Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.03.1938, Síða 4
4
ALÞÝÐIfBLAÐIÐ
Elinborg Lárusdóttir;
Um Islendinga vestanhafs.
LANDIÐ OG ÞJÓÐIN, sem
byggir landið, eru venju-
lega tvö hugtök nátengd hvort
öðru. Það eru því sennilega
nojckuð margir, sem minnast
þess ekki að jafnaði, að íslend-
ingar búi svo neinu nemi ann-
arsstaðar en á íslandi. Þó mun
óhætt að fullyrða, að einn
fjórði hluti íslenzku þjóðarinn-
ar eigi heima erlendis. Lang-
flestir þeirra eru í Vesturheimi.
Af þeim, sem vestra búa, er aft-
ur meginhlutinn í Kanada.
Skömmu eftir miðja 19. öld
tóku menn að flytja búferlum
frá íslandi til Ameríku. Voru
það í fyrstu örfáir menn, en
eftir 1870 byrjaði straumurinn
vestur fyrir alvöru og stóð ó-
slitinn fram yfir aldamót. Þá
dró nokkuð úr, en allmargir
fluttust þó vestur síðasta ára-
tug fyrir heimsstyrjöldina. En
þá lokaði hún leiðum vestur um
haf.
Meginorsakir þessa mikla
útstraums voru: annarsvegar
óánægja manna á meðal með
hagi sína, en hinsvegar von-
leysið á framtíð þessa lands.
Deilan við Dani um sjálfsfor-
ræði þjóðarinnar átti sinn þátt
í þessu. Á þessu tímabili var
erí'itt árferði hér á landi, og litl-
ir möguleikar til bjargar — enn
sem komið var. Aftur á móti
var mikið látið af frelsi,
landskostum og gæðum vestan
hafs.
Enda verður varla annað sagt
með sanni, en að skilningur
manna á högum þeirra, sem
minna máttu sín efnalega í þjóð
félaginu, hafi verið harla lítill.
Þeir voru ekki lattir vesturfarar,
ef þeir áttu stóran barnahóp,
en lítil efni og rýrt bú. Fólkinu
var ekki ósjaldan smalað eins
og búfé vestur um haf.
Enginn veit með vissu, hversu
margir íslendingar hafa flutt
vestur. Dr. Rögnvaldur Pét-
ursson telur í tímariti Þjóð-
ræknisfélagsins árið 1932, að
tala íslendinga, sem til Kanada
hafa fluzt á tímabilinu frá 1872
—1920, nemi fullum 20 þúsund-
um. Dr. Rögnvaldur Pétursson
gizkar ennfremur á, að eftir
þeim upplýsingum, sem hægt
hefir verið að afla, megi telja
37 þúsundir íslendinga þar í
landi við árslok 1931.
Auk þess búa nokkrir ís-
lendingar í Bandaríkjunum, og
mun því varla ofmælt, þótt
sagt sé, að um 45 þúsundir
menn séu búsettir Vestanhafs,
íslenzkir eða af íslenzku bergi
brotnir.
Þetta íslenzka þjóðarbrot er
stórt — og framtíðarmögu-
leikar þess miklir. Það er nokk-
uð á okkar valdi, hvort draum-
urinn um íslenzka heimsþjóð
rætist. Það er undir því komið,
hvort Island er sér með-
vitandi um skyldur sínar sem
miðstöð íslenzku þjóðarinnar
úti um heim. Ekki aðeins til
þess að taka við þeim gjöfum,
og sæmdum, sem íslendingar
vestra hafa rétt því, heldur
líka sem aflstöð, er sendi lífg-
andi afl sitt út til sinna fjar-
lægu þegna, út til allra manna
með íslenzku blóði.
Bregðist ísland ekki þessari
skyldu, þá rætist draumur Is-
lendinga í Vesturheimi um ís-
lenzka heimsþjóð. Þjóð, sem
viðheldur tungu sinni og menn-
ingu, fjarri föðurlandi sínu —
heldur þjóðerni sínu um allar
ókomnar aldir, eins og t. d.
Gyðingar, Grikkir og fleiri
merkisþjóðir hafa gert.
íslendingar vestanhafs tala
hreint og fagurt mál, þeir, sem
annars tala íslenzku. Þeir eru að
vísu færri nú en fyrir 30 árum
síðan. En þeir leggja þeim mun
meiri áherzlu á það, að tala
tungu feðra sinna hreina og
óbjagaða. Þetta fólk er hreyk-
ið af því að vera íslendingar, og
ekki fyrir nokkurn mun vill
það við annað þjóðerni kannast.
Ást þess til íslands, íslenzkr-
ar menningar og alls þess, sem
íslenzkt er, er bæði einlæg og
sterk.
Blöð íslendinga í Vestur-
heimi taka langt fram blöð-
um hinna norrænu þjóðanna
þar, og þó eru þeir þar fámenn-
astir.
Þessi blaðakostur Vestur-ís-
lendinga hefir verið eitt hið öfl-
ugasta vopn þeirra í þjóðbarátt-
unni. Öflugustu félög þeirra eru
Kirkjufélögin — og svo Þjóð-
ræknisfélagið, sem dr. Rögn-
valdur Pétursson gekkst fyrir
að stofnað yrði. Þeir gefa út
tímarit, stórt og vandað, sem
kemur út einu sinni á ári, í
febrúarmánuði. Það rit ætti að
vera miklu þekktara og víð-
lesnara, en það er hér á landi.
