Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.03.1938, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.03.1938, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLA0IÐ FRÁ HRJÓSTRUGUM HEIÐ- UM MNGEYJARSÝSLU. (Frh. af 5. síðu.) þeirra, að snúa heldur athygli sinni að hálendinu í kring um Curityba, fyrst það vildi endi- lega komast á þann stað, sem það gæti stundað kvikfjárrækt, því þar væri land vel til þess fallið, og samgöngur breyttust brátt til bóta, þegar vagnvegur- inn væri íullgerður, sem verið væri að leggja frá Dona Franc- isca til hins unga bæjar Curi- tyba, og yrði til mikils hagræð- is bæði fyrir hálendið og ný- lenduna. Gátu þeir félagar ekki séð neinar skynsamlegar ástæð- ur fyrir því, að honum gengi annað en gott til að telja þá á að hverfa frá ferðinni, og urðu þau leiðarlok, að þeir snéru áft- ur til Joinville í Dona Franc- isca, eftir að hafa gert árangurs- lausa tilraun að ná í smíða- vinnu í smábæ skamt frá San Francisco, sem hét Rio Parati. Komu þeir heim aftur til ný- lendunnar 30. janúar, og fékk Jónas Friðfinnsson vinnu við smíðar, 4. febr., hjá trésmíða- meistara í Joinville við allgóð kjör. Gjörrigsen hafði sagt þeim nöfnum frá bónda einum göml- um . sem farið hafði til Rio Grande til að setjast þar að og kaupa landsspildu handa börn- um sínum, og hugði að þar mundi betri kostir finnast en í Dona Francisa, en snúið þangað aftur og keypt þar land- ið, eftir að hafa skoðað sig mik- ið um syðra, og eytt ærnu fé í ferðina. Bónda þenna réðst Jón- NiBDist raerkiS' daga í lífi vðai með pvi að láta taka af yður ■ýja Hósmynd á ljósmyndastofu SiQurðar GuðmDndssonar Lækjargötu 2. Sími 1980. Heimasími 4980. msmmmmismmmmn as Hallgrímsson í að finna um líkt leyti og nafni hans tók að smíða. Slóst Olsen í för með honum. Var karl talinn skyn- samur og útsjónamaður mikill. Sagði hann greinilega frá á- sigkomulaginu syðra, og þótti Jónasi það lakara, en þar sem hann var. Væri þrælahald þar mikið, og því litla vinnu að fá, því í bæjum og borgum og úti í sveitum hjá efnaðri bænd- unum unnu þrælarnir flest-öll störf. Eftir því, sem bónda sagðist frá, þurfti meira fé að ferðast þaðan suður til Rio Grande og til baka aftur en það, sem þeir félagar þurftu að borga í fargjald frá íslandi til Brasilíu. Mörgum þýzkum ný- lendum þar syðra lýsti hann fyrir Jónasi, sem ekki leizt vel á neina þeirra, eftir því sem honum sagðist frá. Þegar bóndi hafði lokið máli sínu, sagði Jón- as honum að heima á íslandi væri félag, sem flytja viídi til Brasilíu, einkum í þann stað, sem það gæti stundað kvikfjár rækt með fram jarðyrkjunni. Bóndi svaraði: ,,Ef stórríkt fé- lag kæmi til Rio Grande, sem flytti sig langt inn í landið, þar sem bygð er lítt enn hafin og auðvelt að kaupa stórar land- spildur með lágu verði, keypti strax mikinn kvikfénað, gæti fljótlega lagt góða vegi til bygð- ar sinnar, og alt eftir þessu, þá þykir mér líklegt að það gæti komist vel áfram“. En heldur vildi bóndi ráða til að hugsa um hálendið þar fyrir vestan fjall- garðinn (Serra do mar). Liggur það um fjögur þúsund fet yfir sæflöt, og er þar því allmiklu kaldara loftslag en þar, sem þeir félagar áttu heima, en vegurinn fremur tor- sóttur yfir fjallið. Þegar Jónas kvaddi bónda mælti hann: ,,Þú ert hinn eini íslendingur, sem ég hefi séð, og það gleður mig að íslendingur skyldi heim- sækja mig. Fyrst þú varst sá gæfumaður að snúa aftur, þá hafðu það eins og ég og seztu hér að“. UM ÍSLENDINGA VESTAN- HAFS. (Frh. af 4. síðu.) inni. Það eru ekki mjög margar konur, sem skrifa á íslenzka tungu, svo neinu nemi. Þess vegna ér það sérstaklega okkar skylda, að leggja hverri ís- lenzkri konu lið, sem fram kemur á sviði bókmenntanna, hvort sem hún er heima hér