Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.05.1938, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.05.1938, Blaðsíða 4
4 M^ÝÐUBLAÐÍÐ M. G. Gamalt bíl-æfintýri. AÐ var margment þetta kvöld í Valhöll á Þing- völlum. Gestirnir höfðu flestir verið austur við Geysi og Gull- foss um daginn, en ætluðu sér að útenda hann til fulls við ein- hvern gleðskap hjá Jóni í Val- höll. Innri salurinn var þéttsetinn af fólki. Það sat þar við kaffi- og öl-sumbl, og var glatt á hjalla. Fremri salurinn var ekki eins þéttskipaður þá stund ina, en þar var þó líka all líf- legt. Mjúkir og ísmeygilegir hljómtónar bárust frá hátalara, sem komið var fyrir uppi á vegg í salnum. En danzpörin liðu eftir gólfinu með sælukend í svipnum vegna þægilegra til- finninga. Ég horfði á þetta um stund, en mér hálfleiddist þó, því að ég kann ekki þá list að danza. Eg vildi helzt halda á- fram heim, því að það var orð- ið fram orðið. Kl. langt gengin 11. Samferðafólk mitt var flest horfið eitthvað innan um mann fjöldann og var að reyna að njóta gleðinnar. Ég rölti út á bílatorgið, þar stóðu hinar gulu Steindórs bifreiðar í löngum röðum og hvíldu sig. Hálfljótur strætisvagn stóð þar hjá. Hafði ég verið í honum um daginn og var búinn að fá nóg af því, því að þetta var útlifaður garmur, sem alt af var langt á eftir. Þarna var á gangi milli bíl- anna stór og gervilegur maður, og er hann sér mig, segir hann: — Langar þig til að komast heim? — Já, segi ég umsvifalaust. — Hér er bíll að leggja af stað, segir hann, og það er víst nóg pláss fyrir þig í honum, drífðu þig bara upp í. Ég snaraðist fyrst inn í Stræt- isvagninn, til að ná í bakpok- ann minn. Sat þar þá ein sál inni, var það gömul kona, hálf- köld og syfjuð. — Ert þú að fara? segir hún. — Já, segi ég. — En hvað þú átt gott, segir hún, og með það hljóp ég út. Eftirlitsmaðurinn kallaði þá til mín og sagði að bíllinn væri alveg að fara, og ég yrði að flýta mér, ef ég ætlaði að verða með. Og með það þreif hann til mín af heljar kröftum og lyfti mér upp í öftustu lúuna og sajðí rnér að sltríða þar inn, ©g þar myndi ég finna pláss. Ég kom þarna eins og hálfgerð sprengikúla niður á meðal 8 ungmenna, sem héldu til í aft- ari helming bílsins. Ég settist fyrst hjá ungri stúlku, og þótti mér það góð byrjun. Þarna var mjög þröngt, því að fólk þetta var með allmikinn flutning. Þegar ég fór að átta mig á hlut- unum, sá ég að þetta myndi vera fólk, sem væri að koma úr sumarleyfi, því að þarna voru rúmfatapokar og tjaldsúlur, og fólkið var jafn margt af hvoru kyni. 4 ungar stúlkur og 4 pilt- ar. Heldur virtist mér koma óá- nægjusvipur á það yfir þessari sendingu, og mér fanst ég vera eins og vargur í véum þama. Ég fór að reyna að gera mig þægilegan og segja því af ferða- laginu í strætisvagninum, hvað það hefði stundum gengið illa, og það væri munur að vera kominn hingað. Þá gullu tvær af stúlkunum við og sögðu: — Við heíðum viljað vera með Strætó og síðan tóku þær lagið og sungu: Allir með Strætó, Allir með Strætó, enginn með Steindóri! Þetta er svoddan svindlari. Og svo fóru að koma hlátrar og gamanyrði. Og unga fólkið fór að láta sér vera sama um sendinguna. Stúlka, sem sat beint á móti mér, segir: — Manni, það átti nú annar maður sætið, sem þér sitjið í. — Fyrirgefið, segi ég, — ég vissi ekkert um það. Gellur þá einn af ungu mönn unum við og segir: — Gamli maðurinn má