Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.05.1938, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.05.1938, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ og hulin fræ við móðurbrjóst- in alið. Við þig eru bundin bernsku- ljóðin mín, þau brum, er hjá mér ólu vors- ins gróður. Hún leitar insta þráin heim til þín, sem þögult barn til kærleiks- ríkrar móður. Þórshöfn. TIL ÞÓRSHAFNAR í Fær- eyjum var komið þann 19. kl. 21, eftir 35 klst. ferð, er gengið hafði prýðilega. Veður hafði alla leiðina ver- ið mjög svipað, hægviðri, en dimt í lofti. Öðru hvoru gægðist þó sólin fram, milli dreifðra skýjaflóka, og helti brennandi geislaflóði yfir farþegahópinn úti á þilfarinu, sem þar lá í notalegum hægindastólum og naut í ríkum mæli heilnæmrar hafgolunnar, milli þess sem rað að var í sig krásunum. í Þórshöfn var staðið við til kl. 2.30 um nóttina. Fórum við hjónin því í land og skoðuðum bæinn. Þórshöfn er lítill bær og afar óskipulega byggður. Götur eru þar flestar mjóar og krókóttar og vegna mishæðar jarðvegs- ins eru margar þeirra brattari en æskilegt væri. Húsin eru flest úr timbri, máluð eða olíu- borin að utan. Mjög er það al- gengt, að torflag sé á þökum húsanna og setur það tilsýndar á bæinn nokkuð sérstæðan svip. Steinhús eru fá, en fjölgar nú óðum. Trjágróður er mikill fram með götunum, sérstaklega í úthverfum bæjarins, þar sem skógurinn hefir fengið að vaxa hindrunarlaust. Trj ágarðar eru algengir umhverfis íbúðarhús bæjarmanna, en fæstum þeirra ÞÓRSHÖFN í FÆREYJUM. virðist nægileg ræktarsemi sýnd, svo að þeim geti talist veruleg prýði. í bænum eru tvö kvikmynda- hús, er sýningar hafa á hverju kveldi og var okkur sagt, að það væru aðalskemtanir bæjar- búa. Verzlanir eru fáar, en sumar allstórar og margt er í þeim ó- trúlega ódýrt, miðað við ís- lenzkt vöruverð. í Þórshöfn hittum við gaml- an kunningja, Kjartan Bentsen, er bauð okkur heim og nutum við hjá honum ágætra veitinga. Frá Þórshöfn fórum við, eins og áður er sagt, kl. 2.30 um nótt ina áleiðis til Bergen. Daginn eftir, þann 20., var yndislegt veður, hlýtt og sólríkt og sjólaust með öllu. í Færeyjum höfðu bæzt við um 20 farþegar og var því hvert rúm orðið skipað um borð við brottförina þaðan. Bergen. MÁNUDAGINN 21., kl. 11 árdegis komum við svo til Bergen. Veðrið var þá afbragðs® goft, glaða sólskin og logn. Var f| það öllu meira, en við mátti búazt, eftir frásögnum þeim, sem okkur höfðu borizt áður um veðráttuna þar, sem meðal annars átti að vera svo vætu- söm, að klár-greyin, jafnvel fældust þá vegfarendur, sem þeir mættu á götunum regn- hlífarlausum. Á hafnarbakkanum var sam- an kominn hópur manna er gerði á okkur sameiginlegt á- hlaup, jafnskjótt og sambands- skilyrðin gerðu þeim kleyft að komast um. borð. Hótelþjónar, burðarmenn og bifreiðastjórar kepptust um það, hvér við ann- an, að vekja á sér athygli, eftir að tollverðirni höfðu náðarsam- legast kíkt inn um skráargötin á skrínum okkar og ferðatösk- um og sett á þær hið virðulega embættisinnsigli sitt með hvít- um krítarmola. Við hjónin fólum þjóni, sem þarna var mættur frá Hótel Rosenkranz, að annast farang- ur okkar, en fórum sjálf í land, til að litast um í borginni og liðka okkur til, eftir kyrseturn ar um borð, áður en snæddur yrði miðdegisverður. Að lokum hófst svo viðleitni okkar til að kynnast því helzta, sem borgin hefði að bjóða. Bergen er að því leyti sér- stæð borg í sinni röð, að hún er þeim megin, sem að landi ligg- ur alls staðar umkringd fjöllum og lífæð hennar er því að vest- anverðu tengd við hafið og um- heiminn. íbúarnir hafa ávalt verið farmenn í fylsta skilningi. Til Bretlandseyja, Hollands og Þýzkalands var þeim auðveld- ara að komast en inn í landið sjálft — sitt eigið ættland. Þessi aldagamla einangrun hefir sett á borgina og börn hennar sér- stasð einkenni — svip farmanns ins, er horfir til hafsins, lifir af gnægð þess, starfar á því og stríðir. Hún skóp meðal íbú- anna ást á átthögum sínum, aflaði þeim sjálfstæðrar menn- ingar og lífsskilyrða, en allmik- ils sjálfsálits líka, að því er landar þeirra frá öðrum lands- hlutum telja. Bergen var stofnsett árið 1070 af Ólafi Kyrra Noregskon- ungi og telur nú um 100 000 íbúa. Hún var á miðöldunum stærsta borg Norðurlanda — miðstöð verzlunar- og viðskifta- lífs þeirra tíma. Hún er — eins og Reykjavík — bygð umhverf- is höfn sína og henni á hún til- veru sína að þakka fremur— en nokkur önnur borg.í veröldinni. Það var fyrst árið 1909, að borgin var fyrir alvöru leyst úr þeim læðingi, sem hin takmark- aða samgönguleið sjávarins hafði öldum saman haldið henni í. Það var þá, sem borg- arbúum var með járnbrautar- línunni til Oslo — Bergens- brautinni svonefndu — opnuð samgönguleið inn í sitt eigið land. Þessu undraverða þrek- virki mannlegrar tækni verður lýst hér síðar, í sambandi við brottför okkar frá Bergen, en hér verður í þess stað skýrt frá viðkynningu okkar af borginni sjálfri. Kynnisför okkar hófum við á fiski- og grænmetistorginu, sem er þétt niður við sjóinn í nánd við lendingarstað „Lyru“. Við þann hluta torgsins, e,r að sjón- um veit, liggur daglega urmull af fiskibátum ,smáum og stór- um ,og sjómennirnir, sem bát- ana eiga og baráttuna heyja á þeim við brimsorfna ströndina, til að afla þeim, sem í landi eru, nægilegs fiskmetis, hafa í eld- raunum sínum við Ægi fengið á sig einhvers konar framandi blæ — þöglan og harðneskju- legan útlegðarsvip, er stingur greinilega í stúf við ys og há- reysti borgarlífsins. Þeir vöktu hjá mér aðdáunarkenda athygli, þar sem þeir sátu á hafnarbakk anum, eða reikuðu um hann fram og aftur, með auðsærri fyrirlitningu á háværðinni um- hverfis sig og hvorki uppnæmir fyrir bænakvaki né bannfær- ingum hinna málóðu húsmæðra og þjónustukvenna, sem þyrpst höfðu kringum þá, með auð- særri vandlætingu yfir verðlag inu á fiskinum, skammandi ým- ist eða kjassandi karlangana til Frh. á 5. síðu. Karl Johansgatan í Oslo. Könuhgshöllin sést fyrir enda götunnar.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.