Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ BREZK FLOTADEILD Á HERSKIPAHÖFN BRETA í GIB RALTAR. ~~r SÉÐ YFIR DANSKA LÁG- LENDIÐ. (Frh. af 2. síðu.) Danmörku getur maður nærri því sagt, að séu töluð mörg mis- munandi tungumál og þó er landið meira en helmingi minna en ísland og samgöng- urnar svo mikið betri, að slíku er ekki saman að jafna. Maður getur skipt dönsku í minnst 8 aðalmállýzkur, sem greinast svo aftur í aukamál- lýzkur. Aðalmállýzkurnar eru: „Vendsyssel“-mállýzkan (Norð- ur-Jótlandi), vestjózka, mið- józka, austjózka, suðurjózka, fjónska, sjálenzka og Kaup- mannahafnarmálið. Og svo er talað sitt málið á hverri smá eyju, og eyjarnar eru margar. Svo mikill mismunur er á þessum mállýzkum, að Kaup- mannahafnarbúi, sem aldrei hefir verið á Jótlandi, skilur alls ekki vestjózku. Er hún mik- ið ólíkari því máli, sem hann er vanur að tala, en bæði sænska og norska. Ég ætla að setja hér eina vísu, sem dæmi um józku og nú skulum við sjá, hvort þeir íslendingar, sem hafa lært dönsku í skólunum, skilja mikið: Mi náálo Pe sme æ en ondele » . Jen e sæjer a, sjel om kan á æ mi ven; vil en táál for en sag á sá smál leste ve, sá spöer han sá tvæere: „Hva nöll er ette.“ (Tekið eftir „Folkehöj- skolens Sangbog). Þetta er byrjunin á þekktum józkum söng, sem allir Jótar kunna. Ég reifst um daginn við gáf- aðan ungan Dana, sem er gagn- fræðingur. Hélt ég því fram, að maður ætti að setja málfræðis- reglur og kenna síðan börnun- um í skólunum að fara eftir þeim. En hann hélt því fram, að það ætti að láta fólkið tala alveg eins og það kærði sig um og svo ætti að breyta málfræð- inni eftir því, hvernig það tal- aði! Hann sagði, að þetta þýddi ekkert að kenna fólki að tala eftir ákveðnum reglum. Það vaéri fullk'omlega náttúrlegt, að haga reglunum eftir því, hvern- ig fólkið vildi tala og slíkt væri eðlileg þróun málsins. — Hugsið ykkur, að það ætti að reyna að breyta íslenzku mál- fræðinni eftir öllum þeim rangfærslum, sem Reykvíking- ar segja! Hvernig ætli íslenzk- an væri svo eftir 100 ár? En eins og ég hefi sagt áður: Danir eru duglegir. Danmörk er land hinna verklegu fram- kvæmda. Dönsku brýrnar eru löngu heimsfrægar. Flestir hafa heyrt talað um Stórstraums- brúna, sem var vígð nú í haust. Er það lengsta brú í Evrópu. Margar aðrar stórbrýr eru í Danmörku, en ekki yfir ár eða fljót, eins og heima, heldur yf- ir sundin milli eyjanna. Því virkilegar ár eða fljót finúást ekki í Danmörku, iðnaðuú ög' verzlun eru einnig á mjög Háu stigi. Fiskveiðar eru mikíáfV1 sérstaklega við strendur Jót- lands. Námugröftur er engWMf Kalkið er hið eina, sem Dán-‘ ir vinna úr ‘.jörðinni, að undáh- teknu jarðgasinu, sem þeir’ éÚu'' nú í seinni tíð byrjaðir að bófá1 eftir. En slíkt er ennþá á* tilÞ ... -i r? ( raunastigi. Landbúnaður er, eins og áðíir er getið, aðalatvinnuvegur Dana, enda standa þeir meðal fremstu landbúnaðarþjóða heimsins. Þeir eru einnig svo miklir garðyrkjumenn, að eng- in þjóð í Evrópu, að undantekn- um Hollendingum, stendur þeim framar. Ég vil einnig fara fáeinum orðum um trúarlíf Dana. Get ég búizt við hörðum mótmæl- um, en hætti