Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.05.1938, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.05.1938, Blaðsíða 3
AifrÞÝÐUBLAÐÍÖ 3 Sverrir Áskelsson: Afmælið hans Dóra HANN var á norðaustan, all hvass með renningskófi og gékk yfir með éljum annað slagið. En þess á milli sá í kulda legan, blágráan vetrarhimininn. Ólafur bóndi Hallsson á Eysu lá á bakinu uppi í rúmi í öðr- um enda baðstofunnar og horfði þreytulega á kvistina á súðinni. Hann var nú svo sem ekki van- ur því, hann Ólafur gamli, að liggja svona aðgerðarlaus dag eftir dag, og nú fann hann vel hvert stefndi. Hann hafði lagst um haustið með köldu og óþplandi verk undir bringspölunum. Læknir var sóttur, en hann gat ekkert gert, og síðan hafði verið að smá draga af honum, Að vísu minkaði verkurinn annað slag- ið, en þá var hann svo mátt- farinn, að hann gat sig lítið hreyft. Og nú var komið fram á einmánuð. í hinum enda baðstofunnar sat fólkið við tóskapinn, nema' Sigurður vinnumaður, sem ekki var kominn inn frá gegningun- um. Guðný gamla húsfreyja og Lína, vinnukona, voru að spinna, en Dóri litli prjónaði vetling. Sjúklingurinn strauk skjálf- andi, beinaberri hendinni yfir ábreiðuna og hustaði á rokk- hljóðið og þytinn í vindinum. Það sagði enginn orð í baðstof- unni, nema þegar Guðný tók verkið af Dóra, til þess að líta eftir hvernig hann prjónaði, og segja ’honum til. Tíminn mjak- aðist áfram hægt og hægt. — Gamla klukkan yfir kommóð- unni sló 7 högg. Þá stóð Guðný gamla á fætur og fór fram í eldhús. Skömmu seinna heyrð- ist að bæjardyrnar voru opnað- ar og einhver stappaði af sér snjóinn. Lína tók lampann af kommóðunni og flýtti sér fram göngin. I bæjardyrunum stóð Sigurð- ur vinnumaður, allur fannbar- inn; þegar hann sá Línu með ljósið, strauk hann klakaströngl ana úr yfirskegginu og sagði: ,,Þetta er meiri bölvaður kuldinn,“ og hann fleygði vetl- ingunum sínum á kassa, en Lína tók vönd og sópaði af hon- um snjóinn að því búnu tók hún vetlingana og gamla snjó- sköfu undan sperru, og skóf vandlega af þeim klakann, en Sigurður horfði hugsandi á hana á meðan. Allt í einu greip hann báðum höndum utan um beran háls- inn á henni. Lína leit snögglega upp og sagði:: „Ja, hérna Sigurður,“ en þá kyssti hann hana beint á munninn. Við skyldum nú ætla að hún hefði rokið burtu í fússi, en það var nú einmitt það sem hún gjörði ekki, heldur lofaði hún honum að kyssa sig aftur og aftur. Þá heyrðist gengið um skellihurðina í göng- unum og skötuhjúin í bæjardyr unum hrukku saman. Lína þreif vöndinn og fór aft- ur í óða önn að sópa af Sigurði — en þegar enginn kom fram, tók hún ljósið, — og áður en þau fóru inn í baðstofuna, opn- aði Sigurður bæjardyrnar fyrir tíkinni, sem kom einhversstað- ar að utan úr hríðinni. Þegar þau komu inn úr dyr- unum, bauð Sigurður gott kvöld og isettist ú rúmið sitt, meðan Lína dró af honum plöggin. Ólafur reis upp við dogg — spýtti heilstórri tóbaksklessu út úr sér á gólfið, og sagði: „Hvernig er veðrið?“ „O, það er þessi sami bölv- aður bruni, það er nú eins og við var að búazt, úr því hann kom á norðaustan. Svo er þetta líka litla fjandans myrkur í élj- unum, maður sér bókstaflega ekkert út úr augunum.