Því auk þess, sem tímaritið
fiytur mikinn og víðtækan
fróðleik, flytur það einnig sög-
ur og kvæði eftir ýmsa höfunda
vestra — og einnig héðan að
heiman. Tímaritið gefur okkur
mjög nána þekkingu á Iöndum
okkar vestra, á störfum þeirra
og baráttu, og er ritað á mjög
hreinu máli.
Halda íslendingar vestra á-
fram að vera íslendingar, ef
þeir týna tungu sinni að ein-
hverju eða öllu leyti? En þar
sem skólarnir eru enskir og
enska lögboðin í þeim öllum,
er eins og allir sjá, erfiðleikum
bundið, að varðveita sitt móð-
urmál. Að vísu eiga íslendingar
kost á því, að börnum þeirra sé
kennd íslenzka 1 barnaskól-
um í Manitoba. En sú undan-
þága kemur sennilega einum
mannsaldri of seint. íslenzk
tunga heyjir nú baráttu fyrir
tilveru sinni í Vesturheimi.
Sú barátta stendur nú höll-
um fæti. Þeim fækkar óðum, er
lesa íslenzka tungu vestanhafs.
Séum við íslendingar til sem
þjóð, þá er þessi barátta mik-
ilsvarðandi fyrir okkur í kom-
andi framtíð. Er ekki hætt við,
að þjóðernið glatist, ef tungan
gleymist? Er ekki tungan und-
irrót þjóðernisins, og ætíð sterk-
asti þátturinn í því, að halda
þjóðinni sameinaðri?
Á þessi hluti þjóðarinnar,
sem fluttizt vestur um haf, að
hverfa í gleymskunnar djúp,
týna móðurmálinu og glata
þjóðerninu, blandast öðrum
þjóðflokkum?
Vestur-íslendingar hafa, enn
sem komið er, haldið uppi
drengilegri vörn fyrir þjóðerni
sínu. Og það er engin hætta á,
að þeir haldi því ekki áfram í
náinni framtíð. En tómlæti og
afskiftaleysi íslendinga hér
heima er sízt til þess, að glæða
vonir þeirra á sigurvænleg úr-
slit, eða til þess að hvetja þá í
þessari baráttu.
Þetta þarf að breytast — og
er nú þegar að færast í þá átt.
Austur- og Vestur-íslendingar
hafa meiri samvinnu nú en áð-
ur. Enda ber íslendingum hér
heima að styðja hvert framfara-
mál Vestur-íslendinga. Hvert
það mál, sem miðar að því, að
auka samvinnuna og tryggja
böndin á milli.
Það er nú komið svo, að ís-
lendingar vestra eiga erfitt með
að gefa út rit höfunda sinna,
sökum þess, hve íslenzkan er
lítið lesin meðal yngra fólksnrs.
En það ætti að vera okkur
fagnaðarefni, að enn tala þeir
og skrifa og yrkja á íslenzka
tungu. Vestur-íslendingar haía
átt og eigg engu síður en vi®
hér heima afburða menn á þii
sviði. Menn, sem vart muniu
gleymast, meðan íslénzk tunga
er töluð. Menn, sem sjálfir
hafa reist sér ógleymanlegaia
minnisvarða með verkum sík-
um.
Nú um þessar mundir er ver-
ið að géfa út rit Stefáns G.
Stefánssonar, rit Vilhjálnas
Stefánssonar eru einnig a@
koma út — og auk þeirra
manna, sem góðkunnir eru hér
heima af skáldskap sínum, erw
menn eins og t. d. Jóhan*
Magnús Bjarnason, Guttormw
J. Guttormsson, Þorsteinn Þ.
Þorsteinsson, Jakobina Johm-
son, Johannes P. Pálsson o. H.
Og nú er komin út bóJr
eftir vestur-íslenzku skáldkosi-
una Guðrúnu Helgu Finnsdótt-
ur. Hún er búsett í Winnipeg
og gift Gísla Johnson prent-
smiðjustjóra.
Frú Guðrún er fædd og upp-
alin á Geirólfsstöðum í Skrið-
dal í Suður-Múlasýslu. Vestur
um haf fluttizt hún 1904.
Árið 1927 komu þau hjóni*
heim til íslands og dvöldu þá
hjá ættfólki sínu á Austurlandi.
Frú Guðrún er mjög þekkt
vestra af störfum sínum í ýms-
um fél. Vestur-íslendinga, þar
sem hún þykir ætíð óvenjugóður
liðsmaður, að hverju, sem hú*
snýr sér. Hún er vinsæl og hafa
smásögur hennar, sem birzi
hafa í ýmsum blöðum og tíma-
ritum Vestur-íslendinga, hlotié
miklar vinsældir.
Þessi bók frú Guðrúnar er
safn af smásögum, 14 að tölu.
Bókin er um 224 blaðsíður í
stóru broti. Það væri ánægju-
legt, ef þessi bók frú Guðrún-
ar H. Finnsdóttur fengi verðug-
ar viðtökur hér heima og yrði
víðlesin. Hún er vel þess virði
og meira en það. Yrkisefni þau,
er frúin tekur til meðferðar, eru
íslenzk og úr íslenzku þjóð-
lífi. Þess vegna á þessi bók sér-
staklega erindi til okkar hér
heima, og ætti að verða okkur
kærkomin, einkum þó kvenþjóð
(Frh. á 8. síðu.t