Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.03.1938, Qupperneq 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.03.1938, Qupperneq 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 Ur bréfakörfunni Eftir brunann. —o— Gestur: — Brann mikið af eigum yðar, prestur minn? Prestur: — Já, og allar gömlu ræðurnar mínar brunnu til kaldra kola. Gestur: — Þær hafa sjálfsagt logað bærilega, því þær þóttu alt af heldur þurrar. Ekki mér að kenna. Læknirinn: — Hvers vegna veður þú hér inn á þessum tíma, drengur? Sá tími, sem sjúkling- um er ætlaður til heimsókna og viðtals við mig á hyerjppa.1dþ)gþil er riú liðipipj.jþp, ke?mur.of seint. Drengurinn: — En það er alls ekki mér að kenna, heldur hundinum, sem beit mig. Hann þurfti nú endilega að gera það á þessum tíma, líklega af því, að hann hefir ekki vitað venjuna. Röð og regla. Maðurinn: — Flýttu þér út úr húsinu, kona. Það brennur óðum og fellur bráðum alger- lega. Konan: — Ég er að lagfæra í stofunum, svo að alt sé í röð og reglu þegar slökkviliðið kem ur. Ólík áhrif. Konan: — Þegar ég hugsa um loðkápuna, sem þú hefir lofað að gefa mér, þá finst mér ylur færast um mig alla. Maðurinn: — En þegar ég hugsa til þess, að ég þarf að borga hana, þá rennur mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Misskilningur. —o— Sveinn litli: — Þú mátt ekki fara til Sviss í sumar, pabbi minn. Faðirinn: —- Hvers vegna? Sveinn: — Ég er svo hrædd- ur um að Svisslendingar éti þig. Þar er fjöldi af mannætum. Faðirinn: — Hvaða vitleysa er þetta? Hver hefir sagt þér það? Sveinn: — Það er í bókinni, sem ég var að lesa í gær, að margir Svisslendingar lifi á ferðamönnum. Stúlka, en ekki köttúr. —o— Einu sinni var lítil stúlka, sem fékk alt af það sama að borða og drekka sem fullorðna fólkið. Og hún vissi það ekki, að í nágrannahúsunum var börnunum gefin mjólk, þegar hitt fólkið fékk kaffi. Eitt sinn fór hún með foreldrum sínum í næsta hús. Var þeim gefið kaffi, en henni mjólk í grunnri skál, sem líktist mataríláti kisu henn- ar. Hún horfði um stund sem höggdofa á mjólkina, fór síðan niður af stólnum, gekk til móður sinnar og sagði ofurlágt við hana: '9 r, — Heyrðu, mammal, Viltu ekki segja konunni að ég sé stúlka? — Hún heldur víst að ég sé köttur! TVeir vegir. —o— Bína: „Hann Bjössi bróðir minn segist ætla að ganga menntaveginn, þegar hann verð- ur stór. En hvaða veg á ég þá að ganga?“ Faðirinn: „Ég veit ekki. Hvað vilt þú?“ Bína: „Ég held ég vilji helzt ganga — Laugaveginn!“ Hjartað sígur. Þorparinn: — Upp með pen- ingana — annars skýt ég beint í hjartað á þér (miðar í hjarta- stað). Bóndi (afarhræddur): Þér er víst óhætt að miða dálítið neðar, ef þú ætlar að hitta hjartað í mér núna. Þannig meint. —o— Biðillinn: — Það er erindi mitt hingað, að biðja yður um hönd og hjarta dóttur yðar. Húsbóndinn: — Hvora þeirra viljið þér? Biðillinn: — Hvað? Eigið þér tvær dætur? Húsbóndinn: — Nei, en dóttir mín hefir tvær hendur. Bænhiti. Bréf safnaðarins: — Það