“ Dóri litli sat á rúminu sínu og grúfði sig yfir prjónana. Það var afmælið hans í dag; nú var hann orðinn 13 ára og nærri því fullorðinn fannst honum. Hann hafði verið hjá hjónun- um á Eysu frá því hann fyrst mundi eftir sér. Guðný gamla og móðir hans sáluga, höfðu verið vinkonur, og vegna þess að þeim hjón- unum, henni og Ólafi, hafði aldrei orðið barna auðið, fékk hún því framgengt, að þau tóku hann að sér, þegar móðir hans andaðist. Um föður sinn vissi hann lítið. Hann hét Björn Friðriks- son, sunnan af landi og hafði drukknað af hákarlaskipi sama árið og Dór litli fæddist. Guðný hafði reynst Dóra eins og bezta móðir, en Ólafur bóndi, sem var harðlyndur og ágjarn að almannarómi, lét sér fátt um finnast umhyggju konu sinnar. Hann hafði verið æði refsingasamur við drenginn og barið hann við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, enda hat aði Dóri litli fóstra sinn af öllu hjarta. Þegar Óíafur barði Dóra, — kreppti hann hnefana og org- aði, meira þó af máttvana bræði —- heldur en sársaukanum. Þá óskaði hann fóstra sínum alls ills, og hugsaði um það, hvernig hann ætti að ná sér niðri á hon- um, þegar hann væri orðinn stór. Þegar drengurinn sá Ól- af engjast sundur og saman af kvölum í rúmi sínu og heyrði hann stynja, og biðja guð fyr- ir sér, var hann sannfærður um það, að nú væri guð að refsa honum fyrir allt óréttlætið og barsmíðarnar. í kvöld var Dórj litli að hugsa um það, hvað hann fengi nú í afmælisgjöf. Hann þóttizt nokkurnveginn vita, hvað hann mundi fá frá fóstru sinni, því að einu sinni fyrir skömmu síðan hafði hann vaknað með fyrra móti. Þá sá hann að hún var að sauma saman ljómandi fallega brúna peysu, með rauðum röndurn á smokkunum og rönd- óttum bekk neðst á bolnum. Dóra grunaði, að hún ætlaði að gefa sér hana í afmælisgjöf, svo að hann lá kyr og lézt sofa. Þegar fóstra hans var búin hafði hún látið peysuna undir koddann. Hún svaf þar, á meðan bóndi hennar var veikur. Síðan hafði hún gengið að rúminu hans Dóra litla, ýtt við honum og sagt: „Farðu nú að vakna Dóri minn, kýrnar eru orðnar lang- eygðar eftir gjöfinni sinni.“ Nú var eftir að vita, hvort hann fengi ekki líka eitthvað frá Línu, eða Sigurði, því varla færi Ólafur að gefa honum nokkuð, hann væri þá ekki sjálfum sér líkur. Meðan Dóri var að velta þessu fyrir sér, kom fóstra hans inn með kúfaðan lummu- disk í annari hendinni, en rjúkandi kaffikönnu í hinni. Fólkið leit upp, og renndi hýru auga til húsfreyjunnar, en bóndi spýtti út úr sér tóbaks- leginum og sagði: „Iivað stend- ur nú til fyrir þér góða mín?“ Hún lét frá sér diskinn og könnuna á borðið. „Það er af mælið hans Dóra skinnsins,“ sagði hún, „og þessvegna ætl- aði ég að gera okkur dálítið glað an dag,“ síðan fór hún fram til þess, að ná í bollana. „Já, ein- mitt það,“ sagði Ólafur og lagði aftur augun. „Einmitt það.“ Svo komu bollarnir og fóllcið fór að drekka. Húsfreyja hjálp- aði bónda sínum, sem var skjálfhentur og gat ekki haldið á bollanum. Að því búnu gékk hún að auða rúminu, tók peys- Frh. á 8. sí'ðu. SVERRIR ÁSKELSSÖN: Eg kem iíegar Mda tebiir. EG KEM þegar kvölda tekur og hvísla mitt leyndarmál. Ég kpm þegar ást og æska ólga í þinni sál. Þú veizt, að ég kem er kvöldar, þú kyssir mig rjóð og hýr. Þig grunar víst miklu, miklu meira, sem undir býr. Þú vefur mig ungum örmum, sem æsa mín hjartaslög, en ert samt að öðrum þræði ennþá feimin og rög. Er stjörnurnar fagrar fölna, þá fer ég að tygja mig og kem máske aldrei, aldrei aftur, að finna þig. Sverrir Áskelss.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.