast ræktaða jörð
og alt hvað hann þurfti. Miklu
betra þótti honum þarna að vera
en í Svíþjóð. Bauð hann þeim
að ganga með sér um bæinn og
veitti þeim vín og vindla. Hálf-
um mánuði síðar heimsóttu þeir
hann, eftir því sem hann hafði
bpðið^þeim. Var hann glaður og
gestrisinn, og sýndi þeim. -alt
land sitt. Var það bæði margs
konar og arðsamt, sem á því
óx. Kvikfénaður hans var einn
hestur, kýr og kálfur, 8 svín
og margt af öndum og hænsn-
um.
Daginn eftir heimsókn þessa
fóru þeir félagar gangandi til
sögunarmyllnunnar, sem var
3 mílur fyrir ofan staðinn Join-
ville. Komu þeir þangað kl. 1,
og höfðu vagn meðferðis undir
flutning sinn. Gaf verkstjóri
þeim brennivín þegar þeir
komu, og fylgdi þeim síðan í
stórt hús, sem var í smíðum. Á
því var laufþak, sem títt er í
Brasilíu, en grindin var enn þá
óklædd að neðan. Sagði hann,
að þeir mættu taka borð og láta
upp á bitana til að hafa þar rúm
fyrst um sinn. Flestir aðrir
verkamenn sváfu á gólfinu og
höfðu einungis pálmaviðarblöð
undir sér. Eftir hálfan mánuð
fluttu þeir sig ásamt öðrum
verkamönnum í annan enda
hússins, því að þá var lokið að
hressa dálítið meira upp á hús-
ið.
Til vinnu var gengið kl. 5 ¥2
á morgnana, kl. 9 borðuðu
menn árbita og höfðu til þess
hálfa klukkustund, frá kl. 12
til 2 voru menn heima að borða
miðdegismatinn, og kl. 7 á
kvöldin var verki hætt, svo
vinnutíminn var samtals 11
stundir á dag. Blés verkstjóri
í lúður, þegar menn áttu að fara
í vinnu eða hætta henni.
3. nóvember byrjuðu þeir fé-
lagar vinnu og höfðu fyrstu þrjá
dagana styttri starfstíma en aðr-
ir. Verkið var í því fólgið að
uppræta við og ógrési úr hag-
(Frh. á 5. síðu.)