Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 4
4 Frá liðnum árum: Skemmtanalif á Austnrlandi fyrir fjðrntín árnm m* l. p. l»»9. YMSIR málsmetandi áhuga- menn hér eystra, bæSi úr Héraði og Fjörðum, höfðu lengi verið með þá flugu í höfðinu, að koma því á, að samkomur vrðu haldnar hér á hverju sumri, helzt til skiftis í Hér- aði og hér á Seyðisfirði, sem þá var aðalverzlunarstaður Austurlands. Þessi hugmynd hljóp lengi í gegn um greipar þeim, þar til þeim datt það snjallræði í hug, að skora á Seyðfirsku ritstjórana, að gang- ast fyrir þessu. Var svo ákveð- ið að samkoman skyldi vera að Egilsstöðum 8. ágúst, til að ræða ýms félags- og áhugamál. Höfðu þeir ritstjórarnir fengið í lið með sér Sigurð Einarsson frá Sævarenda í Loðmundar- firði, sem þá var fyrir stuttu kominn frá Ameríku, þar sem hann hafði dvalið í nokkur ár, var hann vel gefinn maður og hafði hlotið talsverða menntun þar vestra, sem hann hugði nú að næra okkur Austfirðinga á. Hvatti hann ungdóminn mjög til dáða og drengskapar. Átti hann þar óskifta samleið með Þorsteini Erlingssyni skáldi, þessa eldheita æsku- og föður- lands-vinar, sem öllu vildi lyfta á æðra menningar- og þroskastig. Sigurður hafði líka kynt sér talsvert leikfimi og glímu þar vestra, og var talinn góður glímumaður. Þetta kom sér hér mjög vel, því það var lítið áður þekkt, átti hann því að sjá um íþróttirnar á samkom- unni. Á þeim árum var það miklum örðugleikum bundið, að þurfa að sækja samkomur upp yfir fjall, sem kallað var, þegar fara átti upp í sveit. — Voru hér þá fáir hestar, en tals- vert margt ungt fólk. En að fara það gangandi var lítil skemtun, því leiðin er tals- vert löng. (22 km.) Var því oft- ast horfið að því ráði, þegar um slíkar ferðir var að ræða, að fá hesta léða úr sveitinni, en það hafði talsverðan kostn- að og vafstur í för með sér, en fáir þó færir um að gera ;. ikinn aukakostnað, en það rannaðist þar sem fyr, „að yiljtinn dregur hálft hlas».“ — Var því ráðist í að fá fjölda af hestum til fararinnar, svo það mátti teljast fjölsótt héð- an, eftir öllum aðstæðum. Nokkrum dögum fyrir sam- komudaginn, kemur Þorsteinn heim til mín til skrafs og ráða- gerða um þessa för, því við vorum þá orðnir góðir vinir, eftir þess orðs beztu merkingu. Spurði hann mig þá hvar sér mundi heppilegast að leita fyr- ir sér eftir dágóðum hesti til fararinnar, því hann var hesta- og reiðmaður, og hélt sérstak- lega mikið upp á viljahesta. — Þar sem þú ferð sjálfur. þá get ég ekki fengið ,Þrumu‘. Það var ágætt reiðhross, er kona mín átti og hann hafði nokkrum sinnum fengið lán- aða. Ég sagði honum þá að bezt mundi fyrir hann að skrifa Jóni Bergssyni á Egilsstöðum, sem ætti marga dágóða hesta, og biðja hann að senda sér hest, því mér væri kunnugt um að það kæmu margir hestar þar af næstu bæjunum. Félst hann á það. Jón sendi honum svo rauðan hest, er Rósa systir hans átti; mjög þýðan og þægilegan, en viljatregan, en það var ekki að skapi Þorst. að hafa hest, sem hann þurfti að knýja áfram, enda kom það fljótt í ljós þegar á stað var haldið, að um sam- komulag gat ekki verið að ræða milli Þorsteins og Rauðs, sem síðar mun sagt verða. Laugardagurinn 7. ágúst rann upp bjartur og fagur eins og svo margir sumarmorgnar hafa gert og gera á okkar ást- kæra landi. Það er því engin til- viljun þó góðskáld okkar hafi fengið þar hugþekk yrkisefni, og jafnvel mörgum af alþýðu- hagyrðingum hefir tekist snild- arlega að mála þær myndir í „stuðlamár,. Að minsta kosti hefir Ólínu Jónsdóttur frá Litladal í Blönduhlíð fundist það, þegar hún orti þessa vísu: „Sólin málar leiðir lands; ljósin háleit skína. Finn ég strjála geisla glans gegnum sálu mína.