eða vestan hafs, eða hvar í ver- öldinni sem er, ef hún aðeins er íslenzk. Sögur frú Guðrúnar H. Finnsdóttur eru ramm íslenzk- ar. Og þær sýna fyrst og fremst tvent, það, hve íslenzkan ef dásamlega vel lagað mál fyrir ljóð og sögur og skýra hugsun, og svo hitt, hve íslendingseðl- ið er rótgróið og bundið átt- högum og ættjörð. Enda skilst mér einhvernveginn af þeirri kynningu, sem ég hefi af Vest- ur-íslendingum, að þeir lifi þar sumir hverjir í framandi landi. Landi, sem ekki er samstætt uppruna þeirra, eðli og hugsun. Iieimalandið er þeim líka horf- ið, er þeir flytja vestur, nema í minningunum. Með öðrum orð um: Þeir eiga eiginlega ekkert föðurland framar, og þó eru þeir allra íslendinga þjóðrækn- astir. Börnum sínum kenna þeir að elska land sitt og þjóð, svo að ísland verður þeim mörgum hverjum það draumaland, sem þeir muna bezt af sögnum eldra fólksins og unna heitast, þótt þeir margir hverjir fái það aldrei augum litið. Söngvar þeirra og sögur eru þrungnar hrifningu, söknuði og þrá til fjallaeyjunnar. Það eru sömu strengirnir, sem bærast þeim í brjósti — er þeir hugsa heim — og Gunnari á Hlíðar- enda, er hann leit yfir hlíðina fögru og snéri aftur. Ástin og hrifningin á ættjörðinni er enn þann dag í dag öllu öðru yfir- sterkari í huga hvers góðs ís- lendings. Þeir strengir óma í kvæðum Stefáns G. Stefánssonar og í sög um Guðrúnar Helgu Finnsdótt- ur. Það er friðlaus þrá útlagans — ef svo mætti að orði komast — tii átthaga og ættlands. Sú þrá verður vart deydd, þótt hafið skilji á milli. Það er sama þráin, sem komið hefir frú Guðrúnu H. Finnsdóttur til þess að. skrifa minn- ingar úr þjóðlífinu íslenzka, og senda handrit sín heim til birt- ingar. Hafi hún þökk fyrir þann skerf, sem hún leggur fram til íslenzku bókmenntanna. Elinborg Lárusdóttir. Dýr hattur. —o— Frænka: „Nú get ég ekki keypt handa þér kökur, Jói litli, af því að ég hefi gleymt pen- ingabuddunni minni heima“. Jói: ,,Þú getur keypt fyrir peningana, sem þú hefir í hatt- inum þínum“. Frænka: „Hvað áttu við?“ Jói: „Hann pabbi sagði í gær, að það lægju miklir peningar í svona dýrum hatti, og nú skul- um við nota þá“. Dæmalaus ókurteisi! —o—- Konan: „Viltu ekki fara að slökkva ljósið, góði minn? Það er komið undir morgun og dags- birtan er farin að gægjast inn um gluggann“. Maðurinn (lítur upp úr bók- inni): „Ha? Hvað segirðu? Hver er svo ósvífinn að vera að gægj- ast inn um gluggann?“ í dómssalnum. Dómari: „Nú ætla ég að lesa upp nöfn allra þeirra, sem vitni eiga að bera í þessu máli. Þeir, sem hér eru staddir, segi já, en hinir, sem ekki hafa komið, segi nei“. Uppfinnimg. A. : Ég hefi heyrt, að þú haf- ir fundið upp hringingaráhald til þess að koma upp um þjófa, þegar þeir eru að verki sínu. Viltu lofa mér að líta á það? B. : Nei, það get ég ekki; — því var stolið frá mér í nótt. Landfræðingurinn. ■—Oi— Nafnfrægur landfræðingur, sem samið hafði nákvæma lýs- ingu á öllum jarðarhnettinum, viltist einu sinni ásamt þjóni sínum í skógi skammt frá húsi sínu. Alla nóttina sveimuðu þeir fram og aftur um skóginn. Loks varð þjóninum svo framt í geði, að hann mælti við húsbónda sinn: Öldungis er mér það ó- skiljanlegt, hvernig þér hafið getað samið svo nákvæma lýs- ingu á öllum hnettinum, til leið- beiningar ferðamönnum, þegar þér ratið ekki 3 mílur burtu frá húsinu yðar“. Leiðrétting. Sú meinlega prentvilla hefir slæðst inn í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á hinu litháiska kvæði um Vilna í Sunnudagsbl. 6. þ. m., að misprentast hefir í 2. erindi, 4. línu mánann fyrir múrana. Enn fremur hefir misprentast í 1. 1. síðasta erindis líkamann í staðinn fyrir líkamina. Ritstjóri: F. R. VALDEMARSSON. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.