samt sem áður á að segja mína sannfæringu. Á yfirborðinu er allur fjöldi Dana svo trúaður, að fáar þjóð- ir munu komast þar framyfir. En eftir minni skoðun, er það aðeins á yfirborðinu. Mestur fjöldi Dana er trúaður vegna þess, að feður þeirra, afar og langafar o. s. frv. voru trúað- ir. Það er nú einu sinni sið- ur, og þeir fylgja með, án þess að brjóta heilann sérstaklega um trúarleg efni. Náttúrlega eru ekki allir svo, en ég sagði líka aðeins flestir. Ég hefi ótal dæmi, sem sanna þessa staðhæfingu mína, ef þörf gerist. Ég læt nú bráðlega staðar numið. Mörgum þykir e. t. v., að ég hafi verið of harðorður og dregið fremur fram galla Dana, en kosti. Ef til vill er þetta rétt. Og ég vil segja, að þótt ég finni marga galla hjá Dön- um, þá eru þeir að mörgu leyti ágætisfólk. Eins og ég hefi áður sagt, eru þeir sérstaklega vin- gjarnlegir og raungóðir. Hafa þeir ekki sýnt mér an-riað én gæði og góðvild, síðan ég kohi hingað til Danmerkur. Þó get ég ekki stillt mig um að geta um fáfræði þeirra um íslánd og íslendinga. Hefir mér oft gram- izt, að heyra menn, sem tilheyra þjóð, sem hefir drottriað ýfir íslendingum í mörg hundruð ár, halda því fram, að hinir upprunalegu íbúar íslands1 séu Eskimóar, sem hafizt við' x hreysum og veiði hvítabirni og seli. Hinir „hvítu“ íbúar ís- lands séu bara afkomendur þeirra Dana. sem hafi flutt til íslands! Vitanlega eru ekki margir Danir, sem álíta slíkíj. En þó hefi ég kynst l'jórum, þann tíma, sem ég hefi verið, hér. Hitt er aftur á móti alment álit, að íslendingar séu að vísu hvítir, en þó hálfgerðir villi- menn, sem búi í kofum og.geti alls ekki kallast menningar- þjóð. Ég hefi líka þekkt Dana, sem hélt að ísland væri álíka stórt og eyjan Lolland. Hann hafði séð íslandskörtið á. sömu síðu og Danmerkurkortið á landabréfinu sínu, vitanlega með mikið minni mælakvarða en Danmörk. Hér ætla ég nú að láta stað- ar numið að sinni. Ef einhver vill spyrja um eitthvað sérstakt, sem ég hefi skrifað hér, og hann ekki trúir, þá er það vel- komið að ég svari. Mun ég þá leitast við að jEæra fullgild rök fyrir máli mínu. Ég vil enda þessar línur með þeirri ósk, að þótt ég hafi margt að setja út á Dani, þá megi heill og heiður fylgja hinni dönsku þjóð, og skilningurinn milli íslendinga og Dana vara — á báðar hliðar. Davíð Áskelsson. |NNmtaiiiiiiHiiítiiiiimimiiniiiiiiiíinitiitiiiiiiiiMmi[ciiiiiiiniitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiwwjiiiiiiititiiiHtf ■ Verð viðtcekja er lœgra hér jj ■ á landi, en í öðrum lönd- 1 ■ um álfunnar. 1 Vitækjaverzlimin veitir kaupendum viðtœkja meiri tryggingu um hagkvæm viðskifti en j|p nokkur önnur verzlun mundi gera, pegar bil« jjjjjj |H aarrir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera = S5 að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar m E= er lögum samkvæmt eingöngu varið til = í== rekstur útvarpsins, almennrar útbreiðslu pess §j§ §= og til hagsbóta útvarpsnotendum. — Tak- = ~ markið er: Viðtæki inn á hvert— heimili. §s g Viðtœkjaverzlun ríkisins, Lækjargötu 10 B. — Sími 3828. §H lilis

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.