er alvarleg áskorun vor, að sókn- arnefndin sinni nú hinum brenn andi bænum vorum og láti taf- arlaust ofn í kirkjuna. Svar sóknarnefndarinnar: — Vér vonum að bænir safnaðar- ins séu nú orðnar svo heitar, að þær hiti kirkjuna nægilega framvegis. Eins og pabbi. —o— Rakarinn: — Hvernig viltu láta klippa þig, Kalli litli? Karl: — Ég vil láta klippa mig svo að ég verði ins og hann pabbi, með hvítan blett í koll- inum. Þrumuleiðarinn, —o— ,,Hanp: Ef þér eruð hrædd við þrumurnar, kæra ungfrú, þá skal ég fylgja yður heim. Hún: — Nei, nei! í öllum bænum gerið þér það ekki. Þér eruð svo hár, að ég er hrædd um að eldingunum slái niður í yður. Mismæli. Húsbóndinn (kemur snöggt inn): „Hvað ætlarðu að hafa til miðdagsmatar í dag?“ Ráðskonan (verður mjög hverft við): „Harðan húsbónda, herra fiskur“. Heyrnarleysi. —o— Siggi litli átti heima í kaup- stað. Hann gerði það oft, að gamni sínu, að ávarpa útlend- inga, þegar hann var úti á götu að leika sér, en þeir skildu ekki hvað hann sagði og hváðu eins og þeir heyrðu það ekki. Hann braut lengi vel heilann um þetta, en að lokum fór hann inn til mömmu sinnar og sagði mjög áhyggj ufullur: „Heyrðu, mamma! Hvernig stendur á því, að allir útlend- ingar eru heyrnarlausir?“ Mamma fór að hlæja, en sagði honum svo alla málavexti. í kennslutíma. Kennarinn: „Allir þeir hlutir, sm sjá má gegnum, eru nefndir gagnsæir. Emilía! Nefndu eitt- hvert dæmi“. Emilía: „Gluggarúða“. Kennarinn: „Rétt. En getur þú, Kristín, nefnt annan gagnsæjan hlut?“ Kristín: „Skráargat“. Of fljót ályktun. Dóri (kemur grátandi úr skól- anum): „Mamma! Er það ekki rangt af kennaranum, að refsa mér fyrir það, sem ég hefi ekki gert?“ Móðirin: „Ójú, Dóri minn, það er hróplegt ranglæti. En hvað var það, sem þú gerðir ekki?“ Dóri: „Ég lærði ekki það, sem ég átti að læra í dag.“ Góður hnífur. Konan (sker brauð): — Ekki skil ég, í því, m^ður.,‘ að þú skul-' ir v'era að lcvarta yfir að rak- hnífurinn sá arna bíti illa, þegar þú rakar þig með honum. Ég sker þó brauð með honum á hverjum degi og finst hann bíta ágætlega. Maðurinn: — Já, já, gerir þú það? Þá skal mig ekki kynja þó hann sé ekki bitgóður! Vanhugsað. Lítill drengur, sem dottið hafði ofan í læk, sagði við mann, sem bjargaði honum upp úr: — Ég þakka þér kærlega fyrir hjálpina, maður minn. Ég er hræddur um að ég hefði fengið orð að heyra hjá honum pabba, ef ég hefði nú drukknað. Seðlarnir. —o— Ferðamaður: „Mig langar til að sjá þessa höll að innan- verðu“. Hallarvörður: „Það getið þér fengið, ef þér hafið skírnar-, bólusetningar- eða — eða — fimm-króna-seðil á yður“. Umhyggja. Hann (við konu sína í járn- brautarvagni): — Hvernig líður þér þarna í horninu, kona? Hún: — Ágætlega. Hann: — Er ekki kalt þar? Hún: — Nei, alls ekki. Hann: — Er hurðin vel aftur? Hún: — Já, það er hún. Hánn: — Og enginn dragsúg- ur? Hún: — Nei, ekki hinn minsti. Hann: — Komdu þá hérna, kona; við skulum hafa sæta- skifti.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.