Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.05.1938, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.05.1938, Blaðsíða 1
SUNNUDAGSBLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS V. ÁRGANGUR SUNNUDAGINN 8. MAÍ 1938. 19. TÖLUBLAÐ jJiIiimel i imofskiirii II, Gestkomandl 1 nokkrnm erlend- nm borgmn Ferðasaga eftir Friðrik Halldórsson ^loftskeytanann. ANN VAR KOMINN burt- farardagurinn — 17. júní 1937 — og í anda þeirrar stund- vísi, sem auðkenna þykir ís- lendinga, var ég kominn um borð í Lyru með V2 mínútu fyrirvara, búinn að koma far- angrinum niður í svefnklefa minn og tryggja mér — ásamt konu minni — fyrsta flokks stæði við skjólborð skipsins, þar sem víðsýnast var og lík- legt mátti telja, að ríkulegast yrði notið ylmagns þess og ást- ríkis, sem auðvitað hlaut að streyma frá þeim fjölmenna hóp, er safnast hafði saman á hafnabakkanum . þessa kyrlátu lcvöldstund, til að kveðja þar ástvini sína og árna þeim heilla. Skilnaðarstundin nálgaðist óðum. Síðustu tónarnir voru hljóðnaðir að fullu frá dóm- kirkj uklukkunni í Reykjavík, er nýlega hafði slegið 7. Gegn um kliðinn frá mann- fjöldanum og bifreiðaskröltið uppi á hafnarbakkanum hljóm- uðu í ótal afbrigðum kveðju- orð og heillaóskir til þeirra, sem um borð voru. Landgöngu- brúin hafði þegar verið dregin inn og þeir sem fylgt höfðu ást- vinum sínum eitt augnablik nið ur í klefana, til þess að kveðja þá í næði, voru nú einnig komnir í hóp þeirra, sem upp á hafnarbakkanum biðu eftir burtfararflauti skipsins, mis- .jafnlega einlægir í þeim líka. Eg rendi í kyrþei augunum yfir mannfjöldann í landi — þó ekki til þess að leita að kunn- ingjum í hópnum, af þeim var þar fátt. Hún stóð við hlið mér sú, er þar á sér óskiftan önd- vegissess og aðra ástvini mína hafði ég kvatt heima, fjarri ó- kyrrð þeirri og umstangi, sem -hér var á ferðum. FRIÐRIK HALLDÓRSSON loftskeytamaður. En samferðamennirnir vænt- anlegu voru svo ólíkir að þjóð- erni og svo frábrugðnir hver öðrum í fasi og hátterni, að fróðlegt var að veita því athygli, hver ítök þeirra voru í hugum þessa fjölmenna flokks, sem lagt hafði á sig það erfiði, að fylgja þeim til skips. Sumir voru sýnilega að kveðja ætt- land sitt og ástvini sína með sorg í huga og söknuði yfir skilnaðinum, aðrir horfðu fagn- andi fram á við, til fjarlægra átthaga, hugfangnir af heim- þránni, sem loks átti að lánast, eftir margra ára strit, að full- nægja með för þessari að ein- hverju leyti. Og enn voru þeir, sem aðeins voru, eins og far- fuglarnir, að skjótast út yfir pollinn, til að njóta þar ný- breytninnar og skemta sér um stund. Sjálfur var ég í flokki hinna síðast nefndu. Ásamt konu minni var ég á leið til útlanda, til sumardvalar þar, örstuttrar sumardvalar, er aðeins átti að standa yfir í nokkrar vikur, en ætlast var þó til að aflaði okkur andlegra verðmæta, sem enst gætu æfilangt í auðlegð þeirra minninga, sem við förina yrðu tengdar. Brottfararflautið dó út og ó- kyrrðin á hafnarbakkanum náði hámarki sínu, meðan kveðju- orð flugu frá manni til manns og hattar og vasaklútar hófust á loft. Mun þar víða hafa leynst undir gáskafullum orð- um og glaðværu tilliti inni- byrgður söknuður. Jafnvel þeir — sem aðeins höfðu búið sig undir skammvinnt skemmti- ferðalag, hugsuðu hlýlegar til átthaga sinna, en þeir höfðu gert, meðan víkin breikkaði milli vinanna í landi og þeirra, sem burt voru að fara. Það er drungalegt loftslag og kalt í veðri. Jafnskjótt og kom- ið var út úr hafnarmynninu, tíndust því farþegarnir niður og að kveldverði loknum gengu flestir til hvílu. Svefnklefi okkar hjónanna var miðskips, afbragðs íbúð, að því einu undanskildu, að kuld- inn var þar svo napur, að okk- ur kom ekki fyrst í stað annað til hugar, en að við hefðum af vangá ranglað inn í einhvern kæliskápinn. En okkur hitnaði, fljótt undir værðarvoðum Norð mannanna, sem varla hefðu reynst okkur betur, þótt ofnar hefðu verið á Álafossi af Sigur- jóni sjálfum. Við sváfum sæmilega um nóttina, enda var veður gott. Til Vestmannaeyja komum við kl. 5V2 árdegis og var þar staðnæmst til kl. 10, en þá var lagt til hafs. Veður var ágætt, örlítill vestan kaldi, en skyggni, því miður, ekki sem bezt. Sást því illa til lands, grillti aðeins öðru hvoru í Suðurlandsjöklana, er sendu okkur gegn um mistrið síðustu kveðjurnar að heiman. Yfir skipið flaug, í áttina til lands, einn af „vorboðunum ljúfu“, er gefa sumrinu okkar, með návist sinni fegurð þá og fjölbreytni, sem við elskum svo heitt og aldrei verðum þreytt á. Með honum sendi ég ást- fólgna landinu mínu, sem enn var í augsýn, en óðum að hverfa, eftirfarandi stef: Ég kveð þig hljóður, kæra fósturláð, við kærleiksbarm þinn hef ég ungur dvalið, þú hefir lífs míns helgirúnir skráð BERGEN^

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.