Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 I Ur bréfakörfunni. Sagnir nm Sjaljapin. FYRIR nokkru síðan fluttu blöðin þær fregnir, að Hinn rússneski söngvari, Fjodor Sjaljapin, væri látinn. Enginn söngvari í heiminum var jafn hátt launaður og hann, enda var hann hvorttveggja í senn dásamlegur söngvari og óviðjafnanlegur leikari. Það lætur að líkindum, að slíkur listamaður, sem hann — hafi að mörgu verið öðruvísi en fólk er flest og fara hér á eftir nokkrar frásagnir um hann, sem sýna að ýmsu leyti skapgerð hans. * Þegar Sjaljapin fyrir 17 ár- um síðan fór frá Rússlandi, var hann frægasti söngvari sovét- ríkjanna, og hafði þar verið heiðraður með titlinum þjóð- söngvari. Hann ferðaðist út í heiminn í söngferð, að því er hann sagði rússnesku yfirvöld- unum, en hann kom aldrei til Rússlands aftur. í þessi 17 ár, sem liðin eru frá því hann fór úr Rússlandi, hefir hann ferðast um heiminn og sungið, og hann hefir aldrei sungið fyrir minna en 10.000 krónur á kvöldi. Þegar hann fór frá Rússlandi árið 1921 um borð í finnsku skipi var hann bláfátækur. — Skip þetta kom við í Kaup- mannahöfn og lagði að við Rhedén. Sjaljapin langaði í land, til þess að skoða sig um í Kaup- mannahöfn, en lögreglan rak hann öfugan um borð aftur. Hann hafði aðeins sovét-passa, og Sovét-Rússland var þá ekki viðurkent af DÖnum. Samt sem áður var honum útvegað landgönguleyfi hjá ut- anríkismálaráðuneytinu, og sama kvöldið sat hann með dönskum hljómlistarmönnum á hótel Angletrere. Hann var í gömlum og snjáðum buxum, vestislaus og í slitnum jakka. Hann var spurður að því, hvað hann vildi borða og hann bað um ostrur og humar. Þegar hann var nýbyrjaður að borða, hættí hann allt í einu og sagði: Ég missi alveg matarlyst- ina, þegar ég hugsa til þess, að Glazunoff vinur minn situr heima í Rússlandi og sveltur. Það var tónskáldið Glazun- off. Þetta kvöld hélt Poul Wiede- mann veizlu heima hjá sér til heiðurs hinum tötralega rússn- eska söngvara. Sjalapin hélt þar ræðu á rússnesku og söng hlutverk sitt úr Boris Godunof, en Wiede- mann lék undir. Svo fór hann frá Kaupmannahöfn í það sinn. * Sjaljapin var sonur skrifara eins í Kasan-héraðinu. Faðirinn var hinn mesti drykkjumaður og fólkið, sem Sjaljapin um- gékkst í bernsku þekkjum við úr sögum Gorkis. Þegar menn fengu útborgað, fóiru þeir óðara að drekka vod- ka, slógust og veltu sér í sorp- inu. í bernsku var Sjaljapin b^irinn nærri því daglega. Þegar faðirinn var drukkinn, sön^- hann þunglyndisleg lög með lítt skiljanlegum vísum við.^Sonurinn hlusfaði á söng- ipUj og varð hrifinn • af lögun- iiup,,|17 ára gamall réðist hann að . leikhúsi. Hann hafði verið við skósmíðanám og trésmíða- nám. En nú- lærði hann að syngja hjá hinum fræga kenn- ara Usatof, sem ekki einasta lét sig varða rödd Sjaljapins, heldur einnig uppeldi hans. Hinn ungi söngvari fór oft í bað, en hann átti ekki nema eina skyrtu. Dag nokkurn sagði prófessorinn við hann: — Heyrið mig, Sjaljapin! Það er óþefur af yður! Farið til konunnar minnar og látið hana gefa yður nærföt og sokka, en þá verðið þér líka að vera þrif- inn. Sjaljapin borðaði einnig hjá Usatof og það tók töluverðan tíma að kenna honum að láta vera að stinga fingrunum ofan í saltkarið, eða setja hnífinn upp í sig. Og oft var sagt: — Sjaljapin, þér megið ekki hnerra yfir borðið. * Sjaljapin var frægasti og vin sælasti listamaðurinn í Rúss- landi, þegar byltingin brauzt út, og auk þess var hann mjög ríkur. En eftir byltinguna áttu allir að fá sömu laun. Söngvar- inn átti að fá sömu laun og