Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 8
8 1 ALÞÝÐUBLAÐI® ganga yfir torgið. Ég heyrði hann segja telpunni að hann skyldi gefa henni nýtt, fallegt bóm, sem ekki gæti dáið. Hún var búin að yfirvinna grátinn, en hún hóstaði ákafar en áður, og brá hendinni oftar upp að munninum. Það liðu nokkrar vikur, og ég TELPAN Á TORGINU. (Frh. af 3. síðu.) ilmur af því. Allt öðruvísi og betri en af mölinni, og sandin- um, sem hún hafði alt af leikið sér að hingað til. Þegar til þess kemur, að við ætlum okkur að fara að túlka hugsanir barns út frá einhverj- um sérstökum og sjaldgæfum viðburði, sem mætir því, verð- ur okkur oftast nær orðfall. — Orðaforði okkar verður of lít- ill og hversdagslegur. Ég veit ekki hvað litla telpan hefir hugsað yfir blóminu sínu í húsaskotinu, en ég veit þó eitt: Þá stund hefir henni fundist að hún vera auðugri en allir aðrir. Fölleit og fátækleg kona kom fram á torgið og kallaði á telp- una með nafni. Það var víst mamma hennar. Hún hafði hósta eins og telpan, og brá þá alltaf hendinni upp að munnin- um, eins og til þess að draga úr hóstanum. Samskonar hreyf- ing og hjá telpunni, sem kom hálf nauðug út úr skotinu sínu. Blómið varð hún að skilja eftir. Vonandi færi enginn að skemma það fyrir henni í nótt. Morguninn eftir var kalt veður og himininn grét. Ég sá telpuna koma hlaupandi yfir torgið, án þess að skeyta um pollana, sem á vegi hennar urðu. Eftirvæntingin og fögn- uður lýsti út úr andlitinu. Hún gleymdi allri varfærni, og fór beint inn í húsaskotið, þar sem hún hafði gróðursett blómið daginn áður. En nú var blómið hennar ekki lengur til. Það hafði visn- að um nóttina. Blöðin, s6m dag- inn áður höfðu verið svo litfög- ur og ilmrík, lágu nú visin á kaldri mölinni. Orð fá ekki lýst þeim ör- væntingarsvip, sem kom á and- lit telpunni, þegar hún sá, að blómið hennar, sem hún hafði búizt við að finna fallegt og angandi, var dautt og visið. — Hún fór að gráta sárum og von- leysislegum gráti, sem slitnaði sundur af þurrum og áköfum hóstakviðum. Fólk gékk urn götuna fram og aftur, en enginn leit þangað, sem telpan sat og grét, eins og litla veika brjóstið hennar ætl- aði að springa af harmi. Hár maður gékk eftir göt- unni. Það var víst góður maður. Hann nam staðar, þegar hann heyrði grátinn, til þess að átta sig á því, hvaðan hann kæmi. Svo gékk hann inn í skotið til telpunnar. Því grætur þú, barnið gott, spurði hann hlýlega, um leið og hann laut ofan að telpunni. Blómið mitt er dáið, kveinaði telpan, og grét áfram, eins og það væri ekkert það til, sem gæti huggað hana, eða komið í staðinn íyrir blómið, sem nú var dautt og visið. Stóri góði maðurinn spurði ekki fleiri spurninga. Svipur hans bar þess vott, að hann fann til með telpunni, og skyldi sorg hennar. Ef til vill hefir hann einhverntíma grátið yfir visnuðu blómi. Hann tók upp vasaklút og þurrkaði tárin af vöngum hennar. Þú mátt ekki sitja hér í kuld- anum, góða barn, sagði hann. Þú hefir svo slæman hósta. Stuttu seinna sá ég þau sá hvorki litlu telpuna né stóra manninn, og endurminningin um þau kom æ sjaldnar fram í huga mínum. En svo var það einn dag, að það fór líkfylgd um götuna, fá- menn og fátækleg líkfylgd. Kistan í líkvagninum var lít- il, hvít barnskista. Eitt stórt hvítt lifandi blóm var fest á kistulokið. Á eftir líkvagninum gengu foreldrarnir, fátækleg og þreytuleg. Móðirin var grát- bólgin, og hóstaði öðru hvoru, og brá þá í hvert sinn hendinni upp að vörunum. Leiftursnöggt vakti þessi hreyfing í huga mínum minn- ingu um litla telpu, með slæm- an hósta, og sem grét einn morgun yfir visnuðu blómi í húsaskotinu, beint á móti glugg anum mínum, og nú skyldi ég hvers vegna hún kom ekki framar á torgið, eins og hin börnin. Stóra góða manninn sá ég ekki nema í þetta eina skifti. En í hvert skifti, sem ég sé ein- hvern hugga grátandi barn, — kemur hann fram í huga minn, og þá um leið þessi stutti harm- leikur úr lífi litlu telpunnar á torginu. ÍTALSKIR FASISTAR. Flóttamannastraumurinn undan loftárásum Japana á einni járnbrautarstööinni.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.