“ Margt fleira mætti til tína, en verður slept að þessu sinni, en máske mér vinnist tími til að minnast á það mál síðar. Já, laugardagurinn rann upp. Var þá mikið að gera, sækja hesta, járna, fá lánaðan hnakk, beisli o. fl. o. fl., sem alt af vill vanta, þegar fara á í slíka för, og menn eiga ekkert sjálfir, en þurfa að fá alt lánað. Það var því farið að halla degi, þegar fyrstu hóparnir fóru að tínast af stað. Það var því orðið nokk- uð framorðið. þegar sá flokkur, sem ég ætlaði að verða með, lagði af stað. Var þar Þorsteinn Erlingsson, Jóh. Jóhannesson sýslumaður. Kristján Kristjáns son læknir o. fl. Gekk alt vel fyrsta kastið, þó Bakkus hafi ef til vill haft fullmikil völd, en það var alsiða á þeim árum. ekki sízt í svona ferðum, en fljótt fór að bera á því að þeir áttu ekki sem bezt geð saman, Þorsteinn og Rauður. Þótti Þor- steini hann heldur þungur í vöfum. sagði, að þetta gæti ekki verið reiðhestur, því þó allir fjóssleðar á Egilsstöðum væru hnýttir aftan í hann, gæti tæpast verið um hægari ferð að ræða. Varð ég sérstak- lega fyrir verra barðinu hjá honum. þar sem ég hafði talið hann á að fá hest frá Jóni. Jóhannes sýslumaður var mikill hestamaður, sem fleiri Skagfirðingar. Átti hann þrjá ágæta hesta. sem hétu Óspakur, Hóras og Kyklóp. Þann síðast- nefnda hafði Kr. læknir, en hina tvo hafði sýslumaður til reiðar. Óspakur bar nafn með réttu. Var það afskapa fjör- skepna og þjösni, svo hann var í samreið lítt viðráðanlegur. Þorsteinn fór nú að ympra á því við sýslumann, að hann léði sér Óspak, en sýslumaður tók því dauflega, og voru þeir þó skólabræður og góðir vinir. Var svona haldið áfram upp á Efri staf, en þar var hvílt um stund. Þorsteinn sagði þá sýslumanni að nú væru tvær leiðir, annað hvort yrði hann að lána sér Óspak yfir heiðina, eða hann færi ekki lengra, því á bak á ,,Fjósarauð“ færi hann ekki aft- ur. Varð þá sýsumaður að láta undan þó hann hafi vafalaust E. P. LONG. gert það nauðugur, því han* mun ekki meir en svo haía treyst vini sínum til að haía hemil á Óspak þar norður eftk- heiðinni, eins og á stóð. Hafði ég þá hestaskifti, e* þegar Þorsteinn ætlaði að fara á bak, tók klárinn til að ólmast. Mælti Þorsteinn þá þessa vísw fram en henti sér í hnakkin* um leið: Óspakur minn, ólmast þú; ekkert held ég saki. Séð hef ég flösku fyrr en nw. og féll þó ekki af baki. ,Var þá sem hleypt hefði verið úr fallbyssu, svo söng í vegin- um. og maður og hestur horfnir áður en nokkurn varði. Töldu allir víst, að Þorsteinn lægi þar fyrir norðan á götunni. Bað sýslumaður mig að ríða á eftir honum. Brást ég þegar við og hleypti alt hvað af tók norður heiði, en þegar ég kom á mið- heiði. þá sat Þorsteinn þar og hélt í tauminn á Óspak og raul- aði þessa stöku: Eitt sinn ég um Óspak bað, en á því stutta færi hef ég fyrst mátt hugsa um þáð^ hvar ég staddur væri. Biðum við svo þarna eftir samferðafólkinu. Vildu þá allir fá hann til að hætta við þennan hildarleik, en hann var ekki á því, sagðist hann skyldi „kúska þrælinn“, þegar hann hefði svona góðan veg íramundan. En það fór á sömu leið. Óðar en hann var á bak kominn, var maður og hestur horfinn, eins og jörðin hefði gleypt þá, e* þegar á norðurbrún kom, var

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.