að- göngumiðasalinn. Sjaljapin var þá ráðinn við hið keisaralega Marinsky leikhús í Petrograd og varð að ganga að þessum skilyrðum. En eitt kvöldið, þegar hann átti að fara að syngja, var hann horfinn, og þegar farið var að leita að honum, fanst hann úti við aðgöngumiðasöluna, þar sem hann var að afgreíða að- göngumiða með mestu sam- vizkusemi. — Ég ætla heldur að afgreiða aðgöngumiða í kvöld, sagði hann, — þið getið látið að- göngumiðasalann syngja. Þá varð leikhússtjórnin að beygja sig og hann fékk hærri laun þó ekki í peningum, held- ur í matvöru. * Sjaljapin var einu sinni spurður að því, hvernig honum litist á ástandið í Rússlandi, og hann svaraði: — Ég er ekki á móti bolsé- víkunum, þó að ég hafi farið frá Rússlandi. Þegar ég kom ekki aftur, var hús mitt gert upp- tækt og allir mínir peningar, 300 000 gullrúblur. En þannig eru nú einu sinni lögin í Rúss- landi, og maður verður að beygja sig fyrir því. * '■ ■•■'{ ■" ■ jvá; Sjaljapin var ákaflgga skap- bráður, og kom það fram í bæði skiftin, sem hann átti að syngja í Kaupmannahöfn. í fyrra skiftið var það þegar hann átti að syngja í Boris Go- dunof í uppsetningu Wiede- manns á konunglega leikhús- inu. Á einni æfingunni fór hann burtu fokreiður og sagðist ekki koma aftur. Rússneski hljómsveitarstjórinn Mikhail Steiman, sem hafði komið með Sjaljapin og átti að stjórna hljómsveitinni, hugsaði sér ráð til þess að blíðka Sjaljapin. Sjaljapin hafði mjög gaman af því að fara í cirkus, og Stei- mann fór til Willy Shumann og spurði hann að því, hvort ekki væri hægt að koma á heið- urskvöldi fyrir Sjaljapin í cir- kus. Jú, ekkert var auðveldara. Og þegar Sjaljapin gekk inn í cirkus um kvöldið, stóðu allir áhorfendur á fætur, eins og eftir skipun, auðvitað allir leigðir af Willy, og öskruðu: — Sjaljapin — Sjaljapin — Sjaljapin! Það færðist bros yfir hina súrdeigslegu ásjónu Sjaljapins; honum þótti ákaflega vænt uth að vera sVona þéktur óg vinsæll í Kaupmannahöfn — og það var ekki svo gott að neita að syngja fyrir svona fólk. Eins og vitað er, heppnaðist ekki að blíðka skap Sjaljapins, þegar hann kom í seinni söng- ferð sína til Kaupmannahafnar og átti að syngja í Faust. Hann sagði, að það væri ekki Faust eftir Gounod, sem verið væri að æfa á leikhúsinu, og að kór- söngvararnir hefðu hlegið að sér. Hann fór í bræði burtu frá Kaupmannahöfn og tapaði 12 000 krónu launum. En þetta var í desembermánuði árið 1935, og þá voru engar sýning- ar í cirkus. * í þessi 17 ár græddi Sjalja- pin of fjár í Evrópu og Amer- íku. Þegar hann hætti að syngja, ætlaði hann að hverfa til Kitzbuhl í Austurríki og setjast þar að. Þar átti hann hús með eld. og sprengjutraust- um kjöllurum, þar sem hann geymdi gull sitt. ❖ Hinn mikli skapofsi Sjalja- pins hljóp oft með hann í gön- ur. Á æfingu einni í Covent Gar- den í London fóru þeir að rífast Sjaljapin uppi á leiksviðinu og hljómsveitarstjórinn fyrir neð- an leiksviðið. Útlitið varð stöð- ugt ískyggilegra, þegar hið þunga járntjald í Covent Gar- den féll skyndilega og skildi að hin stríðandi stórveldi. Svo heppinn var Sjaljapin ekki á æfingu einni í óperunni í Chicago. Hann hrópaði í bræði yfir alla hljómsveitina: — Fífl, svín. Og þið þykist vera listamenn! Hljómsveitarstjórinn var ít- ali og lét ekki bjóða sér alt. Hann stökk upp á leiksviðið og sló Sjaljápin niður. Hifliist merkis- daga í íífi jrðai með pvi að láta taká af yður nýja iiósmynd á Ijósmyndastofu SSgarAsir GadfnQiidssoBar Lækjargötu 2. Sími 1980. Heknasíxni 4980.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.