vel sitja þarna, ég get setið hér. En hann sat á rúmfatapoka og hafði yl af annari hliðinni á þeirri, sem hafði ávarpað mig. Nú hófst fjörugur söngur hjá piltunum. Sungu þeir mest naz- istasöngva að mér skildist og vöktu með því hálfgerðan her- gný. Uppreisnin á Spáni var þá nýbyrjuð, og voru uppreisnar- mennirnir nefndir bræður — og það var hrópað: Lifi Franco! Svo andvarpaði einn piltanna af þunga miklum og sagði eins og við sjálfan sig: — Ó, Sevilla! Ó, Sevilla! Ertu frelsuð? Þegar á þessu hafði gengið um tíma, tóku tvær af stúlkun- um að syngja: „Sjá roðann í austri“ og fleiri rauða söngva, og voru kankvíslegar á svip- inn. Reif einn piltanna sig þá úr utanyfirtreyjunni, og kom þá í ljós nazistamerki á þrílit- um silkiborða, sem fest var ut- an um handlegginn. Hann benti stúlkunum á merkið og sagði: — Þetta merki rís gegn þess- um söngvum, og mun sigra! — Heldurðu að við séum hræddar við nazistamerkið þitt, Ingólfur? segir þá önnur stúlk- an. Og svo byrjuðu þær að syngja „Internationale11. Spruttu þá tveir piltanna upp eins og þeir hefðu verið stungnir með nál, og hrópuðu: — Við d-r-e-p-u-m! Þá anzaði stúlkan og lagði einkennilega áherzlu á orðin: — Jæja, ætlið þið nú að drepa okkur! Settust þeir þá niður aftur, og annar þeirra sagði: — Ætli það fari nú ekki líkt fyrir okk- ur og það fór fyrir Ragnari þeg- ar hann var að æfa fánaliðið. Þá hrópaði hann: — Fram, fram, drepum. En svo þegar þeir einu sinni mættu nokkr- um kommúnistastrákum, sem eitthvað tóku að ybba sig, lagði Ragnar strax á flótta. Svo var hlegið, og mátti heita að þarna tækist sæmilega að hafa hömlur á ,,stefnunum“, hvað lengi sem það hefir staðið. Þegar komið var niður í Mos- fellsdal, var gerð úr því alvara að ég viki úr sæti fyrir unga manninum, og var það sama stúlkan, sem fyr hafði hreyft því, sem dreif það nú í gegn. Hefir hún líklega alt af séð ein- hverja óánægju á ungfrúnni, sem ég settist hjá, út af skift- unum; en gömlum manni þýðir ekki að láta sér bregða mikið, þó að hann rekist stundum á slíkar staðreyndir. Fólkið, sem var framar í bíln um, hafði mjög hljótt um sig. Var nærri því eins og allir svæfu þar. Okkur varð helzt fyrir að líta stundum á pörin, sem sátu á næstu sætum fyrir framan hreiðrið okkar. Sátu herrarnir hvor á móts við ann- an nær ganginum, en dömurn- ar sátu fyrir innan þá á sætun- um, og sveipuðu þeir handleggj unum mjúklega yfir um þær, og virtust báðir vera vel ánægð- ir yfir hlutskifti sínu. Oftast sátu þeir keipréttir, eins og Ijós myndari hefði stilt þeim fyrir myndavél, og rauluðu lágum rómi danskar gamanvísur. Var auðheyrt að mennirnir voru danskir, óg báðir voru þeir nokkuð rosknir. Þeir voru all- breiðir um bak og herðar, jafn- háir í sætunum og eins og: steyptir í sama móti aftan til að sjá. Einstaka sinnum, eink- um þegar fór að draga nær borginni, hreyfðu þeir sig úr ljósmyndastellingunum og höll % uðust að dömum sínum og áttu við þær hljóðskraf, en þær virt- ust vera mjög feimnar að láta heyrast nokkuð til sín. Stúlk- urnar í sætinu fyrir aftan gáfu þessu stundum auga, og voru kímileitar á svipinn. En þær höfðu nú líka sína herra, svo að það var alt í bezta lagi. Ferðin til Reykjavíkur gekk eins og í sögu. Ég fór úr bílnum við Frakkastíginn. Og svo hefi ég ekki fleira um þessi æfintýri ai segja. Þvottaduft hinna vandlátu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.